Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 27. janúar Í1966 — 31. árgangur — 21. tölublað. Þegar Ben Barka var myrtur I dag birtist á 5. síðu frásögn Georges Figons af því þegar Bcn Barka var rænt á götu í París fyrir tæpum þrem mánuðum og hann síðan myrtur. Þessi frásögn sem upphaflcga birtist í vikublaðin.u „L‘Express“ varð til þess að franska stjórnin neyddist til að hefjast handa um rann- sókn málsins. Georges Figon. Friðrik eða Vosiúkof? 1 gærkvöld voru tefldar bið- skákir í Keykjavíkurmótinu og uröu úrslit þeirra sem ihér segir. O’Kelly og Freysteinn gerðu jafnteflij Guömundur Pálmason og Friðrik Ólafsson gerðu einnig jafntefli. en Kieninger tapaði báðum biðskákum sínum, fyrir Jóni Hálfdánarsyni og Guðmundi Pálmasyni. Staðan fyrir síðustu umferð er því þessi: X.—2. Friðrik 8 Vasjúkof 8 3. O’Kelly 7 4. Guðmundur Pálmason 6V2 5. Freysteinn 6 Böök 5 7. Jón Kristinsson 4V2 8. Wade 4 9. Bjöm 3V2 10. Kieninger 3 11. Guðmundur Sigurjónss. 2Vj 12. Jón Hálfdánarson 2 11. og síðasta umferð móts- ins verður tefld í kvöld og hefst hún kl. 7 í Lídó. Þá tefla þess- ir saman, og hafa þeir fyrrtöldu hvítt: Vasjúkof og Guðmundur Pálmason, Jón Kriistinsson og Friðrik Ólafsson, Freysteinn Þor- bergsson og Björn Þorsteinsson, Jón Hálfdánarson og O’Kelly. Wade og Böök, Kieninger og Guðmundur Sigurjónsson. Bið- ská'kir úr síðustu umferð verða tefldar á föstudag kl. 10 f.h. 30% hækkun á útsvörum í Hafnarfirði: Skuldir bæjarins jukust um 46,5 milj. krónur á sl. ári Vasjúkof (standandi) og Friðrik Ölafsson □ Fjárhagsáætlun Hafnar- fjarSárkaupstaðar fyrir áriS 1966 var afgreidd í bæjar- stjórn Hafnarfjaröar sl. þriðjudag. Miklar og harðar umræður urðu á fundinum og stóö hann langt fram á nótt. Heildarniðurstöðutölur fjárhagsáætlunarinnar eru kr. 76.5 miljónir en útsvör og aöstöðugjöld eru áætluö samtals 52.2 miljónir króna. Sömu gjöld námu í fyrra 40 miljónum króna og er hækk- unin á þessum liðum því rúm 30%. Samkvæmt reikningsyfirliti bæjarsjóðs fyrir síðast liðið ár hefur skuldaaukning bæjarins verið gífurleg á árinu. Föst lán hækkuðu úr kr. 8 milj. 594 þús. í kr. 43 milj. 341 þús. og sam- Loftárásimar á N- Vietnam aftur hafnar innan skamms Enn hefur það ekki verið staðfest í Washington en öllum kunnugum ber saman um að hléinu á loftárásunum muni Ijúka alveg á næstunni WASHINGTON 26/1 — Það er nú talið víst að Johnson forseti hafi þegar ákveðið aö loftárásir skuli aftur hafnar á Norður-Vietnam, en hlé hefur verið á þeim síðan rétt fyrir jól. Því er að vísu neitað í Washington að nokkur endanleg ákvörðun hafi verið tekin, en bæði hefur Johnsongefið fyllilega í skyn að hléinu mundi senn ljúka og frá ýmsum höfuð- borgum berast fréttir um að sendiherrar Bandaríkjanna hafi búið viðkomandi ríkis- stjórnir undir það. Æ fleiri hal'last að því í Was- hingtoti að loftárásirnar verði hafnar aftur innan skamms, seg- ir í Reutersfrétt og það styður þessa skoðun að frá Tokio hefur borizt fregn um að sendifulltrúi Bandaríkjanria þar. John Emm- erson, hafi skýrt Shimoda að- stoðarutanríkisráðherra frá því að Norður-Vietnam hafi notað hléið á árásunum til að auka séndingar vopna og skotfæra til Suður-Vietnams. Þetta er lagt út á þann veg að Bandaríkin muni á næstunni aftur hefja loftárás- ir á Norður-Vietnam. Shimoda lét í ljós von um að Bandaríkin framlengdi hléið á árásunum. I 40 höfuðborgum AFP-fréttastofan segir að sendiherrar Bandaríkjanna í um 40 höfuðborgum hafi síðustu daga rætt við fulltrúa ríkisstjórna í viðkomandi löndum og gert þeim grein fyrir þeim ástæðum sem Bandaríkin telja sig hafa til að hefja aftur loftárásimar á Norð- ur-Vietnam. Johnson forseti ræddi við bandaríska Þjóðaröryggisráðið í gær og er enginn vafi talinn á að loftárásir á Norður-Vietnam og aðrar auknar hernaðarað- gerðir hafi verið á dagskrá. Síðar kvaddi forsetinn á sinn fund tuttugu helztu leiðtoga beggja flokka á Bandaríkjaþingi til að ræða sömu mál. Á þeim fundi voru að sjálfsögðu tveir helztu leiðtogar Demókrata í öldungadeildinni sem báðir hafa látið í ljós efasemdir um að Bandaríkin færu rétt að í Viet- nam, þeir Mike Mansfield, leið- togi þingf'Iokksins, og William Framhald á 3. síðu. þykktir víxlar hækkuðu úr kr. 2 milj. 377 þús. í kr. 5 milj. 307 þús. Einnig kom fram á fundinum að ekki er fært á reikninga 7.9 milj. króna lán er tekið var hjá Aðalverktökum s.f. á sl. ári og vafalaust er svo um fleiri skuldir bæjarsjóðs. Er því varlega áætlað að skuldaaukn- ingin á sl. ári hafi numið kr. 46 milj. 548 þús. kr. enda kom það fram að þrátt fyrir 30% hækkun á gatnagerðargjaldi og 143% hækkun á byggingarleyf- isgjaldi, þá treysti meirihlutinn sér ekki til að fleyta sér fram yfir bæjarstjóimarkosningarnar í maí n.k. með öðru móti en því að samþykkja heimild til 2 milj- ón króna lántöku. Fjölmargar tillögur sem full- trúar mirinihlutaflokkanna. Al- þýðubandalagsins og Framsókn- ar, stóðu saman að voru allar felldar og vakti sérstaka athygli, að bæjarstjómarmeirihlutinn treysti sér ekki til að verja eyri til að firra því að sama vand- ræðaástandið yrði í vatnsmálum Hafnarfjarðar og var á sl. sumri og felldi tillögu minnihlutans um fjárveitingu til þeirra mála. Nánar verður skýrt frá fund- inum hér í blaðinu síðar. Frílistinn aukinn 1 fréttaauka ríkisútvarpsins í gærkvöld gerði Gylfi Þ. Gísla- son viðskjptamálaráðherra grein fyrir stækkun frílistans svo- nefnda og breytingu á innflutn- ingsjrvótum, en auglýsing frá viðskiptamálaráðuneytinu um þetta efni birtist í Lögbirtinga- blaðinu í gær. Af vörum sem nú bætast á frfliistann og ekki þarf lengur gjaldeyris- og innflutningsleyfi til að flytja inn nefndi ráðherr- ann timbur, járn og stál, eld- húsinnréttingar og skápa, pípu- hluta, skyrtur, nærfatnað úr baðmull, gúmmískófatnað, karl- mannasokka og gólfteppi. Sagði hann og að árið 1964 hefði inn- flutningur þeirra vömtegunda er nú bætast á frílistann numið 395 milj. kr. eða 7% af heildar- innflutningi á því ári. Innflutningskvótar nokkurra vörutegunda eru og auknir og er þar helzt að nefna húsgögn og sement sagði ráðherrann. ; Helztu vörur sem enn eru háð- ar innflutnings- og gjaldeyris- leyfum eru benzín og brennslu- olíur svo og sykur, kaffi, kven- sokkar, krossviður og húsgögn. VegEegt og fjöl- sótt afmælishóf Mikið fjölmenni sótti 60 ára afmælishóf Verkamannafclagsins Dagsbrunar að Hótel Borg í gær- kvöld. Formaður fclagsins Eð- varð Sigurðsson setti fagnaðinn með ræðu, en i lok hennar af- hjúpaði Sigurður Guðnason, hinn aldni forystumaður Dags- brúnar, nýjan félagsfána, sem Unnur Ólafsdóttir listakona hef- ur gert. Mikill fjöldi skeyta, blóma og gjafa barst í tilefni afmælisins og verður nánar rak- ið í næsta blaði og þá jafnframt birt ræða sú, er Sverrir Kristj- ánsson sagnfræðingur flutti í hófinu, en hann var aðalræðu- maður kvöldsins. | Rætt við Kristin E. Andrésson um úthlutun listamannalauna ! Velferðarríkið hefur síður en svo j bætt stöðu rithöfunda og listamanna Ú thlutui.arnefnd listamanna- störfum með venjulegum af- leiðingum: þeir sem áhuga hafa á málum rífa hár sitt og eru reiðir. I sambandi við þessi tíðindi heimsóttum við Kristin E. Andrés.son, for- mann Máls og Menningar, sem lengi hefur lagt gott til hagsmunamála listamanna og skálda. Og spurðum hann hvernig honum litist á. — Eins og oft áður, svar- aði hann. Illt er það allt og bölvað. Einna verst þykir mér við þessa úthlutun, að það er sem sagan sé að endur- taka sig frá Þjóðstjórnar- tímunum gömlu, þegar hald- ið var uppi ofsóknum gegn róttækum rithöfundum og Iistamönnum og átti að kúga þá til hlýðni við yfirvöldin., Það er í senn gaman og lær- dómsríkt að sjá nú í efsta sæti Halldór Daxness, sem þá var í ofsóknarskyni sviptur 5000 kr. skáldalaunum, gerð- ur „átjánhundruðkrónaskáld“ En skemmtilegra hefði verið að sjá við h'lið hans félaga ‘ hans Þórberg Þórðarson, sem þá sætti svipaðri meðferð. — í hverju finnst þér end- urtekning sögunnar koma helzt fram? — Það er einsog ekki ha£i enn vaknað skilningur á því að auka veg yngri rithöfunda. sízt af öllu éf þeir sýna rót- tækar tilhneigingar. Þeir höf- undar sém mest blésu lífi í bókmenntalíf í fyrra, menn eins og Erlingur Halldórsson, Jóhannes Helgi og Ingimar Erlendur komast ekki einu sinni á blað; hvað þá Jón frá Pálmholti, sem verður að láta sér nægja hina „góðu“ ritdóma. Það er ekki að sjá að þjóðfélagsádeila eigi upp á pallborðið hér frekar en í ýmsum öðrum stað. Um Er- ling J. Halldórsson vildi -ég segja, að leikrit hans. Mink- amir, sé eitt snjallasta leik- rit sem skrifað hafi verið á íslenzku, en meirihluti út- hlutunarnefndar virðist ekki hafa tekið eftir tilveru hans. Og frumlegustu yngri Ijóð- skáldin, Hannes Sigfússon, Sigfús Daðason og Þorsteinn frá Hamri hafa gjörsamlega gufað upp af borði nefndar- innar. — Og enga ljósa punkta að sjá? — Ekki svo orð sé á ger- andi — það er allt í svo smá- um stíl. — 17'innst þér Þjóðstjórn- m. artímar eigi sér fleiri 'stæður en þessar? — Mikil ósköp. Enn í dag vantar gníndvallarskilning á því til hvers listamannalaun eru veitt og hvers virði list- ir og bókmenntir eru þjóð- inni. Mætti ég skjóta að smá- ívitnun: „Þrátt fyrir alla við- urkenningu í orði á gildi bókmennta og lista hafa menn ekki fengizt til að viðurkenna fram á þennan dag, að skáld og listamenn séu starfsmenn þjóðfélagsins, sem séu launa verðir, að það krefjist vinnu og tíma eins og hvert annað starf að skapa listaverk" Þetta gæti hljómað eins og sjálfsagðir hlutir, en gallinn er sá, að þessi orð, sem eru úr næstum því aldarfjórð- ungsgamalli tímaritsgrein. gætu eins vel verið borin fram í dag. Upphæðirnar sem listamönnum er nú boðið upp á eru svo hlægilegar að engu tali tekur. Þeim sem eru ' hæsta flokki úthlutunar- nefndar er boðið upp á 50 þúsund krónur, upphæð sem enginn vogaði sér að bjóða tólf ára gömlum sendisveini. Væri nokkurt vit f veit- ingu listamannalauna ættu l'stamenn sem verulega leggia sig fram eftir listrænum vinnubrögðum (til að mynda Ölafur Jóhann Sigurðsson og Thor Vilhjálmsson) að fá a.m.k 148 þús. kr. árstekiur Framhald á 4. síðu r A I \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.