Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 5
Fjmmfeidagar 22. Jemúar 1866 — ÞJÓÐVTLJTNN — SlÐA g Ben Iiarka „hann var alblóöugrur og nær ól»ekkjanlcgur“. Ránið Kl. 12,30 þann 29. október var Ben Barka rænt. Hann kom í leiguibíl eftir Dragon götu, steig út ásamt ungum manni og tók að skoða bækur í bókabúðinni ,,La Pochade“. Það var ekki ég sem benti ó hann heldur Lopez og gaf hann menki tveim lögreglumönnum, Souohon og Voitot. Þeir sögðu: Hér er franska lögreglan kom- in að fara með yður á stefnu- mót. Ben Barka var ekki mjög undrandi, hann spurði aðeins um skilríki þeirra. Eftir að hann hafði séð þau fylgdi hann þeim mótþróalaust. Bifreiðin tilheyrði iögregl- unni og var sími í henni. Yfir númerið hafði verið sett falskt númer úr plasti. Hinir sögðu mér, að Ben Barka hefði séð að stefnt var á Orly flugvöll, og hélt hann auðsýnilega, að þeir mundu setja hann upp í flugvél sem færi til útlanda (það hefur stundum verið gert við „óæskilega“ menn). Hann spurði rólega hvort svo væri ekki og bað þá Souchon og Voitot að sjá um, að sér yrði síðar send taska, sem hann hefði skilið eftir í París. Þögn ríkti í bílnum. Hann fór fram hjá veginum sem ligg- ur út á flugvöll og hélt áfram. Þá sýndi Ben Barka fyrst merki um geðshræringu. „Satt að segja,“ sagði þá annar lög- reglumannanna ,,þá vill sjeff- inn tala við yður“. Ben Barka áleit strax, að umræddur „sjeffi“ væri hátt- settur lögregluforingi — vafa- laust yfirmaður D.S.T. (ein af frönsku leyniþjónustunum). Hann sagði blátt áfram og ró- lega: „Afsakið, en ég- er viss um að ég hef ekkert aðhafzt gegn Frakklandi“. Hann minnt- ist á það. að hann hefði fengið áheyrn hjá de Gaulle, og talaði lengi um þá virðingu er hann bæri til forseta ríkisins. Hringt til Marokkó Lögreglumennirnir svöruðu, að þeim væri ókunnugt um á- stæðuna fyrir þessu stefnumóti, en „sjefi'inn" vildi endilega ræða við Ben Barka í ró og næði í sveitahúsi í úthverfi Parísar og yrði sá fundur ekkert launung- armál. Ben Barka féllst ber- sýnilega á þessa skýringu. Þegar komið var að villu Jo (Boucheseiche) í Fontenay-le- Vicomte, fóru þeir Souchon og Voitot aftur til Parísar ásamt Lopez. Þeir komu ekki inn í húsið. Ben Barka var vísað til þægi- legs herbergis á annarri hæð. Hann var allan tímann mjög rólegur, settist niður og fór að lesa; síðar bað hann um te, og fór Duvail að ná í það. Sjálfur hafði ég fylgt þeim eft- ir í leigubíl. Skömmu síðar kom Jo inn og sagði að „sjeffinn" hefði tafizt og kæmi ekki fyrr en síðar. Ben Barka tók að sýna nokkur merki óróleiika, þó ekki að ráði: að líkindum bjósthann við heimsókn háttsetts em- bættismanns. Hann endurtók, að hann hefði ekki gert sig sekan um neina vítaverða starf- semi á frönsku svæði. Hann virtist bera þetta atriði mjög fyrir brjósti. Lögreglan er gerspillt Um kvöldið lagðist hann fyrir og við notuðum okkur tækifærið til að hringja til Marokkó til Dlimi, yfirmanns lögreglunnar og til Oufkirs, innanríkisráðherra. Orðaskipti voru stuttaraleg, því allir vissu mætavel hvað um var að ræða. Marokkómennirnir voru tor- tryggnir, því að þeir höfðu áð- ur verið blekktir í því skyni að hafa út úr þeim peninga. Lopez: á hcimili hans lczt Ben Barka Dlimi spurði háðslega: „Hvað á þetta að þýða, einu sinni enn?“ Þá greip Dubail símann: — Það er verið að segja ykkur að sendingin er héma. — Hvað þá, sendingin? — Já, sendingin. — Innpökkuð? — Já, innpökkuð. — Gott, þá komum við. Við reiknuoum út, að Dlimi og Oufkir •nv'ídu ekki koma Q Hér birtlst í Iauslegri þýðingu frásogn sem franska vikublaðið „L'Ex- press" hefur eftir Georges Figon, einum þeirra sem stóðu að brottnámi Ben Barka, en þessi frásögn sem tekin var niður á segulband varð til þess að loks komst hreyfing á rannsókn máls ins og gefin var út tilskipun um hand- töku Oufkirs, innanríkisráðherra Marokkós, sem Figon segir hér hafa myrt Ben Barka með eigin hendi. Égsá Ben Barka drepinn gjörspilltur. Ég er enn góður vinstrimaður“. Ég lagði til að sett væri svefnlyf í te Ben Barka, en Jo svaraði að hann ætti aðeins phenegran heima. Dubail fór fyrstur inn til Ben Barka til að færa honum te, og við biðum fyrir utan svo sem stundarfjórðung. Þá fóru Jo og hinir þrír inn. Þegar Ben Barka sá þessa fylkingu henti hann frá sér bókinni og spurði: „Hvað er eiginlega á seyði?“, Jo gekk að honum og rak honum rokna hnefahögg. Nú gengu hinir að fanganum og börðu hann hver sem betur gat. En lyfið hafði bersýnilega haft þveróíug áhrif við það, sem búizt var við — hann barðist af miklum móð og virt- ist ekki finna fyrir höggunum. Andstæðingar Ben Barka voru vel að manni og ýmsu vanir, en þeir þurftu á öllu að halda gegn þessum litla manni. Dub- ail æpti, að þeir myndu aldrei vinna á honum með þessu móti og ætlaði að greiða honum höfuðhögg með einhverjum grip en var stöðvaður. Ben Barka var alblóðugur og lítt þekkjanlegur, höfuðið þrútið eins og grasker. Ráðherra og morðingi Úr herberginu barst mikill hávaði, húsgögn og diskar Mannræningjarnir Boucheseiche, Dubail, Le Ny og Palisse. Unnu fyrir frönsku leyniþjónustuna, sumir höfðu starfað fyrir Gestapo á hcrnámsár unum. fyrr en að nokkrum klukku- stundum liðnum. Dubail fór upp að segja Ben Barka að fundurinn yrði ekki fyrr en næsta' dag, laugardag. Hann bar einnig fyrir hann mat, en hann snerti varla á neinu. Hann bað um te, og drakk það án afláts. Hann sagði við Dumail, að hann væri til Frakklands kominn af því að Frakkland væri vinveitt Marokkó. Hann sagði: „Einhvern tíma verð ég máske forsætisráðherra lands míns — og þá verður að breyta mörgu, einkum lögreglunni, því eins og þér vitið er lögreglan heima gjörspi'llt“. Dubail féllst á þetta og svo fór að Ben Barka sofnaði. Á laugardag eftir hádegi kom Dlimi ásamt einhverjum Achachi til Fontenay le Vic- omte í bifreið Lppezar. Gerðar voru ráðstafanir til að Ben Barka sæi hann ekki koma. Við fylgdum Dlimi inn, og Du- bail sagði hanum frá ummæl- um Ben Barka um lögregluna í Marokkó. Hann rak upp hrossa- hlátur: ,,Jæja, svo hann ætlar að hreinsa til í lögreglunni! Gott og vel, það er ágæt hug- mynd!“. Jo greip fram í og spurði hvað ætti að gera við hann. Dlimi svaraði hiklaust: „Koma honum fyrir kattarnef“. „En hvemig þá?“ spurði Jo og stóð ekki rétt á sasna. — „Ja, við göngum frá því hérna inni, og svo gröfum við hann einhvers- staðar úti á víðavangi“. Hann var alblóðugur Mönnum varð hreint ekki um sel. Enginn hafði reyndarneina löngun til að drepa Ben Barka — það var ekki það, sem um var samið í byrjun. Ég vék Le Ny afsíðis og sagði við hann: „Ertu frá þér, það er ekki hægt að leyfa þeim að gera þetta, og alls ekki hérna hjá Jo — að fimmtán klukkustundum liðnum finna þeir líkið nokkra metra frá húsi þínu: það er þá betra að fara yfir í villu Lop- ezar, það er hægt að mýkja Lopez. Sá sem drepur hann er fífil. Segðu Jo það“. Palisse sagði þá, að það væri allavega ekki hægt að fara á brott með hann á þennan hátt. En Dlimi hélt fast við sitt: .•Ætlið þið að komast að niður- stöðu? Þaðer víst bezt að ein- hver ykkar fari til Mehdi (for- nafn Ben Barka) til að gera honum ekki bylt við“. Ég sagði þá við Dlimi, að það mætti ekki gera neitt hér, það yrði að fai-a með hann til Lopez. Jo samþykkti það. Síðan fóru þeir upp Le Ny, Dubail, Déde (Pal- isse) og Jo (Boucheseiche). Jo sagði: „Sg er fimmtíu og þriggja ára, en samt er ég ekki alveg brotnuðu. Smám saman tókst þessum fjórum mönnum að reyra Ben Barka við stól, en hann hélt áfram að berja frá sér. Þá komu þeir Dlimi og Aeha- chi upp á aðra hæð. Þegar Ben Barka kom auga á Dlimi virtist hann gripinn skelfingu, hann hætti að brjótast um. Það var farið að binda hann með reipum, sem Palisse hafði náð i. f sömu andrá bar þar að Ouf- kir og bar hann mikinn hatt svartan. Hann opnaði dymar: hann var ótrúlega líkur morð- ingja. Hann spurði mig, hvort Ben Barka væri uppi og hvem- ig gengi. Hann gekk upp á fyrstu hæð og sagði blátt á- fram um leið og hann gekk inn: Þama er hann þá. Er Ben Barka sá liann, tók hann að brjótast um á ný. Oufkir gekk að honnm og sagði: „Ég kann ágæta aðferð til að stilla hann“. Oufkir hafði grip- ið rýting af vcgg niðri, en þar hckk mikið af ma’rokkönskum vopnum og vopnabúnaði. Og nú tók hann að skera í háls og brjóst Ben Barka með hnífs- oddfnum. Hann virtist hafa af þessu svipaða nægju og skurðlæknir, sem cr að litskýra uppskurð fyrir stúdentum sín- um: „Sjáið nú bara til, það ætlar að ganga“. Dlimi sagði nú citthvað við hann á arabísku, án efa að Figon: hann sagði frá það þyrfti að far með Ben Barka til villu Lopezar, því Oufkir sneri . sér að Bouches- eiche og sagði: „Við skulum þá fara“. Oufkir stakk þá upp á að náð yrði í sjúkravagn til að flytja Ben Barka til Lopezar, en allir mótmæltu hástöfum. Svo fór að hann var fluttur þangað í bifreið sem merktvar „Corps diplomatique“ (þ.e. í eigu erlends sendiráðs). Ég kom á eftir í öðmm bíl. Áttu að fá 100 miljónir Er komið var til Lopezar, var farið með Ben Barka meðvit- undarlausan niður í kjallara. Marokkómaður einn, sem hafði víst verið í bifreið Oufkirs* batt hann þar við miðstöðvar- ketil. Reyrði hann svo fast, að hann mátti sig með engu móti hræra og gat ekki andað. Le Ny skarst í leikinn og kvað of mikið að gert, maðurinn ætti þó að geta dregið andann. „Það er gott svona“, sagði Marokkómaðurinn „Ben Barka er búinn að vera“. Síðan söfnuðust allir saman í gestastofu. Oufkir sagði, að hann hefði flýtt sér um of og ekki tekið peninga með sér (hann hafði lofað meir en hundrað miljón frönkum). Hann lét í Ijós óánægju sfna yfir því að mannránið hefði verið framkvæmt á franskri jörð. Hann sagði einnig að það hefði verið yfirsjón að Táta sagnfræðistúdentinn Azemmo- uri, sem var í fylgd með Ben Barka, sleppa (hann gerði við- vart um ránið daginn eftir). Enj bætti hann við, það væri enn meiri skyssa ef menn kynnu ekki að halda sér saman. Ég veit að meðal ykkar eru menn sem ekki eru beint þagmælskir. Hann Ieit á mig og sagðh „Minnsta yfirsjón af þessu tagí verður örlagarík“. Honum var rétt veskið, sem persónuskilríki Ben Barka voru i. Oufkir skoðaði þau vandlega. Þar var m.a. félags- skírteini í Félaginu Frakkland, — Alsír. Oufkir fann að það andaði köldu til hans og tók að útskýra: „Fyrir mér var hér ekki að- eins um að ræða að losna við pólitiskan óvin. Ben Barka var einnig óvinur Frakklands og marmkynsins.“ „Menn eru æstir og þreyttirj eins og þér vitið,“ sagði ég. „Við gefum skít í þvæluna í yð- ur“. „Ég þakka öllum“, sagði Oufkir, sem hafa hjálpað okkur af einlægni, án þess að reyna að hafa út úr okkur fé.“ Hann sneri sér að mér og sagði: „Við sjáumst aftur, ég mun aftur fá tækifæri til að ráða ykkur í þjónustu mína“. Þá sagði ég við hann: „Ég vona að þér eigið enn eftir marga óvini“. Síðan fórum við Dubail, Palisse, Le Ny til Par- ísar í bifreið Jo. Georges Figon, sem þessi frásögn er höfð eftir, var 39 ára að aldri. Hann átti erfiða æsku, og var ungur maðurþrjú ár á geðveikrahæli. Nokkru síðar varð hann uppvís að að- ild að þjófnaði, og skaut á lögreglumennina sem komu að handtaka hann. 1955 var hann dæmdur í átta ára fangelsi, en var náðaður skilorðsbundið , 11161. Lögfræðingur hans var Jean Hug, og aðstoðarmaður hans var Pierre Lemarchand, og urðu beir Figon og Lemarc- hand góð'r vinir Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.