Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 27. janúar 1966. Viðtal við Kristin E. Andrésson Framhald af X. síðu. frá ríkinu — 12 þús. á mán- uði. Við eigum tvo afburða- snjalla Ijóðaþýðendur. Helga Hálfdánarson og Geir Krist- jánsson, og það sama ætti að gilda um þá. Svo ég nefni dæmi um ■ það er að bók- menntum snýr.' E' ★ "'f litið er á héildar- upphæðir — hefur ráðamönnum eitthvað farið fram i rausnarskap á aldar- fjórðungi? — Nei, nema þá síður væri. Arið 1942 þegar sem mest hræring var á málefnum listamanna eftir undanfarandi ofsóknir, skrifaði ég grein i Tímarit Máls og Menningar og færði þar rök fyrir því, að íslendingar ættu vegna sérstöðu sinnar sem þók- menntaþjóð og lista og þjóð, sem laus er við hemaöarút- gjöld, að verja allt að 5% rikistekna til bókmennta og lista: sú upphæð hefði þá ver- ið 2,4 milj. Auðvitað þótti þetta mesta fjarstæða. Og það er eitthvað annað en við höf- um nálgazt sh'ka rausn í sjálfu velferðarríkinu. þar hrekkur af borðum til skálda og listamanna ekki einu sinni einn hundraðasti hluti ríkis- útgjalda, heldttr aðeins ein króna af hverjum þúsund eða þar um bil. Þetta er öll rausn- in og sýnir bezt að starf listamannsíns er einskis met- ið í þjóðfélaginu. Á þessum veltiárum væri það algjör lágmarkskrafa að þrefalda þá upphæð sem nú er úthlutuð svo að hún næði tíu miljón- um — það væru þó ekki nema þrjár krónur af hverju þúsundi ríkisútgjalda. Nú þegar alvarlegar þjóð- emislegar hættur steðja að úr ýmsum áttum er allt í húfi um að þeim skáldum og listamönnum sem eru í sókn og í fararbroddi, sé veitt brautargengi, þeir örfaðir til afreka. En slíkt er hvorki gert með þeim sjónarmiðum sem ríkja né starfi úthlutunar- nefndar, sem annaðhvort sér ekki þá menn sem nú sækja fram eða ofsækir þá vitandi vits. — Á.B. <S>- Mikið tjón í verksmiðju- bruna við Lagarfíjótsbrú □ Kl. 2 í fyrrinótt kviknaöi í verksmiðju- og verkstæöis- skála við Lagarfljótsbrú. í skálanum voru til húsa plast- iðjan Ylur h.f. og bíla- og hjólbarðaverkstæði Vignis Brynjólfssonar. Brann skálinn til grunna, því erfitt var um vik fyrir slökkviliðsmenn vegna sprengingarhættu. Fréttaritari Þjóðviljans sagði, að hér væri um mjög mikið tjón að ræða og var skálinn lágt vá- tryggður. Allar vélar plastiðj- unnar brunnu og einnig áhöld bíla- og hjólbarðaverkstæðisins. Ennfremur eyðilagðist mikið af hjólbörðum, bæði nýjum og í viðgerð. Vörubíll. sem hafði ver- ið í viðgerð á bílaverkstæðinu gereyðilagðist og ýmislegt fleira. Slökkvilið Egilsstaða kom á vettvang, en erfitt var fyrir slöfckviliðsmenn að athafna sig. Langa leið þurfti að fara til að ná" í vatn. Þegar búið var að koma fyrir slöngu í Lagarfljót BIFRCIÐAHCCNDUR Umboðsmenn Hagtrygginga á eftirtöldum stöð- um eru: AKRANES: Ingvar Sigmundsson, Suöurgötu 115. BORGARNES: Ólöf ísleiksdóttir. HELLISSANDUR: Bjöm Emilsson, Lóranstöðin. ÓLAFSVÍK: Jóhann Jónsson, Grindarbraut 28. STYKKISHÓLMUR: Hörður Kristjánsson. A-BARÐASTRANDASÝSLA: Ingigarður Sigurðs- son, Reykhólum. PATREKSFJÖRÐUR: Sigurður Jónasson, Brunn- um 2. BÍLDUDALUR: Eyjólfur Þorkelsson. ÞINGEYRI: Guðjón Jónsson. FLATEYRI: Emil Hjartarson. BOLUNGARVÍK: Marías Halldórsson. ÍSAFJÖRÐUR: Björn Guðmundss., Brunngötu 14. BLÖNDUÓS: Pétur Pétursson, Húnabraut 3. SKAGASTRÖND: Karl Berndsen. SAUÐÁRKRÓKUR: Jón Björnsson, Vörubílast. SIGLUFJÖRÐUR: Jóhannes Þórðarson, Hverfis- götu 31. AKUREYRI: Sigurður Sigurðsson, Hafnarstr. 101. HÚSAVÍK: Stefán Benediktsson, Höfðaveg 24. ÞÓRSHÖFN: Njáll Trausti Þórðarson. EGILSSTAÐIR: Vignir Brynjólfsson. NESK AUPSTAÐUR: Bjarki Þórlindsson, Nes- götu 13. ESKIFJÖRÐUR: Sigurþór Jónsson. REYÐARFJÖRÐUR: Sigurjón Ólafsson, Heiðar- vegi 72. BREIÐDALSVÍK: Stefán Stefánsson, Gljúfraborg. HÖFN, HORNAFIRÐI: Ingvar Þorláksson. VÍK, MÝRDAL: Sighvatur Gíslason, Hólmgarði. VESTMANNAEYJAR: Ástvaldur Helgason, Sigtúni. HELLA: Sigmar Guðlaugsson. SELFOSS: Garðar Hólm Gunnarsson, Fagur- gerði 8. HVERAGERÐI: Verzl. Reykjafoss, Kristján H. Jónsson. GRINDAVÍK: Kristján R. Sigurðsson, Víkurbr. 52. SANDGERÐI: Brynjarr Pétursson, Hlíðargötu 18. KEFLAVÍK: Guðfinnur Gíslason, Melteig 10. KEFLAVÍK: Vignir Guönason, Suðurgötu 35. KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR: Þórarinn Óskarsson. HAFNARFJÖRÐUR: Jón Guðmundsson, Strand- götu 9. t HAGTRYGGING H.F. aðalsk,rifstofan BOLHOLTI 4, Reykjavík. Sími 38580 — 3 línur. var þó allt í lagi með vatnið. En menn þorðu ekki að fara ná- lægt skálanum, vegna spreng- ingahættu. Voru það gaskútar, sem sprungu alltaf öðru hverju. Skálinn brann algjörlega til grunna. eins og fýrr segir. Ekkert hefur verið sannað um eldsupptök, en ástæðan er talin vera sú, að vatn hafi frosið í skálanum og höfðu menn nýlega lokið við að þíða það. Laugavegi 2 — Sími 11980. Þökkum Verkamannafélaginu Dagsbrún sextíu ára baráttu og starf að hags- muna- og réttindamálum íslenzkrar alþýðu og árnum henni heilla á þessum tímamótum. A.S.B:, félag afgreiðslustúlkna í brauða- og mjólkurbúðum Blaðiö biður stúlkurnar í brauða- og mjólkurbúðum og félag þeirra afsökunar á því að nafn félags þeirra skyldi falla niður, undir afmælisósk til Dagsbrún- ar í blaðinu í gær, en kemur henni á framfæri í dag þó að seint sé. Honda rafstöðvar MODEL-40 220 volt 40 vött MODEL-300 220 volt 250 vött og 12 volt — 8 amper Þyngd: 18.5 kg. Vtrð kr. 10.600. Rafstöðin er drifin með 4 gengis benzínvél og eyðir 2 lítrum á 5 klst Rafstöðin er tilvalin fyrir rafknúin smáv erkfæri t.d. sagir, bora, rúningsklippur og til Ijósa á vinnustöðum, sumarbústöðum, bátum os. frv. Model-300 er til á lager. ■— Kynnið yður HONDA-færanlegar rafstöðvar. HONDA-umboðið GUNNAR BERNHARD Laugavegi 168 — Simi 38772. CUDO Iff K KIH ÞjaNUSTA 1. Lægri verð vegna gagngerrar endur- skipulagningar. 2. Afgreiðslutími sem stenzt. 3. Veitum fúslega nánari upplýsingar. CUDOGLER Skúlagötu 26 —Símar 12056, 20456. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.