Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 10
/ i Ná GuBmundur og Freysteinn fyrru réttinduéfungu? i * * i i> □ Nú er komið að lokum Reykjavíkurmótsins 1966, en það er annað skák- mótið sem hér er haldið, sem er skipað nægilega mörgum alþjóðlegum meisturum'til þess að Al- þjóðaskáksambandið við- urkenni árangur þann er „óbreyttir“ skákmenn kunna að ná á mótinu sem áfanga að því aö ná réttindum alþjóðlegra skákmeistara. Vaknar því sú spurning, hvort ein- hverjum íslenzku skák- mannanna takist að ná þeim árangri sem tilskil- inn er í reglum Alþjóða- skáksambandsins. 1 tilefni af þessu snéri Þjóffviljinn sér í gær til Ás- geirs Þórs Ásgeirssonar, for- seta Skáksambands íslands og innti hann eftir því hvaða reglur giltu um veitingu tit- i'lsins • alþjóðlegur skákmeist.- ari. Ásgeir s,kýrði svo frá að reglur þessar hefðu verið hertar nokkuð á síðasta þingi Alþjóða skáksambandsins er haldið var í Wiesbaden í september sl. Samkvæmt þessum nýju reglum þurfa menn að hljóta á alþjóðlegu skákmóti 35% vinninga gegn stórmeisturum, 55% vinninga gegn alþjóðlegum meisturum og 75% vinninga gegn öðrum. Og til þess að mótið sé við- urkennt alþjóðlegt þarf a.m.k. helmingur keppenda að hafa titla alþjóðlegra meistara eða stórmeistara. Samkvæmt þessu þarf kepp- andi á Reykjavíkurmótinu að fá minnst 1.05 vinninga gegn stórmeisturum, 1.65 vinninga gegn a'lþjóðlegu meisturun- um og 3.75 vinninga gegn hinum til þess að • ná lág- markinu, 'eða alls 6V2 vinn- ing. Að sjálfsögðu er ekki hægt að ná nákvæmlega þessu vinningahlutfalli, en aðalatrið- ið mun að ná heildarvinn- ingatölunni og tilski'ldum ár- angri gegn meisturunum. Síð- an metur sérstök nefnd á vegum Alþjóða skáksam- bandsins árangur keppend- anna og , fellir úrskurð um, hvort hann skuli tekinn gild- ur. Þegar þetta er ritað er lokið 10 umferðum á Reykja- víkurmótinu og siðasta um- Guðmundur teflir við Kieninger. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). ferðin verður tefld á fimmtu- dag. Hins vegar er ólökið þrem biðskákum er geta gert strik í reikning okkar manna, þ.e. þeirra Guðmundar Pálma- sonar og Freysteins Þorbergs- sonar, er báðir hafa mögu- leika' á að ná tilskildu lág- marki vinninga, 6V2 vinningi. Birtast úrslit biðskáka vænt- anlega á öðrum stað í b'lað- inu í dag. Freysteinn er nú með 5V2 vinning og biðskák við O’Kelly sem væntanlega verð- ur jafntefli og nægir honum því jafntefli gegn Birni Þor- steinssyni í síðustu umferð- inni til þess að hljóta 6V2 vinning. Guðmundur Pálma- son er hins vegar með 5 vinninga og tvær biðskákir. í biðskákinni við Friðrik stendur hann aðeins lakar en ætti þó að geta náð jafntefli en hins vegar á hann vinn- ingslikur v biðskákirini við Kieninger. Fái hann IV2 vinning út úr biðskákimum er hann því búinn að ná 6V2 vinningi og þolir að tapa fyr- ir Vasjúkof í síöustu umferð- inni. Fái hann hins vegar að- eins einn vinning út úr bið- skákunum verður hann að gera jafntefli við Vasjúkof. Og báðir ættu þeir Guðmund- ur og Freysteinn að fá nægi- lega hagstætt hlutfall vinn- inga gegn titlamönnum á mótinu. , Til þess að hljóta alþjóð- legan meistaratitil þurfa menn að ná tylskildum ár- angri á tveim alþjóðlegum skákmótum og má ekki líða lengri tími en þrjú ár á milli mótanna. Þarf síðara mótið að vera skipað öHu sterkari skákmönnum en fyrra mótið. Þarf það að vera annað hvort 15 manna mót þar sem 50% keppenda eða átta menn hafa stórmeistara- eða alþjóða- meistaranafnbót, eða 12 manna mót þar sem 70% keppenda eða .9 menn eru með titla. ! 1 Fimmtudagur 27. janúar 1966 31. árgangur — 21. tölublað. Sinfóníutónleikar í kvöld: Guðrún Kristins- déttir einieikuri □ Sinfóníuhljómsveitin heldur tónleika í kvöld, fimmtu- dag. Stjórnandi er Bohdan Wodiczko og einleikari Guðrún Kristinsdóttir, píanóleikari. Á efnisskránni' eru verk eftir Hándel, Beecham, Bach, Kodály og Rimsky- Korsakoff. Verzlunarmannafélag ®r sfitii @| □ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur var stofnað 27. jan- úar 1891 og á því 75 ára afmæli í dag. Félagið var 1 fyrstu einskonar fræðslu- og skemmtifélag verzlunarstétt- arinnár og voru í því bæði atvinnuveitendur og launþeg- ar. En brátt skarst í odda, hagsmunamálin rákust á, og að lokum varð V. R. hreinræktað launþegafélag og kaup- mennirnir strikaðir út, eins og kemur 'fram í frásögn Guðmundar H. Garðarssonar núverandi formanns í fé- laginu, sem Þjóðviljinn átti viðtal við í gær. 'Saga Verzlunarmannafélags R- víkur er eiginlega. tvíþætt, segir Guðmundur, því að þótt það sé svona gamalt að árum, 75 ára var það meginhluta þessa tíma- bils eða til 1955 sameiginlegt fé- lag kaupsýslumanna og verzlun- arfólks og setti það að sjálfsögðu svip .sinn á starfsemi félagsins. Félagið var stofnað 27' janúar 1891 og var það gert fyrir for- göngu Þorláks O. Johnsons, sem hafði áður verið verzlunarþjónn, en gerðist síðar umsvifamilcili kaupmaður. Stofnendur voru 33 að-tölu, 22 réttflokkaðir verzlun- armenn, 5 kaupmenn, 3 verzlun- arstjórar og þar að auki einn veitingamaður, einn kennari og einn póstmaður. Fyrsti formað- ur félagsins var Th Thorsteins- son. — Hver var tilgangur félags- ! stofnunarinnar fyrst þarna .voru • bæði atvinnurekendur og þiggj- 1 endur? — Ja, það kemur strax fram í 2. grein félagslaga frá þeim tíma, að mönnum hefur ekki verið fullkomlega Ijóst, hver , megintilgangurinn var með stofnun félagsins. segir Guð- , mundur og brosir við, því þar | segir, að tilgangurinn sé m.a. að j „útvega samkomustað fyrir j verzlunarstéttina til að leitast við að efla samheldni og nánari viðkynningu meðal verzlunar- manna innbyrðis með iðulegum samkomum“, eins og það er' I . orðað. Jafnframt er það talinn : tilgangur félagsins að gæta hagsmuna félagsmanna. Fyrstu á/atugina var því félagið fyrst og fremst fræðslu- og skemmti- í'élag, — nokkurskonar klúbbur. Þess má geta .til gamans, að . ' vrsta konan sem tekin var inn ! í félagið var frú Lára Hansen i árið 1900 og um það, hvort slíkt ; væri nokkur hæfa, urðu miklar umræður, sem nútímamönnum mundu áreiðanlega þykja skringilegar. Á þessu fyrsta tímabili félags- ins lét það mjög til sín taka stofnun Verzlunarskóla Islands og hefur frá upphafi átt mann ■ í stjórn hans, en hann tók til starfa árið 1905. Það er ekki fyrr en uppúr 1920, þegar í félagið ganga um 70 ungir verzlunarmenn, sem ■ "angur félagsins hefst. Meðai þeirra voru Erlendur Ó. Péturs- son, Egili Guttormsson, Guð- mundur Kr. Guðmundsson og Brynjólfur Þorsteinsson, sem voru formenn tímabilið 1920- ( 1940, eins mætti neina Hjört Hansson og fleiri. ,Á þessu tímibili var lagður grundvöllur að svonefndu hús- byggingasjóðsmáli sem Sigurður Árnr.son verzlunarmaður bar mjög fyrir brjósti, en á grund- velli þessa sjóðs keypti félagið húseign sfna í Vonarstræti 4 ár- ið 1939, þar sem síðan varð bæði félagsheimiii eg skrifstofur. ara gama Á þessu tímabili gerist einnig það 1937, að þáverandi formaður Egill Guttormsson, vekur á fé- lagisfundi máls á lokunartíma sölubúða og náðust síðar á því í ári mjög góðir samningar á j þeim tíma í þessum efnum, þannig að sölubúðum skyldi æ- tíð lokað kl. 6 e.h., nema á föstudögum kl. 8 og yfir sumar- tímann var lokað kl. 1 á laug- 'dögum. — Hvernig var þetta þá áður? — O, blessuð vertu, þá var engin regla á þessu, opið til tíu á kvöldin eða lengur og fram eftir öllu á laugardögum. Um og eftir 1940 fara laun- þegar að láta æ meira að sér kveða innan félagsins, sem m.a. kemur fram í því, að árið 1945 eru stofnaðar sérstakar laun- þegadeildir í félaginu. Þetta voru þrjár deildir, afgreiðslu-, skrifstofu- og sölumannadeild. Uppúr þessu er svo undirrit- j aður fyrsti heildarsamningur- inn um lágmarkskaup og kjör meðlima V.R 18. janúar 1946 og er það sögulegur atburður. 1 fyrstu samninganefndinni á veg- um félagsins voru þau Gyða Halldórsdóttir, Björgúlfur Sig- urðsson, Adolf Bjömsson form. nefndarinnar, Karl H. Sveins og Baldur Pálmason. — Hvenær breytist svo Verzl- unarmannafélagið í hrein laun- þegasamtök? — Tímabilið 1946—1957 var Guðjón Einarsson formaður fé- lagsins, en á því tímabili urðu tveir merkisatburðir i sögu þess. Árið 1955 var félaginu formiega breytt í hrein laun- þegasamtök með þeim stefnu- og skipulagsbreytingum, sem því hlutu að fylgja og leitt hefur til þass, serri félagið er í dag. I öðru lagi var á þessu tíma bili samið um stofnun lífeyris- sjóðs verzlunarmanna, sem tók1 Guðrún Kristinsdóttir leikur nú í fjórða sinn með Sinfóníu- j hljómsveitinni. Árið 1958 lék hún 5. píanókonsert Beethoven® j undir stjóm Vaclav Smetacek, I árið 1960 píanókonsert nr. 2 eft- ir Beethoven undir stjóm Boh- I dan Wodiczko og sama verkið I lék hún á tónleikum í Tívoli í ! Kaupmannahöfn og í Álaborg j árið 1961. Árið 1962 lék hún pí- | anókonsert í d-moll eftir Bach með Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn Rohans. Guðrún stundaði nám við Tónlistarskólann íj Reykjavík hjá Árna Kristjánssyui um tveggja ára skeið og síðan við Musik Konservatoríið í Kaupmanna- höfn og var kennari hennar þar prófessor Haraldur Sigurðsson. Á ámnum 1956—58 stundaði hún nám í Vínarborg hjá prófessor Seidlhofer, frægum kennara. Árið 1954 spilaði hún í fyrsta sinn opinberlega á vegum Kon- servatorísins í. Kaupmannahöfn og árið 1955 lék hún á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjávfk. Hún hefur leikið þrisvar eða fjórum sinnum hjá Tónlistarfé- laginu. Árið 1958 hélt hún sjálf- stæða tónleika í Oddfellowhöll- inni 1 Höfn. Auk þass að halda sjálfstæða tónleiika hefur Guðí’ún leikið með mörgum fiðluleikurum og söngvurum, innlendum og er- lendum sem fram hafa komið á tónleikum Tónlistarfélags Rvfk- ur. Á efnisskránni í kvöld eru þessi verk: Handel-Beecham: Amaryllis" svíta. Bach: Píanókonsert í d- moll. Kodály: Harry János svita. Rimsky-Korsakoff: Cappricio E- spanol. Sjálfkjörið í Vbf. Þréftti Stjórn Vörubílstjórafélagsins Þróttar varð sjálfkjörin. Kom einn listi fram, borinn fram af 70 félagsmönnum, en framboðs- frestur rann út kl. 5 í gær. Stjórnina skipa: Formaður Guð- mundur Kristmundsson, varafor- maður Ásgrímur Gíslason, ritari Stefán Hannasson, gjaldkeri Pét- ur Guðfinnsson og meðstjóm- andi Einar ögmundsson. Vara- menn: Ari Agnarsson og Sigurð- ur Sigurjónsson. Nánar verður skýrt frá stjórnarkjörinu þegar aðalfundur hefur verið haldinn. Núvcrandi stjórn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Sitjandi talið frá vinstri: Björn Þórhallsson gjaldkcri, Guðmundur H. Garðarsson formaður, Magnús L. Sveinsson varaformaður og Ifanncs Þ. Sigurðsson ritari. Standandi frá vinstri: Richard S igurbaldason, Helgi E. Guðbrandsson, Grétar Har- aldsson, Öttar Októsson, Bjami Felixson, og Halldór Friðriksson. til starfa 1. febrúar 1956, og er því brátt 10 ára. Hann hefur eflzt og eru nú í honum tæp- lega 2000 manns. Eign sjóðsins var um áramót 95.5 miljónir kr. — Hvenær tókst» þú við for- mennsku í félaginu, Guðmund- ur? — Það var í febrúar 1957 og má segja, að um þefta leyti verði kynslóðaskipti í V.R., því flest okkar, sem þá tókum við forystunni, vorum innan við þrí- tugt, og til þess að gera alger- lega óvön félags- og kjarabar- áttu. Fyrsta verkið sem við þurftum 'ð framkvæma var að fá þau vinnuveitendasamtök sem verzl- unarfólk vann hjá, til að viður- kenna samningsrétt félagsins, en aðeins þrjú þeirra höfðu undir- ritað samninga áður, þ.e. Verzl- unarráð Islands, Kaupmanna- samtökin og KRON. Tókst það allvel og höfðu allir helztu að- ilar undirritað 1958. Við skipulagsbreytingu félags- ins féll félagsmannatala að sjálf- sögðu mikið niður er um 500 kaupmenn og framkvæmdastjór- ar voru strikaðir út og munu félagar hafa verið rúmlega 1000 árið 1956, Því hefur mikið starf farið í að ná inn félögum og voi-u þeir um síðustu árslok orðnir 3651. Geta má þess til gamans að um helmingur félags- manna er kvenfólk, og að 64% félaganna er innan við fertugt. Vinnur þetta fólk á um 600 vinnustöðum, sem eru að sjálf- sögðu mjög misjafnlega stórir, frá einum manni upp í fleiri hundruð. Fyrir frumkvæði V.R. var síð- an Landssamband íslenzkra verzlunarmanna stofnað 1958, en það er nú fullgildur aðili að ASl síðan á þinginu 1964 og : væntir verzlunarfólk sér mikils af samstarfinu við aðrar laun- ! þegastéttir innan Alþýðusam- ' bandsins. — Hver hafa verið helztu máil félagsins í þinni stjómartíð? — Meginverkefnin hafa verið almenn kjarabarát+a ,g þótt áð- j. ur hafi verið gerðii samningar, Framhald á 3 síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.