Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 6
g SIDA — ÞJÓÐVILJTNN — Fimmt'udagur 27. jamar 1966. Frá Grænlandi. o Grænlendingar og Írar • Við fáum kveðju frá Græn- landi — grænlenzki útvarps- kórinn syngur nokkur lög. Við höfum að vísu sýnt þessum grönnum okkar ýmislegan á- huga, a.m.k. verið fúsir til að lesa um þá bækur. En samt er það svo, að ekki rekur okkur minni til að þeginn hafi verið sá styrkur sem Alþingi bauð fram til íslenzks manns, sem vildi nema tungu þeirra. Þá kemur dagskrá frá ír- landi og er það vel til fallið, því að við vitum margfalt minna í raun og veru um þessa náfrændur okkar en til að mynda Grænlendinga. Við segjum Eyjan græna, Brjáns- bardagi og þar fram eftir göt- um, og erum rómantískir. Ein- hverja hugmynd hafa menn um Brendan Behan. En hvað vit- um við um þau tíðindi, sem gerast þar í dag? Eða gerast þar máske aldrei tíðindi? Ef til vill væri ráð að þýða á íslenzku fróðlega bók eftir Þjóðverjann Heinrich Böll um þetta land — hún hefur þegar orðið víðkunn. Á sinfóníutónleikum gerast þau sjaldgæfu tíðindi, að ís- lenzkur píanisti leikur með hljómsveitinni: Guðrún Krist- insdóttir leikur píanókonsert í d-moll eftir Bach. Við óskum h’enni góðs gengis. Lesin er tólfti kafli úr end- urminningum Trumans Banda- ríkjaforseta. Mér er sagt, að hann hafi byrjað sinn feril sem hálsbindasali í smábæ. Af hverju gat manngreyið ekki haldið áfram við það nýta starf ? 13.00 Eydís Eyþórsdóttir stjóm- ar óskelagaþætti fyrir sjó- menn. 14.40 Margrét Bjamason á við- tal við Guðrúnu Kristinsdótt- ur píanóleikara. 15.00 Miðdegisútvarp. Hljómsv. ríkisútvarpsins leikur forleik eftir Sigurð Þórðarson; Ant- olitsch stjórnar. Schlemm syngur lag úr Töfraskyttunni eftir Weber. Bachauer leikur Liszt. Kell, Fuohs og Horsz- Ungverska rapsódíu eftir owsky leika tríó eftir Moz- art. Bjöm Ólafsson og Weiss- happel leika Perpepetuum mobile eftir Novasek og melodie eftir Glueh-Kreisler. 16.00 Síðdegisútvarp. Linctblom, hljómsveit Berkings, Danz- inger, hljómsveit Olssons, Monstand, harmosnikuhljóm- sveit Basiles, hljómsveit Blacks, Fitzgerald, Carlo hljómsveitin, Burl Ives o.fl. syngja og leika. 18.30 Tónleikar. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Grænlenzki útvarpskór- inn syngur nokkur lög. 20.20 Okkar á milli: Eyjan græna. Jökull Jakobsson og Sveinn Einarsson taka sam- an dagskrá um írland og ír- lendinga. 21.00 Sinfóníuhljómsveit ísl. heldur tónleika í Háskóla- bíói. Stjómandi: Wodiczko. Einleikari á píanó: Guðrún Kristinsdóttir. a) Amarillis svíta eftir Hándel-Beeoham. b) Píanókonsert í d-moll eft- ir Bach. 21.45 Steingerður Guðmundsd. flytur frumort Ijóð. 22.15 Átta ár í Hvíta húsinu. arinn Donald Byrd. Ólafur 22.35 Djassþáttur: Trompetleik- Stephensen hefur umsjón á hendi. 23.05 Bridgeþáttur. Hjalti Elías- son og Stefán Guðjohnsen ræðast við. 23.30 Dagskrárlok. • Ljúfmannlegt tímarit • Faxi, tímarit Suðumesja- manna, er orðið aldarfjórðungs gamalt, og var þeirra tíðinda minnzt með veglegu afmælis- riti í lok síðasta árs. Ritið hef- ur verið gefið út af málfunda- félaginu Faxa í Keflavík, en skipulag þess félags er með akademíusniði — í því eru aldrei fleiri en tólf manns, og kjósa félagsmenn nýjan í stað þess, sem flutzt hefur af staðn- um, eða fallið frá. Faxi geymir fimamikinn fróðleik um Keflavík og Suð- urnes yfirleitt. Þar hefur verið sagt frá öllum helztu tíðindum í atvinnulífi og félagsmálum og auk þess rifjað upp margt frá eldri tíma. Viðmót blaðs- ins hefur jafnan verið mjög Ijúfmannlegt, sú hugmynd leit- ar fast á menn er þeir blaðaí Faxa, að heimurinn sé góður og fagur, og eiginlega sá allra- bezti heimur sem til geti verið. Að minnsta kosti ef ekki kæmi vegatollur til skjalanna á Suð- umesjavegi. Margvíslegt efni er í afmæl- ishlaðinu. Þar er viðtal við rúmlega níræðan Suðumesja- mann, Friðrik Gunnlaugsson og segir þar margt af Eldeyj- ar-Hjalta og þeim tímum, þeg- ar Nesjamenn áttu varla von á öðrum fiski í fleytur sínar en þeim er hægt var að kaupa af brezkum togurum fyrir tóbak og brennivín. Þá eru birtar rit- gerðir úr fórum Magnúsar í Höskuldarkoti, sem var þekkt- ur sjósóknari og margfróður Magnús heitinn varð fyrir þeirri undarlegu og sjaldgæfu reynslu, að um hann voru skrifuö eftirmæli löngu fyrir hans dánardægur — birtust þau einmitt í Þjóðviljanum. Jarðarfarir á vísitölu • 1 fyrra ákvað bandaríska stjórnin að kostnaður við útför hvers manns eigi að bætast við útreikning, á lágmarksfram- færslukostnaði. í því sambandi hefur launahagstofunni verið falið að taka jarðarfararkostn- að með í vísitölu framfærslu- kcstnaðar. • Vel leikin mynd í Háskóla- bíói • Við viljum eindregið mæla með myndinni í Háskólabíói, Beeket, sem gerist í Bretlandi á 12. öld og hefur tvo afbragðs leikara í aðalhlutverkum, þá Riehard Burton og Peter O’Toole. Atburðarás myndar- innar er hröð og spennandi, tæknin er góð, en aðalplús kvikmyndarinnar er þó mjög góður leikur, einkum í aðal- hlutverkum. Leikstjóri er Peter Glenville, framleiðandi Hal Wallis. Thomas Becket var enskur erkibiskup, fæddur í London um 1118 og dáinn í Canterbury 1170. Sem kanzlari Hinriks konungs II. barðist hann gegn páfadómnum, en hélt síðar, er hann var orðinn erkibiskup af Kantaraborg, ákaft fram valda- kröfum kirkjunnar á hendur konungi. Hann var myrtur i dómkirkjunni í Kantaraborg af fylgismönnum Hinriks kon- ungs, en eftir dauða sinn lýst- ur dýrlingur kaþólsku kirkj- unnar og var þjóðardýrlingur Englendinga fram að siða- skiptum. Ýmsir rithöfundar hafa fund- ið hjá sér hvöt til að skrifa um örlog Thomas Beckets. Svisisneski rithöfundurinn C. F. Meyer skrifarl830 söguna ,,Hinn heilagi" og T. S. Eliot, J. An- ouilh og Christoþher Fry hafa allir skrifað um hann leikrit. Kvikmyndin í Háskólabíói er sniðin eftir leikriti Jean Anouilh • Þekkja betur Bandaríkin en Evrópu • í tólf ára bekk eins bama- skólans hér í bænum, þar sem eru meira en 30 börn í bekk, spurði kennarinn nýlega, hvort þau vissu hvar Grikkland væri, en aðeins fimm þeirra reyndust vita, að það væri í Evrópu. Hins vegar vissu þau öll, hvar Texas er, og sum upp á hár, hvar í Bandaríkjunum Texas liggur. Það skal tekið fram, að bömin höfðu hvorki lært um Grikkland né Texas í landa- fræðinni. Á myndinni sjást Richard Burton og Petcr Ó Toole í hlutverkum Hinriks konuugs II. og vinar hans Becket, síðar erkibiskups af Kantaraborg. GRÓÐUR- REGN FERÐASAGA FRÁ TÍBET Eftir STUART og ROMA GELDER 4 stjóri kcmmúnista í Chinghai skrifað Thubten Norbu hverjar skyldur honum bæri að efna gagnvart bændunum, sem nú ættu að vera frjálsir af oki lénsskipulagsins, eftir að al- þýðuherinn var sigursæll orð- inn í Kína. Jarðeignum klaust- ursins, sagði í tilskipunum þessum skyldi skipt verða milli bændanna, og munkunum skylt að vinna fyrir sér í stað þess að slæpast innan og utan klausturmúranna, við óendan- legar bænarollur og reykelsis- brennslu, auk þess sem smjör- birgðum fólksins væri sóað til fáfengilegra hluta. Betíurum skyldi fengið eitthvert verk að vinna. Þessari fyrirskipun vísaði á- bótinn frá sér með ólund, sagð- ist ekki vera viðmælandi um slíka hluti. Enda er það sannast sagna, að hvorugur skildi annan. Hvor um sig hélt sínu striki, og þess var enginn von að þau strik mundu nokkru sinni imimimmmmmmmammm mætast. Kommúnistinn gekk vífilengjulaust að verki, og ekki án mikillætis, hinn svar- aði af einfeldni hjartans, að „ölmusugjafir væru ein helzta skylda trúarbragða vorra, og þessvegna ættu betlarar mikil- vægu starfi að gegna í þjóðfé- laginu.“ Líklega hefði marx- istinn ekki orðið meira undr- andi þó ábótinn hefði sent honura bænahjól (eða talna- hjól) að vinargjöf. En þó að Thubten Norbu hafi ef til vill verið eitthvað áfátt í samningalipurð, varð honum ekki brugðið um hug- leysi, því þegar landstjórinn sendi honum strengileg boð um að blátt bann skyldi verðá lagt við því að brenna smjöri, á lömpum, þverneitaði hann að verða við þessu, og sagði landstjóranum að ef hann vildi að þessu yrði framfylgt yrði hann að gera það sjálfur. Ekki var laust við að kæmi á guð- leysingjann við svo hreystileg tilsvör, og sá hann nú í hendi sér að ekki mundi annað tjóa en fara að öllu með hægð og gát í byrjun, en reyna heldur að vinna tiltrú þessa fólks með lagni. Og ellefu árum eft- ir að þetta fór á milli ábótans og. landstjórans, er enn verið að gera myndir úr smjöri, svo það ætlar að sannast að um- bæturnar gerast ekki með eld- ingarhraða. Enn koma trúaðir menn að skoða myndirnar, hver með sína smjörklípu á smjörlamp- anum til að brenna til frið- þægingar fyrir syndir sínar, og í von um bærilegri kjör í næstu endurfæðingu, og enn sitja logagylltar myndir af Búddha, gimsteinum skreyttar, ótruflaðar með öllu, í stólum sínum þar sem glampinn frá hundruðum smjörlampa flökt- ir, en' lamparnir sitja á afar- stórum1 eir- eða silfurkernm við fætur líkneskjunum. Þegar við komum að fyrsta musterinu í klaustrinu, komu tvær mongólskar konur að hliðinu ásamt dreng og stúlku. Hárið féll í flækju um herðar þeim. Þau voru í sauðskinns- úlpum sem ekki sást í fyrir ó- hreinindum, og pilsum sem voru skreytt borðum úr marg- litu leðrL Um hálsinn höfðu þau skrautlega útsaumaða kraga, og fest við þá fléttur úr rauðu og bláu efni og stórir silfurskildir hengdir í. Konurn- ar höfðu í höndum sór ofur- smáa silfurbolla, með fögru víravirki, og logandi á þeim ljós á kveik sem dró til sín smjör. Þau litu hvorki til hægri né vinstri, og virtust ekki taka eftir okkur, en gengu hægt og settlega inn í helgidóminn eins og svipir lið- innar aldar. Af þeim 3000 munkum, sem hér voru áður en kommúnistar komu, eru 400 eftir, og lifa enn við hið óumbreytanlega streymi aldanna af óumbreyt- anlegri trú. Kínverjar segja að eftir að uppreisn var gerð 1959, og það var í lög leitt að munkunum væri frjálst að sitja eða fara eftir geðþótta sínum, hafi munkarnir í Kum- bum, sem ér í sjálfu Kína, einnig „frelsazt“, og hafi þeir sem fóru, gerzt leikmenn, gifzt, og farið að stunda bú- skap, listiðnað, erfiðisvinnu eða skriftir. En trúlegast mun vera að það sé rétt, sem Thubten Norbu sagði, að margir hafi flúið áður en kommúnistar komu, af ótta við að verða ofsóttir og drepnir. Aðrir hafa að líkindum farið af því að þeir sáu sína sæng upp reidda og afdrif klaustursins, jafnvel þó að trú- leysingjarnir þyrmdu hvoru- tveggja við eyðingu og morði. En svo voru aðrir, og þeir fleiri, sem gefnir höfðu verið klaustrinu í barnæsku, og voru þarna nauðugir, en þorðu þó ekki að flýja af ótta við refs- ingu annars heims. Hvorki Thubten Jigme Nor- bu né hinir, af þeim sem fóru, sáu nokkru sinni klaustur sitt í jafn fögru ástandi sem við sáum það eins og það er nú. Musterið þar sem við mætt- um mongólska fólkinu virtist vera gert einkum til að gleðja börn og hræða. Því þessi kyrr- láti heígistaður var líka leik- svið, og sízt fyrir helgileiki, heldur hefði mátt búast við að skrípatrúðar kæmu með óðagoti niður þessar breiðu tröppur, til að leika listir sín- ar frammi fyrir áhorfendum niðri í garðinum. Allt í kring um þetta þaklausa svið voru upphækkaðir pallar handa á- horfendum, en í auðu sætin var troðið hestum, kúm, björn- um og öpum, sem litu á okk- ur með ósvífni í svipnum, en dýrahersingin horfði niður til okkar eins og hún ætlaðist til að við fleygðum til þeirra bita. Veggirnir voru skellibjartir og á þá málaðar með skelfilegum skýrleik píslir fordæmdra í hinum ýmsu helvítum búddha- trúarinnar. Rétt fyrir innan aðaldyr musterisins, þar sem grillti í hljóðláta guði gegnum reykinn af smjörlömpunum í haustbirtunni, stóð hestur hins áttunda Panchen Lama mjall- hvítur og stoppaður, með öll- um reiðtygjum, eins og von gæti verið á guðdómi þeim sem átti hann á hverri stundu, til að setjast á bak hestinum °g þeysa á honum yfir fjöllin, til hinnar helgu borgar, Lhasa, Sá sem stoppaði hestinn hlýtur að vera mikill spaugari, því bæði þessi hestur og aðrir frá hans hendi, hafði í svipnum margt sem minnti á skrítin mannkerti. Þegar við fórum úr þorpinu til Kumbum var það eins og að hverfa inn í ævintýraveröld bams, þar sem góðar vættir og illar búa í steinum og trjám og dýrin hafa sálir framliðinna manna, sem hafa endurfæðzt þeim. Ef sálirnar hegða sér vel í þessu líki, líki bjarnar, hests, kýr eða apa, verður það reiknað þeim til afbötunar í næstu jarðvíst er sálin fær mannslíkama að búa í. Sam- kvæmt trú þessarar þjóðar, búddhatrúnni, er hverjum manni sem illa hegðar sér, refsað í næsta lífi fyrir það, með því að setja hann niður á óæðra svið í tilverunni. Sértu ríkur og voldugur, en farir ekki vel með völd þín og auð, verður þú að þola það næst, að fæðast fátækur og vesall, en séu afbrotin í stærra lag'.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.