Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1966, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 27. janúar 1966. Utgefandi: Sameinmgarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjarnason. Fréttaritstjóri: Sigurðux V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Umfírstaðan JíJiga verkamennirnir sem vinna undirstöðustörfin í þjóðfélaginu að una því að vera lægst laun- aðir? Tveir forvígismenn Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, Eðvarð Sigurðsson og Guðmundur J. Guðmundsson, gerðu þetta vandamál að umræðu- efni í viðtölum við Þjóðviljann á afmælisdegi fé- lagsins. Eðvarð tók svo djúpt í árinni að hann teldi „vonlaust að halda uppi menningarþjóðfélagi á ís- landi ef ekki eru metin rétt í kaupi og kjörum und- irstöðuframleiðslustörfin, en á því er mikill mis- brestur". Guðmundur benti á þá tilhneigingu valda- manna að byggja öll launakjör á Dagsbrúnarmönn- um. Dagsbrún næði fram í baráttu einhverjum lag- færingum á kaupi og réttindum. „Svo koma valda- menn og áhrifaríkir aðilar í þjóðfélaginu og byggja upp launakerfi þar sem menn fá öll réttindin sem Dagsbrún hefur barizt fyrir og knúið í gegn, en síðan skal verkamannakaupið vera lágmarkið og allir aðrir fá meira — og sem mest meiraP Guð- mundur minnir á, að barátta Dagsbrúnarmanna hafi verið eitt meginaflið til gerbreytingar íslenzku þjóðfélagi og baráttumenn verkamanna ætli sér ekki að una því að vera löggiltir á lægstu laun- um sem þekkjast. Og hann telur eitt af höfuðverk- efnum Dagsbrúnar „að ná samstöðu hinna almennu verkalýðsfélaga um það að rétta hlut verkamanna, lyfta upp hinum almenna verkamanni". Undirstöðu- störfin ,í þjóðfélaginu sem hann vinnur eigi að verða eftirsótt störf, en ekki þannig að menn flýji þau. I Rér er gripið á miklu vandamáli, máli sem þrýstir fastar á með hverju ári. Kaup og kjör í fram- leiðsluatvinnuvegum Islendinga eru með þeim hætti að menn flýja þá hópum saman til betur Iaunaðra og hægari starfa og unga fólkið leitar ekki til þeirra eins og æskilegt væri. Miklir erfið- leikar eru á því að manna togaraflotann og stóran hluta bátaflotans, fólk skortir unnvörpum í frysti- húsin og víðar í almenna verkamannavinnu. Straumur erlendra verkamanna inn í landið þyng- ist, með márgvíslegum óæskilegum afleiðingum. Gagnvart þessari þróun standa atvinnurekendur og valdamenn gersamlega skilningssljóir og ráðþrota, það sést bezt begar málgögn þeirra og forystumenn bera fram kröfur um að skerða aflahlut sjómanna, eða þegar atvinnurekendur standa gegn því sem veggur í samningum að kaup megi hækka til nokk- urra muna í frystihúsunum og fiskvinnslunni al- mennt. Því er líkast að atvinnurekendur haldi að menn muni þyrpast að hinum erfiðu og átakamiklu framleiðslustörfum þó kaupi og kjörum sé haldið þar á lágmarki þess sem annars er greitt í landinu, og það sé jafnvel frambærilegt að skerða kjör sjó- mannanna. ^ugljóst má það vera að þjóðinni allri er háski búinn ef ekki verður farin önnur leið. Leiðir sem Dagsbrúnarmennirnir benda á, að lyfta verð' kjörum beirra sem vinna undirstöðustörfin í þjóð félaginu, gera bau eftirsóknarverð -að því leyti ; samanburði við önnur störf. — s. Hvað er á prjónunum? Jón Bjarnason. Björn Þorstcinsson. KÍNA 27. jan. flytur BJÖRN ÞORSTEINSSON, sagnfræðingur erindi um KÍNA og sýnir skuggamyndir það- an. ÞINGTÍÐINDÍ 10. íebr. GEIR GUNNARSSON, alþingismaður ræðir ÞINGMÁL, þar á meðal alúmínmálið. NÝ VIÐHORF 24. febr. GUÐMUNDUR ÁGÚSTSSON, hagfr. skýrir frá NtJUM VIÐHORFUM í ÁÆTLUNARBÚSKAP í A-EVRÖPU. MYNDLIST 10. marz BJARNIJÓNSSON, listmálari ræðir um MYND- LIST og sýnir skuggamyndir. HLÍFARDEILAN 24. marz JÓN BJARNASON, blaðamaður greinir frá HLÍFARDEILUNNI og ræðir áhrif hennar á þróun íslenzkrar verkalýðsbaráttu. Geir Gunnarsson. Guðmundur Ágústsson. ! j v I n Öll fræðslu- og skemmtikvöldin verða í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði og hefjast kl. 9,0 0 e.h. Á prjónunum hjá Æskulýðsfylkingunni í Hafnarf. er ennfremur: LISTKÝNNINfi OG SPILAKVÖLD, en auglýsingar um þetta munu birtast síðar. ÆFH — Æsknlýðsfylkingin Hafnarfirði — ÆFH Ennþá greiða sjúklingar úr eigin vasa sjúkrakosfnað Jósefsspítali í Hafnarfirði ekki fullnýttur Frá því í október á síðastliðnu ári til dagsins í dag hafa sjúkra- rúm verið meira og minna auð Fram — Ármann Valur — Haukar keppa í kvöld íslandsmótið í handknattléik heldur áfram að Hálogalandi í kvöld. fimmtudaginn 27. jan. kl. 20,15. Leiknir verð 2 leikir í mfl. karla I. deild: Fram — Ármann, Valur — Haukar. Staðan í mfl. karla 1. deild er þessi: L U J T S MÖRK Fram 110 0 2 24:19 Haukar 110 0 2 18:17 Valur 2 10 12 46:48 KR 110 0 2 22:17 FH 10 0 10 17:18 Ármann 2 0 0 2 0 41:40 á St. JósefsspítaJa í Hafnarfirði, — voru til dæmis tíu til fimm- tán sjúkrarúm auð á spítalanum í októbermánuði og nóvember- mán.uði, en í desember og kring- um hátíðamar reyndist nokkurn veginn full nýting á sjúkrarúm- unum. En núna í janúarmánuði fer fjöldi auðra sjúkrarúma aftur vaxandi og enu þannig tíu sjúkrarúm auð í dag á spítalan- um. Hér er um að ræða eitt full- komnasta einkasjúkrahús á landinu, — búið fullkominni taakni eins og góðri skurðstofu, og færir læknar starfa við sjúkrahúsið. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali í gær við systur Eiúlalia og príorinu St. Jósefsspítalans f Hafnarfirði og taldi hún vafa- laust helztu ástaaðuna, að sjúk- lingar þurfa að greiða sjúkra- . kostnað að hluta úr eigin vasa I Alvarleg brotalöm er nú kom- . in í tryggingarkerfi landsmanna og hefur svo verið um nokkurra mánaða Skeið, að menn utan af I Framhald á 7. síðu. TILKYNNING frá sjávarútvegsmálaraðuneytinu RáSuneytið vill vekja athygli útvegsmanna og sjómanna á reglugerð nr. 40, 5. febrúar 1963, um verndun fiskimiða fyrir veiði með þorskanetj- um, sbr. Sjómannaalmanak bls. 170. Reglugerðin er svohljóðandi: 1. gr. Skipum með 10 manna áhöfn skal óheimilt að eiga fleiri net í sjó en 90. Sé áhöfn 11 menn, skulu net ekki vera fleiri en 105. 2. gr. Frá upphafi vetrarvertíðar til 20. marz ár hvert skal óheimilt að leggja þorskanet á svæði, sem takmarkast af eftirgreindum línum: 1. Að suöaustan af línu, sem hugsast dregin mis- vísandi suð vestur að vestri frá Reykjanesvita. 2. Að norðaustan af línu, sem hugsast dregin misvísandi norðvestur að norðri frá Reykja- nesvita. 3. Að norðvestan af línu, sem hugsast dregin misvísandi vestur að suðri frá Garðskagavita. 4. Til hafs takmarkast svæðið sjálfkrafa af 12 mílna fiskveiðimörkunum. 3. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 25. janúar 1966. Auglýsið i Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.