Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 1
Aðalfundur Kvenfélags sósialista Aðalfundur Kvenfélags sósíalista í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 4. marz í Tjamargötu 20 og hefst kl. 8.30 stundvíslega. Dagskrá: Félagsmál — Venjuleg aðalfundarstörf. Félagskonur eru áminntar um að f jölmenna og mæta stundvíslega. Sinfóníu- verkfallinu lauk í gœr 9B í gærmorgun voru und- irritaðir samningar milli Félags íslenzkra hljóð- feeraleikara og Ríkisút- varpsins um kjör laus- ráðinna hlj óðfæraleikara hjá Sinfóníuhljómsveit Islands, en tJtvarpið sér um rekstur hennar sem kunnugt er. Eru þetta fyrstu samningar sem gerðir hafa verið milli þessara aðila um kjör þessa fólks. *] Hinir nýju samningar eru í grundvallaratrið- um byggðir á þeim kjör- um sem fastráðnir hljóð- færaleikarar hjá Sin- fóníuhljómsveitinn hafa; en þeir taka laun sam- kvæmt kjaradómi eins og aðrir opinþerir starfs- menn. 36 Áður voru engir fastir samningar í gildi fyrir lausafólkið hjá Sinfóníu- hljómsveitinni og boðaði FlH til verkfalls hjá henni í síðustu viku til þess að knýja á um samningagerðina. Nauðsyn ber til að alþingi taki aðildina að NATO til íhugunar □ Þingsályktunartillaga Alþýðubandalagsins um að kos-®" in verði sjö manna nefnd til að kanna hugmyndir, sem uppi eru um skipulag og framtíð Atlanzhafsbandalagsins, og til að fjalla um afstöðu íslands til bandalagsins með beinu tilliti til uppsiagnarheimildar NATO-samningsins 1969, kom til umræðu í sameinuðu þingi í gær. Utanríkis- ráðherra lét þá svo um mælt, að ekki þyrfti að setja nefnd í málið þar eð utanríkismálanefnd stæði næst að fjalla um það, en nefndin hefur verið starfslaus undanfarið. Þá væri gagnasöfnun óþörf um málið, þar eð fastafulltrúi ís- lands hjá Atlanzhafsbandalaginu sendi utanríkisráðuneyt- inu stöðugt skýrslur um það, sem þar gerðist, þó að marg- ar þeirra væru reyndar trúnaðarmál. Er utanríkisráðherra hafði tal- að frestaði forseti Birgir Finns- son, umræðunni þó að þi«S- menn hefðu kvatt sér hljóðs til að ræða málið. Er með öllu ó- víst hvenær framhald umræð- unnar verður en það mun í fyrsta lagi vera á fundi sam- einaðs þings í næstu viku. Verkfall verzhin- armanna er hafið ■ Samningafundinum í kjaradeilu verzlunarfólks sem hófst f fyrrakvöld var frestað kl. 2.30 í fyrrinótt og hófst hann að nýju kl. 8.30 í gærkvöld. Var fundinum ekki lok- ið er blaðið fór í prentun í nótt og ekki vitað hvort samn- ingar myndu takast en sýnt var að skyndiverkfallið h'já kiötbúðum og nýlenduvöruverzlunum myndi hefjast í dag eins og boðað hafði verið. Þjóðviljinn fékk þær upplýs- ir.gar. í gær hjá Verzlunarmanna- félagi Reykjavíkur að lítill ár- angur hefði orðið af fundinum i fyrrinótt. í gær kl. 2 e.h. hófst svo fundur undirnefndar samn- inganefnda deiluaðila og étti hann að undirbúa fundinn í gær- kvöld. Þótt samningar hafi tekizt í nótt verður verkfallinu ekki af- lýst fyrr en þeir hafa verið stað- festir, en alls óvíst var talið í gærkvöld að samkomulag næðist. Verkfalljð nær til á annag hundr- að verzlana á félagssvæði Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur en bað nær yfir Reykjavík, Kópa- vog, Seltjarnarnes. Kjálarness-, Kiósar- og Mosfellshreppi. Þjóðviljinn átti einnig tal við Sverri Hermannsson formann Landssambands íslenzkra verzl- unarmanna og sagði hann að LÍV myndi bíða átekta þar til í dag að ákveða aðgerðir af sinni hálfu í kjaradeilunni en í sam- '-'mdinu eru 20 félög með rösk- '■'aa fimm þúsund félagsmenn og Eldur í íbúðarhúsi Síðla dags í gær kom upp eld- ur í fbúðarhúsinu að Bakka í Olfusi og var enginn heima við bá stundina. Skömmu síðar kom bóndinn Engilbert Hannesson á vettvang, var eldurinn þó nokk- uð magnaður. Slökkviliðið frá Hveragerði brá skjótt við og tókst að ráða niðurlögum elds- ■'s á skömmum tíma. munu félögin öll vera búin að samþykkja verkfallsheimildir til handa stjórnum sínum, ef nauð- synlegt þykir að beita því vopni í samningabaráttunni. Hefur stjóm LÍV haft til athugunar að boða til skyndiverkfalla eins og Verzlunarmannafélag Reykja- víkur. Þingsályktunartillagan, sem flutt er af þrem þingmönnum Al- þýðubandalagsins Gils Guð- mundssyni, Einari Olgeirssyni og Alfreð Gíslasyni, er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að kjósa 7 manna nefnd til að kanna, svo sem vi® vcrður komið, hvaða hugmyndir eru uppi meðal að- ildarríkja Atlanzhafsbandalags- ins um skipulag þcss og fram- tíð. Jafnframt skal nefndin fjalla um afstöðu íslands til Norður- Atlanzhafsbandalagsins frá 1940 jafnt I ljósi fenginnar reynslu sem breyttra aðstæðna og þeirra upplýsinga, er fyrir liggja og fram kunna að koma um við- horf aðildarríkja til samningsins. Skal nefndin, með sérstöku til- liti til ákvæðis samningsins um uppsagnarheimild árið 1969, semja rökstudda greinargerð um málið og leggja hana fyrir næsta reglulegt AIþingi‘‘. Gils Guðmundsson mælti fyrir tillögunni og sagði að þessi til- laga snerti umdeildasta þátt ís- lenzkra utanríkismála á síðafi árum. Kvaðst hann ekki að sinni ætla að fara út í einstök ágreiningsatriði í málinu, en lagði áherzlu á að málið þyrfti að kanna betur en gert hefði verið undanfarið. Væri reyndar nauðsynlegt að umræður færu fram á alþingi á ári hverju um þátttöku Islands í alþjóðasam- tökum. eftir að fulltrúar íslands Framhald á 9. siðu. ^ V s‘ Þannig vax umhorfs í brunarústunum í gærmorgun. — (Ljósm. Þjóðv. Ari Kárason). Stórbrunií Kópavogi Erfitt um slökkvistarf vegna vatnsleysis ■ í fyrrinótt brann húsið Álfhólsvegur 11 í Kópavogi til grunna, en í því var trésmíðaverkstæði, húsgagnaverzl- un og skóverzlun. 45 menn frá slökkviliðinu í Reykjavík unnu að slökkvistarfinu alla nóttina, en erfitt var um vik fyrir þá, því að fjórir nálægir brunahanar voru vatns- lausir og þurfti m.a. að leggja 900 m. langa vatnslögn til þess að fá vatn úr brunahana við Nýbýlaveg. laus að Álfhólsvegi 11 en eig- andi hússins, verkstæðisins og húsgagnaverzlunarinnar er Páll M. Jónsson húsasmíðameistari, Slökkviliðinu í Reykjavík og lögreglunni í Kópavogi var til- kynnt um eitt leytið aðfarar- nótt miðvikudags, að eldur væri Bandarílíjastjórn viðurkennir Idks að kjarnavopns sé saknað á Spáni Játar einnig að geislavirkt plútónium og úran hafi dreifzt út um byggðir þar — Nú er talið að týnda sprengjan sé ekki á hafsbotni WASHINGTON 2/3 — Loksins í dag, hálfum öðrum mán- uði eftir að 4 vetnissprengjur a.m.k. féllu til jarðar, þegar tvær bandarískar herflugvélar rákust á yfir Spáni, viður- kenndi Bandaríkjastjórn að þetta hefði gerzt og að ein af sprengjunum væri enn ófur.din. I yfirlýsingu sem bandan'ska utanríkisráðuneytið gaf út í dag var sagt að saknað væri kjarna- vopns á Spáni og væri þess nú leitað dyrum og dyngjum. Það var 17. janúar sem banda- rísk sprengjuþota af gerðinni B- 52 rakst á aðra bandaríska her- flugvél sem hún átti að fá elds- neyti úr. Þetta gerðist yfir Pal omares á Spáni. í tilkynninf’- utanríkisráðuneytisins í dag vai sagt að sprengjuþotan hefði haft meðferðis „mörg kjaroavopn til- búin til notkunar“ og sé eitt þeirra ekki fundið enn. Þau kjarnavopn sem talað er um í yfirlýsingunni eru vetnis- sprengjur sem taldar eru hafa sprengimáttinn eitt megatonn a. m.k., eða fimmtfu sinnum meiri °n sprengjumar sem varpað var i Hiroshima. Vetnissprengjumar hafa að "llhettu kjarnáhleðslu úr úran -ta plútóníum og segir f yfir- l lýsingunni að nokkurt magn þessara geislavirku efna hafi dreifzt út umhverfis slysstaðinn, en engin kjamasprenging hafi orðið. Þá eru bandarískir og spænsk- ir vísindamenn bomir fyrir því að engin hætta sé samfara því að neyta grænmetis fisks eða mjólkur úr Palomareshéraði. — Gerðar hafa verið ráðstatf- anir til að hreinsa rækilega við- komandi héruð og mun nokkur jarðvegur og gróður verða flurí Framhald á 3. síðu. og eigandj skóverzilunar'innar er Asgeir Jónsson. Þegar síökkviliðið kom á vett- vang var mikill eldur í norð- austurhomi hússins, í kjallar- anum, og eru eldsupptök talin hafa orðið vig eða í kyndiklefa, en mál það er nú í rannsókn. Slökkviliðsmenn frá Reykjavík vom með 5 bmnabila, en auk þess vom 2 bnmabílar frá flug- vaHarslökkviliðjnu og tankþín frá Verk h.f. Vatni var strax dælt á eld- inn úr tönkum bmnabílanna, en þegar þeir vom tæmdir voru lagðar Iaignir að brunahönum á Álfhólsvegi og síðar Digranes- vegi en þeir voru allir vatns- lausir. Þá var nauðsynlegt að leggja vatnslögn í bmnahana við Ný- býlaveg og var hún 900 m. löng, og aðra að bmnahana á Kársnesbraut og var það 400 m löng lögn og tafði þetta mikig fyrir Þegar vatnjg var loksins kom- ið var eldurinn orðinn svo magnaður að Álfhólsveg; 11, að ekki varð við neitt ráðið þar. en aðaláherzlan lögð á aö bjarga næsta húsi, nr. 9, en þar er Apótek Kópavogs. Voru breidd segl yfir gafl þess húss og tókst ag koma í veg fyrir að eldur- inn kæmist í það. Slökkviliðsmenn vom þama að starfi til kl. 7.30 um morg- uninn. og auk þess stóðu fjórir þejrra vörg um bnmarústimar fram að hádegi í gær Erilsamt var hjá slökkvíliðinu 1 Reykiavílc þessa nótt. og fóru ^enn þaðan ' sautján siú'kra- flutnin-ga á meðan á slökkvi- starílnu í Kópavogi stóð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.