Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 12
Loks æí'un að semja frum- varp um landslífeyrissjóð — Lúðvík Jósepsson leggur áherzlu á að málinu verði hraðað □ Félagsmálaráðherra Eggert G. Þorsteinsson upplýsti á alþingi í gær að ríkisstjómin hefði nú loks ákveðið að setja niður fimm manna nefnd til að semja frumvarp um lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. í sambandi við yfirlýs- ingu félagsmálaráðherra var svo lögð fram skýrsla, sem Haraldur Guðmundsson, fw -- ráðherra, hefur unnið að næstliðin ár. — Nú eru sex ár liðin síðan nefnd, sem fé- lagsmálaráðherra skipaði 20. desember 1958, skilaði áliti til ríkisstjórnarinnar um kannanir í málinu, en hún lagði til að hafin yrði gerð frumvarps um lífeyrissjóð allra landsmanna. Lúðvík Jósepsson sagði við umraeðurnar um málið, að Al- þýðubandalagið legði höfuðá- herzlu a að samningu frumvarps um þetta efni ýrði hraðað, sem kostur er, Lét hann síðan í ljós ánægju sina með Þá yfirlýsingu félagsmálaráðherra að þegar í stað verður hafinn undirbún- ingur að gerð frumvarps um málið. af nefnd þar sem allir þingflokkamir eigi sína full- trúa. Félagsmálaráðherra skýrði í ræðu sinni frá því að 31. maí 1957 hefði verið samþykkt þingsályktunartillaga þess efn- is að alþingi skoraði á ríkis- stjómina að l’áta kanna hvort etoki væri unnt að setja lög- gjöf um lífeyriissjóð fyrir alla landsmenn, sem ekkj_ þegar nytu lífeyrissjóðsstyrks. í framhaldi af þessari þingsályktunartillögu hefði svo félagsmálaráðherra skipað nefnd þann 20. des 1958 til að kanna málið. Nefnd þessi var skipuð Guðmundi J. Guð- mundssynd, Gunnari J. Moú- er. Hjálmari Vilhjálmssyni, Ólafj Jóhannessyni og Sverri Þor- bjömssyni. Nefnd þessi hefði síðan skilað alþingi skýrslu um meginniðurstöður sínar Þann 22. nóv. 1960. Hefði tillaga nefnd- arinnar verið á þessa leið: a) — Sett verði löggjöf um almennan lífeyrissjóð, sem landsmenn eigi kost á að tryggja sig hjá. Vitnaði ráðherrann í skýrslu Haraldar þar sam segir að full- komlega tknabært sé að setja lögigjöf um eftirlaunasjóð og eft- irlaunatryggi.ngu fyrir allt vinn- andi fólk til viðbótar við gild- andi lífeyristryggingar. ,,Eftir launjn séu miðuð við fyrri vinnutekjur og starfstíma, kaupmáttur þeirra tryggður og upphæð þeirra ákveðin með það fyrir augum, að ellibætumar nægi til að afstýra tilfinnan- legri kjaraskerðingu að loknu ævistarfi" eins og segir í skýrsl- unni. Auk ráðherrans tóku til máls Ólafur Jóhannesson. Eysteinn Jónsson, sem reyndu að eigna Framsóknarflokknum hluta af málinu og Emil Jónsson sem taldi Alþýðuflokkinn eiga stór- an þátt í málinu. Þá tóku til ' máls Ólafur Bjömsson, forsætisráðherra og Pétur Sigurðsson. sem minnti á að krafan um almennan líf- eyrissjóð ætti upptök sín í kröfum stéttasamtaka utan al- þingis. Og er vinstri stjómin hefði sett lögin um lífeyrissjóð togarasjómanna hefðu fleiri að- ilar sett fram kröfur um hlið- stæð réttindi. Umræður um þetta mál urðu allmiklar og kom fram í þeim að þingflokkamir allir virðast styðja meginatriði málsins. Hér sjást nokkrir leikendur Herranætur. Frá vinstrirHalla Hauksdóttir, Gunilla Skaptason, Pétur Lúðvíksson, Ingilcif S. Haraldsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Katrín Fjeldsted,. (Ljósm. Þjóðv. vh). Herranótt Menntaskólans 1966 Leikrit eftir 0. Wilde sýnt ðiér á landi í fyrsta sinn b) — Slíkur almennur lífeyr- issjóður veiti tryggingar, sem verði viðbótartryggingar við al- m annatryggingar. c) Unnið verði að breyt- ingu á núverandi sérsjóðum svo að þeir allir veiti framvegis viðbótartryggingar við almanna- tryggingamar. Næsta skref í malinu hefði svq verið stjgið 8. júní 1964, er Haraldi Guðmundssyni_ var falið málið til könnunar. Síðan hefði Haraldur skilað álitj um mán- aðamótin ágúst/september 1965 Síðan þá hefði ríkisstjórnin haft málið til athugunar og nú á- Herranótt Menntaskólans í Reykjavík 1966 verður hald- in nk. mánudagskvöld í Þjóð- leikhúsinu. Sýna nemendur ur leikhúsum til skiptis og hlaupa á milli með búninga og allan sviðsútbúnað. Þessvegna var nú leitað til Þjóðleikhússinsi, sagði formaður leiknefndar Þór- hallur Sigurðsson, á fundi með biaðamönnum í gær. Verða sýn- Framhald á 9. síðu. Lítil vinna í Eyjum Ríflega þúsund manns hafa ráðið sig tíl vertíðarstarfa í Vestmannaeyjum x vetur og eru flestir á vegum frystihúsanna. Sáralítil vinna hefur verið fyrir þetta fóik fram að þessu og hefur Það vart haft átta tíma dagvjnnu. en siíkt dagvinnu- kaup hrekkur nú skammt til lífsframfæris hér á iandi í dag. Margjr eru fjölskyldumenn hvaðanæva af landinu og drýgsti hlutinn af þessu fólki eru ís- lendingar. Talið er að tvö hundruð Fær- eyingar stundi vertíðarstörf í Eyjurn í vetur, — bæði sem sjómenn á bátum og einnjg 1 and vertoamenn. Þá ber líka mikið á Spánverj- um í vetur í hópi útlendinga í Eyjum, en lítið sést af frum núna borið saman við undan- farnar vertíðir. Þjóðviljinn hef-ur átt tal við Jó'hamn Pálsson formann tít vegsbændafélags Vestmannaeyja, — kvað hann ástandið ískyggi- legt. Þrátt fyrir mikinn uppgripa- afla af loðnu undanfarið og að brætt er dag og nótt í tveim fiskimjölsverksmiðjum þá skap- ar það vjnnu aðeins fyrir fimm- tíu til sextíu menn og sitja heimamenn fyrir um þá vinnu, Ríflega áttatíu bátar stunda nú bolfiskveiðar í vetur héðan úr Eyjum, sagði Jóhann sjö bátar hafa verið á linu, 26 bát- ar á nótaveiði 36 bátar á tog- veiðum og í dag eru 15 bátar á netum, — annars eru tíðar skiptingaj- hjá bátunum með veiðarfæri og erfitt að henda reiður á tölum þessvegna. Þrjár orsakir gera ástandið í- skyggilegt og horfir illa sem stendur. Langur ógæftakafli hef- ur verið á vertíðinni, fiskileysi almennt og hefur til dæmis ufsa- veiðin brugðizt alveg fram að þessu. Dágóð ufsaveiði hefur ver- ið tvær undanfamar vertíðir og gott markaðsverð fram að þessu. Sjómenn voru aðeins byrjaðir að veiða ufsa í janúar og virtist hann hverfa í ógæftakaflanum um það leyti. Ekki bætir svo úr skák slæm- ur rekstursgrundvöllur bátanna með vaxandi dýrtíð í landinu, sagði Jóhann að lokum. 5KÁICICEPPNI STOF^ama MEÐ NÝJU SNIDI í ÁR □ Skákkeppni stofnana, hin sjöunda í röðinni, mun hefjast n.k. mánudagskvöld og verður teflt að Hótel Sögu. Er fyrirkomulag keppninnar nú með öðru sniði en verið hefur til þessa. Verður þátttökusveitunum að þessu sinni skipt í aðeins tvo flokka og tefldar 6 umferðir í hvorum flokki eftir Monradkerfi. Einnig styttist tíminn á hverja skák úr 2 tímum á mann í 1 klukkutíma. Eins og kunnugt er hefur þátt- taka í Skákkeppni stofnana jafn- an verið mjög mikil og teflt í allt að sjö flokkum, 6—7 sveitir í hverjum flokki. Svo fjölmenn keppni hefur að vonum reynzt nokkuð erfið í framkvæmd og tekið of langan tíma og viljað rekast á önnur skákmót. Var því horfið að því ráði nú að fækka flokkunum og stytta skáktímann til þess að unnt yrði að koma keppninni fyrir á skákdagskrá vetrarins. Er þess að vænta að menn taki þessari nýbreytni vel. Eins og áður segir hefst keppn- in n.k. mánudagskvöld, 7. marz og verður teflt alla mánudaga í marz, þrjú kvöldin 6 umferðir í aðalkeppninni en síðasta kvöldið verður hraðskákmót og verðlaun afhent. Skáksveitunum verður raðað i flokkana tvo með hliðsjón af úrslitum síðustu keppni. Og verði sama fyrirkomulag og nú á keppninni næsta vetur fellur þriðjungur sveitanna úr A-flokki niður í B-flokk en þriðjungur sveitanna í B-flokki flyzt upp í staðinn. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt Skáksambandi fs- lands eigi síðar en annað kvöld, 4. marz. Utanáskriftin er: Skák- keppni stofnana, pósthólf 674, Reykjavík. Skákstjóri verður að þessu sinni Gísli Pétursson en Gísli ísleifsson, sem hefur stýrt keppninni frá upphafi er nú fluttur út á land. kveðið að skipa nefnd í mál- ið, fimm manna þar sem allir flokkamir ættu sína fulltrúa Slökktu með girfu 1 gærmorgun kom upp eldur í mjölþurrkara í Faxaverksmiðj- unni í örfirisey. Tókst brátt að ráða niðurlögum eldsins með gufu frá verksmiðjunni sjálfri. Tjón varð ekki mikið. Kvin«8i úf fró olluleka Um hádegi í gærdag kom upp eldur í vélahúsi gömlu malbik- unarstöðvarinnar við Elliðaár- vog. Tókst fljótt að ráða niður- lögum eldsins. Nokkrar skemmd- ir urðu af völdum vatns og reyks. Sennilega hefur kviknað •' olíuleka á staðnum. þá leikrit brezka rithöfund- arins og húmoristans Oscars Wilde, The Importance of Being Eamest eða öðru nafni Bunbury og er það í fyrsta sinn sem leikrit eftir Wilde er sett á svið hérlend- is, en þetta sama leikrit hef- ur einu sinni verið leikið í 'itvarpinu. Þótt ekkert leikrita Wildes hafi verið sýnt hér áður eru þó bæði leikrit hans og sögur vel þekkt og hefur margt af því ver- ið þýtt á íslenzku, þótt oft muni erfitt að ná hinni fáguðu' kímni og ekki sízt þeim mörgu orða- leikjum sem einkenna verk hans. Má vera að það sé þessvegna sem ekki hefur áður verið lagt í að sýna leikrit eftir Wilde á íslenzku. Þýðingu þá á Bunbury sem nú verður notuð gerði Bjarni Guðmundsson blaðafull- trúi fyrir nokkrum árum. Undanfarin ár hafa húsnæðis- vandræði háð lciksýningum Menntaskólanemenda allmikið, varð t.d. í fyrra að sýna í tveim- íbúðabycgingar ræddar á BORGARSTJÓRNARFUNDI í DAG Tillaga Alþýðubandalagsins ■ Meðal tillagna, sem Tasddar verða á fundi borgar- stjórnar Reykjavíkur síðdegis í dag og í kvöld, fimmtu- dag, verða tillögur frá borgarfulltrúum Alþýðubandalags- ins um heilsuvernd aldraðs fólks og um byggingu kjöt- um heiísuvernd aldraðs fólks miðstöðvar á Kirkjusandi. Alfreð Gíslason flytur tillög- una um heilsvernd aldraðs fólks. t henni er minnt á að borgar- stjómin hafi hinn 18. apríl 1963 gert samþykkt um velferðarmál aldraðs fólk og heilsverndarstöð- inni jafnframt falið að „kanna hvernig heilsugæzlu aldraðs fólks verði hagkvæmast fyrir komið“. Ekki er kunnugt um að þessi könnun sé enn hafin, hvað þá að henni sé lokið. Leggur Al- freð því til að borgarráði og borgarstjóra verði falið að hlut- ast til um „að undirbúningur skipulagðrar hejlSuvemdar aldr- aðs fólks verði þegar hafinn“ og þessari starfsemi fengið húsnæði í heilsuverndarstöðinni jafnskjótt og slysavarðstofan, spítalinn og rannsóknarstofan flytjast þaðan, og verði að því stefnt að hún geti hafizt Síðari hluta þessa árs. Guðmundur Vigfússon flytur hina tillöguna sem getið var og er hún svohljóðandi: „Borgar- stjómin ákveður að hefjast þeg- ar handa um byggingu kjötmið- stöðvar á Kirkjusandi, sem veitt hefur verið dl 7,1 milj. kr. í bárhagsáætlunum sl. 12 ár“. Annars er þess að vænta að húsnæðismálin setji einna mestan svin á umræöurnar á borgarstjórnarfundinum I dag, því að ihaldið ber nú — aldrei þessu vant — fram tillögu um íbúðabyggingar á vegum borgarinnar. Þær tillögur mun íhaldið vafalaust ætla að nota sem skrautfjöður fyrir borg- arstjórnarkosningarnar í vor — Ioforðin á ekki einungis að nota til birtingar í „Bláu bók- inni“ hcldur Iíka — og kannski fyrst og fremst — til að reyna aö breiða yfir auma frammistöðu íhaldsmeirihlut- ans í þcssum málum á kjör- tímabilinu, fyrirhvggjuleysi og slóðaskap.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.