Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 8
8 SfSfli ýSc. ▼ • Orð guðfræðinema • Orðið, misserisrit Félags guð- fræðinema, 1. tbl. 2. árgangs, er komið út og er að þessu sinni að mestu leyti helgað guðfræðilegum vandamálum kirkjubyggingarlistar. Dr. Þórir Kr. Þórðarson ritar greinina: Arkitektúr og guðfræði, Síra Sigurður Pálsson: Nokkur orð um kirkjubyggingar og Hörður Bjarnason húsameistari ríkis- ins: Viðhorf arkitekts til kirkju- bygginga. Aðrar greinar í ritinu eru um Rudolf Bultmann eftir Sr. GuS- mund Sveinsson og tvær grein- ar eftir guðfræðinema, Kol- beinn Þorleifsson skrifar um Egil Þórhallsson og Heimir Steinsson um Einingarviðleitni kirkjunnar frá lúthersku sjón- armiði. Ritstjóri er Sigurður örn Steingrímsson og aðrir í rit- nefnd Guðjón Guðjónsson og Einar Sigurbjörnsson. • Jafnað við móðuharðindin og svarta dauða • „Islenzkt þjóðerni hefur lif- að margar eldraunir 1000 ára sögu þjóðarinnar. Það hefurlif- að af Gamla sáttmála, svarta dauða, bólusótt, einokunarverzl- un, móðuharðindi, grasleysi og haflg, hersetu í síðustu heims- styrjöld og margt fleira mætti telja til. Hversu mikill fjöldi íslendinga trúir því svo í al- vöru, að Keflavíkursjónvarpið sé sú plága, sem muni ganga af íslenzku þjóðemi dauðu?“ (Úr Islendingi, blaði íhalds- manna á Akureyri). Bjarni Ragnar • Bjarni Ragnar sýnir á Mokka • Á sunnudaginn hófst í Mokkakaffi sýning á myndum eftir Bjama Ragnar. Er þetta þriðja sýning hans á Mokka, en Bjami byrjaði mjög wngur að mála og sýndi fyrst fyrir f jórum árum, þá 15 ára gam- all. Að þessu sinni sýnir Bjarni 24 myndir, mest túss- og vatns- litamyndir, og eru þær allar til sölu. Sýningin stendur i 3 vikur. • Skálholt og Gullna hliðið • Þeir Jökull JakobssQp og Sveinn Einarsson flytja þátt um SfcS&MS$ «g ekk? veritem íwí neitað, að þerr hafa év jnSingn að vetja, Kantisfeí það fðíist líka svar við spurningtt, sem margrr hafa gleymt — Iwað líður SkálhoTtssöfn«n>? I bókaspjalH er talað um Gullna hliðið, og er það vissu- lega ekki óskemmtilegt um- ræðuefni — margs mætti spyrja um samanburð á leikritirra og þjóðsögunni, um hagnýtingu þjóðsagna í bókmenntum og þar fram eftir götum. Því miður er þetta vinsæla leikrit heldur ó- merkilegt, þótt það sé svo nokk- ur huggun að heyra í Jóni bónda, fullan með uppsteit og virðingarleysi í garð allra mátt- arvalda og væri gott að eiga marga slíka karla á alúmíntíð. Og Jón Múli er með djass- þátt, • tJtvarp, Fimmtudagur 3. marz. 13,00 Eydís 'Eyþórsdóttir stjóm- ar óskalagaþætti fyrir sjó- menn. 14.40 Margrét Bjamason ræðir við Ingigerði Guðjónsdóttur forstöðukonu húsmæðraskól- ans að Staðarfelli og Krist- björgu Ágústsdóttur í Búðar- dal. 15,00 Miðdegisútvarp. Svala Ni- elsen syngur, Pressler og Guil- et-kvintettinn leika Sextett eftir Mendelssohn, Schiöler leikur „Vorklið“ eftir Sinding og „Hillingdans“ eftir Grieg. Vínarkvartettinn leikurkvart- ett-þátt eftir Schubert. 16.00 Síðdegisútvarp: Hljómsv. Sigge Fúrsts, B. Streisand, S. Ghaplin, W. Atwell, The Bee Sisters, hljómsveit J. Basiles, L. Augustin o.fl. skemmta. 17.40 Þingfréttir. 18,00 Bergþóra Gústafsdóttir og Sigríður Gunnlaugsd. stjóma þætti fyrir yngstu hlustend- uma. f tfmanum les Stefán Sigurðsson framhaldssöguna „Litli bróðlr og Stúfur“. 18,30 Tónleikar. 20,00 Daglegt mál: Árni Böðv- 'arsson flytnr þáttinn. 20,05 Töfrasproti æskunnar, svíta nr. 2 op. 1 b eftir Elgar Fílharmoníusveit Lundúna leikur; E. van Beinum stj. • VerðaTKJi husmæður á ferð í sn{onum • Þessa fallegu mynd af fjúrum ncmendum Hú smæðraskólans á Ilallormsstað á göngu f snjónumj tók Sigurður Blöndal skógarvörður fyrir nokkrum dögum. Húsmæðraefnin eru, talið frá vinstri: Jónhildwr Guðmundsdóttir frá Ncskaupstað, Kolbrún Bergmann frá Keflavík, Ljósbjörg Alfreðs- dóttir frá Víkingsstöðum á Hcraði og Matthildur Ölafsdótlir frá Kópavogi,. 20.20 Okkar á milli: I Skálholti. Jökull Jakóbsson og Sveinn Einarsson taka saman dag- skrána. 21,00 Atriði úr „Carmen“ eftir Bizet. Sandra Warfield og J. McCracken syngja með hljóm- sveit Covent Garden óperunn- ar; E. Downes stjómar. 21.15 Bókaspjall. Njörður P. Njarðvík cand. mag. tekur til meðferðar leikrit Davíðs Stefánssonar „Gullna hliðið" og fær Lárus Pálsson og Matthías Johannessen til fundar við sig. 21,50 Strengjatríó í B-dúr eftir Sehubert. W. Boskovsky leik- ur á fiðlu, R. Streng á víólu og R. Scheiwein á selló. 22,00 Lestur Passíusálma (21). 22.20 Húsfrú Þórdís. 22.40 Djassþáttur: Jón Múli Árnason kynnir. 23.15 Bridgeþáttur; Hallur Sí- monarson flytur. 23.40 Dagskrárlok. heyrt áj • Byggingarfélag sjómanna aldrei stofnað • Sl. fimmtudaig birtist hér á síðunni fyrirspum frá Sjó- manni, sem sagðist hafa séð í Morgunblaðinu auglýstan að- alfund Byggingarsamvinnufé- lags verkamanna og sjómanna. Vildi hann fá upplýsingar um það, hvort þetta væri það byggingarfélag. sem fyrir all- löngu var samþykkt ag stofna fyrjr félagsmenn Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Þjóðviljinn fékk þæT upp- lýsingar frá Sjómannafélaginu í gær, að þessi auglýsing vseri félaginu algerlega óviðkomandi Orr væri hér liklega um að ræða félag innan Sjálfstæðis- flokksins, Óðjn, í aðalfundi S.iómannafélags Reykjavíkur í fyrra var sam- þyktot að stofna byggingar- samvinnufélaig það, ór Sjómað- ur talar um í fyrirspum sinni, en af þeirri stofnun hefur ekki orðið vegna fyrirheita rikis- stjórnarinnar við ailsherjar kaupgjaidssamninga verklýðs- félaganna sl. vor um bygging- ar á vegum húsnæðismála- stjómar með allt að 1200 ibúð- um sem meðiimír verklýðsfé- laganna ejga að ganga fyrir. • Kennarinn; Jón hve gamatl er sá, sem er fæddur árið 1920? Jóna: Kari eða kona? Eftir STUART og ROMA GELDER 32 Ekki var heldur vitað með vissu hve mikið af góðu smjöri hafði verið látið í Ijóstoll handa klaustrunum, en áætlanir, sem gerðar hafa verið í klaustrun- um, og enn var vissulega fjórði partur hafður til hins sama. En þar sem þetta var allt látið af hendi af fúsum og frjálsum vilja, hafði stjórnin ekki skipt sér neitt af þessu. En reyndar brann honum það fyrir brjósiti, þessum góða búnaðarmálastjóra, sem svo trúlaus var á guðina og þeirra þarfir, að vita svona ílla farið með góðan mat. Eins og hvarvetna í Kína er þarna mikill skortur á dráttar- vélum og öðrum vélknúnum landbúnaðarverkfærum. Á bændabýlum er þetta nálegaó- þekkt, og á tilraunabúum stjórnarinnar ekki nema tveir tugir, en tilraunabú þessi hafa verið sett á stofn til þess að rannsaka skilyrði til jarðyrkju og kvikfjárræktar. En í þessu landi er raunar enginn skortur á áburði, og er ólíku saman að jafna ástandinu í Kína hvað þetta snertir, þar sem haldið er til haga til áburðar öllu því sem til fellst í salemum í sveit- inni. Þar er líka hægt aðveita vatni á víða, og mun þaðnema 60 til 70% af ræktanlegu landi, sem veita má úr ánum. Hita- stigið verður aldrei mjög hátt eða lágt, og þetta albjarta sól- skin er gróðrinum svo gott og hollt, að uppskera er ríkuleg. Þegar ekki hafa gengið þurrkar eða rigningar til baga, er gott að stunda búskap í þessu landi. Hin eina ástæða til þess að Tíbet er svona afturúr, sem raun var á, var stjórnmálaá- standið, en það var þröskuldur öllum framförum, enda sáu lénsherrarnir sér síður en svo hag f því, að landið tæki fram- förum. Sjö hundruð þúsund af þeirri miljón og tvöhundruð og fimm- tíu þúsundum, sem áætlað er að séu í Tíbet, voru ánauðugir mcnn. Einn af fjórum karl- mönnum eða fleiri, var munk- ur. Af miðstétt hafa lfklega verið 10.000 í mesta lagi; kaup- menn stærri og smærri, iðnað- armenn, farandsalar, o.s.frv. Hinir, sem ótaldir eru, voru betlarar. I orði kveðnu átti ríkið allar jarðir. I reyndinni voru þær í eigu 200 aðalsmannafjöl- skyldna, klaustranna og stjórn- ar Dalai Lama og Panchen Lama. Fáeinir voru þrælar. Þeir voru réttlausir og máttu ekkert eiga. Þeir voru venjulega látn- ir vinna f heimahúsum. Afkorh- endur þeirra voru fæddir í á- nauð, og enginn þræll var nokkru sinni leystur. Ánauðugum mönnum var leyft að rækta land lénsherra sinna, en í staðinn áttu þeir að gjalda ula, — dagsverk og annað þvílíkt. Auk þess áttu þeir að hlýða kalli hvenærsem það kom, og sinna því sem heimtað var. Það mátti kalla á þá til að safna eldivið eða að sækja vatn, gera við eða byggja íveruhús og útihús, o.s.frv. Einn- ig áttu þeir að annast flutn- inga, láta menn og hesta í lest- arferðir fyrir drottna sína og alla sem af stjórninni höfðu þegið slík forréttindi. Búddhatrú bannar að farið sé illa með nokkra lifandi veru, og í orði kveðnu var bannað að misbyrma manni á nokkurn hátt. En lénsherrarnir og stjóm- endur klaustranna löguðu þessi fyrirmæli í hendi sér eftirgeð- þótta sínum. Þeir máttu, og gerðu reyndar, að hefnast grimmilega á ánauðugum mönn- um, sem flúið höfðu frá bæ og búi, af því að þeir gátu ekki staðið í skilum með rentur og afborganir skulda, eða vegna misþyrminga af hend.i ráðs- manns, sem illa var siðaður og grimmur. Stundum dóu þeir af þessum misþyrmingum. Landeigendurnir stóðu f skil- um við stjórnina með þáskatta, sem þeim var gert að greiða, en sáu þó vel um sjálfa &ig, að ekki hallaðist fyrir þeim þó að skattabyrðin væri ströng. Framlög ánauðugu bændanna voru miðuð við þarfir landeig- anda, og ef ekki var um hall- æri eða náttúruhamfarir að ræða, voru þau nokkurnveginn jöfn frá ári til árs. En hvort sem afurðir búsins voru meiri eða minni, varð hinn ánauðugi bóndi að leg^ja fram sinn venjulega skerf. Ef þetta gekk svb nærri honum að ekkert eða of lítið var eftir handa honum og fjölskyldu hans til að draga fram lífið á, gat hann fengiö framfæri sitt að láni af því sem hann hafði þegar goldið. en vextirnir voru 50%. Enn- fremur gat svo farið að hann yrði að taka að láni sáðkorn til næsta árs. Enda fór það svo, eins og fyrrum í Kína, að bændurnir, jafnvel í hinu gagnauðuga hér- aði Szechuan, voru sífellt skuldugir landeigendum, og skuldirnar gengu að erfðumtil barna þeirra og barnabarna, að fjöldamargir tíbezkir ánauðar- menn voru í óbotnandi skuld- um alla ævi. Ef ánauðugur maður slasað- ist eða veiktist, eða gat ekki að staðið verkum s.ínum við land- búnaðinn, fengu fjölskyldur annarra ánauðugra manna að taka við þeim. Ef ánauðugur maður stökk að heiman í leyfis- leysi herra síns, var honum grimmilega refsað, ef hann náðist. Vel má vera að ofsög- um hafi verið sagt af grimmd og harðýðgi sumra landeigenda í frásögnum kínverskra komm- únista. Greinilegt er það að sumir þeirra litu á skipulag þetta, þó illt væri sem sjálf- sagðan hlut, þó þéir væru ekki neitt grimmir sjálfir og sýndu þegnum sínum meiri vægð en kínverskur áróður vill vera láta. Og þó refsingarnar væru viðbjóðslegar, kann vera að ekki megi eingöngu um það kenna einstaklingum, heldur aldarfari og þjóðskipulagi þessu, sem afnumið var fyrir örfáum árum. Okkur hryllir við að heyra lýsingar á pyndingum miðalda- manna og nú síðast því sem siðmenntaðir Evrópumenn urðu að þola, og þó einkum vegna þess að hér voru menn að verki með berum höndum. Okkur verður ekki jafn flökurt að heyra siagt frá atómeldin- um yfir borgum Japan, hörm- ungum barna og kvenna og manna, því þar kom engin mannshönd nærri, heldur vax stutt á hnapp ofar skýjum. Thomas More, dýrlingur og há- menntaður maður, var þess æ- tíð albúinn að deyja fyrjr trú sína en þegar hann átti að daama tjl refsingar, hikaði hann ekki við að láta beita að- gerðum sem tíðkuðust um hans daga. Enginn mundi geta neitað þvl með rökum að tíbezkir siðir voru villimannlegir og ljótir að því er meðferð á ánauðugum mönnum snerti (þó ekki sétek- ið með í reikninginn þessi ó- þarfa örbirgð og auðmýkingar sem þessari ánauð fylgdi) og öðrum sem brutu „lög“. Gagns- laust mundi vera að halda því fram, eins og Dalai Lama gerir og aðrir háir höfðingjar leikir og lærðir, að áður en Kínverj- ar komu hafi Tíbet verið fyr- irmyndar ríki þar sem allir voru ánægðir með allt, eða að reyna að verja þetta skipu- lag og kalla það réttlátt og fullkomið einkum vegna þess að það var borið uppi af trú- arbrögðum. Chesterton og Bell- oc dásömuðu lénstimabilið í Evrópu á þeirri forsendu, að meðan hinir ánauðugu tryðu því að guð væri yfir þeim, létu þeir sér vel lynda að látaherr- um sínum það eftir, veraldleg- um og kirkjulegum, að sjá fyrir lífi þeirra, á þann hátt, sem þeim þætti sér henta. Enginn sagnfræðingur, hvorki katólsk- ur né af annarri trú, lætur sér [RTU ÁSKRIFANDIAD RÍTtfí - B SV0 [R ÍKKI, ÞÁ HRINCDU / 17500. « í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.