Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 3. marz 1966 — ÞJÓÐVIkJINN — SlÐA J Atkvæðagreiðsfa á Bandaríkjaþingi MIKILL MEIRIHLUTI MEÐYIETNAMSTRÍÐI Stóraukinn útffutningur Norðmanna á sjávarafurðum Nkrumah í Conakry, sovézkir fara heim DAKAR 2/3 — Nkrumah, hinn afsettí forseti Ghana, kom í dag til Conakry, höfuðborgar Gíneu, og var honum tekið með þeirri viðhöfn sem þjóðhöfðingja sæmir. Aðeins iiveir öldungadeildarmenn voru á móti auknum fjárveitingum til hernaðarins þar WASHINGTON 2/3 — Enda þótt vaxandi andstöðu hafi gætt á Bandaríkjaþingi gegn hernaðinum í Vietnam, sam- þykktu þó báðar deildir þingsins með yfirgnæfandi meirl- hluta 4.8 miljarða dollara aukafjárveitingu til stríðsins þar, og öldungadeildin felldi einnig með miklum meiri- hluta að afturkalla heimild forsetanum til handa að beita vopnavaldi eftir því sem honum þykir hent til að stemma stigu fyrir útbreiðslu kommúnismans í Suðaust- ur-Asíu. 1 öldungadeildinni fór atkvæða- greiðslan um aukafjárveitinguna svo að 93 samþykktu hana, en aðeins tveir voru á móti. Fimm öldungadeildarmenn sátu hjá eða voru fjarverandi. í fulltrúadeildinni var meiri- hlutinn með fjárveitingunni enn meiri, 352 gegn 4. Fulbright í hópnum Áður hafði komið til atkvæða í öldungadeildinni tillaga um að fella úr gildi heimild sem John- son forseta var veitt Í964 til að beita vopnavaldi í Suðaustur- Asíu á þann hátt sem hann teldi nauðsynlegt. Hún var felld með 92 atkvæðum gegn 5. Meðal þeirra fimm öldunga- deildarmanna sem vildu fella niður heimildina var Fulbright, formaður utanríkismálanefndar deildarinnar, sem hafði greitt at- kvæði með heimildinni þegar hún var samþykkt 1964. Sigur, en þó Johnson forseti vann þannig mikinn sigur í þessum atkvæða- greiðslum, en reyndar hafði eng- •inn búizt ' við að margir þing- menn áræddu að leggjast gegn stiórnarstefnunni eða synja um fjárveitingar til stríðsins í Viet- nam, meðan bandarískir her- menn falla á vígvöllunum þar, einkanlega þar sem kosningar standa fyrir dyrum í haust. En því fer fjarri að ráða megi af atkvæðatölunum að andstað- an gegn stefnunni í Vietnam sé aðeins bundin við örfáa þing- menn. Allir þeir fimm öldunga- deildarmenn sem vildu afturkalla heimildina eru úr flokki forset- ans sjálfs og fréttaritari Reuters, John Heffernan, sagði í dag að enda þótt þeir hefðu ekki fengið fleiri í lið með sér, sé mjög fjárri því að sundrungin í Demó- krataflokknum sé úr sögunni. Repúblikanar hafa séð sér leik á borði og flokkurinn gaf í dag út yfirlýsingu þar sem Johnson er hvattur til að láta til skarar skríða gegn þeim Demókrötum sem eru andvígir stefnu hans f Vietnam. Klofningurinn í Demó- krtaflokknum hafi ruglað Banda- ríkjamenn í ríminu, orðið fjand- mönnunum til uppörvunar og dregið úr baráttuþreki hersins, segja Repúblikanar, sem hugsa sér gott til glóðarinnar í kosn- ingunum í haust. Minnkandi fylgi Hinn yfirgnæfandi stuðningur sem Johnson fékk í atkvæða- greiðslunum er heldur ekki i samræmi við álit bandarískra kjósenda, ef marka má skoð- anakannanir. Fram til þess hafa um tveir þriðju hlutar aðspurðra lýst sig samþykka stefnu og aðgerðum Jolinsons í Vietnam, en í síðustu skoðanakönnun var fylgi hans hrapað niður í 49 prósent. Þess er þó að gæta að margir þeirra sem andvígir eru því hvernig hann hefur haldið á málum vilja að hernaðurinn í Vietnam sé hertur um allan helming. Fulbright gerði þá grein fyrir andstöðu sinni við þá stefnu sem WINNIPEG 2/3 — Bíræfnir þjófar komust í gærkvöld yfir gull að verðmæti um tíu miljón- ir króna á flugvellinum í Winni- peg. forsetinn fylgir í Vietnam og annars staðar í Suðaustur-Asíu, að reynslan hefði sannað að valdbeiting dygði ekki og eina leiðin til að tryggja varanlegan frið í þessum hluta heims vœri að Bandaríkin tækju upp samn- inga við Kína í því skyni að gera alla Suðaustur-Asíu að hlutlausu svæði. WASHINGTON 2/3 — í skýrslu sem Johnson forseti sendi Banda- ríkjaþingi í dag varðandi sam- göngu- og umferðarmál er bent á að síðan bíllinn kom til sög- unnar um aldamótin hafi 1,5 miljón Bandaríkjamenn látið líf- ið í bílslysum. Þetta sé alveg ó- trúlega há tala og miklu hærri en tala allra þeirra Bandaríkja- ðfriðlwt enn á götum Djakarta DJAKARTA 2/3 — Enn í dag efndu stúdentar til mótmæla á götum Djakarta þrátt fyrir öll boð og bönn og beindust þau nú einkum gegn Súbandrio ut- anríkisráðherra. Súkarno forseti hefur fallizt á tillögu frá herstjórninni í Dja- karta að komið verði upp lands- samtökum stúdenta sem komi í stað allra annarra stúdentafélaga og verði undir beinni stjórn for- setans. Stiórnarkreppan í Belgíu óleyst BRUSSEL 2/3 — Stjórnarkrepp- an í Belgíu hefur enn harðnað, eftir að Paul-Willem Segers úr Kristilega flokknum gafst í dag upp á að mynda stjórn. Honum hafði verið falið að reyna stjórn- armyndun 11. febrúar og allt til dagsins í gær þóttist hann von- góður um að sér myndi takast hún. Formanni Kristilega flokks- ins hefur nú verið falið að reyna. OSLÓ 2/i3 — Útflutningur á sjávarafurðum frá Noregi jókst mjög mikið í fyrra og varð verð- mæti útflutningsins miklu meira en það hefur orðið nokkru sinni áður. Það nam 1.434.651.000 norskum krónum, en hafði áður orðið mest árið 1964, 1.069.940.000. Verðmætisaukningin á þessu eina ári nemur því um 2,2 miljörðum íslenzkra króna. manna sem fallið hafa í stríðum á sama tíma. I fyrra biðu um 49.000 menn bana í umferðarslysum í Banda- ríkjunum, langflestir í bílslys- um. 1 erindi forsetans til þings- ins leggur hann til að stofnað sé samgöngumálaráðuneyti og veittar 700 miljónir dollara til að bæta vegakerfið. Hann fór einnig fram á 200 miljón doll- ara fjárveitingu til undirbúnings smíði farþegaþotu sem fer hrað- ar en hljóðið. Slík þota ætti að vera komin í gagnið fyrir 1974. 1 dag höfðu ekki borizt nein- ar nýjar fréttir af sovézku geimförunum „Venusi 2.“ og „Venusi 3.“, enda er þess varla að vænta þar sem tíma tekur að vinna úr þeim gögnum sem þau hafa sent til jarðar. Tassfrétta- stofan hafði annars skýrt frá þvi í gær að ekki hefði tekizt að halda sambandi við „Venus 3.“ síðasta áfangann, en ekkert er um það vitað hve langur sá á- Nkrumah kom með sovézkri flugvél rakleiðis frá Moskvu og fór þaðan með mikilli leynd, segja fréttaritarar. Á flugvellin- um við Conakry tók Sekou Touré forseti á móti honum og ávarp- aði hann sem forseta Ghana. þjóðsöngvar landanna voru leikn- ir, skotið var af fallbyssum og forsetamir tveir könnuðu heið- ursvörð. Athöfninni á flugvellin- um var útvarpað. Quaison-Sackey í Accra Utanríkisráðherra Nkrumah, Quaison-Sackey. kom í dag heim til Accra, höfuðborgar Ghana, frá London. Hann hafði verið með Nkrumah í Peking þegar fréttin barst af uppreisninni, en var sendur þaðan þeirra erinda að mæta á fundi Afríkuríkja í Addis Abeba sem fulltrúi Nkr- umah. Hann kom þó aldrei þang- að og fundurinn samþykkti að taka gild kjörbréf sendinefndar frá hinum nýju valdhöfum í Ghana. Quaison-Sackey, sem var for- seti næstsíðasta allsherjarþings SÞ, lýsti við heimkomuna full- um stuðningi við hina nýju vald- hafa, en var þó settur í varð- fangi hefur verið og hvort sam- bandslaust hefur verið við geim- farið eftir að það kom inn í gufuhvolf plánetunnar. Haft er eftir geimfræðingnum prófessor Mihailof að brátt muni hægt að gera beinar og reglu- bundnar athuganir á Venusi og má telja líklegt að næsta skrefið verði að reyna að láta geimfar setjast hægt á yfirborð plánet- unnar. Bíllinn miklu mannskœðari Bandaríkiamönnum en stríð Orðrémur í Moskvu um nýtt geimafrek MOSKVU 2/3 — Eftir * hin ýmsu afrek Sovétríkjanna í geimvísindum að undanförnu, lendingu Lúnu 9. á tungl- inu, ferð geimhundanna tveggja sem enn eru á braut og geimskotið sem hæfði Venus, gengur nú þrálátur orðróm- ur í Moskvu um að búast megi við að mönnuðu geimfari verði skotið á loft alveg á næstunni. hald. Hann sagði við komuna til Accra að hann teldi að Nkrumah hefði beðið ráðamenn í Peking og Moskvu um aðstoð til að ná aftur völdum, en hann myndi ekki hafa fengið neitt loforð um hana. Sovézkir heim Staðfest var í Accra í kvöld að hinir nýju valdhafar hefðu farið þess á leit að allir sov- ézkir sérfræðingar sem miðlað hafa Ghanabúum af þekkingu sinni yrðu kvaddir heim og myndu mörg hundruð þeirra halda heimleiðis ásamt skyldu- liði sínu næstu daga. Sendiráðum iokað? Þá er sagt að starfsmenn sendiráða Sovétríkjanna og Kína í Accra búi sig undir að fara heim. Kjarnasprengjan Framhald af 1. síðu. ur þaðan burt, segir bandaríska utanríkisráðuneytið. Blaðafulltrúi ráðuneytisins, Mc— Closkey, neyddist þó til að játa því sem einn af blaðamönnunum hélt fram að ekki sé hægt að ! þvertaka fyrir það að hætta sé á ferðum meðan eitt kjamavopn- anna er enn ófundið. Ekki á hafsbotni? Það hafði verið talið sennileg- ast að týndu sprengjunnar væri að leita á hafsbotni og hefur heil bandarísk flotadeild sem hefur til umráða sérstaka kaf- báta leitað á þeim slóðum síð- ustu vikumar. Nú herma fréttir hinsvegar að sennilega sé i sprengjan alls ekki á hpfsbotni, I heldur hafi grafið sig niður þar | sem hún féll á land. | Ekki mikil hætta | Síðar skýrði talsmaður banda- ríska landvarnaráðuneytisins svo frá að í flaki sprengjuþotunnar hefðu fundizt fjórar kjama- sprengjur og hefði þorizt geisla- virkt plútóníum 239 og úran 235 úr tveimur þeirra allt að 30 metrum frá flakinu. Hann bætti þvf við að heilsu- fari manna í Palomares-héraði stafaði ekki mikil hætta af þessu. Dularfulla plánetan Venus skín svo skært að hægt er að taka mynd við ljósið frá henni með einnar mínútu Iýs- ingu. Asunnudaginn, tveimur dög- um áður en sovézka geim- farið hæfði Venus, voru liðin fimm ár síðan sovézkir vís- indamenn misstu samband við fyrsta Venusarfarið sem þeir sendu á loft, en það hafði gerzt hálfum mánuði áður. Síðan hafa þeir gert margar tilraunir til að afla vitneskju frá þessum næsta nágranna okkar í geimnum, en þær mis- tókust allar vegna þess að samband rofnaði við geimför- in. í lok ársins 1962 voru þrjú geimför send frá Sovét- ríkjunum í átt til Venusar, tvö önnur í byrjun árs 1964 og rétt á eftir var skotið geim- fari af gerðinni Zond, senni- lega einnig í átt til Venusar. En þar sem engin niðurstaða fékkst af þassum tilraunum. voru Venusarförunum sem skotið var á braut í nóvember sl. gefin nöfnin „Venus 2.“ og „Venus 3.“ og það var það síðarnefnda sem hæfði plánet- una í fyrradag. Þessi forsaga gefur bæði til kynna hve vandasamar geimrannsóknirn- ar eru og hve mikið kapp vís- indamenn leggja á að kynnasf Venusi, „dularfullu plánetunni1 Því er heldur enginn vafi á því að næst þegar tækjfæri gefast, árin 1967 og 1969, mum enn send geimför í átt til Ven- usar, en á átján mánaða frestj verður fjarlægðin milli jarðar og Venusar aðeins rúmlega 40 miljón km eða helmingi styttri vegalengd en er frá jörðinni til Mars þegar bezt lætur. Venus er önnur plánetan frá sól að telja og sökum þess hve nálægt hún kemst jörðinni er ljósmagn hennar þriðja mest allra himintungla, næst eftir sól og mána. Því var það eðlilegt að Galilei beindí stjömkíki sínum fyrst að henni af öllum plánetunum ár- ið 1610. ,.Móðir ástarinnar tek- Ur á sig myndir Díönu“ orti hann á latínu, en það útleggst á máli okkar tíma að kvartila- skipti 'séu á Venusi í líkingu við tunglsins. Síðar hafa stjörnufræðingar komizt að því að Venus er ekki aðeins næst jörðinni í geimn- um. heldur er hún líkari jörð- ipni en nokkur önnur pláneta. Sýnilegt þvermál hennar er nærri því það sama og jarðar- innar, stærð og þungi þeirrá" beggja mjög svipaður. Því var ekki nema eðlilegt að menn veltu því fyrir sér hvort líf hefði þróazt á Venusi, ekki sízt vegna þess að hún hefur tfm sig gufuhvolf sem að efn- ismagni svipar til gufuhvolfs jarðaripnar, a.m.k. að því er virðist. En það er einmitt þetta gufu- hvolf sem torveldað hefur mönnum rannsóknir á Venusi. Þar rofar aldrei til, svo að yfirborð plánetunnar er ævin- lega hulið sjónum manna frá iörðinni. Þetta hefur m.a. vald- ið því að enn hefur etoki tek- izt að ákvarða möndulsnún- ing hennar, ekki einu sinni í hvaða átt hún snýst. Sumir telja að hún snúist um sjálfa s'g í sömu átt og jörðin, aðr- ir j gaignstæða. Og ekki hefur verig nokkur léið að skera úr því með vissu. En hún snýst samt. Snún- ingstíminn er einnig umdeild- ur. Sólarhringurinn á Venusi hefur verið talirui jafngilda 4, 11. 84, 247 og 500 sólarhring- um á jörðinni eftir mismun- andi útreikningum. Nema þá að hann sé 225 jarðarsólar- hringar, en það þýddi að Ven- us sneri alltaf sömu hlið að sólinni. Þetta skiptir miklu máli, þó ekki væri nema vegna hita- stigsins og hitamismunar dags og nætur. Þetta er einnig mjög umdeilt atriði. Sumir hafa talið að á Venus allri væri jafn hiti 4 eða 5 stig, milli 53 og 90 stýga eftir þvi hvort nótt er eða dagur að á- liti annarra, milli 127 og 226 stiga segja enn aðrir, en flest- ir hallast að því nú að hitinn sé meiri en 400 stig. Og þar sem óhægt er um að gizka á loftþyngdina við yfirborðið (frá fjórum til tuttugu sinnum meiri en á yfirborði jarðar), er enn erfiðara að geta sér til um eðli þess. Menn vita að vísu að í gufu- hvolfi Venusar er mikið um köfnunarefni og koltvisýrung, en ekki er vitað hvort þar er nægilegt súrefni til að líf geti þróazt af þvf tagi sem við bekkjum, þótt sumir telji sig hafa fundið ískristala og vatns- gufu. Það eru þvi margar ráðgát- umar sem sovézku Venusarför- in gætu gefið svör við, og er þess beðið með óþreyju af vís- indamönnum um allan heim hvort athuganir þeirra hafa heppnazt betur en þær sem gerðar voru úr bandaríska Venusarfarinu Mariner 2. sem fór fram hjá plánetenni í tæp- lega 35.000 km fjarlægð f des- ember 1962. Ferð Mariners 2. var mikið tækniafrek á sínum tíma, þvf að öll ferðin gekk eins og bezt var á kosið, en engu að síður olli hún vís- indamönnum vnnKnoflym. Þau ?ögn sem Mariner 2 sendi til íarðar voru svo ónákvæm og ósamhljóða að lítið sem ekkert hefur þótt mega á þeim byggja. Vonandi hefur beter tekizt til nú. (Eftir ,,L’Express“) k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.