Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 3. marz 1966. Otgefandi: Sameiningarílokkur aiþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb) Magnús Kjartansson, Sigurður Suðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19 Simi 17-500 (5 linur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Ekkert fagnaðarefni Alþýðublaðið hefur að undanfömu haft uppi næsta óviðfelldinn munnsöfnuð um Alþýðu- bandalagið og Sósíalistaflokkinn. Hefur blaðið haldið því fram að þau stjórnmálasamtök væru á hverfanda hveli og hefðu mistekizt með öllu; hins vegar stæði Alþýðuflokkurinn nú uppi sem einingarsamtök alþýðunnar, samhuga flokkur og sterkur, og til hans þyrftu menn að snúa sér. Ekki skal borið á móti því að Alþýðubandalagið og Sósíalistaflokkurinn eiga við ýms vandamál að fást sem finna þarf lausn á, en sá maður er ekki til sem telur tilveru Alþýðuflokksins lausnina á þeim vanda. Þeir menn sem stofnuðu Alþýðu- flokkinn 1916 munu sízt af öllu hafa gert sér í hugarlund að hálfri öld síðar yrði hann minnsti flokkur landsins og einskonar niðursetningur hjá íhaldinu; þeir menn sem buðu fram til bæjar- stjómar í Reykjavík 1918 á vegum Alþýðuflokks- ins og fengu 41,7% atkvæða og þrjá fulltrúa af sjö hefðu sízt getað gert sér í hugarlund að 1962 næði flokkur þeirra aðeins einum fulltrúa af 15 °g 10,9% atkvæða. Alþýðuflokkurinn hefur nú í áratug lifað af náð annarra og forustumennimir einatt óttazt það að hann ylti gersamlega út af þingi; árið 1956 notuðu þeir Framsóknarflokkinn sem móðurskip, en síðan íhaldið. Hinar upphaf- legu hugsjónir Alþýðuflokksins, baráttukjarkur- inn og stefnufestan, hafa orðið úti á þessari rauna- göngu; hin alþjóðlegu viðhorf hafa fyrir löngu verið lögð fyrir róða, ásamt stuðningi við frið og sósíalisma; af baráttustefnuskrá í innanlandsmál- um er nú fátt eftir nema stuðningur við ýms fé- lagsmál sem sízt skal vanmetinn. jKetta er ekki rifjað upp af illkvittni; sósíalistar * hafa sízt af öllu ástæðu til að fagna bágu gengi Alþýðuflokksins. Verklýðsflokkarnir íslenzku eru sprottnir af sömu rót, og að öllu eðlilegu hefðu þeir átt að ástunda samvinnu en ekki harðvítug- ar innbyrðis deilur sem oft hafa orðið íhaldsöfl- unum einum að gagni. Þjóðviljinn hefur ævinlega frá stofnun sinni beitt sér fyrir samvinnu verk- lýðsflokkanna, jafnt í smáu sem stóru, og Alþýðu- blaðið mætti minnast þess að einmitt ágrein'ingur um þá einingarstefnu hefur tvívegis orðið til þess að kljúfa Alþýðuflokkinn. Sú samvinna er ekki síður nauðsynleg nú en hún hefur verið undan- fama áratugi; það er sameiginlegur ósigur verk- lýðsflokkanna að stjórnmálasamtök alþýðunnar skuli hérlendis vera miklu veikari en verklýðs- samtökin, gagnstætt því sem tíðkast í flestum öðr- um Evrópulöndum. Á hálfrar aldar afmæli Al- býðuflokksins færi ekki illa á því að leiðtogar hans hugsuðu af eðlilegri sjálfsgagnrýni um feril sinn en létu sér ekki nægja að hlakka yfir hverj- um vanda sem sósíalistar kunna að eiga við að glíma. Það er sjálfsagt að viðurkenna af fullu raunsæi ágreiningsmál verklýðsflokkanna og draga þar ekkert undan, en hitt er skýlaus skylda að flokkarnir láti ekki fordóma eina saman koma í veg fyrir að þeir eigi einnig eðlilega samvinnu um sameiginleg stefnumið. jafnt A sviði verklýðs- mála sem annarra þjóðmála. — m. Umferðartruflun í París í gær Yfirnefnd úrskurðaii íág- marksverðið á fersksíld , Verðlagsráð sjávarútvegsjns hóf fundj þann 10. febrúar s.l. til ákvörðunar á lágmarks- verðí á fersksíld veiddri við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímabilið 1. marz til 15. júní 1966 Samkomulag náðist ekki, og var verðákvörðununum því vísag til úrskurðar yfirnefnd- ar. Á fundi yfimefndarinnar 28. feþrúar voru ákveðin eft- irfarandi lágmarksverð er gilda framangreint tímabil. Síld til heilfrystingar, söltunar, flö.kunar og i niðursuðu- verksmiðjur, pr. kg. kr. 1.65 Verð þetta miðast við það magn, er fer til vinnslu. — Vinnslumagn telst innvegin síld, að frádregnu því magni, er vinnslustöðvamar skila í síldarverksmiðjur. Vinnslu- stöðvarnar skulu skila úrgangs- síld í sildarverksmiðjur selj- endum að kostnaðarlausu enda fái seljendur hið auglýsta bræðslusíldarverð. Þar sem ekki verður við komið að halda afla bátanna aðskildum i síldarmóttöku, skal sýnishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfallj milli síldar til framangreindrar vinnslu og síldar til brseðsíu miili báta innbyrðis. Síld ísvarin til útflutnings í skip, pr kig.... kr. 1.45 Síld til skepnufóð- urs. pr. kg ...... kr. 1.05 Síld til bræðslu, pr. kg............ kr. 1.00 Heimilt er að greiða kr. a22 lægra pr. kg. á síld til bræðslu sem tekin er úr veiðiskipj j flutnjngaskip. Verðin eru öll miðuð við, að seljandi skilj síldinni á flutn- ingstækj við hlið veiðiskips. Seljandj skal skila síld tjl bræðslu í verksmðjuþró og greiði kaupandi kr. 0.05 pr. kg. í flutningsgjald frá skips- hlið. í yfirnefndinnj áttu sæti: Bjarni B, Jónsson, hagfræðing- ur. deildarstjóri í Efnahags- stofnuninni sem var oddamað- ur nefndarinnar. Tilnefndir af fulltrúum fisk- kaupenda í ráðinu: Bjami V. Magnússon, framkvæmdastj., Reykjavík og Guðmundur Kr. Jónsson framkvæmdastjóri. Reykjavík. PARlS 1/3 — Algert umferðar- öngþveiti var á götum Parísar í dag þegar starfsmenn neðanjarð- arbrautarinnar hófu sólarhrings verkfall. Um miljón manns sem að jafnaði notar brautina á hverjum sólarhring varð annað- hvort að fara fótgangandi eða fá sér annan farkost svo að bíl- um fjölgaði stórlega á götunum og víða sátu hundruð þeirra fastir í einni þvögu. Strætis- vagnastjórar borgarinnar hafa boðað skyndiverkfall síðar í vik- unni. Tilnefndir af fulltrúum fisk- seljenda í ráðinu: Ingimar Einarsson, fulltrúi Reykjavík og Tryggvi Helgason, sjómað- ur Akureyri. Verð á síld til heilfrysting- ar, söltunar flökunar í nið- ursuðuverksmiðjur og til bræðslu voru samþykkt með atkvæðum oddamanns og full- trúa fiskseljenda í nefndjnni gegn atkvæðum fulltrúa fisk- kaupenda. Önnur verð voru samþykkt mótatkvæðalaust. (Frá Verðlagsráði sjávar- útvegsins). Vinnustöðvun lögreglumanna BRUSSEL 1/3 — Mikil vandræði hlutust af því í dag í Brussel að lögregluþjónar sinntu ekki störf- um sínum og varð alger um- ferðarteppa í miðbiki borgarinn- ar. Lögreglumenn stöðvuðu vinnu til að fylgja á eftir kröfu um að þeir fái að bera öflugrí vopn en skamaabyssur, en tveir úr þeirra hópi hafa á síðustu þrem mánuðum beðið bana f viðureignum við glæpamenn. "Það er gaman að gagnrýna" Þorsteinn Thorarensen skrif- ar „föstudagsgrein" í Vísl 25. febr., sem heitir „Það er gam- an að gagnrýna,“ en öll grein- in bendir til þess að höfundi hafi þótt allt annað en gaman að heyra um þá gagnrýni sem aðfarir Johnsons forseta gagn- vart Vietnam hafa orðið fyrir í Bandaríkjunum undanfarið. Þykir honum það vera allkyn- legir fuglar sem láta sér sæma slíka gagnrýni, og lýkur grein- inni á þessum orðum: ,,Þannig víxlast þræðir stjórn- málanna á marga vegu, sjálf- ur fékk ég fyrir mörgum árum tækifæri í ferð um Bandaríkin til að kynnast einum mjög sér- kennilegum öldungadeildarþing- manni þar, Wayne Morse þing- manni fyrir Oregon-fylki, sem oft hefur borið mikið á fyrir sérvizkulegar hugmyndir. 1 viðtali við hann kom hann mér þannig fyrir sjónir, að hann yrði fyrst og fremst að vera kænn sem refur og kunna að vekja á sér athygli til þess að viðhalda stuðningi kjósenda sinna. Stundum virtist hann furðulega fáfróður t.d. um mál- efni Evrópulanda, en þó var ekki gott að gera sér grein fyr- ir því nema það væri aðeins eitt kænskubragð hans gagn- vart sínum kjósendum á Kyrra- hafsströndinni, að látast vera fáfróður um það sem gerðist ,.hinum megin á hnettinum“ í þeirri álfu sem heitir Evrópa. Af þessari reynslu og öðrum kynnum af bandarískum innan- landsstjórnmálum þykist ég mega benda á, að það sé ekki of mikið leggjandi upp úr því sem einstakir öldungadeildar- þingmenn eins og Fulbright segja í þessu máli. Þeir geta haft sínar persónulegu ástæður til að halda fram séráliti og sérvizku. Hitt skiptir megin- máli, að engin rheiriháttar hreyfing er sýnileg heimafyrir í Bandaríkjunum sem neyði Johnson til að breyta um stefnu í Vietnam og persónulegt fylgi hans er stöðugt mikið meðal þjóðarinnar því er engin yfir- vofandi hætta á því að banda- ríska herliðið sé á leiðinni að hlaupast brott frá Vietnam. Það er sennilega ekki heldur tilgangur þeirra sem halda gagnrýninni uppi, slíkan óvina- fagnað langar þá vissulega ekki ' til að kalla yfir sig, þó þeir séu að leika sér með gagnrýn- ina sem kænskubragð í innan- héraðs.stjórnmálum. Þorsteinn Thorarensen." Kjörtímabilið stytt í Svíþjéð? STOKKHÓLMI 28/2 — Tage Er- lander, forsætisráðherra Sví- þjóðar, hefur lagt til að þær breytingar verði gerðar á kosn- ingalögum og þinghaldi að deild- ir þingsins verði sameinaðar og til þeirra kosið beinum kosning- um annað hvert ár. Þingmenn verði 350 talsins og ætti að kjósa 250 þeirra á fjögurrá ára fresti eins og verið hefur, en 100 á miðju kjörtímabili, og þá samtímis því sem kosið er til sveitastjórna. Nýtt bandarískt veðurathuganafar KENNEIDYHÖFÐA 28/2 — Bandaríkjamenn skutu á loft í dag enn einu gervitungli til veð- urathugana. „Essa. 2“. Gervi- tunglið fór á hringlaga braut 1384 km frá jörðu og liggur brautin yfir heimskautin. Frá því er vonazt til að fáist myndir af skýjamyndunum á 10 miljón ferkm svæði. FRÁ SKÁKÞINGI REYKJAVÍKUR 1 sjöttu og sxðustu umferð und- ankeppninnar í meistaraflokki á Skákþingi Reykjavíkur fóru leikar svo að Jón Kristinsson vann Hauk Angantýsson, Bjarni Magnússon vann Jón Þór, Jó- hann Sigurjónsson vann Ölaf Kristjánsson. Bragi Kristjánsson vann Jónas Þorvaldsson, Björn Þorsteinsson vann Hermann 'Ragnarsson, en jafntefli gerðu Bragi Björnsson og Magnús Sól- mundarson. Fjórar skákir fóru f bið og voru þær tefldar á sunnudaginn. Fimm menn hafa þegar tryggt sér sæti í sex manna úrslita- keppninni, þeir Jón Kristinsson með 5‘/2 vinning, Bjami Magn- ússon, Bragi Kristjánsson, Jón Þór og Jóhann Sigurjónsson en hver hreppir sjötta sætið veltur á úrslitum biðskákanna. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar verð- ur tefld í kvöld. Bretar ákveða að taká upp tugakerfisgjaUmiðil 1971 LONDON 1/3 — Callaghan fjár- málaráðherra gaf í dag brezka þinginu skýrslu um gjaldeyris- stöðuna sem hefði stórbatnað síð- an Verkamannaflokkurinn tók við völdum fyrir 16 mánuðum. Gjaldéyris- og gullforðinn næmi nú 1303 miijónum sterl- ingspunda og hefði aukizt um 225 miljónir punda í febrúar- mánuði einum saman. Þó hefðu Bretar greitt til Bandaríkjanna í afborganir af lánum 318 milj- ónir punda síðan í haust. Greiðslujöfnuðurinn var í fyrra mun hagstæðari en á síð- ustu árum íhaldsstjórnarinnar, en var þó óhagstæður um einar 350 miljónir punda. Callaghan skýrði þinginu einnig frá því að ákveðið hefði verið að Bretar tækju upp tuga- kerfisgjaidmiðil árið 1971. Gjald- miðillinn verður eftir sem áður eitt sterlingspund, en því verður skipt í hundrað einingar, í stað 20 shillinga og 240 pence, eins og nú er. VORIITRYGGINGAR TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf LINDARGÖTU 9 REYKJAVÍK SÍMI 22122 — 21260 IMMOTMMMMBMBMMIMMIMMBMIIMMMWMMBIIIIIIIiiii li ii II

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.