Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.03.1966, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — >JöÐVHíJINN — Fimmtudagur 3. marz 1968. Sœnskur lœknir gagnrýnir sjónarmiS bifreiSaframleiSendanna ■ Orsakimar fyrir hinum sífjölgandi dauðaslysum í umferðinni geta verið margar, en aðalorsökin er sú afstaða bifreiðaframleiðenda, að vilja ekki framleiða eins hagkvæmar bifreiðir og þeir gætu, segir sænskur sérfræðingur á þessu sviði, læknirinn Bertil Aldman, en hann á sæti í umferðaröryggisráði sænska rfkisins. Eru bílarnir ekki manni bjóðandi? Aldman þessi hefur frá ár- inu 1957 varið tima sínum og starfskröftum í rannsóknir á laeknavísindalegu hliðinni á banaslysum í umferðinni. Niðurstöður hans eru heift- arleg gagnrýni á bílafram- leiðendur, sem ekki vilja framleiða bíl, sem hentar vel líkama manrtsins, og ekki sið- ur hinni gífurlegu umferð, sem stöðugt færist í aukana. 1 stað þess leggja menn mesta áherzlu á hraðann og verður því bygging bifreiðanna hættu- legri. en sölumöguleikarnir meiri. Aldman segir, að ef bifreið sé skoðuð raekilega út frá þessu sjónarmiði komi margt furðulegt í ljós. Ef ökumaður t.d. væri lag- aður að þeim bifreiðum, sem nú eru framleiddar kæmi manni ósjálfrátt £ hug vísa, sem hefst á orðunum: Skratt- inn fór að skapa mann . . . Þessi mannvera, ef mann- Veru skyldi kalla, væri þann- ig: Annar fóturinn væri mun lengri en hinn og helzt beygð- ur í vinkil. Annar handlegg- urinn ætti sömuleiðis að vera lengri en hinn. Sitjandi bílstjórans þyrfti að vera með hitastilli, tilþess að hann þyldi frostið á vet- uma og hitann á sumrin. ökumaðurinn yrði að þola hávaða, sem í flestum bif- reiður.i er meiri en á véla- verkstæðum, og sitja á sæti, sem veldur oft ertingi í húð- inni. •Og auk þess að hafa augu í hnakkanum, þyrfti hann líka aö hafa ougu undir eyr- unum. Óeðlileg viðbrögð Bílstjórinn má ekki bregð- ast við erfiðri aðstöðu á ein- faldasta og eðlilegasta hátt: með því að stíga hemilfetil- inn í botn, því að nú eru að- eins framleiddar bifreiðar með hemlakerfi, sem læsir hjólunum þegar hemlað er snögglega, þannig að bifreið- in kastast til. Yfirvöldin krefjast ofur- mannlegra hæfileika öku- mannsins til einbeitingar. Þau krefjast þess að hann taki eftir öllum vega- og aðvörun- Rifreifta.framleiðendur vilja víst aft ökumafturinn sé þannig útlítandi' arskiltum, sem veiöa á vegi hans, enda þótt hann sé með hugann allan við yfirvofandi sektir, sem honum hefur ver- ið hótað. En yfirvöldin sjálf hafa ekki á reiðum höndum upplýsingar um þessi skilti. >að má sjá af því að hópur rannsóknar- manna frá Uppsölum ók á- kveðna vegalengd í mörgum bílum og áttu bílstjórarnir að telja véga'skiltin á leíðinni. Niðurstöður þeirra urðu svo margvíslegar að leita varð til vegamálastjórnarinnar til þess að fá rétta tölu skiltanna, en þá kom í ljós að enginn vissi hve mörg þau voru og var eftirlitið með þeim vægast sagt bágborið. ★ Eftir því sem Aldman segir, tekur venjulegur ökumaður aðeins eftir 80% aðvörunar- skilta á leið sinni og senni- lega aðeins 20% af öllum hinum vegaskiltunum. Hvað er svo hægt að gera til þess að bæta ástandið í umferðarmálunum? spyr Ald- man. 1 fyrsta lagi verður að taka á vandamálinu alveg nýjum og fordómalausum tökum. Mesta hindrunin er þó fyrrgreind afstaða bíla- framleiðenda sem vilja ekki framleiða bíl, sem bjargað gæti mannslífum, vegna þess að þá græddu þeir ekki eins mikið. ! ! * \ 1 Bandarískt skóla- fólk til íslands Ejns og undanfarin ár mtm American Field Service á ís- landi í samvinnu við mennta- stofnunina American Field Service í New York veita bandarísku skólafólki á aldr- inum 16—18 ára tækifæri tfl. tveggja mánaða dvalar hér- lendis í sumar eða vetrardval- ar og skólagöngu í íslenzkum framhaldsskóla veturinn 1966 tií 1967. Amerioan Field Service á fs- landi óskar eftir samvinnu við íslenzjkar fjölskyldur, sem kynnu að hafa áhuga á að bjóða bandarísku skólafólki til dvalar á hejmilum sínum um lengri eða skemmri tíma. Æski- legast er að í , viðkomandi fjölskyldum séu unglingar á aidrinum 16—18 éra og einn- ig er nauðsynlegt að einhver á heimilinu tali ensku. Skorð á Alþingi að fella ölfrumvarpið Á aðalfundi Verkakvennafé- lagsins Framsóknar sem haldinn var sl. sunnudag var eftirfarandi tillaga samþykkt einróma: Fundur haldinn i Verkakvenna- félaginu Framsókn 27. fefcrúar 1966 samþykkir að skora ein- dregið á háttvirt alþingi að fella framkomið frumvarp’ um þrugg- un og sölu áfengs öls“. Gin- oe klaufa- KHÖFN 2/3 — Enn hafa komið upp ný tilfelli af gin- og klaufa- veiki á SuðurSjálandi og hefur veikinnar nú orðið vart á níu bæjum. Allir bæimir liggja þétt saman. Loidýragarði komið á fót strax og Alþingi sampvkkir Hlutafélagið Loðdýr héit al- mennan hluthafafund síðastlið- inn sunnudag, en um þessar mundir er eitt ár liðið frá stofn- un félagsins. Félagið vinnur nú Métmæla frum- varn; um biér Kvenfélag Langholtssafnað- ár samþykkti einróma á alm. félagsfundi. sem haldinn var 10. janúar 1966, að skora á hið háa Alþingi að fella framkomið frumvarp á þskj. 193 um heim- ild til framleiðslu og sölu á áfengu öli Námskeið í stærð- fræði við Háskóla íslands í marz Brézkur stærðfræðingur, Dr. Michael Mather frá Manchester háskóla. mun halda fyrirlestra um inngangsatriði tópólógíu við Háskóla Islands í marzmánuði. Tópólógía er eitt af meginsvið- um nútímastærðfræði, og er þetta í fyrsta skipti, sem hún er kennd við Háskólann. Viðtalstími og fyrsti fyrirlest- urinn var í gær 2. marz. Öllum er heimill aðgangur. að undirbúningi þess að koma á fót loðdýragarði, ef Alþingi samþykkir frumvarp um þaft efni, sem nú liggur fyrir þingi og félagið fær nauðsynleg Ieyfi til að hefja slíkan rekstur. A fundinum si. sunnHdag var samþykkt að skora á Alþingi aft samþykkja loðdýraræktar- frumvarpift. Hluthafafundurinn sl. sunnu- dag var vel sóttur og þar gaf formaður félagsstjórnar, Her- mann Bridde, skýrslu um störf stjómar fyrsta starfsár félags- ins. Kom þar fram, að félags- stjórnin hefur þegar kannað veigamikil atriði í sambandi við rekstur loðdýragarða, og skil- yrði fyrir þróun þeirrar at- vinnugreinar hér á landi. For- maðurinn skýrði einnig frá því, að margir aðilar, bæði einstak- lingar og fyrirtæki, hefðu leit- að eftir aðild að Loðdýr hf, en engar ákvarðanir um fjölgun hluthafa mundu teknar fyrr en sýnt væri hvort loðdýraræktar- frumvarpið næði fram að ganga og hvort félagið fengi leyfi til reksturs loðdýragarðs. Hluthafar í Loðdýr hf. eru um eitt hundrað talsins, allt einstaklingar búsettir f Kefla- vík, Hafnarfirði, Garðahreppi, Kópavogi, Reykjavík, Akranesi og Borgarnesi. Á fundinum sl. sunnudag voru og fluttar ýms- ar skýrslur um sérstaka þætti málsins, og skýrt frá athugun- um, sem framkvæmdar hafa verið. Meðal fundarmanna var mikill áhugi á að hrinda á- formum félagsins í framkvæmd ef frumvuiviu verður sam- þykkt og leyfi fæst til bústofn- unar. 1 fundarlok var sam- þykkt svohljóðandi tillaga: „Almennur hluthafafundur í Loðdýr hf., haldinn í Reykja- vík sunnudaginn 27. febrúar 1966, leyfir sér að skora á hið háa Alþingi, að samþykkja frumvarp til laga um loðdýra- rækt, sem nú liggur fyrir þingi. Fundurinn leyfir sér að benda á, að sterk rök hníga að því, að hér á landi megi stunda loðdýrarækt á nútímavísu, í stórum stíl og með góðum ár- angri, og að sú atvinnugrein, ef leyfð væri mundi geta skap- að þjóðarbúinu verulegar gjald- eyristekjur. Þá leyfir fundurinn sérenn- fremur að láta þá skoðun ljós, að stórlega hafi verið ýkt sú hætta, sem náttúrulífi lands- ins er talin stafa af loðdýra- rækt, og bendir á, að með varúðarráðstöfunum þarf ekki að stafa meiri hætta af loð- dýrarækt en öðrum atvinnu- greinum, sem hér eru leyfðar.‘‘ Tillaga þessi var samþykkt í einu hljóði. Á fundinum var ennfremur sýnt líkan af loðdýragarði, sem félagið hefur látið gera. Vakti líkanið óskipta athygii. Loðdýr hf. var stofnað 28 febrúar 1965. Stjóm félagsins skipa nú: Hermann Bridde, for maður, Jón Magnússon, varn formaður. Gunnar Torfason Wemer Rasmussen, Steinn Lár- usson, Sveinn Guðbjartsson og I Eiður Guðnason. Þetta líkan aft loðdýragarði var sýnt á aðaifundi Loðdýra h.f. síðastliðinn sunnudag,. Gert er ráð fyrir aft dýrabúrin verði í 90 sentimeto-a hæft trá jörðu, mjög vönduð aft öllum frágangi. Utan um þau er gert ráft fyrir rafmagnsgirðingu, síftan auðum bletti, þair sem komið mundi fyrir minkagildrum, og þar yrðu einnig þ.jáifaftir mi nkahundar á vappi. Yzt er svo gert ráft fyrir öfl- ugum garfli eða girftingu, annafthvort úr járnbe nfrri steinsteypu eða öftru heppilegu efni. Á þeirri giröingu er gert ráft fyrir aðeins einu hlíði, sem verftur tvöfalt, og þannig nm hnúta búift að ekki er hægt aft opna ytra hliftið nema þaft innra sé lokaft og öfugt Bréf Rithöfundasam■ bandsins kemur út Fyrsta tölublað Bréfs Rithöf- undasambands íslands er fyrir skömmu komið út. Um útgáfuna s.cgir formaður sambandsins. Björn Th. Bjömsson, m.a. svr í „aðfararorðum": „Allt frá því að Rithöfunda samband Islands var mynda? með samtökum beggja rithöf- undafélaganna árið 1957; hefur starf þess helgazt af margvís- legri réttindabaráttu í þágu ís- lenzkra rithöfunda og gæzlu rit- réttar erlendra starfsbræðra þeirra hérlendis . . . Megin- starf þess hefur þó verið hvers- konar upplýsingastarfsemi og fyrirgreiðsla, samnings- og kröfugerðir fyrir einstaka höf- mda, innlenda sem érlenda. Rithöfundasamband Islands er ekki félag í venjulegum skilningi. Rithöfundar eru ekki meðlimir þess beint, heldur að- eins um höfundafélögin sem eiga aðildina að því; þeirgreiða ekkert gjald til þess né heldur það að jafnaði fundi, nema þegar einhver meginmál ber upp. Af þeim sökum hafa tengsl sambandsins við einstaka rit- höfunda verið mjög laus, ekki sízt við þá sem búa utan Rvík- ur, og hefur þeim aftur af sömu sökum gefizt ónógur kost- ur að fylgjast með starfsemi heildarsamtaka sinna. hafa þar áhrif^ sín og notfæra sér þær upplýsingar eða aðstoð, er Rit- höfundasambandið gæti látið þeim f té. Það hefur þvi löng- um borið á góma í stjórn sam- bandsins að nauðsyn væri á litlu riti er tengdi milli hennar Framhald á 9. síðu l

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.