Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 1
Blað VI DIQMNN Laugardagur 12. marz 1966 — 31. árgangur — 59. tölublað. Þjóíviljinn 6 blöð í dag — 72 síður! Hálfrar aldar afmælis ASl minnzt í dag: A ðalafmæfíshátíðin verður næsta haust □ — í dag minnist Alþýöusamband íslands 50 ára af- mælis síns. Aðalhátíðahöldin munu þó ekki fara fram fyrr en í sambandi við næsta þing ASÍ sem haldið verð- ur í nóvember í haust og er það gert til þess að ná sem allra mestri þátttöku allra verkalýðsfélaga á landinu í afmælishátíðahöldunum. Enn hœkkar visitalan: 184 STIG ^ í febrúarmánuði hélt óðaverðbólgan áfram, og vísitala framfærslukostnaðar hækkaöi enn um eitt stig — upp í 184 stig. Vísitalan fyrir matvörur hækkaði um tvö stig í febrúarmánuði og er nú 234 stig. Það þarf semsé 234 krónur til að kaupa sama magn af matvörum og kostaði 100 krónur í upphafi viðreisnar. Vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu“ hækk- aði einnig um tvö stig í síðasta mánuði og er nú 220 stig. Meðalvísitalan fyrir vörur og þjónustu komst upp í 214 stig, og er þar einnig um tveggja stiga hækkun að ræða. Síðan er hækkun á fjölskyldubótum reiknuð til frádráttar, þótt aðeins hluti launafólks njóti slíkra bóta, og af þeim ástæðum er hin opinbera vísitala framfærslukostnaðar aðeins talin hafa hækkaö um eitt stig, upp í 184 stig eins og áður er sagt. Ara blad »1 Hugíeiðing um hálfmr aldar reynslu F;. ísienzkrar verklýðshreyfingar s □ Þjóðviljinn í dag er helgaður 50 ára afmæli Al- B þýðusambands íslands, en það var stofnað 12. marz k 1916. í tilefni þessa merkisafmælis landssamtaka ís- | lenzks verkalýðs koma út í dag 6 blöð af Þjóðviljan- | um eöa 5 aukablöö auk aöalblaðsins. Þrjú blöðin eru | 16 síður hvert en hin þrjú 8 síður hvert og eru þau J prentuð í lit. Alls er Þjóðviljinn því 72 síður í dag 1 en það samsvarar 91 síðu af Morgunblaðinu, 97 af j Tímanum og 104 af Alþýðublaðinu. Hér á eftir verð- ^ ur getið aðalefnis þessara blaöa hvers um sig. Vegaskattínum var stolið frá tollverði □ Einn af tollvörðunum í vegatollskýlinu viö Straum var rændur skattpeningi dagsins í gærkvöld, ríflega tólf þúsund krónum, — var hann staddúr með bíl sinn við Álfheima um átta leytið í gærkvöld og hafði skroppið í inn í íbúð í lengjunni 56—60 við Álf- stutta heimsókn heima. Tollvörðurinn lór af vakt kl. 7 í gærkvöld og tók með sér skftttpening dagsins. að upphæð kl' 12.690.00. Voru peningarnir gflymdir í tösku í aftursæti bíls- ilis og telur hann sennilegt, að afturrúða bílsins hafi ekki verið (okuð, þegar hann yfirgaf bílinn ©g fór ? aðurgreinda heimsókn «fna inn í húsið. Hurðum bíls- ins hafði hann hinsvegar læst. Tollvörðurinn uppgötvaði ekki hvarf peninganna fyrr en hann var kominn suður f Fjörð og eetlaði að taka töskuna með sér inn á heimili sitt. Munu toll- ?erðir hafa þann hátt á að geyma skattpeninginn heima hjá sér yf- ir nóttina og leggja þá svo inn í Sparisjóðinn að morgni, þegar hann opnar. Tollvörðurinn mun þegar hafa tilkynnt þjófnaðinn hafnfirzku lögreglunni. Hannibal Valdimarsson' for- seti Alþýðusambands íslands skýrði Þjóðviljanum svo frá í gær að kl 10 f.h. í dag hefði forseti íslands móttöku að Bessa- stöðum fyrir núverandi mið- stjórn Alþýðusambands íslands, núverandi formenn stofnfélaga ASÍ og fyrrverandi forseta Al- þýðusambandsins. Þá hefur Alþýðusambandið op- inbera gestcimóttöku í tilefni af- mælisins í Lindarbæ kl. 4—6 síðdegis í dag og eru allir vel- komnir þangað sem óska að færa ASÍ kveðjur og heillaósk- ir í tilefni afmælisins. í dag verð- ur ennfremur lýst yfir stofnun Sparisjóðs alþýðu og verður starfssvæði hans Reykjavík og nágrenni. Hefur miðstjórn ASÍ haft þetta mál í undirbúningi um aíllangt skeið. í kvöld hef- ur svo félagsmálaráðherra boð inni fyrir miðstjórn Alþýðusam- bandsins. Annars sagði Hannibal að að- alhátíðahöldin í tilefni afniæl- isins myndu ekki fara fram fyrr en í haust í sambandi við þing Alþýðusambandsins sem verður haldið í nóvember. Verður þing- ið sett með hátíðlegri athöfn annaðhvort í Háskólabíói eða í íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal og síðan verður efnt til ýmis konar hátíðahalda á meðan þingið stendur yfir. Þá kemur út einhvern næstu daga sárstakt hefti Vinnunnar sem helgað er afmælinu og verð- ur það veglegt rit, á annað hundrað blaðsíður að stærð. í því verður ávarp frá forseta ís- lands, herra Ásgeir Ásgeirssyni, svo og ávörp félagsmálaráðherra og allra fyrrverandi forseta ASl sem á lífi eru en birtir verða kaflar úr ræðum þeirra tveggja foseta ASl sem látnir eru, Jóns Baldvinssonar og Sigurjóns Á. Ólafssonar. Meginefni blaðsins verður hins vegar söguleg rit- gerð um Alþýðusamband Islands 50 ára eftir Skúla Þórðarson magister. Þá verður og í ritinu annáll um öll sambandsfélög ASÍ með margvíslegum upplýsingum um þau. Einnig verður margt fieira smærra efni í ritinu. Hannibal gat þess og að Gfsli B. Bjömsson teiknari hefði út- fært hið gamla merki Alþýðu- sambandsins og hafa verið gerðir borðfánar með merkinu. Að lokum sagði Hannibal, að fyrir Alþýðusambandsþingið í haust myndi koma út bók eftir Gunnar M. Magnúss á vegum Máls og menningar. Nefnist hún Dagar og ár alþýðunnar og rek- ur höfundur þar sögu íslenzkra alþýðusamtaka frá upphafi vega í líku formi og er á öldinni okkar og Öldinni sem leið. I , Jj A.S.L SO ÁRA ÖLAD I JL, i. »> •»»»/ '■■** ' ’ .'(.'.xíaW.'w : *.:*«••:<:«? . : o«:vvi ><•(»>>>.•> <:>*'• >.w nti >** <•* ‘M holivi*! '• : : .. . SHO»»X JOHSSOM. btW. BLAÐ I Blað I er 8 síður prentað í lit. Á forsíðu þess er kveðja frá Sósíalistaflokknum til Alþýðusambands íslands í tilefni 50 ára afmælisins. Aðalgreinina í blaðinu ritar hins vegar Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur og nefnist hún „Alþýðu- sambandið hálfrar aldar gamalt". BLAÐ II Blað II er 16 síður. Megingreinina í því ritar Einar Olgeirs- son formaður Sósíalistaflokksins og nefnist hún „Hugleiðing um hálfrar aldar reynslu íslenzkrar verklýðshreyfingar“. >á er í blaðinu grein um athyglisverða skoðanakönnun í Frakk- landi er nefnist „Gerbreytt viðhorf fransks almennings til kommúnista" og birtar eru meginniðurstöður skoðanakönn- unarinnar. BLAÐ III Blað III er einnig 16 síður. Aðalgreinin í því nefnist „Verk- efnið er að breyta þjóðfélaginu“ — afmælisviðtal við forseta Alþýðusambands íslands, Hannibal Valdimarsson, er Magn- ús Kjartansson hefur skrifað. Þá er í blaðinu skemmtileg myndaopna: „Svipmyndir úr.önn dagsins“ — myndir og texti Guðgeir Magnússon. BLAÐ IV Blað IV er 8 síður prentað í lit. Meginefnið í því blaði er viðtal við Snorra Jónsson, framkvæmdastjóra ASÍ: „Verka- lýðshreyfingin þarf að koma léttara sniði á félagslíf sitt og fræðslustarf", ritað af Sigurði Guðmundssyni. Ennfremur er í blaðinu myndasíðan Frá höfninni — myndir og texti Guð- geir Magnússon. BLAÐ V Blað V er einnig 8 síður prentað í lit. Á forsíðu þess eru birtar afmæliskveðjur til ASÍ frá Stéttarsambandi bænda, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands, Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja og Iðnnemasambandi íslands. Inni í blaðinu er viðtal við fyrsta forseta ASÍ, Ottó N. Þorláksson, er Guðgeir Magnússon ritar, og viðtal við Sigríði Þorgríms- dóttur umsjónarkonu Lisjasafns ASÍ, er Árni Bergmann rit- ar. Nefnist það „Höfðingleg gjöf verðskuldar höfðinglegar viðtökur". BLAÐ VI Blað VI er 16 síður, aðalblað. Flytur það auk venjulegs daglegs efnis, frétta, greina o.s.frv. árnaðaróskir til Alþýðu- sambandsins 50 ára frá þingflokki Alþýðubandalagsins og Kristinn E. Andrésson ritar afmæliskveðju frá Máli og menn- ingu. ★; Þá er í öllum blöðunum sex mikiU fjöldi afmæliskveðja til Alþýðusambandsins frá fjölmörgum félögum og félagasam- böndum, stofnunum og fyrirtækjum svo og bæjarfélögum víðsvegar af landinu og urðu þær svo margar að nokkrar þeirra verða því miður að bíða birtingar þar til í blaðinu á morgun, sunnudag. ! ! Aöeins 11 fiskiskip flutt inn árið 1965 en 35 1964 En bifreiðainnflutningurinn stóð í stað í fyrra í nýjasta hefti Hagtíðinda er m.a. yfirlit yfir innflutn- ing bifreiöa, flugvéla og skipa á s.l. ári og saman- burðartölur við árið 1964. Fjöldi innfluttra bifreiða var nálega hinn sami bæði ár- in og sama er að segja um flugvélar, þótt verðmæti flugvélanna 1964 væri miklu meira en í fyrra vegna kaupa Loftleiða á hinum stóru flugvélum sínum það ár. Hins vegar hefur skipa- innflutningurinn dregizt mjög saman á árinu í fyrra og á það þó eingöngu við um fiskiskip, en í fyrra voru aðeins flutt inn 11 fiski- skip á móti 35 árið 1964 og 31 árið 1963. í fyrra voru alls fluttar inn 3967 bifreiðar og er það aðeins færra en 1964 en þá voru þær 3986 að tölu. Mestur varð bif- | Á hálfrar aldar afmœli AlþýSusambands íslands | sendir Þiá&vH]inn heildarsamfökum islenzkrar a/ibvðo árnaSaróskir oa baráttukveSjur. reiðainnflutningurinn árið 1963 eða 4463 bílar alls. Eftir gerðum skiptist bifreiða- innflutningurinn svo í fyrra: Al- menningsbifreiðir 27 (9 árið 1964), aðrar fólksbifreiðir 2738 (3072), jeppabifreiðir 762 (498), sendiferðabifreiðir 147 (153) og vörubifreiðir 293 (254). Heildar- verðmæti innfluttra bíla í fyrra nam 279,5 milj. kr. á móti 242,5 milj. kr. 1964. Árið 1965 voru fluttar inn 13 flugvélar fyrir samtals 268,3 miljónir króna en 1964 voru innfluttar flugvélar 15 að tölu og verðmæti þeirra 460,1 milj. kr. eða nálega 200 miljónum kr. meira en í fyrra. í fyrra fluttum við inn sam- tals 18 skip á móti 38 árið 1964 og nam verðmæti innfluttra skipa í fyrra 315,5 milj. kr. en var 489,6 milj. kr. árið áður. Eftir gerðum skiptust skipin svo að 5 voru farskip (3 árið 1964), 11 fiskiskip (35) og 2 (0) önnur skip.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.