Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 3
*BBBI-fc* ÉaugardagcM? IX marz 1966 — ÞJÓÐVIkJINN — SÍÐA J Hungursneyðin á Indlandi Undanfarið hefur komið til mikilla óeirða í Cai cuttahéraði í Bcngalríki á Indlandi. Ilafa verið famar kröfugöngur og gerð skyndiverkföll til að mótmæla þeirri stefnu, sem fylkisstjórnin hef- ur tekið í þeim vanda sem nú er mestur og brýnastur: hungursneyðin. í fyrradag létu fimmtán manns lífið og 90 voru handteknir, er lögregla beitti skotvc um gegn kröfugöngum, og í gær kom aftur til átaka, sem kostuðu tólf manns lífið. í dag fer Nanda innanríkisráðherra fljúg- andi frá Delhi til Calcutta til að ræða ástandið við yfirvöld þar. — Myndin sýnir kröfugöngu í Calcutta — á spjöldunum stendur: Við lieimtum brauð. Erlendir aðilar afturkalla pantanir sínar Miklar vinnudeilur vofa yfir sænsku atvinnulífi STOKKHÓLMI 11/3 — Mjög alvarlegt ástand ríkir nú á sænskum vinnumarkaði. í gærkvöld tókst aS forða stórátökum og drógu bæði verkalyðsfélög og atvinnurek- endur til baka hótanir sínar um yfirvinnubann og verk- bann, en óttast er að til átaka geti komið á einstökum vinnustööum, sem síöan breiðist út. Mcnamara lcveðst ekkí hyggja á kja rnorkustríð Enn bítast hershöfðingjar um völdin í Suður-Vietnam SAIGON 11/3 — Nguyen Chang Thi hershöfðingi, sem herforingjastjómin í Suður-Vietnam setti af á lokuðum fundi í gær, hefur þverskallazt við skipun um að fara til bækistööva sinna í norðurhéruðunum til að fá eftir- manni sínum í hendur stjóm hersins á þeim slóðum. Thi hefur verið áhrifamikill maður í stjómmálum allt frá 1963 er hershöfðingjar steyptu stjóm Diems. Stríðshanzkanum var kastað í hinu kalda stríði í gser, þegar saenskir vinnuveitendur hótuðu verkbanni, sem hefði innan skamms náð til tæplega 600 þús- und verkamanna, og var þetta svar þeirra við þoðun yfirvinnu- banns af hálfu Alþýðusambands- ins. En ríkisstjórninni tókst fyrir tilstilli sáttanefndar að fá báða aðila til að draga til baka á- kvarðanir sínar. Samningaviðræður hefjast aft- ur í byrjun næstu viku, en á- : Heimildirnar segja, að slíkir flutmngar væru líkleg afleiðing afstöðu frönsku stjórnarinnar til Nató, en hún hefur krafizt endurskoðunar bandalagsins og fullra yfirráða yfir öllum her á ’franskri grund. í Brússel er sagt að það kæmi mönnum ekki á óvart, þótt brezka stjórnin muni leggja til að herafla Nató verði hér eftir stjórnað frá Brussel. Talsmaður brezku stjórnarinn- ar sagði i London í dag, að Bretar séu nú að ráðfæra sig við bandamenn sína um tillög- ur de G'aiille um endurskipu- lagningu herafla Nató. Erhard kanzlari Vestur-Þýzkalands átti í dag viðræður við ráðherra sína og leiðtoga þingflokkanna um þær aðstæður, sem tillaga de Gaulle hefur skapað. Blaðafull- trúi Bonnstjórnar sagði í dag, að enn væri of snemnjt að segja til um hVBrt Frakkar og Þjóð- verjar muni halda ráðstefnu sín á milli um|franskt herlið í Vest- ur-Þýzkalandi. De Gauþe hefur sent Nató- standið er talið ískyggilegt þvi í fyrri viku höfðu báðir aðilar komizt að þeirri niðurstöðu, að samkomulagsgrundvöll væri ekki að finna. Þá höfðu viðræður staðið í 3 V2 mán-uð. Vofir þá yfir Svíþjóð mesta vinnudeila, sem þar hefur orðið. Ýinsir erlcndir aðilar hafa þegar dregið til baka pantanir sínar hjá sænskum iðnfyrirtækj- um, þar eð þeir óttast að ekki verði staðið við settar tímaá- kvarðanir um afhcndingu vör- ríkjum orðsendingu um að hann hafi ekki í hyggju að undirrita einhverskonar fransk-sovézkan sáttmála er hann fer í opinbera heimsókn til Moskvu í sumar. Það sé ekki á dagskrá að Frakk- ar rjúfi tengsl við núverandi bandamenn sína. CONACRI, ACCRA 11/3 — For- seti Guineu sagði í útvarpsræðu í gær, að þjóð sín væri reiðu- búin til að senda herlið til Ghana til að steypa valdaránsmönnum þeim, sem steyptu Nkrumah for- seta .af stóli. Sagði forsetinn, að 50 þúsund fyrrverandi hermenn væru reiðubúnir að þerjast í unnar vegna deilunnar. Þegar er allmikil ólga á ýms- um vinnustöðum, og er búizt við að á sumum þeirra geti komið til átaka, sem síðan breiddust út án þess að sáttanefnd ríkis- stjórnarinnar fái neitt við ráðið. TOKIO 11/3 — Alls þrjátíu manns biðu bana er tvö hótel brunnu til ösku í eldsvoða í skemmtifcrðabænum Minakami í fjöllum Norður-Japans aðfarapótt föstudags. Tólf hótelgesta voru fluttir á sjúkrahús, og höfðu þeir særzt er þeir stukku út um glugga í hinum brennandi húsum. Eldurinn átti sér upptök í eld- húsi Kiufujigistihússins og skömmu síðar kviknaði einnig í Hakunakuhótelinu, er stóð við hlið þess. Þeir hótelgestir, sem út sluppu, stóðu skelfingu lostnir á náttfötum einum og horfðu á húsin brenna til ösku. Mikil slysatíð hefur verið í Japan og er þess skemmst að minnast, að fyrir viku síðan fór- ust þar tvær farþegaþotur, kan- adísk og brezk, og með þeim 188 manns, og fyrir fimm vik- um steyptist japönsk þota í Ghana, Nkrumah er nú gestur Sekou Touré í Guineu. Yfirmaðúr Ghanahers, Kotaka, sagði í Accra í dag, að hann væri hvergi smeykur við þá her- væðingu, sem nú er sögð eiga sér stað í Guineu. Ef Sekou Touré vill stríð við Ghana, þá skulum við bara lúta hann reyna, Thi hershöfðingi áttúað fljúga í dag til Quang Ngai í norður- hluta landsins til að 3áta af her- stjórn þar. Ók bifreið hans út á flugvöllinn í Saigon, en þar sneri hún við og ók aftur til höfuð- borgarinnar með hershöfðingj- Alvarlegir jarð- skjálftar í Kína PEKING 11/3 — Miklir jarð- skjálftar hafa orðið í þéttbýlu héraði í Norður-Kína. Ekki er enn ’ vitað um maníjtjóri, en tal- ið er að um hálf miljón manna hafi orðið fyrir alvarlegu tjóni. Herlið hefur verið sent á vett- vang til hjálparstarfa. Sögulegt varð það brúðkaup AMSTERDAM 11/3 — Enn kom til óeirða fyrir utan konungs- höllina í Amsterdam nóttina eftir brúðkaup Beatrixar krónprin- sessu. Voru þar hundruð ungl- inga á ferð og handtók lögreglan þrjá. >á hafa alls fjórtán verið handteknir í sambandi við þetta sögulega brúðkaup. Tokioflóa og fórust með henni 133 menn. ann. Ekki hafa samt enn borizt fregnir um að hann hafi verið handtekinn. Eftir fund hinna ellefu hers- höfðingja, sem stjórna landinu, í gær, sögðu áreiðanlegar heim- ildir, að Thi hefði verið rekinn, en í dag gaf hin opinbera frétta- stofa út tilkynnmgu um að hann hefði fengið leyfi frá störfum vegna heilsubrests. Thi hershöfðingi hefur verið einhver valdamestur maður í Suður-Vietnam síðan hershöfð- ingjastjórnin steypti Ngo Dieu Diem. Að undanförnu hefur hann verið ásakaður fyrir að reyna að gera hernaðarsvæði sitt, sem liggur að landamærum Laos og Norður-Vietnams að næstum því sjálfstæðu ríki. Sagt er að Thi njóti stuðnings ým- issa yngri liðsforingja í hern- um, í lögreglunni og meðal Búddista. Kj amavopnum ekki beitt McNamara, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í Washington í dag, að Banda- ríkin hefðu engin áform á döf- inni um að beita kjarnavopn- um í Vietnam. Hann sagði, að Bandaríkin stefndu ekki að ger- eyðingu Norður-Vietnams, en myndu halda áfram loftárásum á landið. Væri það gert í þrenn- um tilgangi: til að hughreysta stjórnarherinn í Suður-Vietnam, torvelda Norður-Vietnam aðstoð við skæruliða og til að þvinga stfórnina í Hanoi til samninga- viðræðna. Mannskæð flóð í Jórdaníu AMMAN 11/3 — Um sextíu manns létu lífið í miklum vatns- flaumi, sem skall í margun á höfuðborg Jórdaníu, A-mman, eftir úrhellisrigningu. Vatnið kom frá hæðadrögum umhverfis borgina og tók með sér brýr og hús. Talið er að 3000 manns hafi misst heimill sín. Alþýðusamband Islands Reykjavík j Miðstjóm tékkóslóvakíska Alþýðusam'bandsins sendír yður í nafni allrar alþýðu Tékkóslóvakíu beztu hamingjuóskir í tilefni fimmtugsafmælisins. Vér óskum yður gengis í því starfi yðar að bæta lífskjör og starfsskilyrði alls íslenzks verkalýðs. Vér látum einnig í ljós þá ósk, að vinsamleg samskipti milli alþýðusamtaka beggja landanna muni hér * eftir sem hingað til verða skerfur til friðar og margþættr- ar samvinnu milli allra landa. ■ Miðstjórn Alþýðusambands j Tékkóslóvakíu Prag j ■ B -:B B B BBIBilflllllllIIBBIIIIIIIiBlllBIIIIIBlBMMBIIIiaillBIIBIiatinRIIBlalBBIIBBIIIMIBIf ■BiailIiailllliaiIMIIIlaillBillliailllllBBWIHIiail' Skrífstofustúlka óskast nú þegar eða sem fyrst. Nokkur starfsreynsla í skrifstofu- störfum nauðsynleg. — Umsóknir er greini menntun og fyrri störf, sendist í pósthólf 458 fyrir 12. þ.m. Nató til Brussel? BRUSSEL 11/3 — Haít er eftir heimildum, sem a'ð'gang hafa aS utanríkisráðuneyti Belgíu, að innan skamms úerði það tekið fyrir hvort ekki beri a'ð flytja bækistöðvar Atlanzbandalagsins frá París til Brussel. Úfriðlegt er milli Gaineu og Ghana _____________:---~ Eldsvoii í Japan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.