Þjóðviljinn - 12.03.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 12. marz 1966. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýdu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnus Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Alþýðan sækir fram k fimmtugsafmæli Alþýðusambandsins er skylt að minnast þess, að alþýðufólkið í verkalýðs- félögunum hefur átt stærstan þátt allra lands- manna í þeirri breytingu til batnaðar sem orðið hefur á högum íslenzku þjóðarinnar í hálfa öld. Þess er skylt að minnast á tímamótum sem þess- um að hin mikla samtakaheild íslenzkrar alþýðu sem nefnist Alþýðusamband íslands hefur ekki orðið til átakalaust, heldur í harðri baráttu við afturhald og auðvald og fáfræði. Slyppir menn og snauðir á veraldarvísu en ríkir af innra eldi vegna snertingar við göfuga hugsjón sem var stærri 'en þeir sjálfir og daglangt stritið hafa byggt upp verkalýðshreyfinguna á íslandi, og það starf hefur gefið lífi þeirra gildi og fegurð. Margir þeirra hafa varið til þess drjúgum hluta af ævi sinni. Á stundum sem þessari, þegar staldrað er við og lit- ið á farinn veg, er skylt að minnast hinna mörgu fórna sem þessi barátta hefur kostað, ekki sízt á uppvaxtarárum verkalýðsfélaganna. Þeir eru orðn- ir margir liðsmenn verkalýðshreyfingarinnar ís- lenzku, sem gefið hafa tómstundir sínar árum og áratugum saman til lýjandi, ólaunaðra eða lítt launaðra félagsstarfa. til endalausra fundahalda, ferðalaga. samningaþófs, verkfallsskipulagningar, verkfallsátaka, verkfallsvakta; þeir hafa orðið að vferjast ofbeldisárásum, þola brottrekstur úr vinnu; þeir hafa verið flæmdir með atvinnuleysi úr heimahögum; og er þó margt ótalið. ]V[ú nýtur ekki einungis alþýða manna heldur ■ þjóðin öl! starfs þessara manna og félagssam- takanna sem þeir skópu. En hvar eru hinir, menn- imir sem börðust gegn verkalýðshreyfingunni við hvert skref hennar; mennirnir sem reyndu að mola litlu og vanmegna verkalýðsfélögin í kaup- túnum landsins og beita hin stærri í þéttbýlinu ofurvaldi auðs og áróðurs? Þeirra starfs er sjald- an minnzt. nema til furðu og fordæmingar. En því fer verr, að afturhald og auðvald og fáfræði vega enn að verkalýðshreyfingunni; það lið hefur ein- ungis tamið sér aðrar bardagaaðferðir og oft við- siárverðari. r k fimmtugsafmæli Alþýðusambands íslands er ■**• verkalýðshreyfingin orðin aflmesta samtaka- heild í þjóðfélaginu. En samtökin eiga örðugt með að neyta afls síns vegna þess að stjórnmálaáhrif alþýðunnar hafa ekki aukizt að sama skapi, og því getur afturhald og auðvald löngum beitt valdi þjóðþings og ríkisstjórnar til að taka aftur ávinn- ing verkalýðsbaráttunnar. Alþýðan hefur orðið að grípa til þess örþrifaráðs að setja löggjöf með stór- verkföllum og samningsstyrk sínum. Þessi afstaða hlýtur að breytast næstu áratugi, eigi verkalýðs- hreyfingin íslenzka að reynast hlutverki sínu vax- in. Alþýðusambandið sjálft þarf að treysta raðir sínar með gerbreyttum skipulagsháttum, og al- þýðan hlýtur í vaxandi mæli að finna leiðir til samstöðu á stjórnmálasviðinu, svo einnig þar nýt- ist afl hennar allt og stefnt verði hröðum skref um til þess bjóðfélaffs réttlætis og menningar oo mannréttinda sem vakti fyrir brautryðjendum ís- lenzkra alþýðusamtaka. — s. OPIÐ BRÉF til dómsmálaráðherra um meðferð Sakadóms Reykjavíkur á mólum unglinga Reykjavílk 8/3 1966. Hr. dómsmál^ráðherra Jóhann Háístejn. Þegar ég kom heim frá vinnu í kvöld, kl. 19.25, fékk konan mér símtólið, sem hún var að tala í, og bað mig að taka við. í símanum var Gunnar Guð- mundsson, fangavörður í hegn- ingarhúsinu. Erindið var að til- kynna, að sonur minn, 17 ára að aldri hefði verið tekinn fast- ur og fluttur í Hegningarhús- ið kl. 17.15 í dag. Fréttin um handtökuna kom mér ekki verulega á óvart. Mér var kunnugt um, að son- ur minn hafði, með dómssátt, undirgengizt að greiða kr. 1.000,oo í sekt, í sambandi við akstur. Hann hefur verið veik- ur sl. 6 mánuði og tekjulaus, og sektin var ógreidd. Hann byrjaði fyrst að vinna aftur fyrir rúmri viku. — Þó get ég ekki sagt, að ég hafi bú- izt við þessu, þar sem mér var kunnugt um, að hann hafði haft samband við sakadómara- embættið í síma, éftir að hann hóf vinnu, greint frá ástæðum og beðið um frest. Hinu furðaði mig hinsvegar á, að hann skyldi ekki hafa látið vita af sér en ég hafði verið við síma allan dag- inn, svo að hann hefði auð- veldlega getað hringt, og það vissi hann. Gunnar fangavörð- ur varð hinn versti, er ég innti hann eftir þessu. Kvað fang- ana ekki hafa aðgang að síma, og mér skildist ^yllilega, að það væri bæði frekja og fíflska að ætlast til að hann legði á sig það ómak að hringja fyrr en a.m.k. eftir tvo tíma. Ég sagði Gunnari, að ég myndi koma strax og leysa drenginn út. En þá fékk ég enn annað til að undrast yfir. Fangaverðinum var ekki heim- ilt að taka við sektargreiðsl- unni. Þegar ég spurði um á- stæður, kvað Gunnar það myndi stafa af því, að dreng- urinn aet'ti að gefa skýrslu í fyrramálið. Þetta dæmi fannst mér ekki ganga upp. Ég gat ekki skilið, hvað það gæti komið sektinni við eða afplánun hennar. Fyr- ir þetta skilningsleysi mitt varð af nokkurt þras milli okk- ar Gunnars. Það endaði með því að hann skellti á. Ég hafði, hingað til, skilið réttarreglur okkar marg lof- aða þjóðfélags og réttarríkis á annan veg. Ég hótaði hörðu. Það bar aðeins þann árangur að ég fékk að vita, að réttar- ríkinu hefði verið hótað fyrr. Ekki myndi vera talin ástæða til að kvíða mínum aðgerðum. Áður en lauk, hafði Gunnar þó tekið fram, að hann réði hér engu um. Hann yrði aðeins að hlýða sínum yfirboðurum. Þegar ég vildi vita um nafn þessa yfirboðara, var mér sagt að þetta myndi vera gert í nafni yfirsakadómara, sem héti Þórður Björnsson. Ég kvaðst hinsvegar vita, að yfirmaður Þórðar Björnssonar héti Jó- hann Hafstein, en það væri mér ekki nóg í svipinn. Ég vildi fá nafn þess er gefið hafði skipun um að halda drengnum í fangelsi, hvort heldur sektin, sem hann var tekinn fyrir, yrði greidd eða ekki, og bannaði fangaverði að taka við greiðslu. Við því var ekki unnt að fá svar. Aðeins að Jón Halldórsson, sem kom- ið hefði með drenginn í hegn- ingarhúsið, hefði flutt þau boð með honum, að ekki mætti sleppa honum, þar sem hann ætti að gefa skýrslu hjá Birgi Þormar, fulltrúa, í fyrramálið. Sverrir Einarsson, fulltrúi, sem komið hefði í fangahúsið síð- ar, hafi staðfest við sig, að þessi skilaboð væru rétt flutt. Það væri svo erfitt að ná í þennan dreng. Ekkert um upp- runa skilaboðanna, og því síð- ur á hvaða réttargrundvelli þau byggðust. Þegar hér var komið sneri ég mér til Inga R. Helgasonar, hæstaréttarlögmanns, til að leita álits hans, og til að biðja hann um aðstoð. Hann var því miður lasinn og átti erfitt um vik að sinna málinu. Hann hringdi þó til Gunnars, fanga- varðar, og fékk þar sömu svör og ég hafði fengið. Einnig gerði hann margar tilraunir til að ná sambandi við Sverri Einars- son, fulltrúa, en í hann náðist ekki. Ingi kvað það vera mjög einkennilega túlkun á réttar- reglum og venjum, ef aðeins væri um að ræða að fá skýrslu í bifreiðaárekstursmáli, eða öðru málj þvíHku. Eftir viðtal við Torfa Jóns- son, lögregluþjón, vissi ég að drengurinn hafði, þá um dag- inn, gefið skýrslu um tvo bif- reiðaárekstra. Þar sem ekki náðist' í Sverri Einarsson, reyndi ég að ná tali af Birgi Þormar. Hann svaraði því til, að ástæðan væri sú, að hann þyrfti að taka af drengnum skýrslu. Þegar ég spurði, hvort honum fyndist slíkar aðfarir vera til fyrirmyndar gagnvart 17 ára unglingi, og hvort hann væri alveg viss um að hér væri farið rétt að, vísaði hann snúðugt á Sverri Einarsson, sem hann var þó áður búinn að segja, að ekki mundi unnt að ná sambandi við, og skellti símanum á. Hringurinn lok-^ aðist svo með því að ég talaði aftur við Gunnar Guðmunds- son, fangavörð. Hann var nú hinn bezti viðskjptis, en kvaðst þó sem fyrr ekkert geta gert, nema að hann fengi um það skipun. Ég leiddi honum fyrir sjónir, hver áhrif svona með- ferð g:eti haft á drenginn, og hversu óréttlát hún væri, hvað svo sem dæmdist rétt um lög- mæti hennar. Ég væri ekki dómbær á, hvað bægt værj að teygja lög til að þjóna miklu óréttlæti. Ég kvaðst skilja hans aðstöðu, en ég yrði hins veg- ar að koma til hans, í votta viðurvist, og láta hann endur- taka neitun sína á að taka við sektarfénu' og láta drenginn lausan. Þá bað hann mig að hinkra aðeins. Hann vildi reyna að tala víð sína yfirboð- ara og gera tilraun til að leysa málið. Eftir 5 mínútur, eða svo, hringdi Gunnar. Hann hafði ekki náð sambandi við Sverri Einarsson, en hafði hisvegar haft samband við Birgi Þor- mar, sem samþykkti að tekið yrði við sektargreiðslunni og drengnum sleppt, gegn ioforði um að hann mætti til skýrslu- gerðar á tíma, sem samið yrði um á morgun. Það var auð- vitað ekki nema sjálfsagt. Þetta gerðist kl. 22.30. Sektin var greidd að fullu, krónur 1.000,oo, kl. 22.45, og hafði drengurinn því setið inni í rétt- an fimm og hálfan klukkutíma, án þess að afplána neitt. En sagan er ekki öll þar með sögð. Hér er ejnnig full á- stæða til að rifja upp, hvernig þessa handtöku bar að. Sú frá- sögn bendir vissulega til að fátt hallist á í starfsemi lög- gæzlunnar. Að minnsta kosti, ef unglingar eiga í hlut. Sonur minn vinnur í Fiski- mjölsverksmiðjunni Kletti. Það mun hann hafa sagt þeim er hann talaði við hjá sakadómi, en um það viðtal hefi ég áður getið. Það mun hafa verið um kl. 14.00, sem Kristján Sigurðsson, lögregluþjónn. kom' þarna á vinnustaðinn ■ i þeim tilgangi að sækja son minn. Pilturinn var, þá í svipinn e,rki við, og mun Kristján haf^ -Ht tal við verkstjóra hans. Að því er ég bezt veit, hefur hann sagt hon- um, að erindið væri að fá son minn til að gefa skýrslu um bifreiðaárekstur, sem skeð hefði fyrir ári. Væri nauðsyn að fá máli þessu lokið og myndu þeir flytja piltinn aft- ur á vinnustað innan stundar. Mun Kristján hafa talað um að koma aftur að klukkustund liðinni. Eftir röskan klukkutíma komu sendimenn sakadóms þarna á vinnustaðinn aftur. Ekki var það þó Kristján Sig- urðsson, sem áður getur, held- ur einhverjir tveir aðrir. Son- ur minn var um þetta leyti staddur á kaffistofunni, og hafði orðið var við komumenn. Þótt ungur sé að árum, hef- ur hann þegar fengið þá reynslu, að varlega beri að treysta loforðum slíkra sendla og grunaði að eitthvað annað myndi undir búa. Hann gaf sig því ekki fram, og starfsfélagar hans sögðu ekki til hans. Fara sendimenn enn við svo búið. Eftir að sendimenn eru fam- ir, hringir sonur minn. í saka- dóm og fær að tala við Kristj- án Sigurðsson, lögregluþjón, er áður getur. Segir honum að hann eigi erfitt með að koma, þar að auki sé hann í vinnu- fötum, sem angi af grútarlykt. Þannig geti hann hvergi sýnt sig, ekki farið til baka í stræt- isvagni eða í leigubil o.s.frv. Býðst hann hins vegar til að mæta næsta mánudagsmorgun, en þá eigi hann að flytjast yf- ir á næturvakt. Þetta verður að samkomulagi og er fastmæl- um bundið í símanum. Kristj- án segist muni tala um þetta við aðra þarna í stofnuninni og sjá um að samkomulagið verði haldið af þeirra hálfu. En tortryggni drengsins á loforð löggæzlumanna reyndist því miður ekki vera úr lausu lofti gripin. Aðeins stuttri stundu eftir viðtalið og sam- komulagið við Kristján Sig- urðsson, koma sendimenn saka- dóms á vinnustaðinn enn á ný. Sonur minn var þó það barn að halda að hér hlyti að vera um misskilning að ræða og gaf sig nú óhikað fram við sendi- menn. Segir þeim frá sam- komulagi sínu við sakadóm. Sendimenn vita um samkomu- lagið við Kristján Sigurðsson, en segja að hann ráði bara engu hér um, þetta samkomu- lag sé því ekki að marka. Sonur minn tekur nú símann og hringir enn í þennan Kristj- án. Spyr hverju þetta sæti. Kristján gaf þá skýringu, eins og hinir sendimennirnir, að hann hafi ekki getað ráðið þessu. Hann hvetur son minn bara til að koma og ljúka þess- um skýrslum af, hann skuli svo keyrður samstundis til baka. Er sonur minn segist óttast, að annað kunni að búa undir og minnist á hina ó- greiddu sekt, sem hann sé ekki með peninga til að greiða, kveður Kristján að öruggt sé að frestur verði veitt.ur á henni a.m.k. til næsta föstudags. Hér Framhald á 13. síðu. Viljum ráða mann til skrifstofustarfa. Leggjum áherzlu á góða reiknings- kunnáttu og æfingu í meðferð talna. Nokkur mála- og bókhaldsþekking æskileg.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.