Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 16
(Ár naðaróskir til Alþýðusambandsins j j frá þingflokki Alþýðubandalagsins S Þingflokkur Alþýðubandalagsins flytur Alþýðusam- k bandi íslands og öllum félögum þess árnaðaróskir á ' fimmtíu ára starfsafmæli sambandsins. Nú þegar dáð- ^ ríkt brautryðjendastarf er að baki og hálfrar aldar þrot- b laus barátta fyrir hagsmunum og menningu alþýðu- l stéttanna, sem flestu fremur hefur mótað þá lífskjara- " byltingu, sem orðin er á þessu tímabili, á þingflokkur- | inn þá ósk bezta til handa heildarsamtökunum, að þeim b megi ávallt takast að sameina alþýðustéttirnar um stór- ’ huga athafnir til bættra lífskjara, vaxandi menning- " arlífs og aukinna réttinda. Um leið og þingflokkurinn hyllir Alþýðusambandið rFerðaleikhúsið sýnir 2 leikrit á hálfrar aldar afmælinu, minnir hann á og þakkar | allt það beina og óbeina samstarf, sem hann hefur k átt við heildarsamtökin síðasta áratuginn og einnig | þau úrslitaáhrif, sem Alþýðusambandið hafði á stofn- J un Alþýðubandalagsins. Er þingflokknum ljúft að lýsa ^ því yfir, að hann mun framvegis sem hingað til, telja k það höfuð-verkefni sitt að vinna að málefnum verka- J lýðshreyfingarinnar á löggjafarsviðinu og hafa í þeim Q efnum sem bezta samvinnu við Alþýðusamband ís- | Laugardagur 12. marz 1966 31. árgangur — 59. tölublað. lands. Þingflokkur Alþýðubandalagsins. Ferðaleikhús hjónanna Krist- ínar Magnús og Halldórs Snorra- sonar sýnir leikritin Tónaspil og Hjónaspil eftir Englendinginn Peater Shaffer, í Grímsnesi næsta þriðjudag, í hinu nýja fé- lagsheimili Borg. Að öllum lík- indum verða leikritin sýnd víðar um landið. Leiksýningin tekur rúmar þrjár Tilkynning frá ASl Vegna 50 ára afmælis síns hefur Alþýðusamband ís- lánds gestamóttöku í Lind- arbæ, húsi Dagsbrúnar og Sjómannafélags Reykjavík- ur Lindargötu 9 — kl. 4—6 e.h., laugardaginn 12. marz. Miðstjórn Alþýðusam- bands lslands. Afli Eyiabáta glæðist VESTMANNAEYJUM 11/3 — Afli Eyjabáta er farinn að glæð- ast síðustu dagana, bæði hjá netabátum og trollbátum. Þann- ig fékk Andvari 5 þúsund fiska í róðri í gær eða 40 tonn, en hann stundar troll. í kvöld kom Ver að landi með 2300 fiska og hafði fengið þennan afla í net sín. Grétar skipstjóri sagði afla vera farinn að glæðast. Fáir bátar voru á sjó í dag vegna veðurs, hvassviðri var á mið- unum í morgun, en veður hægði er dró fram á daginn. klukkustundir og samanstendur af tveim lejkritum, Tónaspjli, í þýðingu Kristínar Magnús og Hjónaspili, sem Oddur Björnsson hefur þýtt. Leikmyndirnar mál- aði Þorgrímur Einarsson og leik- stjóri er Kristín Magnús. Hall- dór Snorrason þúsundþjalasmið- ur leikhússins, m.a. sviðsetj- ari og hvíslari. Höfundur leikritanna, Peater Shaffer, er maður um fertugt og hefur hann sent frá sér fimm eða sex leikrit, sem sýnd hafa verið í sjónvarpi og kvikmynd gerð eftir einu þeirra var sýnd í Stjörnubíói í vetur, undir nafn- inu Öskadraumar. Æfingar hjá Ferðaleikhúsinu hafa nú staðið yfir nokkuð lengi, enda eru leikendurnir þrír, Krist- ín Magnús, Leifur Ivarsson og Sverrir Guðmundsson bundnir öðrum leikhúsum og hefur því oft reynzt erfitt að finna heppi- legan tíma til samæfinga. Sýningin í félagsheimilinu Borg, þriðjudaginn 15. þ.m. kl. 21, er eina sýningin sem hefur verið endanlega ákveðin, en væntanlega verða sýningar víðar um land, og er gert ráð fyrjr einni sýningu á viku, en það fer þó vitaskuld eftir efnum og ástæðum. Seinast verða leikritin sýnd í Lindarbæ. Búast má við að fólkið í dreif- býlinu taki slíkri starfsemi tveim- ur höndum, ekki sízt að vetr- arlagi, en ætlunin er að Ferða- leikhúsið starfi allt árið. Umgengni við vatns- ból mjðg ábótavant Á myndinni sjást þau Kristín Magnús og Sverrir Guðmunds- son í hiutverkum sínum í Tónaspili. (Ljósm. H. S.). PRESSUBALLIÐ — Pantaðir aðgöngumiðar eru afgreiddir í anddyri Lídós í dag, laugardag, kl. 5.30—7 síðdegis, og þá er jafnframt tekið á móti borða- pöntunum. Óhagstæð verzl- an EBE við útlönd BRUSSEL 11/3 — Viðskiptajöfn- uður aðildarríkja Efnahagsbanda- lagsins við önnur lönd var árið 1965 óhagstæður um 1,4 miljarð dollara. Er það allmiklu minni upphæð en í fyrra, en þá var munur á inn- og útflutningi 2,7 miljarðir dollara. Fundur um meiByrðamál ið gegn Frjálsrl þjóð Fundi fultrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga iauk sið- degis í gær og höfðu þá ýmis mál er varða starfsemi sam- bandsins og sveitarstjórnarmál almennt verið afgreidd. Þannig fól fulltrúaráðið m.a. stjóm sambandsins ag undirbúa og leggja fyrir næsta lands- þing ákveðnar tilögur oig kostn- aðaráætlun um námskejð eða skóla fyrir starfsfólk sveitarfé- laga þar sem veitt verði nauð- synleg fræðsla, bókleg og verk- leg, um starfsemi sveitarfélaga þ.á.m. bókhald þeirra. meðferð bókhaldsvéla. skjalavörzlu og hvað annað, sem þessj s'törf snertir. I gær fluttj Jón Jónsson, jarð- fræðingur, ítarlegt erjndi á ráðstefnunnj og nefndi hann það Neyzluvatn á íslandi. Sagði hann þar m.a. að mikil breyting Æskulýðsfylkingin, samband ungra sósíalista, Æskulýðsfylk- ingin í Reykjavík og Félag rót- tækra stúdenta hafa ákveðið að halda fund um mál Lárusar Jó- hannessonar gcgn ábyrgðar- mönnum Frjálsrar þjóðar og all- an aðdraganda þess máls kl. 8.30 STEINBÍTSVEIÐI — Að undan- förnu hafa þeir bátar, sem gerð- ir eru út frá ísafirði, veitt tals- vert af steinbít. annað kvöld, sunnudaginn 13. marz, að Tjarnargötu 20. Haraldur Henrýsson lögfræð- ingur flytur erindi um málið en á eftir verða umræður og fyrir- spurnir. Öllum er heimill aðgangur. Þar sem mál þetta er ekki þröngt mál takmarkaðs hóps heldur varðar það bæði almennt réttar- öryggi og prentfrelsi á Islandi, er fólk hvatt til að fjölmenna á fundinn. ÆF, ÆFR, FRS. um helgina Um helgina verður Hand- knattleiksmóti íslands haldið áfram að Hálogalandi. í kvöld leika í 3. fl. karla A-riðlj, ÍBK og Haukar o,g í 2. deild karla ÍBK:ÍR og IA: Þróttur. Annað kvöld, sunnu- dag, kepna í 3 flokkj karla A-riðli ÍR:Víkingur og Fram: Þróttur, og í B-rið>li KR:Ár- mann og Breiðáblik:FH. í' 2*. floikki karla leika saman i A- riðli Valur:ÍR og ; B-riðlj Vik- ingur:ÍBK. Leikimir hefjast bæði kvöld- in kl. 8.15. Flokkurinn Sósíalistafélag Reykjavíkur vill hér með minna á að ýms- hefði orðið í vatnsmálum hér- lendis á allra síðustu árum og hefði varla verið um vaitns- skort að ræða fyrr. Kvað hann ástandið vera mjög misjafnt útj um lands- byggðina og færi munur á magni og gæðum neyzluvatns á hinum ýmsu svæðum eftir því hvort bérgmyndanir væru eldri eða yngri. Þá sagði Jón að tímabært værj að athuga hvað gera þyrfti til að vemda grunnvatn, þar sem þess gerðist þörf j náinni framtíð. Benti hann á að i Svíþjóð voru sett víðtæk lög um þetta atrjði um 1940. Værj oft rauna- legt að sjá umgang um vatns- bólin hér, t.d. hefðj það komið fyrir að olía spilltist niður og eyðilegði vatnsból, en olía og benzín væru mjög hættuleg í þessu sambandi og væri þetta auðvitað heilbrigðismál. Nefndi hann síðan dæmi frá Þýzkalandi. Þar hefði hellzt nið- ur olía nálægt vatnsbóli er olíp bíll ók um. Eftjr nokkrar mínr ur var Þar samankominn hóp- ur manna, sem vann að því að fjarlægja olíuna, með þvi að grafa burtu jarðveginn. þar sem olían hafðj farig niður. Slík viðhöfn sagði Jón að væri ekki höfð við vatnsból hérlen-dis og væri það miður. Þvj fyrr sem tekin yrði upp verndun neyzlu- vatns, því betra. Fj'áröflunardogur Ekknasjóðs Árlegur fjáröflunardagur Ekknasjóðs íslands er 2. sunnu- dagur í marz, þ.e. á morgun. Tilgangur sjóðsins er að veita stuðning ekkjum, sem hafa misst eiginmenn sína af slysförum, einkum þeim ekkjum, sem eiga fyrir börnum að sjá. Merkjasala til ágóða fyrir sjóðinn fer fram ir félagar hafa ekki enn tek- hér i Reykjavík. Merkin eru af- greidd í Sjálfstæðishúsinu og eru sölubörn beðin að vitja þeirra þangað síðdegis í dag (laugardag) og frá kl. 9 árdegis á morgun, sunnudag. Framlögum til sjóðs- ins verður eins og að undan- förnu veitt viðtaka við guðs- þjónustur. Er bess vænzt að sem flestir minnist fátæku ékkjunnar og leggi eitthvað fram til þess að efla Ekknasjóðinn. ið skírteini sín fyrir árið 1966. Skrifstofan er opin frá ki. 10—12 og 5—7 nema á laugardögum kl. 10—12. Sími 17510. ★ Félagar, sparið félaginu tíma o.g fyrirhöfn með því að koma á skrifstofuna og taka skírteinin sjálfir. Félagsstjórnin. MFÍK-fundur í tilefni uf ulþjóðubaráttudegi kvenna □ Á morgun, sunnudaginn 13. marz, efna Menningar- og frið'arsamtök íslenzkra kvenna til almenns fundar í Lindarbæ — í tilefni af 8. marz, alþjóðabaráttudegi kvenna. □ Á fundinum flytur frá Hallveig Thorlacius ávarp frá samtökunum, Vilborg Dagbjartsdóttir les kvæði og Hörður Ágústsson list- málari flytur erindi með skuggamyndum um þróun íslenzkrar byggingarlistar frá landnámsöld fram á vora daga. — Fundurinn hefst kl. 3 síðdegis og er op- inn öllum. Aðrir fónleikar Tónlistarfélagsins á þessu ári: Frægur píanóleikari heldur ténieika Hinn kunni austurríski píanóleikari Alfred Brendel er væntanlegur hingað til lands í byrjun næstu viku og mun halda hér tvenna tón- leika á vegum Tónlistarfé- lagsins, n.k. miðvikudag og fimmtudag 16. og 17. þ.m. kl. 7 í Austurbæjarbíói. Hann kemur hingað frá Bandaríkj- unum, en þar hefur hann ver- ið í langri tónleikaferð. Bred- el kom hingað fyrir réttum 2 árum, þá lika á ferð að vestan og hélt hér tvenna tón- leika á vegum Tónlistarfé- lagsins, auk þess s.em hann var einleikari með Sinfóníu- hljómsveitinni Munu eflaust mörgum minnisstæðir þessir tónleikar- eftir viðtökum þeim er hann þá fékk, enda var hann þegar beðinn um að koma cins fljótt aftur og hann gæti komið því við. Alfred Brendel er fæddur í Wiesenberg í Máhren en er búsettur í Vínarborg. Hann stundaði tónlistarnám hjá ýmsum frægum kennurum bæði í Zagreb Graz, Basel og Salzburg. Síðastj kennari hans og sá sem hann álítur sig standa í mestri þakkarskuló við, var Edwin Fischer, en undjr hans leiðsögn var hanr i mörg ár. Þótt Alfred Brendel sé að- eins 35 ára gamall, er hann þegar kominn í hóp beztu pí- anóleikara. 18 ára gamall vann hann Concorso Busoni verðlaunin og strax upp úr því byrjaði hann tónleika- ferðir. Hann hefur haldið tón- leika í nær öllum Evrópulönd- um, Austurlöndum nær, Suð- ur og Miðameríku, Suður- afríku og farið fleiri tónleika- ferðir um Bandaríkin og feng- ið frábæra dóma gagnrýnenda. Hann hefur verið einleikari með beztu hljómsveitum álf- unnar, svo sem í Berlín London, Vín, París og Ziir- ich og tekið þátt í tónlistar- hátíðum í Vín og Salzburg. Brendel þykir frábær Beet- hovenspilari. 1 fyrra lék hann allar 32 sónötur Beethovens á 7 tónleikum í Kaupmanna- höfn og var útselt á alla tón- leikana. Þetta endurtók hann í fleiri borgum svo sem Vín. I janúar -íðastl. hélt hann aftur þrenna tónleika í Kaup- mannahöfn. Tónleikarnir hér, á mið- vikudags og fimmtudagskvöld verða haldnir fyrir styrktar- félaga Tónlistarfélagsins. Á efnisskránni eru tvær sónötur eftir Beethoven. sónata í F- dúr op. 10 nr. 2 og í E-dúr op. 109 og tvær sónötur eftir Schubert, sónata í B-dúr D.K, 960 og sónata í C-dúr D 840 (ófuilgerð).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.