Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Laugardagur 12. marz 1966.
Bakarar
Setur JÓN Þ. ÓLAFSSON
HEIMSMET UM HELGINA?
□ íslandsmeistaramótið í frjálsum íþróttum innan
húss verður haldið í KR-húsinu laugardaginn 12. marz
og sunnudaginn 13. marz og hefst kl. 3, báða dagana.
Bakari og aðstoðarbakari óskast til starfa við
hið nýja
HGTEL
Væntanlegir umsækjendur þurfa að geta hafið
störf þ. 15. apríl eða 1. maí n.k.
Upplýsingar hjá skrifstofu Loftleiða (hótel-
deild), Reykjavíkurflugvelli.
Skorað er á fasteignaeigendur í Ha'fnar-
firði, sem enn skulda fasteignagjöld fyrir
árið 1966, að greiða gjöldin nú þegar svo
komizt verði hjá kostnaðarsömum inn-
heimtuaðgerðum sem nú eru að hefjast.
Bæjargjaldkerinn í Hafnarfirði.
Auglýsing
um lausar lögregluþjónsstöður I
Reykjavík.
Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru laus-
ar til umsóknar, bæði vil almenna löggæzlu og í
umferðardeild.
Byrjunarlaun samkvæmt 13. fl. launasamnings
opinberra starfsmanna, auk 33% álags á nætur- og
helgidagavaktir.
Upplýsingar um starfið gefa yfirlögregluþjónar.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
11. marz 1966. j
Sigurjón Sigurðsson.
Félag
garðyrkjumanna
sendir Alþýðusambandi íslands
beztu heillaóskir á 50 ára
afmælinu og þakkar samstarfið
á liðnum árum.
Þátttaka hefur verið til-
kynnt og er hún allgóð, en bú-
izt hafðj verið við fleiri þátt-
takendum utan af landi. Það-
an eru flestir frá Héraðssam-
bandi Snæfells- og Hnappa-
dalssýslu eða 5 keppendur.
Héraðssambandið Skarphéð-
inn sendir 2 til keppni, eru
þeir unglingameistarar frá því
í vetur í langstökiki og þrí-
stökki án atrennu.
Þingeyingar og Strandamenn
eiga sin'n hvom keppandann
og er þá talin þátttaka utan af
landi.
Frá Reykjavík eiga ÍR-ingar
stærsta hópinn eða samtals 14
þátttakendur KR-ingar senda
10 keppendur en Ármann
sendir engan að þessu sinni.
Jón Þ. Ólafsson ætti að
verða nokkuð öruggur með sig-
ur í öllum stökkunum, nema
stangarstökki Spumingin er
hvort honum tekst að setja
nýtt heimsmet í hástökki án
atrennu en hann hefur stokk-
ið tvisvar yfir 1,75 m. og verið
mjög nálægt 1.78.
Jón hefur fengið nýjan keppi-
naut um heimsmetið er það 19
ára gamall Svíd, sem jafnaði
heimsmet Norðmannsins Evan
fyrir nokkrum dögum.
Keppni um annað og þriðja
sætið j stökkum getur aftur á
móti orðið nokkuð jöfn og
skemmtileg og er ekki gott
að spá neinu um röð kepp-
enda.
Valbjöm er öruggur sigur-
vegarj í stangarstökki því að
ekki er enn þá kominn hér
fram maður sem getur veitt
honum keppni í þeirri grein.
í kúluvarpi er Guðmundur
Hermannsson hinn sterki mað-
ur og líklega sigurvegari fyr-
, irfram
Áhugamenn um frjálsar í-
bróttir eru hvattjr til að fjöl-
menna í KR-húsinu um næstu
he'lgi og fylgjast með skemmti-
legrj keppni, en húsið getur
tekið við þó nokkrum áhorf-
endafjölda.
Á laugardaginn verður keppt
í langstök'ki þrístökki og
stangarstökki, en á sunnudag-
inn í hástökki með og án at-
rennu og kúluvarpi.
íþróttabanda-
lag Akraness
tuttugu ára
20. Ársþing Iþróttabandalags
Akraness verður haldið í dag,
laugardaginn 12. marz og verð-
ur sett í Iþróttahúsinu kl. 14,00.
Bandalagið varð 20 ára 3. febr.
s.l. og af því tilefni mun þing-
í að verulegu leyti verða helg-
að afmælinu. Að setningarat-
höfn lokinni, munu verða í-
þróttasýningar í Iþróttahúsinu
á þeim íþróttum, sem iðkaðar
eru á vegum bandalagsins.
Fjöldi gesta mun verða við
setningu þingsins, m.a. forseti
ÍSl, Gisli Halldórsson, bæjar-
stjórinn á Akranesi, bæjar-
stjórn Akraness o.fl.
Fyrsti form. bandalagsins var
Þorgeir Ibsen og aðrir í stjórn
með honum. þeir Guðmundur
Sveinbjömsson, Lárus Árnason,
Óðinn S. Geirdal og Sigurður
Guðmundsson.
Aðildarfélögin að bandalaginu
nú eru: Knattspyrnufélag Akra-
ness, Knattspymufélagið Kári
og Golfklúbbur Akraness. Nú-
verandi formaður er Guðmund-
ur Sveinbjörnsson, og aðrir f
stjóm eru: Óli örn Ölafsson,
Ríkarður Jónsson, Eiríkur Þor-
valdsson og Helgi Daníelsson.
A-
hyggjuefni
Ávísun
á gengislækkun
Rússneskur rithöfundur,
Valery Tarsis að nafni, hefur
að undanfömu dvalizt í Bret-
landi. Rithöfundur þessi var
um skeið á geðveikrahæli í
heimalandi sínu, og reyndu
ýms blöð að túlka það sem
dulbúna fangelsisvist og hag-
nýttu sér þá gamalkunna for-
dóma um geðsýki og geð-
veikrahæli. Morgunblaðið hef-
ur að undanförnu birt ýms
ummæli þessa rithöfundar, og
hafa þau því miður ekki ver-
ið til marks um sérlega heil-
brigða geðsmuni. Ein eru bó
þau ummæli rithöfundarins
sem Morgunblaðið hefur haft
sérstakt dálæti á og endurprent-
ar í gær f sérstökum leiðara,
en í þeim segir Tarsis svo
um viðtöl sín við ung ljóð-
skáld í Sovétríkjunum: ,,Svo
undarlega sem það má hljóma
komumst við einróma að
þeirri niðurstöðu, að bezta
Iausnin fyrir frelsisunnendur
í Sovétrfkjunum sé að skipa
sér í fylkingu geðveikissjúk-
linga“.
Jafnvel þeir sem harðast
vilja gagnrýna Sovétríkin
munu naumast telja ummæli
af þessu tagi vott um heil-
brigða hugsun. En fyrir okk-
ur Islendinga hlýtur það að
vera nokkurt áhyggjuefni að
ritstjórar Morgunblaðsins
skuli telia bennan mann and-
iegan stallbróður sinn og mál-
pípu.
Þeir alúmínmenn halda því
einatt fram að erlent stórfyr-
irtæki hérlendis myndi stuðla
mjög að auknu efnahagsör-
yggi, treysta verðgildi krón-
unnar o.s.frv. En fyrir nokkr-
um dögum gat að líta næsta
óvænta og athyglisverða rök-
semd í Alþýðublaðinu. Þar
sagði að hið erlenda fyrirtæki
myndi greiða raforku sína
með gjaldeyri, en hann yrði
aftur notaður til þess að
greiða af lánum virkjunarinn-
ar. En ef ekki væri um að
ræða slíka orkusölu fyrir
gjaldeyri, „mundi gengislækk-
un til dæmis þýða mörg hundr-
uð miljóna útgjöld fyrir al-
menna rafmagnsnotendur.“
Þama er það semsé fært
alúmínbræðslunni til égætis
að ef samið verði við hana
verði auðveldara fyrir ríkis-
stjórnina að lækka gengið.
Rafvirkjun í þágu íslendinga
einna myndi gera stjórnar-
völdunum torvelt að ráðast f.
gengislækkun fyrst á eftir, en
þeirri torfæru er bægt frá
með því að selja meginþorra
rafprkunnar fyrir gjaldeyri.
Þessi röksemd sýnir mætavel
hverju menn eru nú að velta
fyrir sér f stjórnarráðinu; hitt
er annað mál hvort almenn-
ingur telur það alúmfnbræðsln
til ágætis að hún sé ávísun á
nýja gengislækkun.
— Austri.
TILKYNNING
frá Menntamálaráði íslands.
I. — Styrkir til vísinda- og fræðimanna:
Umsóknir um styrk til vísinda- og fræðimanna ár-
ið 1966 þurfa að hafa borizt skrifstofu Mennta-
málaráðs, Hverfisgötu 21 í Reykjavík, fyrir 15.
apríl n.k. Umsóknum fylgi skýrsla um fræðistörf.
Þess skal og getið, hvaða fræðistörf umsækjandi
ætlar að stunda á þessu ári. — Umsóknareyðu-
blöð fást í skrifstofu ráðsins.
H. — Styrkur til náttúrufræðirannsókna.
Umsóknir um styrk, sem Menntamál'aráð veitir
til náttúrufræðirannsókna á árinu 1966, skulu vera
komnar til ráðsins fyrir 15. apríl n.k. Umsóknum
fylgi skýrslur um rannsóknarstörf umsækjanda
síðastliðið ár. Þess skal og getið, hvaða rannsókn-
arstörf umsækjandi ætlar að stunda á þessu ári.
Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu Menntamála-
ráðs.
Reykjavík, 8. marz 1966,
MENNTAMÁLARÁÐ ÍSLANDS
FRAMTÍÐAR-
VON MANNSINS
ÓDAUÐLEG SÁL —
EÐA UPPRISA.
Júlíus Guðmundsson
flytur erindi um þetta
efni í Aðventkirkjunni
sunnudag kl. 5.
Allir velkomnir.
atvinnurekendur.
Abyrgðartrygging
ER NAUDSYNLEG
ÖLLUM ATVINNUREKSTRI
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRS
LINPARGÖTU 9 REYKJAVíK SÍMI 22122 — 21260
ABYRGOARTRYGGINGAR
V erkamannaf élagið
Dagsbrún:
Félags vist
Félagsvist verður á vegum Dagsbrúnar í Lindar-
bæ (uppi) mánudaginn 14. marz kl. 8.30.
Ef aðsókn verður góð verða fleiri spilakvöld á
næstunni. — Að loknum spilum verður sýnd kvik-
mynd.
Kaffiveitingar. — Félagar fjölmennið.
Skemmtinefnd.
• Auglýsið í ÞIOÐVIUANUM
SÍMINN ER 17500 (5 linur)
Ll
%
1
V,