Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 9
Sunnudagur 13. marz 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 0 Hæstaréttardómur um kaupgreiðslur i slysatilfellum Hér er birtur dómur Hæsta- réttar um kaupgreiðslur í slysatilfellum sem skýrt var frá í blaðinu á dögunum. Ár 1966 mánudaginn 7. marz var í Hæstarétti í málinu nr. 115/1965; . Gunnar Pétursson gegn Vélsmiðjunni Héðni h/f kveðinn upp svohljóðandi dómur: , Áfrýjandj hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 1 júlí 1965, að fengnu áfrýjunarleyfi samkvæmt 16. gr laga nr. 57/1962 da@s. 28. júní 1965. Hann gerir þær dómkröfur, að stefnda verði dæmt að greiða honum kr. 3.867.60 ásamt 8% ársvöxtum frá 17. janúar 1962 til 1. japúar 1965 og 7% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostnað í héraði og hér fyrir dómi. Stefndi krefst staðfestingar héraðsdóms og málskostnaðar fyrir Hæstaréttj af áfrýjanda. Áfrýjandi réðst til stefnda i janúarmánuði 1948 og var i þjónuistu stefnda, unz hann hinn 3. janúar 1962 slasaðist að íþróttaæfingum Qg varð ó- vinnufær. Hafði áfrýjandi þá áunnia sér eins mánaðar upp- sagnarfrest samkvæmt 1. mgr. laga nr 16/1958. í máli þessu krefur áfrýjandi stefnda um laun 14 daga eftir slysið og styður þá kröfu sína við 4. gr. nefndra laiga, sem hljóðar svo: ,,Fastir starfsmenn og tíma- og vikukaupsmenn sem rétt ejga á uppsagnarfresti samkvæmt 1. gr. laga þessara. skulu eigi missa neins í af launum sínum, í hverju sem þau eru greidd fyrstu fjórtán dagana eftjr að þeir forfall- ast frá vinnu sökum sjúkdóma eða sysa“. Lagabog þetta tak- markast ekki af neinu öðru á- kvæði laganna að því er slys varðar Á hinn bóginn er svo kveðið á í 6. og 7. gr. lag- anna að ákvæði þeirra baggi ekki samningum um greiðslu atvinnurekenda .,á sjúkrapen- ingum til starfsmanna sinna“, að ákvæði samnings millj at- vinnurekenda og launþega, sem I brjóta í bága við lögin. séu ógild, ef þau rýra rétt laun- þega, og að haldast skuli ,.þau réttindi sem veitt eru með sér- stökum lögum, siamningum eða leiðir af venju í einstökum starfsgreinum, ef þau eru laun- þeiga hagstæðari en ákvæði þessara laga“. Með hliðsjón af þessum á- kvæðum og þeim sjónarmiðum sem liggja þejm til grundvall- ar, eru eigi efnj til í máli þessu að beita þrengjandi lög- skýringu, að því er varðar nefnda 4, gr. sem samkvæmt fortakslausum orðum sínum tekur í skiptum aðilja til slyss áfrýjanda. Ummæli á Al- þingi í sambandi vig setningu laganna, sem getjg er í héraðs- dómi, breyta hér engu um ein,« og ó stendur, gegnt afdráttar- lausum ákvæðum lagatextans. Samkvæmt því sem nú var rakið, á áfrýjandi rétt til fullra launa greint tímabil úr hendi stefnda Krafa áfrýjanda er sam- kvæmt reiikningj stéttarfélags hans, Félags járniðnaðarmanna . sundurliðuð þannig: 1. Laun 14 daga kr. 2.620,00 '2. Föst eftirvinna 10 daga 2 tíma á dag kr. 896,00 ^ 3. 10% yfirgreiðsla kr. 351,60 ^ Reikningi þessum hefur ekki k verið hnekkt, og ber stefnda J að greiða áfrýjanda nefnda fjárhæð með vöxtum, eins cg síðar greinir. og svo málskostn- ag í héraði og hér fyrir dómi samtals kr. 10.000,00. AfmæliskveSja til Alþýðusambands íslands frá Máli on menningu Kr. 3.867.60 D óms orð: „ Stefndi, Vélsmiðjan Héðinn h.f. greiði áfrýjanda, Gunn- ari Péturssyni, kr. 3.867,60 á- samt 7% ársvöxtum frá 17. janúar 1962 til 1. janúar 1965. 6% ársvöxtum frá þeim degi til 1. janúar 1966 og 7% árs- vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og svo málskostn- að í héraðj og fyrir Hæsta- rétti kr. 10.000,00 að viðlagðri aðför að lögum. Yfírlýsing vegna brunans í Képavogi \ \ Vegna ummæla hr. Einars Eyfells, umsjónarmanns eld- varnaeftirlitsins í dagblaðinu Vísi, 5 þ.m., um brunann ó Álfhólsvegi 11, vil ég undir- ritaður eigandi verkstæðisins. taka fram eftirfarandi; Framangreind ummæli herra Einars Eyfells eru ósönn. Hann segir m.a., vjðkomand j fyrir- spurp i blaðamanns um bygging- arleyfi fyrir húsið sem brann: „Það hefur aldrei verig leyft, þag er sannleikur málsins“. Til ag hnekkja ósannindum þessum læt ég fylgja hér með vottorð þáverandi byggingar- fulltrúa í Kópavogi sem er birt hér á eftir yfirlýsingu þessari. en þar kemur fram, að bygg- ingarleyfið var veitt og við- byggingin byggð samkv. á- kvæðum byggingarsamþykktar. Varðandi þessi ummæli eftir- litsmannsins, um eftirlit með byggingunni, „að til þess er í rauninnj ekk» neinn mannafli að fylgja eftir byggingu hvers einstaks húss“, ein.s og hann kemst að orðí, má taka fram að byggingarfultrúinn hefur alla tíg átt 'heima í næsta húsi. — Gagnvart öðrum ummælum hr, Eyfells skal skýrt tekið fram, að hann hefur aldrei sent mér skrifleg fyrirmæli um breytingar en það telur hann í viðtalinu vera venju, þar sem eldvömum sé ábótavant. Um það segir orðrétt; ,.Við byrj- um á því að senda þekn aðil- um bréf, sem þurfa að gera endurbætur á húsakynnum sínum. Og í bréfunum teljum við upp það sem úrbóta er þörf“ Ég hef ekkert bréf fengið t'rá hr. Eyfells. Það liggur því ljóst fyrir, að ég hefi ekki van- rækt nein fyritjnseli frá hon- um Þá skal bent á, að við skoð- un Öryggiseftirlits ríkisins á trésmiðju minni í okt. sl. voru engar athugasemdir gerðar samkv skýrslu um skoðun frá Öryggiseftirliti ríkisins, dags. 19. 10,. 1965 Þá vil ég enníremur mót- mæla sem röngum staðhæfing- um, sem varaslökkviliðsstjóri hr. Gunnar Sigurðsson, lætu- hafa eftir sér í Morgunblað inu 2 marz s.l. varðandi brur ann. Ag lokum vil ég benda þein : hr Einari Eyfells svo og vara Framhald á 13. síðu. J I ! rl Islenzk alþýða ber í dag höfuðið hátt, og hefur ástaeðu til. Hún er enginn kotungur lengur, hefur risið úr öskustónni til mikilla afreka. Fyrir skömmu átti Verka- mannafélagið Dagsbrún sextugs afmæli og að því til- efni brá Sverrir Kristjánsson upp myndum af því hvernig var að lifa fyrir erfiðismenn á íslandi áður en samtök þeirra gátu verulega farið að beita sér. í dag er þess minnzt að liðin er hálf öld frá stofnun Al- þýðusambands íslands. Þó að ekkert, og sízt framan af, hafi unnizt án baráttu og fórna, er það ævintýri líkast sem gerzt hefur á þessu stutta tímabili og þeir einir sjrilja sem lifað hafa tímana tvenna, fyrir og eft- ir að þessi samtök urðu til. Verklýðshreyfingin er það afl sem knúið hefur hvaðeina áfram, og er óþarfi af mér að fjölyrða um slíkt sem er á allra vitorði. En eitt ber svo hátt að ekki verður horft fram hjá, hve alþýða íslands hefur sýnt frábæra atorku og jafnframt hæfileika til að semja sig að nýjum verkefnum og valda nýrri tækni í ótal greinum. Og í öðru lagi ber hún greinilega svipmót landsins, 'er stór í sniðum, stór í hugsun, og unir ekki öðru en hafa rúmt um sig og rúmt milli handa. f»essir eiginleikar, sem legið hafa undir fargi ald- anna en komið nú svo greinilega í ljós, hafa alla tíð búið með alþýðu og margsinnis glitrað á þá. Hún á ekki aðeins stórbrotið land heldur mikla sögu, hetjulega fram eftir öldum, rismikla í skáldskap og bókmenntum. Sá arfur segir til sín, eða hefur gert fram á síðustu ár. Ég minnist eins tíma þegar skáld og alþýða stóðu hlið við hlið og bókmenntafélagið Mál og menning bar gæfu til að tengja störf þeirra saman. Þá urðu miklir sigrar alþýðu og mikil verk rithöfunda er hvað reis af annars mætti. Þá kom einmitt hið stærsta fram sem lifir með landi og þjóð. Cú tilhneiging að vilja hafa rúmt um sig og berast ^ talsvert á er stundum lagt íslendingum til lasts og talið til fordildar eða spjátrungsháttar. En enginn sem man aftur í tímann og veit um hin þröngu lífskjör sem áður voru getur álasað alþýðu þó hún hafi viljað þenja brjóstið og draga djúpt andann, þráð mikið rými og mikla birtu inn í húsakynni sín og látið hags- munabaráttuna um tíma skipa öndvegi, meðan hún var að rífa sig upp úr fátæktinni og stæla metnað sinn. U’n þó er kominn tími til að staldra við og hugsa sitt ráð, líta upp frá starfi og striti og sjá hvar komið er hag þjóðarinnar í heild og hvert stefnir og hvað hefur verið að gerast hin síðari ár samhliða þeim af- rekum sem unnin hafa verið. Hvar er þjóðin sjálf á vegi stödd í allri velsældinni? Undir hverja hefur verið hlaðið og hverjir fara með völdin, og hvers kon- ar þjóðfélag hefur verið að þróast á íslandi frá því að lýðveldið var endurreist með svo miklum þjóðar- fögnuði? r /~|þarfi er að hafa um þetta mörg orð. Það er borg- arastéttin sem hér tók við völdum þegar Danir Kristinn E. Andrésson. slepptu þeim, og hina síðustu áratugi hefur myndazt þjóðfélag 'með auðvaldseinkennum sem menn hafa ekki J áttað sig á, svo nýtt sem það er í sögu íslands, þar B sem þjóðrækni og andleg verðmæti þoka fyrir einka- b hagsmunum og gildi auðs og valda sem dreifir frá sér spillingu til alls þjóðlífsins. Og auðstéttin sem skákar ! í skjóli erlendrar hersetu hefur færzt svo í aukana að hún telur sig geta farið öllu sínu fram, þó það brjóti ^ þvert í bága við óskir og hagsmuni almennings. Og k alþýðan á allt sitt undir högg að sækja. Ijeir verða æ fleiri sem sjá að auðstéttin stefnir ís- ^ landi í voða og að völd hennar eru orðin þjóðinni ^ hættuleg. í minni eru þeir tímar þegar alþýða, skáld | og menntamenn stóðu saman og allt snerist til sókn- [ ar. En eitt er það sem fylgt hefur hinni borgaralegu ^ þróun undanfarin ár, að dregið hefur sundur með \ verkamönnum og skáldum, eins og hvorugir ættu er- | indi við annan, rithöfundamir hættu að skírskota til B fólksins og alþýðan varð tómlátari fyrir skáldum, og U úr því hefur allt smækkað bæði í skáldskapnum og | þjóðfélagsbaráttunni. En þá ber svo við á árinu sem | leið að skáldin taka frumkvæði og þeyta lúðra sína f að nýju svo að allir megi eftir taka. Ég hef gert at- ^ hugun á verkum níu rithöfunda frá síðasta ári og við- 4 vörun þeirra kemur öll í einn stað niður: þjóðin er í J hættu stödd! Ég bið alþýðu að leggja eyru við hrópi * þessara skálda og veita þeim brautargengi. Það væru Ij gleðileg tímamót og góðs viti, ef aftur tækist sam- | staða með skáldum og alþýðu. ^ /\g kem ég þá að þvi sem hæst ber alls á þessum ^ sögulega degi Alþýðusambands íslands: þeirri B brýnu nauðsyn að alþýðan setji sér auk hagsmunabar- k áttunnar þjóðlegt markmið, að hún finni til skyldu B sinnar að bjarga við sjálfstæði þjóðarinnar áður en í \ óefni er komið: kafbátalægi í Hvalfirði, erlend borg í Straumvík, ofan á hersetuna sem fyrir er. Það er | á tólftu stund að spymt sé við fótum og alþýðan taki B forystu fyrir þjóðinni. Hún ein hefur afl til að setja | valdhöfunum stólinn fyrir dyrnar, eins og sjómenn j sýndu með eldsnöggu viðbragði á sumrinu sem leið. Alþýða íslands hefur skapað sér sterk samtök, hún j hefur stórbætt hag sinn, hún hefur risið úr ösku- k stónni og unnið mikið afrek. En hún á eftir að vinna B kóngsrikið, það er enn í annarra höndum. Og konungs- I hugsjón alþýðu, sósíalisminn, er enn aðeins draumur I fárra. Það bíða alþýðu íslands mörg verkefni: en | brýnast alls á næstu árum er að vinna sjálfstæði \ þjóðarinnar. ITm leið og ég flyt Alþýðusambandi íslands afmælis- ^ kveðju og þakkir Máls og menningar ber ég fram | þá heitasta ósk að alþýðu íslands megi auðnast með \ fulltingi skálda og þjóðhollra stjórnmálamanna að \ vernda sjálfstæði landsins, og megi alþýðusamtökin " sjálf blómgast um alla framtíð. Kristinn E. Andrésson. Talþjálfun málhaltra Nokkur undanfarin ár hefur fræðslumálastjórn haft í þjón- ustu sinni sérmenntaðan kenn- ara, sem hefur haft með hönd- um rannsóknir á mólhelti, svo og talþjálfun málhaltra skóla- barna víðs vegar að af land- inu. Starfsemi þessi hefur legið, niðri, það sem af er þessu skólaári, vegna forfalla, en verður nú tekin upp að nýju í Heilsuvefndarstöðinni í Reykja- vík, og mun Gylfi Baldursson magister, annast hana, enhann er nýkominn til landsins frá framhaldsnámi i talmeina- og heymarfræði við Michiganhá- skóla í Ann Arbor í Banda rikjunum. Starfsemi þessi var áður bun in við talþjálfun barna fræðsluskyldualdri utan Rvíkui en framvegis munu reykvísk skólabörn einnig geta leitað a stoðar og meðferðar í Heils verndarstöðinni. Fyrst í stað verður sennile ekki unnt að anna nema mei háttar málgöllum og þe vandamólum sem slíkum gö um eru samfara. Vandame: beirra barna, sem hér eiga hl ið máli, hafi samband við Gy' laldursson f Heilsuverndí 'töðinni. Hann er þar til v: tals eftir hádegi alla virkada nema laugardaga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.