Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 14
|4f Str»A — frS&EMÉrnm — fewgapgagm* SíE Trrant J9Sc MORÐ MEÐ EFTIRMÁLA Eftír Patrick Wirm — Já. ég geri þa*\ tókst mér að segja. Houston majór á þetta — hann á heima þama yfirfrá — skammt frá mér. Lyon fleygði honum kæruleys- islega á borðið. — Jæja þá. Hann hefur senni- lega gleymt þessu þegar hann kom síðast í heimsókn. — En hann kemur aldrei í heimsókn! stamaði ég. Hann og Massey umgengust alls ekkj. — Það er skrýtið. Gæti haft sína þýðingu. Hann kinkaði kolli til Barrows, sem tók upp stokk- inn og stakk honum varlega í vasa sinn. Lyon gekk aftur um herbergið. Eitthvað fleira á gólf- inu vakti athygli hans og hann kraup niður til að tína upp nokkra smásieina úr gólfinu. Hann lét þá liggja í lófa sínum og rýndi í þá góða stund áður en hann afhenti þá Barrows, og síðan hallaði hann sér útum gluggann og snerti wistaríugrein. — Falleg planta þetta, ha? Ég á sömu tegund heima hjá mér, Þetta hlýtur að vera þægilega svalt herbergi að kvöldinu til. Ég gat ekki þagað lengur. Einhver varð að segja honum það. — Það ætti að vera það, en er er það ekki, sagði ég. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef nokkum tíma séð þennan glugga opinn! — Jæja? Hann lokaði honum og opnaði hann aftur. Hann var stirður og það ískraði svolítið í honum. Hm. Ég sé að hann er ékki oft opnaður. Jæja, ætli við getum þá ekki hlustað á skýrslu læknisins. Sæktu hann, Tom, ef þú vilt gera svo vel. Hann heilsaði Brand glaðlega þegar hann kom inn. — Afsakið að ég skuli láta yður bíða, Iæknir. Hvað getið Hárcrrei«VsIan Hárgreiðslu- og snvrtistofa Sfeinn ocr Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyftaD SlMT 24-6-15 PERM A Hárgrelðslu- og snyrtistofa ©arðsenda 21 SÍMI 33-968 DÖMUR Hárgreiðsla við allna haefl TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10 Vonarstræt- tsmegin — Sfml ’ 4-6-62 Hánrreiðslustofa Anslnrbæiar Maria Guðmnndsdéttir. Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað þér sagt okkur um þetta sorg- lega mál? , Brand gaf stuttorða lýsingu, býsna faglega eins og læknum er títt. Hann lauk máli sínu með þessum orðum: Þetba er álit mitt eins og nú standa sakir. Ef til vill leiðir krufningin eitthvað nýtt í ljós, en ég býst ekki við að það verði neitt sem máli skiptir. — Þökk fyrir, læknir. Segið mér, myndi þurfa mikið átak til að reka þennan hníf inn á þenn- an hátt? Brand hristi höfuðið. — Nei, það held ég ekki. Blaðið er mjög mjótt, afar hvasst. — Jæja? Hvemig vitið þér það? Hann stendur í alveg upp að hjöltum. — Ég — Brand yppti öxlum. Ég hef séð hann áður. Héma á borðinu. — Mjótt og beitt, já? Þannig að hver sem er — jafnvel kven- maður — hefði getað veitt lag- ið? Eftir andartaks hik sagði Brand hlutlausri rödduT Það þyrfti Iítið afl til þess. Lypn kinkaði kolli. — Ég átti við það. Þér vor- uð læknir Masseys? — Ég var það þangað til fyr- ir fimm vikum. — Jæja? Hvað kom fyrir? — Smávegis skoðanamunur. Ósköp ómerkilegur og eingöngu læknisfræðilegur og skiptir á- rojðanlega ekki máli í þessu sam- bandi, sagði Brand og varð þungbúinn á svip. En ef þér viljið fá að vita það, þá var það vegná þess áð hann var mótfallinn læknisráðum mínum. — Hvað gekk að honum? Dökkleitt andlitið á - Brand varð enn dekkra. — Ekkert. Ekki nokkur skap- aður hlutur nema eigingimi og skortur á útilofti og hreyfingu. Hann andaði aldrei að sér fersku lofti, heldur hímdi hér í svækjunni dag eftir dag. Not- færði sér — Hann þagnaði og hélt síðan áfram með rólegri röddu. Ég reyndi að beita skyn- samlegum fortölum, en hann rak mig á dyr. Lyon kinkaði kolli með sam- úðarsvip. — Þess konar sjúklingar hljóta að vera þreytandi. Jæja, en hvar haldið þér að vegandinn hafi staðið þegar hann reiddi höggið? — Ég held það sé nokkuð aug- ljóst. Annað hvort til hliðar við hann hægra megin, eðá þá fyrir aftan hann og hailað sér fram yfir hann. Svona, býst ég við. Hann sýndi hvað hann átti við og Lyon féllst á það. — Þetta hélt ég líka. Hann snýr bakinu að glugganum, sem herra Carstairs segir mér að haíi aldrei verið opnaður. Það er ekki ólíklegt að morðinginn hafi komið þá leiðina og ef til vill læðzt aftan að honum. Loksins ertu búinn að átta þig á þessu, hugsaði ég. Þetta hafði legið i augum uppi strax, en hugmyndimar virtust býsna lengi að fæðast í kollinum á þessum náunga. — Það er aðeine eitt enn, læknir. Hvenaer mynduð þér á- líta að dauðann hafi borið að höndum? Brand svaraði hægt og með gát. — Að mínu álti fyrir svo sem tólf stundum. Ég get ekki verið nákvæmari á þessu stigi málsins. Lyon leit á úrið sitt. Jæja, við vitum að hann var á lífi 8 klukkan tíu, svo að það hlýtur að hafa verið milli klukkan tíu og miðnættis. Það er ekki svo afleitt. Hann leit á Barrows, sem var að skrifa af kappi í bók sína. Dettur þér nokkuð fleÍTa í hug, Tom? — Ekki neitt, herra minn. — Það' var og. Ég held við þurfum ekki að tefja yður leng- ur, læknir. Þakka yður fyrir hjálpina. Hann gekk með okkur niður, þar sem Anna tók á móti okkur. Hún horfði fyrst á Brand eins og rannsakandi. síðan sneri hún sér að Lyon og stakk upp á þvi að hann, Barrows og lög- regluþjónninn snæddu hádegis- verð, ef þeir þyrftu að standa lengur við. Enginn okkar var í skapi tjl að þorða, en frá Bat- es hafði tekið til eitthvert snarl. Lyon þáði boðið, en vildi fá að matast í eldhúsinu og sagði lögregluþjóninum að hann mætti fara aftur til bæjarins. Hann gaf honum einhver fyrirmæli í lágum hljóðum, sennilega um það að láta lögreglubíl flytja líkið í borgarlíkhúisið, og síðan fór maðurinn. Hann þurfti því ekki að missa af sunnudags- steikinni heima hjá sér. Á með- an kvaddi Brand og fór. Ég hafði skilið stafinn iminn eftir á hliðarsvölunum. því að *xofc» fiamt ^ððari inaatíMsÁ «n það var orðið þreytanÆ að starxda «pp á endaníii svo að ég fór að ná í hann. AÆtunhhitirm á bfl Brands sást við húshomið. og ég gekxk í áttina að bílnum og velti fyrir mér, hvað tefði hann. En áður en ég var kominn úr skjóli við svalimar, sá ég að Anna hafði komið á eftir honum út og ég dró mig aftur í hlé bak við wiskaríixna. Hún hélt í bílhurð- ina og ég sá ekki vel framaní hana, en hún hallaði sér niður að Brand sem sat í ekilsætinu og talaði með ákafa. Ég heyrði hann andmæla: — En þér skjátlast, Anna. Þú hlýtur að hafa ímyndað þér — Hún var í uppnámi. — Imyndað mér! Ég segi þér satt ég veit það — ég veit það! Ég sá — — Og ég segi þér satt. að það er óhugsandi. Heyrðu, ég skal koma og tala við þig í kvöld. Það er ekkert sem mæl- ir á móti þvi. — En — þeir yfirheyra mig. Ef þeir spyrja — — Nefndu það alls ekki. Rödd Brands var dálítið skipandi. Skil- urðu það? Láttu það kyrrt liggja, þangað til við höfum haft tíma til að ræða þetta, finna ein- hverja skynsamlega skýringu .. .. Sjáðu ti1, ég veit þér skjátl- ast. Hann tók um hönd hennar. Treystu mér. Gerðu það, elskan min. Hún rétti úr sér og kinkaði kolli. — Jæja þá, sagði hún rólega. Ég — treysti þér. Þú veizt það. Hún færði sig frá bílnum og hann ræsti bílinn, en ég gekk aftur inn í húsið sömu leið. Ég vissi ekki hvað var á seyði. og ég hafði ekki mikinn áhuga á því — ekki þá. Ég var að hugsa um raddblæinn, þegar Brand hafði sagt: elskan mín. FIMMTI KAFLI Lyon og aðstoðarmaður hans voni annaðhvort mjög fljótætn- ir eða ekki svangir. Þeir komu furðu fljótt til baka til okkar fram í stofu. — Jæja, þá. þyrja þessar Ieið- indaspumingar aftur, sagði hann alúðlega. Ég get getjg þess hér. ag hann kumni að sam- eina á notanlegan háitt al- vöru, vald og vingjarnlega sam- úð. Hvort sem þetta var honum eðlilegt eða hann hafði tileinkað sér það í starfi, vissi ég ekki, en fyrir bragðið var afar auð- velt að tala við hann. Fólki hlaut að finnast að hann væri þama fyrst og fremst til að hjálpa. Aðeins sekur maður myndi halda annað. Blaðadreifíng Blaðburðarfólk óskast strax til að bera blaðið til kaupenda í eftirtalin hverfi: Laufásveg Ránarg-ötu Vesturgötu. ÞJÓÐVILJINN — SÍMI 17-500. 4704 — Stuttu síðar hittast íaðir og sonur eftir langan skilnað. Því miður er enginn timi til langra frásagna, konungurinn verð- ur strax að láta til skarar skríða. Hann safnar liðsmönnum sín- um saman til fundar. Hann hefur gert áætlun í fangelsinu og tek- ið með í reikninginn, að mai-gir flokkar x' eyðimörkinxi honum hliðhoilir. Áður en íundurinn hefst biður Þórður um la frá starfi fyrir sig og Eddy. Nú má búast við, að til vopnaör. átaka komi, og sem útlendingar geta þeir ekfci tekið þátt í þeim. i SKOTTA [ ©KSnglTeatureaSyntoe,tne., <964.’WotlJtightorgcrv^, — Auðvitað fer ég á ballið, en enniþá hefur enginn boðið mér sem á nógu fínan bíl. GOÐAR FILMUR EVAERT Herrapeysur - Nylonúlpur Skyrtur — Leðurjakkar o.m.fl. Góðar ódýrar vörur. Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)'. HIÓLBARÐAR FRÁ, , SOVETRIK3UNUM pgni'xdrtTeC tl REYNSLAN HEFUR SANNAÐ GÆÐIN BT. ii >n MARS TRADING CO. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.