Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÖÐVIL.TINN — Stmnudagur 13. marz 1966.
!
i
i
!
TIL ALÞÝÐUFLOKKSINS
á hálfrar aldar afmæli Alþýðuflokks og Alþýðusambands
S
í dag, þegar 50 ár eru liðin síðan fátækur og
kúgaður verkalýður íslands reis upp í einingu
og skóp fyrstu varanlegu heildarsamtök sín,
Alþýðusamband og Alþýðuflokk, á grundvelli
jafnaðarstefnunnar, sósíalismans, sendir Sam-
einingarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn
Alþýðuflokknum baráttukveðjur sínar og allri
verklýðshreyfingu íslands og öllum íslenzkum
sósíalistum, hvar í flokki sem þeir standa, árn-
aðaróskir.
Islenzk verklýðshreyfing og öll hin vinnandi
þjóð lítur með þakklátum huga og stolti' til baka
til þeirra brautryðjendaára, þegar Alþýðuflokk
urinn braut ís íhalds og auðvalds og knúði með
harðfylgi verklýðsstéttarinnar afturhaldssama
atvinnurekendur til viðurkenningar á verk-
lýðssamtökunum, valdi þeirra og rétti. Verk-
lýðshreyfingin mun æ minnast hinna fyrstu
sameiginlegu sigra á sviði umbótalöggjafar:
vökulaganna, verkamannabústaðanna o.s.frv.,
þar sem „hagfræði verkalýðsins bar sigur úr
býtum yfir hagfræði auðvaldsins“.
Sósíalistaflokkurinn minnist með ánægju
þeirra tíma, þegar verkalýðurinn og aðrir, er
fylgja Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum,
hafa getað tekið höndum saman í stéttabarátt-
unni og flokkarnir lagzt á eitt um að vinna að
hagsmunamálum allrar alþýðu.
íslenzk verklýðshreyfing hefur á hálfri öld
lyft Grettistaki í baráttu sinni við íhaldsöfl
þjóðfélagsins. Hún getur með stolti horft til
baka yfir farinn veg, minnzt þeirra sigra, sem
unnizt hafa á fátækt og neyð, á atvinnuleysi
og réttindaleysi. Og hún horfir í dag hugdjörf
fram á veginn, reiðubúin til viðureignar við
vandamálin, sem nú blasa við: vinnuþrælkun,
verðbólgu og spillingu, — allt óréttlæti, eyðslu
og sóun auðvaldsskipulagsins sjálfs.
Á hálfrar aldar afmælinu óskar Sósíalista-
flokkurinn Alþýðuflokknum og allri íslenzkri
verklýðshreyfingu þeirrar gæfu á komandi tím-
um, að ætíð þegar alþýðu íslands og þjóðinni
í heild ríður mest á, þá megi þessum tveim
flokkum verkalýðsins auðnast, þrátt fyrir allan
skoðanaágreining, að taka höndum saman um
allt það, sem orðið getur íslenzkri alþýðu til
velfarnaðar, íslenzku lýðfrelsi til vegs og hug-
sjón sósíalismans til sigurs
I
I
30 |)iís. börn deyja daglega úr
hungri og hungursjúkdómum
■ 30.000 börn deyja dag-
lega af hungri og hungur-
sjúkdómum í hinum arð-
rændu og fátæku ríkjum í
Asíu, Afríku og Suður-Am-
eríku og við íslendingar
ættum öðrum þjóðum betur
að geta skilið ástand þess-
ara þjóða, því við þurftum
ékki að líta nema aftur til
ársins 1850 er aðeins eitt
barn af hverjum 10 lifði af
hörmungarnar.
■ 3/4 hlutar þeirrar að-
stoðar, sem varið hefur ver-
ið til þróunarlandanna und-
anfarin 10 ár hefur verið
rænt aftur með vöxtum, af-
borgunum og lækkuðu hrá-
efnisverði. — Þetta kom
fram í ræðu er Einar Ol-
geirsson hélt í sameinuðu
þingi á miðvikudaginn —
og daginn eftir var tilkynnt
að alþjóðabankinn hefði
hækkað vexti á lánum sín-
um til þróunarlandanna um
6 af hundraði.
Einar sagði ennfremur: Skv.
skýrslum frá Sameinuðu þjóð-
unum hafa fátæku þjóðirnarog
arðrændu fengið 47 miljarða
dollara aðstoð á undanförnum
10 árum. Þar af hafa þjóðim-
ar tapað 13 miljörðum dollara
vegna þess að verðið á þeirra
eigin hráefni hefur lækkað, en
verðið á hráefni, sem þær kaupa
frá ríku þjóðunum í Evrópuog
Ameríku hefur hækkað. Og
ennfremur hafa þessar þjóðir
borgað 21 miljarð dollara af
þessum upphæðum í vexti og
afborganir af lánum. Þannig
hefur aðeins fjórðungur fjár-
ins orðið eftir hjá þessum þjóð-
um til að bæta þeirra kjör.
Einar ræddi síðan í hvaða
mynd aðstoð við arðrændu þjóð-
irnar kæmi að beztum notum.
Nokkuð hefði tíðkazt að gefa
gjafir, svo sem stofnanir og
fjármagn. En slíkar gjafir væru
oft háðar pólitískum skilyrðum
og tilraunum til að gera þiggj-
andann háðan gefandanum.
Auk þess særði þetta stolt fá-
tæku þjóðanna. Og stundum
væru þessar „gjafir‘‘ jafnvel
Einar Olgcirsson.
80 óra í dag
Sigriður Friðríksdóttir, Bolla-
götu 16, á áttræðisafmæli í
dag.
Á fundi borgarráðs Reykja-
víkur sl. þriðjudag var m.a.
lögð fram umsókn Félags ísl.
stórkaupmanna um lóð undir
skrifstofubyggingu í fyrirhug-
uðum nýjum miðbæ og lóð
undir vörugeymslu við Elliða-
vog. '
Norræna félagið hé/t
Danavöku / Kópavogi
Sunnudaginn 6. marz si.
hélt Norrænafélagið í Kópavogi
samkomu, sem helguð var Dön-
um. Hafði Dönum búsettum
hér á landi verið sérstaklega
boðið til fundarins.
Gíslason og Jónas Guðlaugsson.
Var það mál manna, að sjald-
an heyrðist slíkur afbragðsupp-
lestur.
Formaður félagsins Hjálmar
Ólafsson bæjarstjóri setti sam-
komuna og flutti ávarp.
Síðan flutti hinn nýkomni
danskj sendikennari við Há-
skóla fslands, Prebén M. Spr-
ensen ágætt erindi ui» danska
skáldið Martin A. Hansen.
Þá lék Kristján Stephensen
á óbó við undirleik Guðrúnar
Kristinsdóttur m.a. verk eft’r
danska tónskáldið Carl Nilsen.
Kristján er mjög efnilegur óbó-
leikari og var honum óspart
klappað lof í lófa.
Frú Eva Jóhannesson las
dönsk Ijóð eftir Tove Diflev-
sen og ennfremur eftir Bjama
Kjartan Sigurðsson arkitekt
flutti fróðlegt erindi um Óðins-
vé — vinabæ Kópavogs í Dan-
mörku — og skýrði undurfagra
litkvikmynd frá Odense og ná-
grenni Kjartan hefur dvalizt
langdvölum við störf i Óðjns-
véum.
Millj atriða sungu samkomu-
gestir danska söngva við á-
gætan undirleik þeirra feðgina
Guðnýjar Guðmundsdóttur, sem
lék á fiðlu og Guðmundar
M atthí assona r organleikara,
sem lék á slaghörpu.
Húsfyllfr var á Danavöku
þessari Og margt Dana.
XFrá Norrænaíélaginu).
notaðar til að búa þjóðimarvel
að her og herútbúnaði. Þanmg
geta „gjafir“ verið sem leikur
í pólitísku tafli í veröldinni.
önnur mynd þessarar aðstoðar
væru lánin, og kæmu þau eink-
um frá Norður-Ameríku og V-
Evrópu. Þau væru með 4—5%
vöxtum (sbr. þó hina nýju á-
kvörðun alþjóðabankans um 6
prósent vexti til þróunarland-
anna) og mikið af gjaldeyrisr
tekjum þessara fátæku þjóða
færi í að borga vexti af þess-
um lánum. Það er kannski
ekki öllum Ijóst, hélt Einar
síðan áfram, að þeir hagfræð-
ingar, sem bezt hafa rannsak-
að þessi lán, hafa komizt að
þeirri niðurstöðu, þveröfugt við
það sem haldið er fram í á-
róðri á Vesturlöndum, að Evr-
ópa hafi ekki flutt út fjármagn
til þessara þjóða heldur bein-
línis rænt þær fjármagni. Þess
eru dæmi að það .luðmagn, sem
fest hefur verið í nýlendunum
af nýlenduríkjunum, hafi gefið
100 prósent arð á einu ári. —!
Það eru hvorki gjafir né lán |
sem þessar nýfrjálsu þjóði.
þurfa, heldur endurgrciðslur
einíSíonar skaðabæiur vegna
þess tjóns. sem unnið
verið á nýlendunum um ár» |
íugi og aldir. I
Alþýðuflokkurinn
minnist afmælis
Alþýðuflokkurinn minnist
hálfrar aldar afmælis síns
með margvíslegum hætti nú
um helgina, en í dag laugar-
daginn 12. marz, eru fimmtíu
ár liðin frá því fiokkurinn var
stofnaður, og er hann því
e'ztur núverandi íslenzkra
stjórnmálaflokka.
í gærkvöld föstudag, efndi
flokkurinn til afmælishátíðar
að Hótel Sögu. Þar fluttj m.a.
varaformaðUr Alþýðuflokksins,
Gylfi Þ Gfelason menntamála-
ráðherra ræðu, óperusöngvar-
amir Sigurveig Hjaltested,
Guðmundur Jónsson og Guð-
mundur Guðjónsson sungu ein-
söng og tvisöng og leikaramir
Bessi Bjamason og Gunnar
Eyjólfsson fluttu skemmtiþátt/
Veizlustjóri var ritari Alþýðu-
flokksins Benedikt Gröndal.
Á sjálfan afmælisdaginn, í
dag, laugardaginn 12. marz,
verður haldinn hátíðarfundur í
Iðnó þar sem jafnframt vérð-
ur settur flokksstjómarfundur,
sem fram verður haldið dag-
inn eftir.
Á hátíðarfundinum mun for-
maður Alþýðuflokksins Emil
Jónsson flytja aðalræðuna,
Gunn-a-r Eyjólfsson leikari les
upp, þrír erlendir gestir flytja
ávörp, en þeir eru Albert Cart-
hy framkvæmdastjóri Alþjóða-
sambands jafnaðarmanna. Er-
!ing Dinesen, verkamálaráð-
herra Danmerkur, sem er full-
trúi jafnaðarmiannaflokkanna á
Norðurlöndum og Peter Mohr
Dam formaður jafnaðarmanna-
flokksins í Færeyjum. Á fund-
inum mun forseti Sambands
ungra jafnaðarmanna Sigurður
Guðmundsson flytja ávarp og
séra Sigurður Einarsson og
Ragnar Jóhannesson cand. roag.
flytja frumort ljóð.
Lögfræðingafél. Islands held-
ur félagsfund í Tjarnarbúð n.
k. þriðjudagskvöld. Umræðu-
efnið yerður: „Bamaverndar-
mál og frumvarp til laga um
vernd barna og unglinga“.
Frummælendur Ármann Snæ-
varr háskólarektor og Ólafur
Jónsson lögreglustjórafulltrúi.
Pétur Ólafsson
Kveðja
Tíu dögum fyrir fráfall Pét-
urs Ölafssonar sat ég ásamt
honum glaðan dag í sameigin-
lengum kunníngjahópi okkar
og grunaði þá sízt að þanndag
bæri síðar að skoða sem
kveðjustund. Pétur gekk ekki
heill til skógar; ég sá
hann ekki eftir það. Minn-
ing um þagalt geð hans,
hjartahlýju, prúðmennsku og
veglyndi er að vísu mikil eign;
en hún fyllir seint það skarð,
sem að honum látnum stendur
ófyllt og opið í uópi vina hans
— og í garði hugðarefna hans.
Um gildi hans þar mun leingl
vitn.a sá skerfur sem hann. lagði
til þeirra mála; má sem dæmi
nefna ritsmíðar hans um
kvikmyndir, en þau sknf bf.ru
að kunnugra dómi vctt um
sannari menntun en títt erurn
Hcst það sem að jafnaði er
skráð um mennínga.'ng efni
I*r í dagblöðunum. Þeirri grein,
«vo úng sem hún er, reynist
ti’énnn :. st að sjá á bak leið-
■ðg^manni slíkum sem Pétur
Ólafsson var. Ég kveð Pétur
og þakka honum kynni sem
voru góð en harla skömm; enda
var ég sem fleiri grunlaus um
návígi hans við dauðann.
Þorsteinn frá Ilamri.