Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.03.1966, Blaðsíða 13
Laugardagur 12. marz 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J3 OPiÐ BRÉF Framhald af 4. síðu. búi ekkert annað undir en að ljúka þurfi skýrslunum, hann skuli bara koma. Hann gaf hins vegar enga skýringu á, hvers vegna hann hafi nýlega samið um mætingartíma, fyrst hann gat raunverulega engu um hann ráðið. Sonur minn snýr sér nú aft- ur að sendimönnunum og innjr þá eftir því hvort þeir hafi meðferðis handtökuskipun. Sendimenn segjast enga hand- tökuskjpan hafa. Hennar þurfi heldur ekki við. Hér sé ekki um neina handtöku að ræða, aðeins boðun til skýrslugjafar, og þeir endurtaka það sem Kristján hefur áður sagt, að hann muni strax fluttur aft- ur á vinnustað þegar hann hafi gefið skýrsluna. Sektin komi hér ekki málinu við, enda muni frestur fást á henni. Af tor- tryggnisleysi unglingsins, lét Sonur minn freistast til að taka þetta trúanlegt og fór. Þegar til bækistöðva saka- dóms kemur, er sonur minn leiddur fyrir Torfa Jónsson, lögregluþjón, sem tók af hon- um skýrslur um tvo smávægi- lega bifreiðaárekstra. Þá er honum vísað í annað herbergi, þar sem ungur maður, sem hann ekki þekkti með nafpi, tekur að yfirheyra hann um stöðumælakærur á bifreið þá er ég á, og að síðustu um kæru fyrir of hraðan akstur, á 90 km hraða, á Reykjanesbraut, þegar sonur minn ók bílnum. Af eðlilegum ástæðum neitaði hann að þar væri rétt með far- ið. Sagði maðurinn þá að mál- ið yrði að fara til rannsóknar- lögreglunnar. Yfirheyrslum var þar með lokið. Sonur minn bjóst nú til að fara, eins og um hafði verið talað. En því var ekki aldeilis að heilsa. Nú skyldi hann fá að heilsa upp á sektainnheimtuna. Þar er fyrir kona, sem virð- ist hafa æðstu völd. Hún mun heita Ingveldur Ingólfsdóttir. Hún heimtar að hann greiði nú þessa sekt, sem áður getur, kr. l.OOO.oo. Sonur minn segir frá ástæðum sínum, hann hafi ver- ið veikur í 6 mánuði, og hafi því ekki getað greitt. Hann kveðst ekki eiga fyrir sektinni í svipinn og biður um frest til næsta föstudags. Vitnar einnig í símtal það, er hann hafi áð- ur átt við sakadóm, svo og í vjðtöl sín vjð Kristján Sig- urðsson og hina boðunarmenn- ina. En Ingveldur Ingólfsdótt- ir virðist ekki vera veik fyrir rökum. Hér yrði engrar undan- komu auðið. Sektin skyldi greiðast þama og á stund- inni, annars yrði hann að af- plána bana. Sonur minn biður nú um síma. Segir að trúlega muni ég greiða sektina, ef hann aðeins fái að gera mér aðvart. En Ingveldur Ingólfsdóttir er ekki upp á það komin að leyfa hon- um að nota síma. Ekki einu- sinni til að fá sektina greidda. i Sonur minn segist verða að fá: að láta vita af sér, að minnsta kosti. En Ingveldur Ingólfs-. dóttir segir, að það geti hann gert, þegar hann sé kominn í hegningarhúsið. Þar geti hann fengið að nota síma og einnig geti hann greitt sektina þar, hér sé ekki biðstofa eða síma- þjónusta. Ingveldur Ingólfs- dóttir bendir því næst lög- regluþjónum að taka son minn, og þeir fluttu hann í hegning- arhúsið, eins og fyrr er sagt. Þar með er sagan öll, — að sinni. Enn er þó eftir að upp- lýsa hver beri ábyrgð á öllu þessu, og hvaða skýrsla það var, sem átti eftir að taka, sem var svona mikilvæg. Einnig er enn óupplýst, hvort íslenzk lög og réttarvenjur geri ráð fyrir slíkum aðferðum við unglinga. Ég geng hinsvegar út frá því sem vísu, að hér sé ekki um að ræða neinar sérstakar ráðstaf- anir gegn syni mínum. Held- ur sé þessi saga aðeins eitt dæmi af mörgum um það, hvernig íslenzka réttarríkið fer að því að innræta yngstu þegn- um sínum virðingu fyrir lög- unum og þjóðfélaginu, fyrjr heiðarleika og mannhelgi. Ég hefi því talið mér skylt að segja þessa sögu í smáatrið- um, eins skilmerkilega og mér er unnt, og ennfremur að reyna að sjá til þess, að hún komist fyrir almenningssjónir. Að lokum, herra dómsmála- ráðherra, fáeinar spurningar óbreytts og ólö'glærðs þegns, sem ég væntj að þér séuð mér samihála um að séu þýðjngar- mjklar, bæðj fyrir hvern ein-^ stakling o,g fyrjr þjóðfélagig í heild, að réttlætanlegt sé að fórna broti af yðar dýrmæta tíma til að svara, svo að ekki verði um villzt: 1. Hvaða reglur gilda um starfsmenn löggæzlunnar. Er þeim heimilt eða til þess ætl- azt af þeim, að þeir beiti að- eins þeim aðferðum í starfi, sem að þeirra eigin dómi, hvers og eins, hæfi bezt, eða þeir kunni að kjósa að nota hverju sinni? 2. Teljið þér, að það sé til þess fallið að skapa virðingu fyrir lögum og rétti, að fyrstu kynni unglinga af starfsmönn- um löggæzlunnar séu þau, að orðum löggæzlumanna megi ! ekki treysta? 3 Teíjið þér, að Það muni hafa jákvæð áhrif á hegðun unglinga, og þá á afstöðuna til réttvísinnar á komandi tímum, ' að meina unglingum að sækja fé til greiðslu sekta, eða að hafa samband við aðstandend- ur sína, en leggja í staðinn allt kapp á að koma þeim und- ir lás og slá? 4. Teljið þér það til þess fallið að skapa jákvæða af- Útíör móður okkar SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR, Þórsgötu 7, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 14. marz kL 1.30. — Blóm vjnsamlega afþökkuð. Árný Guðmundsdóttir Elín Guðmundsdóttir Helgi Guðmundsson. Þökkum innilega hina miklu samúð, okkur auðsýnda, við andláíi' og útför sonar okkar, unnusta og bróður BIRGIS VESTMANNS BJARNASONAR, Háholtj 19, Akranesi. Ásta Bjarai Jónsson Ósk Axelsdóttir og systkinjn. stöðu unglinga til laga og rétt- ar, og að það muni verða til að fækka afbrotum, að starfs- menn löggæzlunnar, allt frá lögregluþjónum til dómara, keppist við að sýna ungling- unum vald sitt við hvert tæki- færi? 5. Teljið þér að það muni hafa jákvæð uppeldisáhrif á unglinga, að dómari láti loka þá inni til þess eins að hafa þá við höndina. til ómerki'legr- ar skýrslugerðar, t.d. vegna neitunar á að samþykkja kæru lögregluþjóns fyrir að hafa ek- ið með 90 km hraða á Reykja- nesbraut? 6. Hvert er sjónarmið ís- lenzks réttarfars gagnvart ung- lingum. Er það að skapa ótta, eða er það að skapa aðhald, með uppeldissjónarmið fyrir augum. Hvort sjónarmiðið telj- ið þér vænlegra til árangurs? 7. Hefur íslenzkur dómari rétt til að fyrirskipa neitun á viðtöku sektarfjár, og að af- plánun skuli koma í stað greiðslu? 8. Leyfir íslenzkt réttarfar að mönnum sé haldið í fang- elsi, t.d. vegna væntanlegrar skýrslugerðar, án þess að hand- tökuskipun eða dómsúrskurður um það sé birtur viðkomanda? 9. Er löglegt, eða til þess ætlazt, að mönnum sé fyrir- munað að afla sér réttargæzlu, eftir að þeir hafa verið settir í fangelsi? 10. Gerir íslenzkt réttarfar ráð fyrir bótum til manna er verða kynnu fyrir misbeitingu dómsvaldsins? Virðingarfyllst Guðlaugur E. Jónsson, Heiðargerði 116, Reykjavík Meðfylgjandi er afrit af bréfi mínu til Þórðar Björnssonar, yfirsakadómara, vegna þessa máls. Yfirlýsing Framhald af 9. síðu. slökkviliðsstjóra, hr. Gunnari Si’gurðssyni á, sem opinberum og ábyrgum starfsmönnum að láta ekki hafa eftir sér um- mæli, sem geta skaðað heiður manns. — Og einnig vil ég benda þeim á. að vegna um- mæla þeirra hafa þeir gerzt ábyrgir að röngum ummælum í nokkrum daigblöðum. sem varða mig, og hljóta þeir uð verða að taka afleiðingum af því. Kópavogi, 9. marz. 1966 Páll M. Jónsson. Vottorð byggingarfulltrúans. I Á fundi byggingamefndar | Kópavogs sem haldinn var 26. j 9. 1957, var Páli Jónssyni veitt byggingarleyfi fyrir viðbygg- ingu úr timbri við áður byggt verksmiðjuhús að Álfhólsvegi 11, Kópavogi. — Viðbyggingu þessa byggði hann samkv. á- I kvæðum byggingarsamþykktar ' en á þessu tímabili var ég undirritaður byggingarfulltrúi bæjarins. 7/3 1966 Virðingarfyllst, Einar Júliusson. (sign). Sfíumavélaviðíyorðir Ljósmvmíavéla- viðererðir — FLJÖT AFGREIÐSLA — S Y L G J A Laufásvegj 19 (bakhús) Sími 12656 Sænskir sjóliðajakkar nr. 36 - 40. PÓSTSENDUM. ELFUR Laugavegj 38 Snorrabraut 38 SMÁAUGLVSINGAR HITTO HióEfoerSovfðgerSir CMMÐ ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDACA OG SUNNUDAGA) FRAKL8TIL2Z. Cúmznívinnustofan L/f SfcipboW 35, avkwvíL Skrifsíofan: Verkstæðið: SlMl 3-10-55 SÍMl 3-06-88 BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstrl. BRl DGESTON E ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTÁ Verzlun og viðgerðir Gúmmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Sími 17-9-84 Skólav'órðustíg 36 Símf 23970. INNHEIMTA LÖOFXÆOl&Tðtir Ryðverjið nýju bif- reiðina strax með TECTYL Súnj 30945. Frá Þórsbar Seljum fast fæði (vikukort kr. 820.00) Einnig lausar mál- tíðir. Kaffj og brauð af- greitt allan daginn. ÞÓRSBAR Sími 16445. SÆN G U R Endumýjum gömlu sæng. urnar eigum dún- og fið- urheld ver æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda aí vmsum stærðum. Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3. Simi 18740. (Örfá skref frá Laugaveigi) Stáleldhúshúsgögn Borð Bakstólar Kollar fcr 950.00 - 450.00 145.00 F omverzlunin Grettisgötn 31 EYJAFLUG MES HELGAFELLI NJÓTHB ÞÉR ÓTSÝNiS, FUÓTRA OC ÁNÆGJUIEGRA FLUGFERDA. AFGREIÐSLURNAR OPNAR ALLA DAGA. £/Gr~ SÍMARr VESTMANNAEYJUM 1202 REYKJAVÍKURFLUGVElll 22120 SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængina. — Eigum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐUR- HREINSUNIN Hverfisgötu 57 A Sími 16738 JAPÖNSKU NinO HJÓLBARDARNIR i flestum stærðum fyrirliggjancii I Tollvörugeyinslu. FUÓT AFGREIDSLA DRANGAFELL H.F. Skípholfi 35 — Sfmi 30 360 BIFREIÐA EIGENDUR V atnskassaviðgerðir. Elementaskipti. Tökum vatnskassa úr og setjum í. Gufuþvoum mótora o fl. VATNSKASSA- VERKSTÆÐIÐ Grensásvegi 18, sími 37534. B I L A - LÖKK Grnnnnr FylHr Sparsl Þyanir Bón EINKAUMBOÐ ASGEIR ÓLAFSSON kefldv Vonarstræti 12 Simj 11075 Dragið ekki að stilla bílinn ■ MÖTORSTILLINGAB ■ HJÓLASTILLINGAR Sfciptum um fcerti og olatinur o Q. BÍLASKOÐUN Sfcúlagötu 32 9imj 13-100 Pússningarsandur Vikurplötur Einangrunarplast Seljum allai gerðiT ai Dússningarsandj beim- Quttum og blásnum lnn Þurrfcaðar vikurplötui og einangruTiarplast Sandsalan við Fll’ðavog s.f. Elliðavagt 115 slmi 36120 VQ lR 'Vísx+xuJ'er? frejzt aBrmmmsassrm $ « *

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.