Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.03.1966, Blaðsíða 10
Hringurinn efn- ir til barna- skemmtunar Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík gengst fyrir barna- slkemmtun í Háskóiabíóí j dag, laugardag og rennur allur á- góði af henni til líknarstarf- semi. Er þetta í þriðja sinn sem Hringurinii efnir til slíkrar skemmtunar og hafa þær verið mjög vel sóttar. Á skemmtuninni munu koma fram margir landskunnir skemmtikraftar og skemmta þeir allir endurgjaldslaust. Þeir sem þarna koma fram eru: Nemendur úr dansskóla Her- ' manns Ragnars, Savanna trí- óið, Alli og Kalli, Hljómsveit- in Toxik, Alli Rúts, Emilía Jónasdóttir, Jóhann Pálsson og Ómar Ragnarsson. Skemmtunin hefst k;l. 2 síð- degis. Stjórnendur verður Jón B. Gunnlaugsson. Aðgöngumið- ar kosta kr. 50 miðinn og fást þeir hjá Lárusi Blöndal í Vest- urveri, í Heimakjöri, Sólheim- um 2/9, Kjörbúð Laugarness, Grensáskjöri og í Háskólabíói. Náttúrufræ&i- féiagsfundur Næstkomandi mánudag, 28. marz kl. 8.30, heldur Hið íslenzka náttúrufræðifélag fræðslufund í 1. kennslustofu Háskólans. Agn- ar Ingólfsson dýrafræðingur flytur erindi með litskuggamynd- um: Um íslenzka máva og fæðu- öflun þeirra. Agnar Ingólfsson hefur und- anfarin ár lagt stund á rann- sóknir á íslenzkum mávum, sam- búð þeirra og fæðuöflun. Hann mun á vetri komanda verja dokt- orsritgerð um þetta efni við há- skólann í Ann Arbor í Banda- ríkjunum. 1 erindinu mun hann fjalla nokkuð um ýmsar niður- stöður rannsókna sinna. Kjartan ræðir við fréttamenn & sýnjngunni — (Ljósm. A.K.) Kjartan opnar sfningu s dag í Ustamannaskálanum 1 dag opnar Kjartan Guð- jónsson, listmálari málaverka- sýningu í Listamannaskálan- um og verður sýningin opin alla daga fram á skírdag. Á sýningunni eru ríflega sextíu myndir — þar af 31 olíumálverk og annað eins af krítarmyndum og tempera- myndum — og þarna eru líka sýndar teikningar úr mynda- sögunni um Harald harðráða, sem birtist á sínum tíma í Þjóðviljanum. Málverkin eru svo til ein- göngu máluð á síðustu þrem árum og krítar- og tempera- myndirnar frá tveggja ára tímabili og virðist blágrænn litur ríkjandi í heildarsvip á sýningunni. Málverkin eru nonfígúratíf og ber mikið á innbiásnum náttúrustemning- um meðvituðum og ómeðvit- uðum. Þetta er önnur einkasýning Kjartans. Þá fyrri hélt hann árið 1963 í Listvinasalnum á Freyjugötu en hefur síðan tekið þátt í samsýningum svo tugum skiptir. I dag verður sýningin opn- uð fyrir boðsgesti. Alþýðubandalagið krefst þjóðar- atkvæiagreiðslu um alúmínmálii Framhald af 1. síðu. fleiri fé'ög munu fylgja á eftir annars staðar á landinu. Ég skora á Alþýðubandalagsfólk í Reykjavik að fjölmenna á stofn- funtlimn á miðvikudaginn og efla með því sókn þeirra, sem öflugast berjast gegn stefnu rík- isstjómar og þeim þjóðhættu- legu samningum við erlendan auðhring sem hún ætlar sér að gera“. í upphafj -hafði Lúðvík Jós- epsson minnst á að ríkisstjómin hefði algjörlega gengið á bak stefnumiðum sínum t.d. loforð- unum um baráttuna gegn verð- bólgunni. Þetta kæmj m.a. fram í þvi að vísitala framfærslu- kostnaðar hefði hækkað um 82% undanfarin ár, Atvinnuvegir landsmanna væru i úlfakreppu vegna lánsfjárskorts og óðaverð- bólgu. Togaraútgerðin væri næstum að engu orðin og svo mætti lengi teíja. Síðan rakti Lúðvíik alúmín- samninganna. sem Jóhann Haf- stein hyggst undirrita á mánu- daginn, áður en alþingi fjallar um málið Vék Lúðvik að helztu ,,röksemdum“ alúmínmanna. Hann benti á að virkjun við Búrfell í Þjórsá væri hagstæð- asta vjrkjun sem íslendingar gætu ráðizt í enda Þótt ráð- izt væri i nauðsynlegar varúð- araðgerðir Alúminhringurinn ættj að fá kílóvattstundina næstu áratugi á 10.75 aura þann- ig að ekkert mættj breytast frá upphaflegum áætlunum tii þess að hringurinn greiddj undir framleiðslukostnaðarverði. Og allt benti nú til þess að svo yrði. Lúðvík skýrði síðan frá því að samj alúmínhringur hefði gert samnjng í Noregi um 20% hærra raforkuverð en hér er fyrirhug- að, og vísitölubundna hækkun að auki. Og fulltrúar Alþjóða- bankans teldu raforkuverðig til hringsins sýnilega of lágt þar sem þeir vildu fá hluta af skatt- greiðslum hringsins upp í greiðslu þess láns, sem hann léti til virkjunarinnar. Þessu næst vitnaði Lúðvík í greinargerð frumvarpsins um Landsvirkjun þar sem segir að raforkuþörf landsmanna myndi tvöfaldast á hverjum 10 árum. Þannig myndum við þurfa 125 þús. kílóvött í viðbót á næstu 10 árum og 250 bús. á þar næstu tíu árum, eða 375 þús. kí'óvött á 20 ára bili. Landsmenn fengju hins vegar aðeins 84 þús, kíló- vött frá Búrfellsvirkjuninni hitt ætti að fara til hringsins. Lands- menn byrftu bvi sjálfr að virkja auk Búrfellsvirkjunar á næstu 20 árum 300 þús kílóvött. En á sama tíma væri ódýrasta rafork- an seld hringnum. Og iðnaðar- málaráðherrann hefði gleymt að taka tap landsmanna af þessum orsökum með í útreikninga sína. sem augsýnjiega væru settir upp til að fá fyrirfram hagstæða út- komu. Síðan vék Lúðvík að þeim forréttindum, sem alúmínhring- urinn á að njóta og nefndi sem dæmi að hann á ekki afl leggja skattframtöl sín fyrir íslenzka aðila heldur útlendinga. Og ef upp risi ágreiningur um fram- tölin aetti að skjóta málinu fyr- ir erlendan dórastól. Það væri þvi ekki nóg að hringurinn væri laus við alla tolla og nyti margs konar annarra forréttinda, he!d- ur ætti hann einnig að skjóta málum sínum til erlendra dóm- stóla. Dótturfyrirtæki hringsins. sem ætti a.ð vera í sumum tilfell- um íslenzkt og njóta forréttinda umfram íslenzka aðila. ætti að leita ti! erlendra dómstóla með deilumál sín. Þar væri íslenzkt réttarfar vanvirt og þó sýnd sérsiök lítilsvirðing ;K hæsita- rétti. f Noregi væri hringur- inn látinn sæta norskum lögum og norskum dómstólum í hví- vetna. En það háskalegasta við samningsgerðina vig svissneska auðhringinn er þó sú nýja stefna sem nú er upptekin. sagði Lúðvík síðan. í atvinnu- málum þjóðarinnar. Hér á að hverfa frá þeirri grundvallar- stefnu, sem mörkuð hefur verið af leiðtogum okkar í sjálfstæð- isbaráttunni um yfirráð lands- manna yfi- eigin auðlindum og atvinnuvegum Forsvarsmenn alúminmanna hafa ekkj leynt því ag þeir hafa fullan hug á ag enn meiri framkvæmdir komi á eftir á vegum útlendjnga. OHu- hreinsunarstög hefur verig nefnd og komig hefUr fram vilji til að hleypa erlendu einkafjár- magni inn í fiskiðnag lands- manna. Það þarf ekkj mörg er- lend fyrirtæki til ag efnahags- legt sjálfstæði landsmanna verði lagt í háskalega fjötra — Að lokum mælti ræðumaður þau orð sem vitnað var til i upp- hafi fréttarinnar sem birtist á forsíðunni. Hannibal Valdimarsson var annar ræðumaður Alþýðubanda- lagsins við umræðurnar um van- traustið. Hann minnti m.a. á ranglætið í skattmálum með því að nefna það dæmi að verka- maður hafði 132 þús. kr. í árs- tekjur en fékk heimsenda at- hugasemd frá skattstofunni um að honum yrðu áætlaðar tekjur vegna þess að enginn gæti lifað af þessum tekjum. Honum átti að áætla hærri tekjur á sama tíma og skattsvikararnij- og stór- gróðamenn sleppa. En hvert er verkamannakaupið með dagvinn- unni í 3Cfl vinnudaga? 100 þús. kr. Og með tveim yfirvinnu- tímum á dag alla vinnudagana 142 þús, kr. eða svipað og v.erkamaðurinn hafði, sem skatt- stofan sagði að gæti ekki lifað af þessum tekjum. Þannig er ranglætið f reynd. Hannibal vék því næst að alú- mínframkvæmdunum og vitnaði ' samþykkt miðstjórnar Alþýðu- sambandsins þar sem stærstu og öflugustu samtök landsins vara við hættulegri stefnu, sem taka eigi upp með alúmínframkvæmd- unum. Þannig séu fyrirhugaðar samningsgerðir í andstöðu við verkalýðssamtökin og einnigsam- ■tök bænda og framleiðsluat- vinnuveganna. Með þessu væri sýnt að þjóðin væri gegn slíkum samningum og hún ætti heimt- ingu á því að þeir væru lagðir undir þeirra dóm því knappur meiri hluti á alþingi hefði ekk- ert umboð síðan í síðustu kosn- mcum til að binda þjóðina i áratugi á klafa erlends stórfvr- Framhald á 3. síðu. Tékkneskipianóleik- arinn Kvapil heldur tónleika í Reykjovík Tékkneski píanóleikarinn Radoslav Kvapil er kominn til landsins á vegum Skrif- stofu skemmtikrafta, sem Pétur Pétursson rekur, og mun hann halda tónleika í Austurbæjarbíói í kvöld kl. 7. Kvapil leikur þá eingöngu verk eftir tékkneska höf- unda, eldri og yngri m.a. Dvorak, Vorisek, Janacek og Smetana. Hingað kom Kvapil úr hljómleikaferð um Norðurlönd og heldur hann heimleiðis á miðvikudag. Tékkneski sendiherrann á Is- landi hélt í gær fund með Rado- slav Kvapil, Pétri Péturssyni, fréttamönnum o.fl. Kvapil er ungur maður, fæddur 1934 í borginni Bmo í Tékkóslóvakíu. Hann hefur þegar hlotið mikla viðurkenningu sem píanóleikari, bæði í heimalandi sínu og er- lendis, fékk t.d. verðlaun á Jana- cek tónlistarkeppninni, sem haldin var í Bmo árið 1959. Er hann álitinn einn af beztu píanó- leikurum heimalands síns — og er þá nokkuð sagt. Kvapil hóf nám í, píanóleik aðeins sex ára að aldri og var kennari hans allt frá bernsku dr. L. Kundera, sem var nem- andi hins kunna tónskálds og píanóleikara Janaceks. Lauk Kvapil prófi undir handleiðslu dr. Kundera frá Janacek tónlist- arháskólanum í Brno og síðustu tvö árin hefur hann verið próf- essor við Konservatoríið í Prag. Jafnan hefur Kvapil lagt á- herzlu á flutning lítt kunnra eða áður óþekktra verka eftir Dvorak og Janacek. bótt hann hafi einn- ig leikið verk annarra meistara, etdri sem yngri. Tónverk Janaceks hafa haft mikil áhrif á nútíma tónlist um heim allan, en þó munu það vera óperur hans, sem njóta mestrar hylli í Tékkóslóvakíu, en Jana- cek samdi sjálfur texta við óper- ur sínar. Árið 1959 hóf Kvapil samvinnu við vin sinn Stanislav Apolin, cellóleikara, vöktu tónleikar beirra mikla athygli og eftir sex mánaða samstarf hlutu þeir verðlaun á alþjóðlegri tónlistar- samkeppni í Genf. Síðán hafa beir haldið hljómleika víða um lönd og hlotið einróma lof gagn- Lofðleiðir gefa út blað Loftleiðir hafa nú byrjað út- gáfu á fjölrituðu og ljósprent- uðu starfsmannablaði, svipuðu því sem Plugfélag íslands hef- ur gefið út nokkur undanfarin misseri undir heitinu FAXA- FRÉTTIR. Sá reginmunur er þó á þessum tveim starfs- mannablöðum, að blað Loft- leiða er að meginhluta til rit- að á enska tungu, hitt á ís- lenzku. Ástæðan fyrir ensk- unni í Loftleiðablaðinu er sú, að því er einkum ætlað að ná til þeirra sem skilja enska tungu en eru ólæsir á íslenzku — .en þeir eru sem kunnugt er margir í þjónustu félagsins. í þessu fyrsta hefti er m.a. viðtal v:ð Alfreð Elíasson fram- kvæmdastjóra, sagt er frá starf- semi Loftleiða í ýmsum lönd- um og sitthvað fleira. Sigurð- ur Magnússon og Helga Ingólfs- dóttir ritstýra blaðlpu. Radaslav Kvpail rýnenda fyrir fágaðan samleik og fullkomna tækni og þykja tónleikar þeirra bera vott um ótrúlega kunnáttu og þroska hjá svo ungum listamönnum. Á efnisskrá tónleikanna í Austurbæjarbíói eru eingöngu verk eftir tékknesk tónskáld eins og. fyrr segir. Leikur Radoslav Kvapil Sónötu í b-moll eftir Vorisek, Tema með tilbrigðum up. 36 eftir Dvorak, Sónötu 1. X. 1905 eftir Janacek. Tékkneska dansa eftir Smetana og I þok- unni eftir Janacek. 11% hækkun furgjalda með sérleyf- isbifreiðum ■ Póstst’jórnin hækkaði fargjöld á sérleyfisleiðum um allt land síðastliðinn þriðjudag og nemur sú hækkun um 11% að þessu sinni og munu nýir út- reikningar á fargjöldunum birtast í leiðarbók, sem væntanlega kemur út seint í apríl. í fyrradag kom þegar til framkvæmda hækkun með strætisvögnum milli Reykja- víkur og Hafnarfjarðar hjá Landleiðum h.f., — kemur hækkunin fram á svoköll- uðum lausagjöldum og kost- ar nú kr. 13.00 í staðinn fyrir kr. 11.00 áður, en þeir sem kaupa afsláttarkort fá þau á sama verði sem áður og verður þannig engin hækkun fyrir fastafarþega og er nú orðinn 36°/n af- sláttur á þessum kortum. Þeir sem taka sér far með Hafnarfjarðarstrætó til Kópavogs borga hinsvegar kr. 7.00 eftir sem áður, en í Silfurtún hækkar far- gjaldið upp í kr. 11.00, — kostaði áður kr. 9.25. Ekki er væntanleg hækk- un á fargjöldum hjá Stræt- isvögnum Kópavogs eða Strætisvögnum Reykjavíkur bessa daga og munu þeir aðilar ekki hækka fargjöld fyrr en í sumar eftir hækk- vnarreglum undanfarin ár

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.