Þjóðviljinn - 16.04.1966, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. apríl 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3
Búddistar — þó ekki allir — semja
um vopnahlé að vissum skilyrðum
SAIGON 15/4 — Leiðtogar Búddista í Suður-Vietnam hafa
gert hlé á baráttunni gegn herforingjastjórn landsins, en
um leið lýst því yfir, að þeir muni hefjast handa á ný
um leið og stjórnin geri sig líklega til að rjúfa gefin lof-
orð um kosningar og borgaralega stjórn. Borgarstjórinn í
Danang, þar sem andstaðan gegn stjórninni hefur verið
hörðust, stendur enn fast á þeirri kröfu, að herforing'ja-
stjórnin fari frá áður en efnt verður til kosninga.
í dag var undirskrifuð sam-
þykkt ráðstefnu þeirrar sem efnt
hafði verig til í Saigon um kosn-
ingar og borgaralega . stjórn.
þess efnis. að kosningar skyldu
haldnar innan fimm mánaða.
Leiðtogar Búddista sátu í sex
klukkustundir á fundum í dag.
og lýstu síðan yfir þvi að helzta
takmarkj þeirra — kosningar
sem fyrst — væri náð og því
skyldi mótmælaaðgerðum gegn
stjórninnj hætt.
Jafnframt lýstu þeir þvi yfir,
að baráttan gegn stjórninni yrði
tekin upp að nýju ef yfirvöld-
in refsuðu pólitískum áróðurs-
mönnum eða ef kosningarnar
yrðu ekkj frjálsgr og réttlátar.
Viðbrögð í borgunum Hue og
Danang. þar sem andstaðan
gegn stjórninnj hefur verið hvað
sterkust benda til þess, að
Búddistar bar séu ekki allskost-
ar ánægðir með vopnahléð milli
skoðanabræðra þeirra i Saigon
og stjómarinnar. Borgarstjórinn
í Danang, Nguyen Van Man.
sagði í viðtali við blaðamenn
í dag, að baráttunn; yrði haldið
áfram bar lil herforingjaklíkan
fær; frá Og bráðabirgðastjóm
yrði setf á laggimar til að und-
irbúa kosningar. Leiðtogar stúd-
enta í háskólaborginni Hue tóku
mjög í sama streng.
Loftárásir
Bandarískar flugvélar hafa nú
hert loftárásir á Norður-Viet-
nam og voru í allt 58 árásar-
ferðir í dag. Landvarnaráðherra
Bandarikjanna. Mcnamara, lýsti
því yfir í gær að enginn skort-
Ui< værj nú á sprengjum — og
er nú áætlað að nota 600 þús-
und smálestir af sprengjum í
styrjöldinni á þessu ári.
Talsmaður bandarisku her-
stjómarinnar í Saigon hefur
lýst því ýfir að Bandaríkja-
menn hafi misst 308 flugvélar í
Vietnamstyrjöldinni hafi 205
verið skotnar niður yfir Norð-
ur-Vietnam og 103 yfir Suður-
Vietnam. Herstjórn Norður-Viet-
nam telur, að fjórum sinnum
fleiri bandarískar flugvélar hafi
verið skotnar niður yfir sínu
*laftdi.
í dag fóru 3000 manns í kröfu-
göngu í Sidney í Ástralíu í mót-
mælaskyni við að verið er að
senda nýja ástralska herflokka
til Vietnam.
Hermannsson um
vinstri hreyfingu
Ráðist á sendiráð
Kínverja í Djakarta
DJAKARTA 15/4 — Um 2000 manns, flestir af kínverskum
uppruna, brutust inn í sendiráð Kína í Djakarta í dag,
brutu hurðir og rúður og eyðilögðu flest lauslegt. Komu
þeir frá f jöldafundi í borginni þar sem þess var krafizt að
Indónesía sliti stjórnmálasambandi við Pekingst’jórnina.
1 tvo tíma herjaði fólk þettsa á
bygginguna. mölvaði húsgögn,
j kveiktu í öllu lauslegu svo og
! skjölum og henti út á götu, eyði-
! lögðu þrjá bíla og drógu kín-
j verska fánann niður af bygging-
! unni. Hermenn, sem voru á verði
Ræia Eðvarðs Sigurhssoar
Framhald af 1. síðu.
stöðva vöxt dýrtíðarinnar. Það
hefur verið réttlætt með því að
verið sé að bæta úr misréttinu
sem sparifjáreigendur verði fyrir
vegna verðbólgunnar, rdeð því að
verðtryggja sparifé. En þegar
verðbólgan eykst eins ört og hun
gerir nú er sá vandi ekki leyst-
ur varanlega með öðru en því
-að ráðast gegn verðbólguwnt'
sjálfri.
Sparifjáreigendur eru margir.
En húsbyggjendur og eigendur í-
búða eru líka margir. Þeir. og
alveg sérstaklega unga fólkið
sem er að reyna að eignast þak
yfir höfuðið. væri verr statt eftir
samþykkt þessa frumvarps.
★ Gerbreyta verður lának.jörum
Ein allra stærsta orsök dýr-
tíðarinnar er . hinn mikli vandi
í húsnæðismálunum. Húsnæði er
orðið ofsalega dýrt. Byggingar-
kostnaður er orðinn gífurlegur.
Þar viðgengst alls konar brask.
Menn ve-ða að sæta afarkostum
í lánamálum greiða hús sín upp
á skörr.mum tíma.
Það hefur undanfarið vcrið
stærsti þátturinn varðandi kröfu-
gerð verkalýðsfélaganna hve
húsnæðiskostnaðurinn knýr þar
á. Ungt fólk sem ætiar sér að
byggja hefur ekki getað unað
við hið lága kaupe.iald. Menn
hafa orðið að fá hærri tekjur.
Það hefur leitt til óhæfilega
iangs vinnutima og til nýrrar
kröfngerðar um kaup.
Það verður að gera rækilegar
ráðstafanir ef vel á að fara.
Hækka húsnæðislánin, iengja
Iánatímann, flytja íbiiðarhúsa-
byggingar á félagslegan grund-
völl mikiu meir en nú er. Það
gæti komið í vefe fvrir hið mikla
brask sem nú er með fbúðarhús-
næði.
En með samþykkt þessa frum-
varps mun þjóðfélagslegt rang-
læti ekki minnka heldur aukast.
Hinir efnaðri munu hafa marg-
vísleg ráð til að velta af sér
kostnaðaraukanum vegna kvaða
þassa frumvarps, en hinir efna-
minni hljóta að finna fyrir þess-
um ráðstöfunum.
★ Forsendan ekki Iengur til.
Eðvarð minnti á að með júní-
samkomulaginu 1964 hafi verka-
lýðshreyfingin samiþykkt í sam-
komulagi við ríkisstjórnina að
vísitölubinda húsnæðislánin. En
það samkomulag hafi verið gert
í trausti þess að verulegar ráð-
stafanir yrðu gerðar af ríkis-
valdinu til að hefta vöxt dýr-
tíðarinnar. Verkalýðshrcyfing-
in bauð fram samstarf sitt til
þess að svo gæti orðið.
Þetta hefur ríkisstjórnin ekki
gert. Og þar með er fallin for-
scnda þess samkomulags sem j
gert var 1964. Það samkomulag |
um verðtryggingu hefur orðið til
þess að aúka á óréttlætið. Op
vísitölubinding á húsnæðismál"
lán getur ekki haldizt áfram.
Það er alveg útilokað.
Því hefur verið haldið fram
að með samkomulaginu. 1964 hafi
verkalýðshreyfingin samið af sér.
Það fólst að vísu fleira í þessu
samkomulagi en vísitölubinding-
in. líka atriði sem voru dýrmæt
fyrir húsbyggjendur. En um
þetta atriði má segja að við höf-
um samið af okkur. vegna þess
að ekki var staðið við það sem
Iofað var á móti. Þess vegna hef-
ur þess báttur samkomulagsins
ekki orðið húsbyggjendum til
góðs heldur til að gera lánin
dýrari.
★ Gagnráðstafanir..
Nú liggur fyrir þinginu frum-
varp um að fella þessa vísitölu-
bindingu úr gildi. Ég vildi mega
vona það fastlega að tekið verði
á því máli af fullri alvöru.
Eigi að viðhalda þessum iána-
kjörum hlýtur það að Ieiða til
gagnráðstafana af hálfu verka-
lýðssamtakanna. með auknum
kaupkröfum. Menn skyldu muna
að vonlaust er með öllu að
standa undir þessum lánum með
þeirri kaupgetu sem nú er hjá
fólki.
Með samþykkt þessa frum-
varps sýnist mér enginn vandi
leystur, sagði Eðvarð Sigurðsson
að lokum, hér er verið að káka
við afleiðingarnar af vandanum.
Ráðstafanir frumvarpsins eru
röng skref fyrir þjóðfélagið í
heild, hinir máttarminni í þjóð-
félaginu sem á lánum þurfa að
halda verða verr settir, og rang-
lætið verður sízt minna en fyrr.
Sjálft verðbólguvandamálið verð-
ur torleystara, og er því tví-
mælalaust réttara að afgreiða
írumvarpið ekki að svo stöddu
og athuga það miklu betur.
um sendiráðið, skutu aðvörunar-
skotum en þeim var ekki sinnt.
Starfsfólk sendiráðsins bjó um
sig í nokkrum herbergjum og
var þaðan skotið á innrásarmenn
og þrír þeirra særðust. Er þeir
héldu á brott, höfðu þeir með
sér vörubíl, hlaðinn matvælum,
sem þeir höfðu safnað í geymsl-
um sendiráðsins.
Áhlaupsmenn komu af fjölda-
fundi. þar sem ræðumenn voru
flestir kínverskrar ættar. Sóru
þeir Indónesíustjóm hollustu, og
ásökuðu Pekingstjórnina fyrir
að blanda sér í málefni Indó-
nesíu og fyrir að hafa stað’ið að
baki stjómbyltingartilraun sem
gerð var í fyrra. Báru þeir lof
á hina nýju valdamenn fyrir að
loka kínverskum ~ skólum og
stofnunum í landinu og hvöttu
til þess, að stjómmálasambandi
yrði slitið við Kínverska Al-
þýðulýðveldið.
Súkarno forseti hefur að sögn
Djarkartaútvarpsins fallizt á að
kosningar fari fram í landinu,
en það þing sem nú situr var
útnefnt af forsetanum. Kosning-
ar fóru síðast fram f Indónesíu
árið 1955.
BERGEN 15/4 — Formaður j
sænskra kommúnista Hermanns- ,
son hélt í dag fyrirlestur um \
„Nýjar leiðir sósíalismans" fyxir .
stúdentasamtökin í Bergen.
Hann sagði að nýjar pólitískar
aðstæðúr væru að skapast á J
Norðurlöndum. Enginn tryði því, i
að borgaraflokkarnir gætú oi^ðið'
við. þeim kröfum sem þjóðirnar
gerðu til lýðræðis á vinnustöð-
um, framieiðslu í þágu manns-
ins en ekki gróðans, til þess að
bundinn verði endir á einangrun .
mannsins í nútíma þjöðfélagi. né
heldur gætu þessir flokkar tryggt
sigur hugsjóna húmanismans.
Hann sagði einnig, að sósíal-
demókratískar ríkisstjórnir hefðu
ekki gotað umbreytt þjóðfélag-
inu í samræmi við hugsjónir
sósíalismans en innan verkalýðs-
hreyfingarinnar bæri nú æ meir
á vinstri öflum, sem krefðust
'sósíalistískrar stefnu. Hann ræddi
og sérkenni hinnar nýju vinstri-
hreyfingar, að hún legði sérstakg
áherzlu á samúð og samstöðu
með þjóðum, sem berðust fyrir
sjálfstæði og félagslegu réttlæti.
Handtökur
AMMAN 15/4 — Hundrað Jórd-
aníumenn úr ýmsum bönnuðum
pólitískum flokkum hafa verið
handteknjr í vikunni sakaðir um
undirróðursstarfsemi. Þeirra á
meðal eru kommúnistar, Baath-
sósíalistar og arabískir þjóðem-
issinnar.
Swfakíf ffá Fíaf
MOSKVA 15/4 — Bifreiðaiðnað-
arm'álaráðherra Sovétríkianna.
Tarasof er farinn til Torino til
að Ijúka samningsgerð við Fiat.
hinar ríkisreknu bílaverksmiðj-
ur ftalíu um að Fjat byggi í
Sovétríikjunum verksmjðju er
framleiði smábíla o« bíla af með-
alstærð Fiatverksmiðjumar hafa
áður sert svipaða samninga við
Júgóslavíu og ýms lönd önnur.
Éyðurnar vil ég þakka þér
STOKKHÓLMI 15/4 — Einhver mestur furðufugl yngri
kynsióðar sænskra iistamanna, Carl Frederik Reutersværd,
hefur enn einu sinni orðið til að vekja athygli sænsks bók-
menntafólks.
REUTERSVÆRD hefur gefið út bók, 95 bis. að stærð, þar
sem ekki koma fyrir orð eða bókstafir, einungis tákn og
þá einkum greinarmerki: spurningarmerki, upphrópunar-
-merki, tiivísunarmerki, svigar, kommur, semíkommur og
annað af því tagi. Bókin heitir „Prix Nobel“ (Nóbelsverð-
Iaun) og höfundurinn segir þessa bók tilvalda til gjafa,
þar eð menn geti sjálfir skrifað viðeigand’ texta á mllli
merkjanna.
DÝRGRIPUR þessi kostar tuttugu. og fimm krónur sænskar.
Skrifstofustarf
Skrifstofumaður, karl eða kona, óskast til starfa nú þegar eða
síðar. Upplýsingar í síma 21560.
Vatnsþétt
Höggvarið
Óbrjótanleg
gangfjöður
Dagatal
Sendum gegn
póstkröfu.
Magnús Benjamínsson & Co.
Ú r s m i ð u r
Veltusundi 3. Sími 13014.
Auglýsing
frá yfirkjörstjórn Keflavíkurkaupstaðar.
Frestur til að skila framboðslistum við bæ'jar-
stjórnarkosningar í Keflavíkurkaupstað, sem fram
eiga að fara sunnudaginn 22. maí 1966 er útrunn-
inn þann 20. apríl n.k. kl 12 á miðnætti.
\
Yfirkjörstjórn tekur við framboðslistum í skrif-
stofu Keflavíkurbæjar þann 20. apríl n.k. frá
klukkan 21—24.
Keflavík 15. apríl 1966.
Yfirkjörstjóm
Ólafur Þorsteinsson.
Sveinn Jónsson.
Þórarinn Ólafsson.