Þjóðviljinn - 16.04.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 16.04.1966, Side 5
Laugardagur 16. april 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Sagan um bréfið sem aldrei Herra forseti! Við skulum ímynda okkur, að í fyrramálið bærist ríkisstjóm- inni bréf frá Ameríku, þykkt og mikið bréf. Og við skulum ímynda okkur, að þetta bréf væri ritað af bandarískum miljónamæringi, sem ekki vissi aura sinna tal, og í þcssu bréfi færi hann fram á að fá hjá valdhöfum landsins nauðsynleg leyfi til að mega gera eftirfar- andi: 1 fyrsta lagi óskaði hann eftir að mcga reisa hér 'á landi svo sem 100 skóla af ýmsum tegundum, barnaskóla, gagn- fræða-, verknáms-, mennta- skóla og háskóla og reka þá a.m.k. næstu 10 árin. 1 öðm lagi óskaði hann eftir að mega gefa út dagblað hér á landi, fjölbreytt að efni og 100 síður að stærð á hverjum degi og senda það ókeypis inn á hvert heimili í landinu. Bréfritari léti þess getið, að efni dagblaðsins yrði bæði úr íslenzku og erlendu þjóðlífi, en blaðið yrði þó aðeins gefið út á enskri tungu. Um skólastarf- semina væri það að segja, að þar yrði veitt fullkomnasta fræðsla sem völ væri á í banda- rískum skólum, en öll kennsla færi fram á ensku og meginá- herzla í fræðslunni allt frá 7 ára aldri yrði lögð á að veita nemendum innsýn í bandaríska menningu og andans afrek meðal engilsaxneskra þjóða. Væri því gert ráð fyrir, að 500—600 bandarískir kennarar störfuðu við skólana fyrstu ár- in. Tilgangur miljónamæringsins skiptir auðvitað ekki máli. Við getum t.d. ímyndaö okkur þann tilgang, að auðmaðurinn vildi eyða svo sem 1500 miljónum af eignum sínum til að styrkja gott málefni, áður en hann hrykki upp af, — hann hefði t.d. komið í heimsókn til Islands og honum hefði þótt ömurlegt að sjá, hve íslendingar væru ein- angraðir frá heimsmenningunni. Sem bissnessmaður hafði þann strax séð, hvað það væri fjár- hagslega óhagkvæmt fyrir 200 þús. einstaklinga að notast við sérstakt tungumál og halda uppi sjálfstæðu menningarlífi. Hann óskaði sem sagt eítir að hjáipa íslendingum til aðflytja anda sinn á nýtt menningar- svæði, svo að íslenzka þjóðin gæti með auðveldum hætti ausið af nægtabnjnni banda- rískrar hámenningar. Sem sagt ríkisstjórnin fær þetta ímyndaða bréf og þegar í stað hefjast rökræður milli ráðandi manna um, hvað gera skuli í þessu máli. Og hvernig yrðu nú þær rök- ræður? Röksemdir með og móti mun berast Og eins þætti vafalaust ekki lakara, að nýju lífi yrði hleypt í dagblaðaútgáfu á Islandi. Stórt og glœsilcgt dagblað á ensku, sem væri efnismeira en öll íslenzk dagblöð samanlagt og sent væri inn á hvert heim- ili í landinu á hverjum degi, hver gæti staðið ú móti því? Er ekki líka sama hvaðan gott kemur? Og atvinnurekendur mundu segja: Ldfsins fáum við blað, sem borgar sig að aug- lýsa í. Ilver er ekki orðinn leiður á þessum litlu, ómerki- legu íslenzku dagblöðum, sem þar að auki eru rándýr? Vafalaust myndu nú margir verða til þess að benda á, að hér á landi hefur lengi verið mikill skortur á skólahúsnæöi og víða um land cr hreint neyðarástand í þeim efnum, að ekki sé talað um kennaraskort- inn. Eitt hundrað nýir amerísk- ir skólar mundu gerbreyta á- standinu, hundruð ungmenna, sem nú fá hvergi fræðslu vegna skorts á hcimavistarskólum fengju tækifæri til að mennta sig og ríkisstjórnin þyrfti ekki framar að gefa út bráðabirgða- lög til að stöðva skólabygging- ar. Jafnvel mætti nota skóla- byggingar ríkisins til annarra þarfa. Auk þess myndu nokkur hundruð bandariskra uppalenda bæta úr brýnustu kennaraþörf- inni og jafnvel leysa íslenzkt vinnuafl af hólmi, sem gæti auðvitað komið sér vel við byggingu alúmínverksmiðjunn- ar. — þeir munu benda á, að ekki yrðu börnin í amerískum skóla nema bara nokkra klukkutíma á dag. Þcir segjast geta fullyrt að dátasjónvarpið hafi engin veru- leg áhrif á uppvaxandi æsku- lýð. Eins myndu þeir segja: Mitt barn var í skóla í Amer- íku og ekki var það minni Is- lendingur, þegar það kom hcim. Hvers vegna ættu börnin okk- ar að verða minni Islendingar, þótt þau séu í bandarískum skólum á Islandi? Þeir hafa fullyrt að í banda- ríska sjónvarpinu sé margt inn kæmi sem sagt færandi hendi til Islendinga, og auð- vitað yrðu allar dyr opnar. Hitt er svo allt annað mál, að eftir nokkur ár, þegar Banda- ríkjamaðurinn væri búinn að yfirtaka fræðslustarfsemi á íslandi og ísienzk dagblöðhefðu gefizt upp í samkeppninni við erlent stórblað, myndi ríkis- stjórnin váfalaust vakna upp við vondan draum allt í einu. Þá færu sumir hinna ráðandi manna að fá bakþanka og ein- hverjir þeirra, t.d. ritstjóri Al- þýðublaðsins, Benedikt Gröndal myndu kannski fást til að 'lýsa því yfir, að málið væri komið í „andslyggilega sjálfheldu“, eftir að hafa sjálfir átt veru- legan þátt í framgangi málsins. En þegar til skarar ætti að skríða, þegar minnzt yrði á, að loka ætti bandarískum skólum a Islandi og stöðva markvissa Ræða Ragnars Arnalds á Alþingi í umræðum um tillögu Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar að takmarka dátasjónvarpið við herstöðina eina En þannig myndu ekki allir tala. Sumir myndu rísa upp og mótmæla, jafnvel mjög margir og þar myndu menntamenn einkum hafa forustuna, t.d. stúdentar og kennarar. Þessir menn mundu segja: Það er vansæmandi fyrir Is- lendinga sem sjálfstæða menn- ingarþjóð að veita erlendum að- jla heimild til að keppa við íslenzka ríkið um menntun barna og unglinga. Slíkt getur engin sjálfstæð þjóð leyft í landi sínu. íslenzk dagblaðaútgáfa væri í mikilli hættu, ef erlendur auðmaður fengi tækifæri til að yfirbjóða íslenzk dagblöð, bæði með ókeypis útgáfu og marg- falt fjölbreyttara efni. Og þeir myndu segja, að slík áform myndu kalla stórkost- lega hættu yfir tungu Islend- inga, þjóðerni þeirra og menn- ingu. Samanburður á röksemdum Þegar hér væri komið sögu, myndu auðvitað flestir sjá, að röksemdirnar gegn áformum Bandaríkjamannsins væru í meginatriðum liinar sömu og bornar hafa verið .fram gegn tilvist bandarísku sjónvarps- stöðvarinnar. Þá kemur sér einmitt vél, nö fylgjcndur dáta- sjónvarpsins hafa komið sér upp íburðarmiklu vopnabúri með hinum fjölbreyttustu röksemdum. Þeir hafa haldið því fram, að áhrif sjónvarpsins ú íslcnzka mennjngu væru mjög litil og bent á, að mikið er keypt til landsins af erlcndum bókum og blöðum og erlcndar kvik- myndasýningar víða um land á hverju kvöldi. Eins munu þeir segja, að 100 síðna dag- blað inn á hvert heimili í land- inu muni engu breyta. Varðandi æskulýðinn hafa þeir bent á, að börnin sitji ekki nema nokkra klukkutíma á dag framan við sjónvarpið, fróðlegt og menntandi að sjá, hlutir, sem þeir ella hefðu ekki útt kost á að kynnast. Og þeir munu segja: Islenzk skólayfir- völd eru fátæk af íjármunum og nýtízku tækjum. Börnin okkar munu læra í hinum bandarísku skólum á Islandi fjölda margt, sem þau annars hefðu farið á mis við. Loks hafa þeir stöðugt undir- strikað: Islenzk menning er máttug og sterk og hefur kannski aldrei staðið traustari fótum. En ef hún í raun og veru er svo máttlítil, að hún þolir ekki, að um hana leiki vindar heimsmenningarinnar, er hún ekki þess virði, að í hana sé haldið. Þessi röksemd er ævinlega höfð á lofti í umræðum um sjónvarpsmál og henni má auð- vitað beita á marga vegu. Ef íslenzk dagblöð eru svo ' illa úr garði gerð, að þau gef- ast upp í samkeppninni við er- lent stórblað, eiga þau ekki skilið að fá að lifa. Þá ercins gott, að þau drepist strax. „Andstyggileg sjálf- helda“ Ég hef nú gert grein fyrir röksemdum beggja aðila í þess- ari ímynduöu deilu. Nú er spurningin, hvað mundi ríkis- stjórnin gera? (I-Iún er nú öll farin úr þingsalnum, svo þaö er erfitt að segja um það!) Kannski væri réttast að ég hætti hér þessari sögu, sem enn hefur ekki gerzt. Og sjálfsagt mun aldrei gerast. Og kannski væri varlegast að svara ekki þeirri spurningu, hver verða mundu viðbrögð ríkis- stjórnarinnar. Samt ætla ég mcr að geta mér til um svarjð. Þv; að í raun og veru liggur svarið ú borðinu! Ríkisstjórnin féllst á málflutning þeirra, sem börðust fyrir bandarísku dáta- sjónvarpi og veitti Bandaríkja- mönnum' leyfið. Hún myndi sjálfsagt taka sömu afstöðu í annað sinn. Bandaríkjamaður- viðleitni til að breyta Islend- ingum í Ameríkana, þurfum við ekki að efast um, að marg- ir hugumstórir írelsisvinir og lýðræðisvinir mundu stíga fram á sjónarsviðið. Til þess að átta okkur á hugsanlegum málflutningi þeirra skulum við líta á það, sem nú er sagt um sjónvarpsmálið. Til hvers að pína blessuð börnin? Einn af forustumönnum ungra Sjálfstæðismanna segir í Lesbók Morgunblaðsins fyrir einum mánuði síðan með leyfi forseta: „Hvað er það annað en ein- angrun, þegar útiloka á sjón- varpseigendur frá því að horfa á það, sem þeim bezt þykir? I-Ivað er það annað en einokun. þegar sjálfskipiaðir menningar- verndarar ætla að ráða því fyr- ir okkur hina, á hvað við meg- um horfa?“ Og einn æstasti aðdáandi bandaríska sjónvarpsins, Guð- laugur Gíslason hv. 3. þm. Sunn- lendinga, hann segir í Morgun- blaðinu 15. febrúar sl.: .,Mundu ekki þær tugþúsundir ir sjónvarpsnotenda, sem þegar eru til í landinu, telja það skerðingu á frelsi sínu og at- höfnum, ef þcir vœru allt í einu sviptir rétti til að nota þessi tæki? Hvað er það í dag- skrá Keflavíkursjónvarpsins, sem miðar að því að grafa undan tilveru íslenzku þjóðar- innar?“ Þarna er dramatískt til orða tekið! Af þessum orðum ætti að vera auðvelt að geta sér til um málflutning þeirra við hin- ar nýju aðstæður. Þeir mundu segja: Ja, það má vel vera, að er- lenda stórblaðið hafi stuðlaðað uppgjöf íslenzku dagblaðanna, eins og sjónvarpið hefur kannski einhver áhrif á áhuga fólks fyrir íslenzkri menningu. En hvað er það í þessu blaði, sem miðar að því að grafa undan tilveru íslenzku þjóðar- innar? Hvaða námsgrein er það í þessum bandarísku skólum? Hvaða kennslubók getið þið nefnt, sem miðar að því að eyðileggja íslenzka menningu? Og viist ættu margir býsna erfitt með að • svarn svo há- spekjlegri spurningu. Og enn munu þeir segja: Hvers eiga þau börn að gjalda, sem nú sitja í bandariskum skólum á Islandi? Myndu þau ekki telja það skerðingu á frelsi sínu og athöfnum, ef þau væru svipt rétti til að sækja banda- ríska skóla á Islandi? Hvað á þessi einokun og ó- frelsi að þýða? Ef íslenzk börn vilja ekki læra íslenzku, á þá að þröngva henni upp á vesa- lings börnin? Þeir munu segja; vifl lifum í lýðfrjálsu landi. EC íslenzk börn vilja verða amerísk í hugs- un, eiga þau að ráða l>v; sjálf! Miljónamæringur á Miðnesheiði Herra forseti. Nú mun e.t.v. einhver segja, að þessi dæmisaga eða samlík- ing, sem ég hef hér borið fram sé ekki raunhæf eða í samræmi við raunveruleikann. Það muni engum detta í hug að veita ís- lenzkum unglingum kennslu í dýrum, erlendum skólum, sem byggðir yrðu á Islandi og eng- um myndi detta í hug að fara að gefa erlent dagblað inn á hvert heimili í landinu. Og ég skal fúslega viðurkenna, að dæmisögur eða samlíkingar eru sjaldnast í samræmi við raun- veruleikann. En það vill svo til, að þessi samlíking á sér raunverulega fyrirmynd. Saga hermannasjónvarpsins er saga um bandarískan milj- ónamæring, sem fékk leyfi ís- - lenzkra stjórnarvalda til að brjótast ú eigin kostnað inn í íslenzkt menningarlíf meðvold- ugasta áróðurstæki nútímans. Hann reisti stöð í landinu sjálfu og eyðir nú til þess tugum milj- óna kr. að komast með dagskrá sína inn á íslenzk heimili, sjö klukkutíma á dag. Á hverjum degi gefur hann Islendingum ókeypis fréttablað með mynd- um og hefur þegar skákað keppinaut sínum, islenzka rík- isútvarpinu, út af þúsundum heimila. Þessi miljónamæringur fær ekkert í aðra hönd fyrir erfiði sitt og umstang, en hann veit, hvað hann er að gera. Hann er hugmyndaríkur upp- alandi og kennsla hans er myndræn. Á hverjum degi sitja þúsundir íslenzkra barna við fótskör hans. Daglega veitir hann tugþúsundum Islendinga nákvæma innsýn í bandarískt þjóðlíf og menningarlíf, meðan athygli þeirra og áhugi á ís- lenzkum viðfangsefnum og þjóð- máium sljóvgast að sama skapi. Hvar er markalínan? Ég hef nefnt hér dæmi um hugsanlega einokun Banda- ríkjamanna á íslenzkri dag- blaðaútgáfu eða fræðslustarf- semi í Iandin-,1; og ef ekki ein- okun, þá a.m.k. erfiða sam- keppni íslenzkra aðila við er- lend úhrifaöfl, sem veitt væri aðstaða til hömlulausra áhrifa á íslenzka menningu. Ég hef nefnt þcssi dæmi til að minna á, að hér er um algerlega sam- bærileg mál að ræða. Spurningin er aðeins, hvar vilja þessir menn draga marka- línuna? Hvað geta þeir hugs- að sér að ganga langt í að af- henda útlendingum einstakar greinar hins menningarlega full- veldis Islendinga? 1 þessu sambandi er vissulega fátt hlægilegra og heimskulegra en tala um það í fullri alvöru, eins og hv. þm. Sunnl., Guð- laugur Gíslason, að verið sé að svipta sjónvarpsnotendur frelsi sínu til að nota sjónvarpa- tæki. Spurningin er ekki um frelsi sjónvarpsnotenda, heldur um hitt, hvort erlent stórveldi skuli íá leyfi og frelsi til að ryðjast til áhrifa í íslenzku menningarlífi í krafti mikils fjármagns og einstæðrar að- stöðu. í íslenzkum lögum eru auð- vitað margs konar ákvæði sem takmarka rétt erlendra ríkis- borgara til athafna hér á landi. Ég vil minna á það, að nýlega voru sett lög, sem takmarka réttindi til atvinnurekstrar við íslenzkan ríkisborgararétt. — Með þessum lögum er auð- vitað verið nð svipta erlenda ríkisborgara ákveðnu frelsi. En engum hefur hingað til dottið í hug, að með því væri í raun og veru verið að svipta íslenzka viðskiptavini þessara manna, væntanlega viðskiptavini, neirru frelsi, þótt þeir muni ekki fá að gera viðskipti sín við þessa erlendu ríkisborgara. Ég trúi því tæpast, að nokk- ur alþingismaður geri sér ekki Ijóst, að ef Islendingar vilja heita sjálfstæð þjóð, hljóta þeir að verða að takmarka athafna- rétt útlendinga og erlendra ríkja hér á landi með ýmsum hætti. Meðal annars verður yf- irstjórn og rekstur helztu menningartækja að vera í höndum íslenzkra manna. Sjónvarp frá gervi- tungli? I umræðum um dátasjónvarp- ið er því oft haldið fram, að innan tíðar muni verða stofn- að til alheimssjónvarps frá gervitungli, sem hver og einn geti notið í stofunni heima hjá sér og því sé fáránlegt og til- gangslaust að ætla að tákmarka sjónvarpsstarfsemi Bandaríkja- manna hér á landi. I fyrsta lagi er auðvitað rétt að benda á, að fullyrðingar um sjónvarpssendingar frá gervi- tungli beint jnn í viðtökutækx á heimjlum manna, — fullyrðing- ‘ ar um slíka tækni að fáeinum árum liðnum eru algerlega úr lausu lofti gripnar. Það veit enginn, hvort tæknin kems,t á slíkt stig á næstu áratugum og meðan það er ekki, verður sér- hvert land að hafa móttöku- stöðvar og senda dagskrána um endurvarpsstöð til sjónvarpsnot- enda í hverju landi. Gefst þá auðvitað tækifæri til þess að fella slíkar sendingar inn í íslenzkt dagskrárefni; semsagt, það verður tækifæri til að hafna og velja. En við skulum samt ræðaum hinn möguleikann og bera hann saman við núverandi ástand. Auðvitað þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá, aðsjón- varpssendingar frá alheimssjón- varpi væru allt annars eðlis en bandaríska dátasjónvarpið og hefðu allt önnur og skaplegri áhrif á íslenzka menningu en núverandi sjónvarpseinokun Bandaríkjamanna. Kjarni sjónvarpsmálsins / er fyrst og fremst sá, að íslenzkri menningu stafar hætta af dáta- sjónvarpinu í Keflavík, vegna þess að áhrifin berast úr einni átt, áhrifin á tunguna eru frá einu tungumáli, áhrifin eru þau sömu á sérhvem sjón- varpsnotanda og sjónvarpsnot- endur hlusta allir á sömu stöð- ina, en verða ekki fyrir áhrif- um úr ýmsum áttum eins og þeir sem hlusta mikið á erlent útvarp. Áhriíin á íslenzkt þjóð- líf, á lífsviðhorf Islendinga berast öll frá sama erlenda menningarsvæðinu. Það er að- eins ofurþungi bandarískrar menningar og ómenningaráhrifa, sem hvílir á íslenzku menning- arlífi. íslendjngurinn getur þar með ekki lengur taljzt einbúj í Atlanzhafi, sem lifir sjálfstæðu þjóðlífi og skyggnist um ver- öld víða, kynnir sér menning- arstrauma margra þjóða, lærir eitt af þessum nágranna sín- um, annað af hinum, án þess Framhald á 7 síðu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.