Þjóðviljinn - 24.04.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.04.1966, Blaðsíða 1
Lagarfoss strandaðivíð Svíþjóð kl. 1 í fyri TJm kl. 1 í fyrrinótt strand- aði eitt af skipum Eimskipa- félag:s íslands, Lagarfoss, er skipið var að sigla út frá Gravarna í Sviþjóð á leið til Sovétríkjanna Var unnið að því í gær að rannsaka skemmdir á skipinu og kanna möguleikana á því að draga það á flot. Óttarr Möller forstjóri Eim- skipafélagsins skýrði Þjóð- viljanum svo frá laust eftir hádegi í gær. að björgunar- skjp væri komið að hliðinni á Lagarfossi og væru frosk- menn að kanna skemmdir á skipinu og aðstæður til björg- unar. Engin slys urðu á mönnum við strandið og hvorki skip né áhöfn var tal- in í hættu að því er sagði í frétt frá NTB, en Óttarl kvaðst enn ekki hafa fengið upplýsingar um hve slfemmd- imar væm miklar á skipinu er blaðið átti tal við hann. Gott veður var á þessúm slóð- um í gær. Lggarfoss er einn af .,þrí- burum“ Eimskips. er byggð- ur árið 1949 Var skipig á leig til Sovétríkjanna með 1500 tonn af frystum fiski er það strandaði. I * ! * Frá 3. umræðu alúmínmálsins í neðri deild Alþingis Verður gengið fram hjá íslenzkum verkfræðingum? ★ Vita- og hafnarmálastjórnin er nú tekin að undirbúa væntanlega hafnargerö í Straumsvík og hefur m. a. leitað til erlendra fyrirtækja og spurzt fyrir um það hvort þau myndu vilja taka að sér að sjá um verkfræðilegan undirbúning framkvæmdanna. Gcðsjúkliagar brenna inni KUOPIO: 23/4 — 29 sjúklingar fórust í eldsvoða er geðveikra- spítali skammt frá Kuopio í Finnlandi brann til kaldra kola seint í gærkvöld. Ekki tókst að bjarga nema sjö sjúklingum og eru þrír þeirra alvarlega brenndir. Slökkvistarf- ið sóttist mjög erfiðlega bæði vegna vatnsskorts og svo vegna járngrinda fyrir gluggum. Sjúkra- húsið var tveggja hæða timbur- hús. Friarsinnar handteknir SAIGON 22/4 — í gær voru fimm bandarískir friðarsinnar, sem komu vegabréfslausir til Suður-Vietnam til að mótmæla hernaði larida sinna þar, hand- teknir af lögreglunni í Saigon. Var þeim ekið út á flugvöll og þeir fluttir úr landi. Þjóðviljinn hefur átt tal við Daníel Gestsson yfirverkfræð- ing og spurt um hvaða fyrir- tæki hér væri að ræða, en hann kvaðst ekki vita það. ★ Hér er um að ræða verkefni sem íslenzk verkfræðifyrir- tæki geta að sjálfsögðu leyst af hendi og engin ástæða til að leita út fyrir landstein- ana. Hins vegar hefur það ágerzt mjög síðustu árín að stjórnarvöldin gangi fram hjá íslenzkum verkfræðingum og raunar íslenzkum sérfræðing- um á fleiri sviðum. Verk- fræðilegur undirbúningur Búrfellsvirkjunar var til dæmis falinn bandaríska fyr- irtækinu Harza — sem raun- ar var í sérstökum tengsl- um við svissneska alúmín- hringinn. Á sama tíma leitar fjöldi íslenzkra verkfræðinga úr Iandi. Kannski fer það einnig að verða helzta leiðin til að fá að sinna íslenzkum verkefnum að ráða sig í vinnu hjá erlendum fyrir- tækjum? Moggasannleikur! 'Kommúnistiir bjóða ekki fram i KeflovÉk og Gorðohreppi, Gátu ekki komið saman íramboðslistum KOMMÚNISTAR bjóða ekki fram viS sveitarstjórnarkosning- arnar í Keflavík og Garóa- hrcppi. Allar tilraunir þeirra til þess að koma saman framboðs- iistum á þessum tveimur stöðum misheppnuðust. Við bæjarstjóm- arkosningamar 1962 fengu kommúnistar 123 atkv. Framboðs listi þar skal skipaður 1S mönn- um en meömælendur skulu vera i 20-40. Er nú svo komið fyrir kommúnistiun að þeim er um megn að fá 18 menn til fram- boðs í sínu nafni i stómm og vaxandi útgerðarbæ. t Garða- hreppi eru um 2000 ibúar. Komm únístum reyndist ékleift að koma saman lista i þessu fjöl- menna og vaxandi sveitarfélagi. Enda munn komn f'nistar í þessu byggðariagi vera 16 talsins. C5jr&swbJ-i ívsJw % H -rvri /b Ih V - □ Auðmagn er vald. Erlent auðmagn í stórum stíl hlýtur að jafngilda erlendu valdi í landinu. Það er sannleikur sem hver alþingismaður verð- ur að muna þegar hann greiðir atkvæði um þetta mál, sagði Ragnar Arn- alds í næstsíðustu ræðunni um alúmínsamningana sem haldin var í neðri- deild við þriðju umræðu máisins í fyrradag. Bæði Ragnar og Einar Ol- geirsson, sem einnig talaði við þessa umræðu, vöruðu sterkiega við því að hið erlenda auðfélag myndi hlutast til um innaniandsmál á íslandi þegar hað væri komið hér inn. í ræðu sinni ræddj Ejnar nokkuð svör Jóhanns Hafsteins um aðstöðu alúmínverksmiðj- unnar í verkföllum og taldi þar ekki nægilega vel um hnútana bújð. Spurðj Ejnar hvort forystu- menn Sjálfstæðisflokksins vildu gefa um það yfirlýsingu og Ifka forysta Alþýðuflokksins, að þessir flokkar skyldu aldrei standa að því að banna með lögum verkfall hjá þessu er- lenda fyrirtæki. Það væri rétt hjá Jóhanni að ríkisstjórnjnni bæri engin skylda til að skipta sér fremuj. af verkföllum hjá þessu fyrirtæki en öðrum. En ríkisstjómin hefði tvívegis bannað með lögum verkfali hjá Alþingi og þ/oðin óbundin £ Við atkvæðagreiðslu um alúmínfrumvarpið í neðri deild al- þingis í gær var frumvarpið samþykkt með 21 atkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins gegn 17 atkvæðum. Allir þingmenn Alþýðubandalagsins grciddu atkvæði móti frumvarpinu og Framsóknarþingmenn nema Jón Skaftason og Björn Pálsson, sem sátu hjá. íslenzka fyrirtækinu Loftleiðum og hætta værf á að hún yrði ekki síður veik fyrir kröfum hins erlenda auðfyrirtækis. Krafan um eignarnám Einar hentj góðlátlegt grín að Vísi sem strax værf farinn að tala um það sem eitthvað af- skaplega ljótt að mjnnzt væri mögulejka íslendinga að þjóð- nýta alúmínverksmiðjuna. Nú hefði Jóhann Hafstein eins og forsætisráðherra áöur líka mjnnzt á þennan möguleika. Að vísu hefðu þejr samið illilega um það / alúmínmennirnir, að kæmj til eignarnáms ætti að borga tafarlaust fyrir verk- smiðjuna og yfirfæra greiðsl- umar í dollurum En vel gæti Alþingi viljað eitthvað um þau atriði segja þegar til þess kæmi. ® Einar Olgeirs^on gerði þá grein fyrir atkvæði sínu að hann teldi að stjórnarfarslega. og siðferðislega hcimild bresti til að binda þing og þjóð til 45 ára með Iögum sem þessum. Hann áliti því Alþingi og þjóðina óbundna af slíkum löguim og scgði því nci. Kaupa pólitísk áhrif Einar vék að. „skilyrðum“ Alþýðuflokksins. og taldi að hinu erlenda auðfélagi . myndi reynast auðvelt að fara kring- um þau, og myndi láta digra sjóði renna tjl atvinnurekenda- samtakana á íslandi, þótt það teldist ekki meðlimur þeirra. Svo virðist sem Alþýðuflokk- urinn hefði nokkum beyg af því ag hinfr erlendu eigéndur alúmínfyrirtækisins tækj.u að hafa afskipti af íslenzkum þjóðfélagsmálum og verkalýðs- máium, og væri það vitað mál að svo yrði. Minnti Ein-ar á að Benedikt Gröndal hafði látið orð falla um það fyrr í ura- Framhald á 12. síðu. / • Klausan sfem myridin er af hér að ofan birtist á baksíðu Morg- unblaðsins í gær og er þar hælzt um yfir því að „kommúnistarí' cins og blaðið orðar það, þ.e. Alþýðubandalagsmenn hafi ekki get- að boðið fram við bæjar- og sveitarstjómarkosningarnar í vor. • Það er að vísu rétt að Alþýðubandalagið lagði ekki fram lista í Kefiavík, þótt ástæður fyrir þvi séu að vísu aðrar en Mogginn lætur í veðri vaka. Hitt er hins vegar aðeins ósk blaðsins eða venjulegur „Moggasannleikur'* að Alþýðubandalagið hafi ekki lagt fram Iista í Garðahreppi eins og vottorðið sýnir, samanber og fram- boðslistann sem birtur er á-12. síðu. ALÞÝÐU BANDALAGIÐ _ VWVWW\AWWVWVAWWWWWWWWWWWWWVVAWV\AAWWWWVA/WWWWWWWV\A/WWA Frá kosningastjórn Alþýðuhandalagsins ★ Utankjörfundaratkvæða- greiðsla fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkPsningarnar 22. maí n.k. hefst í dag, sunnudag. Kosið er í gamla Búnaðarfélagshúsinu v/ Lækj- argötu. Opið á sunnudögum klukkan 2—6 síðdegis og á virkum dögum klukkan 10— 12 f.h., 2—6 og 8—10 e. h. ★ Kosningaskrifstofa Aiþýðu- bandalagsins er í Tjarnargötu 20, símar 17512 og 17511. Opið klukkan 9—12 f.h., og 8—10 e. h. alla virka daga, — Á sunnudögum klukkan 2—6. — Fleiri' kosnlngaskrifstofur verða auglýstar síðar. ★ SjálfboðaliðaT eru beðnir að hafa samband við kosn- ingaskrifstofuna hið fyrsta vegna starfa á kjördegi og fyrir kjördag. UTANKJÖRFUNDAR- ATKV ÆÐ AGREIÐSL A Sérstaklega er áríðandi að stuðningsfólk Alþýðubanda- lagsins tilkynni kosningaskrif- stofunni NÚ ÞEGAR um alla þá hugsanlegu kjósendur Al- þýðubandalagsins sem erlend- is eru bg aðra þá sem líkur eru á að ekki verði heima á kjördag. ★ Listabókstafur Aliþýðu- bandalagsins í Reykjavík og annarsstaðar, þar sem um stjálfstætt framboð banda- lagsins er að ræða, er G, — G-UISTI. WAAAAAAAAAAAAAWAAAAAAAAAAAAAAAAAAWWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAWIAAAAAAAAAAAAVVVVVVVVVVVVVVVVVWVVVVVWVVVVVVVVVVVVVVWVVVVW

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.