Þjóðviljinn - 24.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.04.1966, Blaðsíða 4
SlÐA ÞJÖÐVILJINN — Sunnudagur 24. aprfl 1966 Otgefar.di: Ritstjórar: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. Ivar H. -Tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J/'iartnesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 35.00 é mánuði. Misnotað vald TTafa alþingismenn sem sennilega verða allir horfnir af þingi eftir 45 ár heimild til að á- kveða með lögum skattgreiðslu einstakra fyrir- tækja til svo langs tíma? Teldi Sjálfstæðisflokk- urinn sig hafa heimild til þess að kveða á um skattgreiðslu íslenzkra fyrirtækja næstu 45 árin, ef hann hefði meirihlutaaðstöðu á Alþingi? Er lagagrundvöllur fyrir slíkum samþykktum á Al- þingi? Teldi hann sig geta tryggt forréttindi og sérréttindi einhvers hluta íslenzkra a'tvinnurek- enda með þessu móti? Er hægt að svipta Alþingi þannig löggjafarvaldi um skattamál? Þessar spumingar um einn þátt alúmínsamninganna, sem Einar Olgeirsson varpaði fram við 3. umræðu málsins í neðri deild, sýna eins og í sjónhendingu hversu óvenjulegar og ósvífnar ráðstafanir þing- meirihluti Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins eru að gera með því að veita þessum óhæfu- samningum lagagildi. Þessir þingmenn ætla sér að binda hendur nýrra kynslóða íslenzkra alþing- ismanna í hinum mikilvægustu málum, og á þann hátt að mjög hæpnar stjórnarfarslegar forsendur eru fyrir gerðum þeirra. Með þeim óheillaaðgerðum að hleypa erlendum . . . auðhring inn í atvinnulíf íslendinga er v.er- ið að bjóða heim stórþættu á íhlutun þessa fjár- sterka erlenda aðila um íslenzk þjóðmál; Það hef- ur oftar en einu sinni verið rakið í umræðum um alúmínsamninginn hvernig íslenzkir menn létu ginnast til þess að selja erlendum auðfélögum dýrmætustu fallvötft landsins, áelja Gullfoss og Geysi, éelja íslenzk höfuðból. Enn eru auðginntir menn á íslandi ef nóg gull er í boði og sú er hættan mest af alúmínsamningunum að takist að smækka einhvern hluta íslenzku þjóðarinnar, koma íslenzkum mönnum til að dansa kringum gljáandi alúmínkálf svo þeir gleymi sóma sínum og metnaði sem íslendingar. — s. Aðalskipulag Reykjavíkur II nýja aðalskipulag Reykjavíkur er mikilvæg- ur árangur af langri baráttu Alþýðubanda- lagsmanna í borgarstjórn. Árum saman hafnaði meirihluti Sjálfstæðisflokksins öllum tillÖgum um skipulagningu borgarlandsins og tilviljun réði að mestu hvernig borgin byggðist. Háfa af þeim sök- um verið gerð mörg hörmuleg mistök sem erfitt og dýrt verður úr að bæta. Nærtækustu verkefn- in í skipulagsmálum eins og nú er komið er að tryggja framkvæmd aðalskipulagsins og fá skipu- lagsdeild borgarinnar trausta og hæfa forus'tu í stað þess stjórnleysis sem þar ríkir, svo og að trvggja henni næga og vel menntaða starfskrafta til lausnar margháttuðum verkefpum. — g. Hví skyldi framkvæmd kónglegrar fororðningar eiga að linna? ekki hvað hann var að fara. Röddin var eins og þegar tal- að er niður í tómg. tunnu. Vsentanleg fermingarbörn dönsk (eða nýfermd) hafa ver- ið að því spurð hvað þau hafi um fermingu sína að segja. Svörin urðu flest á eina lund. Spurningin sem fyrir þau var lögð, hljóðar svo: „Hvaða þýðingu hefur það haft .fyrir þig að ganga til spurninga?“ Svör: — Enga. — Ekkert að þýða. —z Sama sem enga. Ég var að krota myndir á blað. — Enga. — Það hafði enga þýðingu fyrir mig. — Það hafði þá þýðingu að ég fékk ótrú á prestinum. — Presturinn reyndi að ræða um trúarlærdómana við okk- ur. En við skildum ekkert í því sem hann sagði. Líkt þessu svöruðu níu af hverjum tíu. Svör hinna voru nokkuð loðin. — Við lærðum víst eitthvað en við vissum það mestallt áð- ur. — Líklega hefur presturinn talað af viti. En við skildum Ferming var fyrst innleidd í Danmörku (og á íslandi) á átjándu öld (1736). Það gerðu heiðurshjónin Kristján sjötti og frú hans Soffía Magðalena. Þessi óglöðu hjón voru heit- trúuð. Þau voru píetistar. Ekki hefur þessi konung- lega tilskipun neina stoð í biblíunni. Sú bók nefnir ekki fermingu. í Danmörku eru 90% af fermingarbörnum fermd kirkjulegri fermingu, en þar þekkist líka svokölluð borg- araleg ferming, sem fyrst var -<S> S0FUM VIÐ 0F LÍTIÐ? Eins og kunnugt er sofa ný- fædd börn h.u.b. allan sólar- hringinn og ársgamalt barn sefur ca. 15 klst. á sólarhring, þar með talinn hænublundur eftir hádegi. Það er nauðsyn- legt allt að 4ra ára aldri að fá sér slíkan blund um miðj- an daginn, segja þeir sem vit- ið hafa. ’ 4ra ára gamalt bam á að sofa 13 klst. á sólarhring, sex ára barn minnst 12 klst. og átta ára gamalt barn þarf 10 tíma svefn, og svo mikils svefns þarfnast börnin í nokk- ur ár eftir að þeim aldri er náð. Þegar komið er á táninga- aldurinn þroskast stúlkur jafn- an fyrr likamlega en drengir og útheimta þær þá lengri svefntíma. Allt frá 12 ára aldri þurfa stúlkur að sofa mikið, jafnvel 11—12 klst. á sólar- hring. Þegar stúlkurnár eru 14—15 ára þurfa þær oftast 9 tíma svefn á sólarhring en drengimir a.m.k. 10 klst. En 8—9 klst. svefn ku vera hæfi- legup þegar unglingamir eru orðnir 18 ára. En hver- sefur nú jafn lengi og að ofan getur? Þeir em ekki margir og þó er þetta lág- Ný þingmál Fram er komið á Alþingi frumvarp um heimild fyrir rík- isstjórnina aþ ábyrgjast lán fyr- ir Flugfélag Islands h.f. til kaupa á millilandaflugvél og má upp- hæðin nema 238 milj. krópa. Lagt hefur verið fram á Alþ, stjórnarfrumvarp um breytingu á lögum um kísilgúrverksmiðju vegna samninga við bandaríska auðfélagið Johns-Manville Corp- oration. -<S> Holt í Vietnam Forsætisráðherra Ástralíu, Holt, er kominn í fjögurra daga heimsókn til Suður-Vietnam, en þar berjast nú ástralskar her- sveitir. og skai þeim fjölgað á næstunni. Súkarno er borubrattur DJAKARTA 22/4 — Súkarno Indónesíuforseti hefur lýst því yfir, að hann aetli ‘ sér • ékki að vera einhvérskonar toppfígura í landi sínu — sé hann enn for- seti í raún réttri og æðsti yfir- maður hersins og : énginn hafi sétt hann af. ! Málgögn Indóhesíuhers ! skýra frá því, að hinn bannaði komm- únistaflokkur safni nú liði til skæruhernaðar á Mið-Jövu. markssvefntími, að áliti lækna. í mörgum löndum hefur ver- ið gert yfiriit um svefntíma fólks og sýna þær skýrslur að flestir sofa of lítið. Spumingin er, hvenær höf- um við sofið nógu lengi? Og svarið: Þegar við vöknum án þess að vera vakin, þá fyrst erum við útsofin! Að 'vísu finnast sjálfsagt mörg ungmenni, sem vakna af sjálfsdáðum á morgnana, en langflestir neyðast til að láta vekja sig. ýmist með aðstoð vekjaraklukkunnar eða með hrópum, hristingum eða enn meiri hamagangi. Það er um að gera að fá nægan svefn, því að annars er fólk illa upplagt, fúllynt og sljógvast jafnvel á allan hátt. Og reyndar er það fleira, sem gæta þarf að en sjálfur'svefn- tíminn. svefninn þarf líka að vera'góður. Sofi fólk illa gerir svefninn ekki hálft gagn. Hrcint loft í svefnherbcrginu Nauðsynlegt er að hafa gott loft í svefnherberginu og rúm- ið verður að vera mátulega hart. Böm og unglingar eiga helzt ekki að hafa kodda. Einnig er það , mikilvægt atriði fyrir veUíðan manna, að neyta ekki þungrar máltíðar rétt fyrir svefninn, því að þá hefst þvílíkur hamagangur í maganum að ómögulegt er að sofa vel. Við ættum líka að hafa það hugfast að vera róleg og slappa af áður en við sofnum. Það hefst ekki ef bömin hlusta á æsandi sögur rétt áður en þau fara að sofa og fullorðna fólk- ið les spennandi glæpasögur, svo að sjónvarpinu sé alveg sleppt. Heillaráð er að fá sér smá gönguferð fyrir háttatímann og væntanlega muna allir eftir að þvo sér rækilega! Eða hver getur sofið svefni hinna rétt- látu, ef fæturnir eru kaldir og óhreinir? t (Þýtt og endursagt). innleidd árið 1915. Hún þekk- ist ekki á íslandi. Með hverju ári sem líður verða fermingar kostnaðarsam- ari, bæði hér og í Danmörku. Oft kostar veizlan ein 3000 til 6000 kr. í Danmörku og er þá ekki nærri allt talið. Til þess að borga þann brúsann taka foreldrar barnanna lán hjá vandamönnum eða öðrum, taka sparifé sitt út, vinná nótt með degi, segjast lifa á hafra- graut og síld í þrjú ár á und- an og ?ftir, o.sifrv. Hið lakasta er ótalið. Sjálft fermingarbarnið er nánast hornreka í samkvæminu, full- orðna fólkið hefur orðið, drekkur vínin (lítið er víst um vín í fermingarveizlum hér á landi, en því meira í Danm-.), reykir tóbakið, lætur ljós sitt skína. Fermingarbarnið fær engu að ráða, helzt má hvorki detta af því né drjúpa í fína skrúðanum, því er ætlað að vera andagtugt og muna , vel eftir helgi stundarinnar og á- byrgðinni sem því fylgir að staðfesta skírnarheit sitt, og þó kann svo að vera, að andagt- in sé í minnsta lagi hjá öðr- um viðstöddum. Líkurnar til að þessu geti farið að linna eru nánast errg- ar. Ekki hef ég spurnir af neinu barni sem þverskallast við að láta f erma sig, — reyndar ætlaði ein stelpa að gera það snemma á ' þessari öld, en hún var ofurliði borin, og segir ekki meira af því. Aðra stelpu þekki ég, sem end- urminningin um þann ömur- lega dag þegar hún var fermd, hefur fylgt ævilangt. Og hví skyldi framkvæmd þessarar kónglegu fororðningar eiga að linna? (Að nokkru eftir grein í iPolit. 17. apríl 1966: „En farce- forestilling"). <S- T/LBOÐ óskast í eftirtálin tæki, sem verða til sýnis við vélaverkstæði flugmálastjórnarinnar á Revkjavík- urflugvelli, þriðjudaginn -26. apríl kl. 1— 1 stk. Ford vörubifreið 8 tonna m. dieselvél 1 — Ford vörubifreið( 6 tonna m. dieselvél 2 — Ford vörubifreiðir ZVz tonn 2 — Caterpillar jarðýtur D-7 1 — Caterpillar jarðýta D-6 1 — Dodge Weapon 1 — Commer hitarabifreið 1 — Mercer vélkrani 3 tonna árgerð 1953 árgerð 1953 • árgerð 1946 árgerð 1941 árgerð 1946 árgerð 1953 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, miðvikudaginn 27. apríl kl. 5 e.h., að við- stöddum bjóðendum. Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki teljast viðunandi. Innkaupastofnun ríkisins. CUDO iMERKI HOmGJMANS ^^SKÚLAGÖTU 26 — SÍMI 120S6 - 20456 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.