Þjóðviljinn - 24.04.1966, Blaðsíða 10
'10 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 24. apríl 1966
MORÐ MEÐ
EFTIRMÁLA
voru aðeins nokkrir metrar að
stöðinni, en hann gekk aldrei
ef hann gat komizt hjá því. Þeg-
ar þangað kom, fór hann ekki
strax útúr bílnum. Hann þurrk-
aði sér í framan stundarkom og
sagði síðan: Hvað segið þér nú
um hann Forbeson vin okkar?
— Hann virtist beina orðum
eínum til mín, svo ag ég svar-
aði:
— Ég get ekki betur séð en
han sé laus allrja mála.
— Það er engu líkara, eða
hvað? Vinur hans kaupmaðurinn
gat gert grein fyrir honum, það
vantaði ekki.
Aldrei þessu vant tók Barrows
til máls að fyrra bragði.
— Haldið þér að þessi fjarvist-
arsönnun geti verið tilbúin?
Lyon hristi höfuðið.
— Það held ég ekki. En þótt
svo væri, gat ég ekki betur séð
en hann sé býsna vel settur.
Hann hefur tímann með sér.
Ef hann hefur farið frá um
morguninn klukkan kortér yfir
tíu, ' þá hefði hann ekki getað
komið til Massey öllu fyrr en
hélftólf. Þá hefði hann þurft að
fara framhjá Houston sem leynd-
ist einhvers staðar, og bíl Brands
sem stóð utanvið veginn, Þeir
hlytu að hafa heyrt til hans eða
séð bílljósin.
— Það er alveg satt, sam-
sinnti ég. þegar Harrows sagði
ekkert. Nema hanri hafi komið
niður veginn, þegar bæði Brand
og Houston voru farnir.
— Útilokað. Það var búið að
slökkva í herbergi Masseys þeg-
ar frú Massgy kom til baka
klukkan tólf.
— Já, ég veit það, sagði ég.
fcn það er ekki aðeins um Mass-
ey að ræða. Bella Draffen kem-
ur líka til greina.
— Aha? Enn ein kenningin?
Þótt hann setti upp skringilegan
Hárcrreiðslan
Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
Steinu <m Dódó
Laugavegi 18 III hæð Clyfta)
SlMI 24-6-16_______________
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21. SlMI 33-968.
D ö m U R
Hárgreiðsla við allra hæfi
TJARNAESTOFAN
Tjamarg"tu 10 Vonarstrætis-
megin — Sími 14-6-62.
Há?«ieiðslustofa
Austurbæiar
María Guðmundsdóttir
Laugavegi 13 Sími 14-6-58.
Nuddstofan er á sama stað.
svip sá ég vel að hann hafði á-
huga á því sem ég var að segja,
og ég ætlaði ekki að láta skap-
ið hlaupa með mig í gönur í
þetta sinn, svo að ég brosti.
— Ég var búinn að segja yðúr,
að ég hefði nóg af þeim. Ef
hann hefur nú tekið Bellu upp í
bílinn á leiðinni og ekið niður
veginn á móts við beygjuna í
nánd við Houiston, sem er til-
tölulega nálægt víkinni? Hann
ætti að vera kunnugur staðhátt-
um — það er atvinna hans að
þekkja hvern .krók og kima hér
um slóðir.
— Þetta er möguleiki, sagði
Lyon. En konan hans ber það,
að hann hafi -komið heim fyrir
klukkan hálfeitt.
— Er það öruggt?
39
— Það er óvíst að það nægði
fyrir rétti, en ég trúi henni per-
sónulega. Þekkið þér ihana?
— Það get ég varla sagt. Rétt
í sjón.
— Jæja, hún er dálítið gaflað.
Og það er ósköp skiljanlegt, eftir
því sem ég hef heyrt. Þóít Scotty
litli þykist ósköp vandur að virð-
ingu sinni, þá er ég hræddur
um að hún hafi stundum átt í
erfiðleikum með hann, þegar
hann hefur tekið hin og þessi
hliðarhopp. Hún átti von á hon-
um heim um níuleytið á laugar-
dagskvöld, og hún vakti eftir
honum. íe býst við að hún hafi
ætlað að tala yfir hausamótun-
um á honum. en honum tókst
að blíðka hana með því að
segja henni frá stóra vinningn-
um. Nei, ég held við verðum að
taka sögu hans trúanlega, til
bráðabirgða að minnsta kosti.
Ég hlaut að fallast á þetta.
Barrows spurði hvort vegurinn
lægi hvergi annars staðar nærri
víkinni.
— Ég er hræddur um ekki.
Víkin myndar U og vegurinn
kemur ekki nálægt henni fyrr
en á móts við Massey. Vegurinn
þangað heim sem er tæpur hálf-
ur kílómetri. síðan kemur veg-
urinn til mín, sem er ögn styttri.
Og þá tekur við vegurinn frá
Houstoneyjunni. Hann er enn
styttri, — ekki nema svo sem
fjögur hundruð metrar, og hann
er ósköp ósléttur. Síðan fjarlæg-
ist ströndin götuna að nýju, en
vegurinri endar hjá Houston eins
og þið vitið.
Lyon hreyfði sig í sætinu.
— Nei, við verðum víst að
hvítþvo Forbeson. Og yður
fannst hann ekki segja neittann-
að sem máli skipti. eða hvað?
Ég mundi ekki eftir neinu sem
að gagni mætti verða.
— Nei, það held ég ekki. Eins
og þér segið, þá virðist hann
laus allra mála. Kannski og
Eftir
Patrick
Winn
kannski ekki er hann saklaus af
faðemirmálinu, en það breytir
víst engu til eða frá.
— Nei. Jæja, Tom — við
i þurfum að hafa tal að Riley lög-
regluþjóni, eins og þú manst.
Við skulum ekki láta yður bíða
lengi, Carstairs, en ég þarf að
nota símann sem snöggvast. Ef
yður verður of heitt í bílnum,
þá gáum við að yður á kránni,
ha?
Ég sagðist skyldi bíða og þeir
fóru samari inn. Þreytuleg lög-
reglustöðin var máluð í tilskip-
uðum stjórnarlitum og nokkrar
máttleysislegar flugur flögruðu
við rimlagluggana. Ég sá Lyon
við símann. segja númer og
leggja síðan tólið á, og það gaf
til- kynna að hann væri að
hringja til borgarinnar. Síðan
stungu þeir saman nefjum,
hann Barrows og lögregluþjónn-
inn, rétt eins Og Lyon væri að
leggja þeim einhverjar lífsreglur.
Rétt í því kom símtalið hans,
og hann talaði í nokkrar mín-
útur. Það var ekki langt símtal
og hann og Barrows komu fljót-
lega aftur. Lyon var enn sveitt-
ur og hnusaði út í loftið í von
um hafgolu.
— Jæja — þá er það Brand
læknir. Nú held ég að við séum
tilbúnir að fást við hann. En
að sjálfsögðu getið þér ekki
verið viðstaddur. Ég er viss um
að þér skiljið það.
örlítil breyting hafði orðið á
framkomu hans. Það er óvíst að
þess hefði orðið vart hjá öðrum
manni en i stað hinnar venju-
legu þyngslalegu leti virtist nú
komin einhvers konar einbeitni. !
Ef til vill var ráðninguna að ,
finna í næstu orðum hans:
— Nú er inngangsrannsóknun-
um lokið. Eftir þetta — . fylgjum
við ákveðinni línu. Allt í lagi,
af stað, Tom.
Það vildi svo til að ég þurfti
ekki að fara á mis við það sem
hefði sjálfsagt getað orðið at-
hyglisvert samtal. Brand var
ekki heima. Gamla, móðurlega
konan, sem var -ráðskona hjá
honum, sagði Lyt>n að læknirinn
hefði farið í heimsókn til frú
Massey, og þar sem engar
læknisaðgerðir lægju fyrir síð-
degis væri óví,st að hann kæmi
aftur fyrr en seint. Lyon gerði
sig ekki ánægðan með það. Hann
bað hana að hringja til . frú
Massey og segja lækninum að
vera þar kyrrum, þangað til
hann — Lyon — kæmi að tala
við hann. Ég var ekki viðstadd-
ur meðan þessu fór frá, en Lyon
sagði mér frá því þegar hann
kom til baka. Hann var ánægð-
ur á svipinn.
— Þetta breytir áætluninni
dálítið, og þér getið vist verið
viðstaddur eftir allt saman, en
ég ætla að hleypa yður úr bíln-
um hjá Masseyhúsinu á leiðinni
— ég á enn eftir að • tala við
Clegg. Ég skil yður þar eftir,
vegna þess að ég vil safna ykk-
ur öllum saman svo að við get-
um athugað i sameiningu sönn-
unargögnin sem við höfum viðað
að okkur.
Þetta kom mér nokkuð á ó-
vart, þar sem hann hafði fyrir
stuttri stundu viðurkennt að
hann væri jafnnær. Haldið þér
að eitthvað verði á því að
græða?
— Það gerist ævinlega eitthvað
þegar fólki er bóað þannig sam-
an. Við höfum fengið það sem
hægt- er uppúr hverjum og ein-
um. Fólk bregzt öðru vísi við
spurningum þegar það er eitt sér
en í hóp. Og áhrifin verða öll
önnur. Það getur verið mjög
fræðandi ef skilyrðin eru hag-
stæð.
— Og þér haldið að skilyrðin
séu hagstæð núna?
— Við verðum að tefla á tvær
hættur með það.
Hann talaði ósköp rólega, en
| einhver eftirvænting hlýtur að
, hafa legið í loftinu. Ég fann
I hvernig taugaspennan gagntók
LEÐURJAKKAR
á stúlkur og drengi. — Loðfóðraðir rú-
skinnsjakkar — Ódýrar lopapeysur.
Leðurverkstæðið
Bröttugötu 3 B. — Sími 24678.
Blaðadreifing
Blaðburðarfólk óskast strax til að bera
blaðið til kaupenda við
Laufásveg — Hverfisgötu — Hringbraut -
og Hlíðarvegshverfi í Kópavogi.
ÞJÓÐVILJINN sími 17500.
samkomulagi við þá......... Það mætti reyna að múta þeim,
bjóða þeim meira, hóta þeim......... — Reykurinn úr flugvélinni
hefur líka sézt frá Al-Makdis og Gamier skipstjóri gefur skipun
um að halda þegar á staðinn með fúllri ferð.
4736 — Flugvélin er lent á sjónúm og mennimir klifra báðir
fljótt upp úr henni. Ibn Sakkras lítur í kringum sig dauðhrædd-
ur. — Þórður hefur beðið stúlkurnar að fela sig; en Ibn Sakkras
þekkir báða útlendingana undireins. Eru þeir orðnir málaliðar
konungsins......? Jæja, þá væri kannski hægt að komast að
þorður
ÁBYRGDARTRYGGINGAR
ATVINNUREKENDUR.
1«
ABYRGÐARTRYGGING
ER NAUDSYNLEG
ÖLLUM ATVINNUREKSTRI
TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIRf
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVIK • S íMl 22122 — 21260
Plaslmo
Plast
þakrennur og
niöurfaílspípur
fyrirliggjandi
PLASTMO
Ryðgar ekki
þolir seltu og sót
þarf aldrei að móla
MARS TRADING COHF
KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373
Auglýsið í Þjóðvilþmum