Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 1
I I I ! * \ \ Þrír dagar til stefnu aí leysa læknadeiluna h Þjóðviljinn átti í gær tal við Árna Björnsson form. Læknafé- lags Reykjavíkur og innti hann frétta af læknadeilunni, en lækn- ar þeir sem nú vinna ýmis sér- fræðistörf við Landspítalann, Borgarspítalann og Ránnsóknar- stofu Háskólans eftir útköllun yfirlækna þessara stofnana hafa ákveðið að hætta því frá og með 1. maí n.k., ef samkomulag hef- ur ekki náðst fyrir þann tíma. Árni skýrði svo frá að engir við-> ræðufundir um launak’jör læknanna hefðu verið haldnir síðan föstudaginn 15. þ.m. en fyrra hluta þessa mánaðar áttu fulltrúar ríkisstjórnarinnar og Læknafélagsins með sér allmarga fundi um það mál en samkomulag náðist ekki.< Nefnd sú sem skipuð var skömmu fyrir síðustu áran>ót til þess að gera tillögur um nýtt fyrirkomulag lækna- þjónustu á þessum stofnunum skilaði áliti fyrir nokkrum dögum og hefur það verið í athugun hjá ríkisstjórninni að undanförnu. Náist ekki eitthvert samkomu- lag í deilunni á þeim þrem dög- um sem enn eru til stefnu hlýtur að skapast vandræðaástand á fyrrgreindum sjúkrahúsum þegar eftir mánaðamótin, því þá verða þar aðeins eftir til starfa yfir- læknarnir. En með því að kveðja sérfræðinga sér til aðstoðar til þess að viona einstök verk hafa þeir til þessa getað annað allri nauðsynlegustu læknisþjönustu á sjúkrahúsunum, þrátt fyrir að yfir 20 læknar hafj horfið úr föst- um störfum við þessar stofnanir síðasta mánuðinn. ! \ i i Frumvarp um lánasjóð íslénzkra námsmanna t / Lánað verði allt að 50% námskostnaðar □ Tveir þingmenn Alþýðubandalagsins, Ragnar Arn- alds og Einar Olgeirsson, flytja á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum frá 1961 um lánasjóð íslenzkra námsmanna. □ Leggja þeir til að framlag ríkisins verði stórhvkað, í 20 miljónir króna, og að heimilt sé að lána ailt að 50% af áætluðum framfærslukostnaði í hlutaðeigandi námi, og sé sjóðstjórn heimilt að taka ián handa sjóðnum svo hann geti veitt slík lán. Við úthlutun skuli tekið tiilit til þess ef námsmaður hefur fjölskyldu á framfæri sínu. Birgir Engilberts >lýtt isleozkf leikskóld * Á sunnudaginn frumsýnir * Þjóðleikhúsið tvo einþáttunga * í Lindarbæ. Annar þeirra er * eftir 19 ára gamlan íslenzkan * pilt, Birgi Engilberts, og er * þetta fyrsta leikrit hans sem * sýnt er á sviði. — Sjá nánar * frétt á 10. síöu. í greinargerð segja flutnings- menn: „Eins og kunnugt er, veitir Lánasjóður íslenzkra náms- manna aðeins lán til háskóla- stúdenta og námsmanna erlend- is. Flutningsmenn frumvarpsins telja það nauðsynjamál, að í framtíðinni hljóti. aliir nemend- ur í framhaldsnámi fjárstuðning frá ríkisvaldinu, og jafnframt telja þeir eðlilegra, að sá stuðn- ingur sé fremur í formi styrkja en lána. í þessu frumvarpi er þó ekki hreyft við skipulagi lánasjóðsins eða starfssviði, enda er nú verið að endurskoða •lögin um lánasjóðinn í sérstakri nefnd. yieð frumvarpinu er ein- ungis reynt að bæta úr brýn- ustu neyð: í fyrsta lagi er lagt til, að fjárhagur Lánasjóðs ís- lenzkra námsmanna verði stór- lega efldur, svo að unnt sé að veita stúdentum lán, er nemi að meðaltali að minnsta kosti 50% af áætluðum framfærslukostnaði í viðkomandi námi, og í öðru lagi, að‘ tekið sé tillit til þess, ef stúdentinn liefur fjölskyldu á framfæri sínu. ★ Við vorúthlutun 1966 var lán- um til stúdenta við Háskóla ís- lands skipt í 4 flokka: 9, 12, Í5 og 18 þús. kr. Langflestir um- sækjendur lentu í lægsta flokki, og einungis læknastúdentar,,sem iangt eru komnir í námi, féngu hæstu upphæðina. Meðaltal láns- upphæða var 12238 krónur. Stúdentar fá því aðeins náms- lán, að þeir stundi námið reglu- lega og ljúld prófum á tilskild- um tíma. Fyrstu þrjú missirin fá stúdentar við háskólann ekk- ert lán. En næstu þrjú árin fá þeir flestir, miðað við seinustu úthlutun, 18000 krónur á ári. Samkvæmt skýrslum, sem gerð- ar hafa verið um lágmarksfram- færslukostnað einhleypra stúd- enta, er varla unnt að áætla harín minni en 60—65 þús. kr. yfir vetrartímann. Miðað við 12000 k.róna meðaltekjur á mán- uði í sumarvinnu 3% mánuð, er varla unnt að reikna með því, að Framhaid á 6. síðu. MSi heíur gengið í Alþjóðasamband málmiðnaðarmanna Fundur sambandsstjórnar Málm- og skipasmiðasambands íslands var haldinn síðastliðinn sunnudag, þann 24. þ. m. að ölfusborgum í Ölfusi. Formaður sambandsins, Snorri Jónsson, flutti skýrslu um störf þess frá því að síijasti sam- bandsstjórnarfundur hafði verið haldinn. Kæddi hann fyrst um samninga sambandsfélaga á s.l. ári og árangur þeirra. Á síðasta ári sótti sambandið um inn- göngu í Alþjóðasamband málm- iðnaðarmanna (IMF) í Genf og hefur nú borizt tilkynning frá því um, að | Málm- og skipa- smiðasamband íslands sé ' orðið fullgildur meðlimur þess. Hin málmiðnaðarsamböndin á Norð- urlöndum eru einnig meðlimir þessa alþjóðasambands (IMF). MSÍ hefur sótt um og fengið loforð fyrir að mega senda einn mann til náms í vinnuhagræð- ingarmálum á kostnað þess op- inbera samkvæmt heildaráætlun um þau mál. Norsk Produktivjtetsinstitutt. A. Hernes, til að kanna skilyrði fyrir notkun ákvæðisvinnu í ís- lenzkum málmiðnaði. Ofan- nefndir aðilar fengu þennan sér- fræðing fyrir milligöngu Iðnað- aðmálastofnunar íslands. Að. loknum rannsóknum sínum hér, skilaði hr. A. Hernes ítarlegri skýrslu um þær. Skýrslán og niðurstöður hennar voru ræddar á sambandsstjórnarfundinum. — Á fundinum kom fram áhugi fyrir því, að tekin yrðu upp ný launakerfi í málmiðnaðinum, en málmiðnaðarmenn eru nær eingöngu á fast umsömdum vikulaunum. Að lokum voru rædd viðhorf Framhald á 6. síðu. Hálfan sexfánda mánuS I smiSum! * Ljósmyndarl Þjóðviljans átti leið um Reykjavíkur- flugvöll í gærmorgun og tók þá þessa mynd af Loftleiðahótelinu nýja, en það verður tekið í notkun um næstu helgi samlcvæmt áætlun. Smíði þessa stór- hýsis hefur tekið svo skamman tíma að um al- gert íslandsmet er að ræða — það er ekki Iiðið nema rúmt ár (1514 mánuður) síðan byggingarfram- kvæmdir voru hafnar á staðnum en undirbúnings- og teiknivinna ýmiskonar hafði þá víst verið unnin áður. * Á myndinni sjást iðnað- armenn Ieggja síðustu hönd á frágang anddyris hins nýja hótels Hlaut 300 þás. krónur í sekt fyrir landhelgisbrot Skýrt var frá því að stofnuð hafa verið, fyrir tilstuðlan sam- bandsins, nokkur félög málm- iðnaðarmanna og að undirbúin væri stofnun fleiri rfélaga. í október s.l. kom hingað til lands á vþgum Málm- og skipa- smiðasambands íslands og at- vinnurekenda í málmiðnaði norskur hagræðiráðunautur frá ■ í fyrradag tók varðskipið Óðinn togarann Þorkel mána að meintum ólöglegum veiðum um 2,5 sjómílur fyrir innan fiskveiðitakmörkin suðvestur af Vestmanna- eyjum. Fór varðskipið með togarann til Vestmannaeyja þar sem mál skipstjórans var tekið fyrir samdægurs hjá bæjarfógetanum. Skipstjórinn játaði brotið og var hann dæmdur í 300,þúsund króna sekt og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Skipstjórinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. jrundvöllur er fyrir veru- legum hækkunum á kaupi vegna stóraukinnar framleiðslu og þjóðartekna l-i rdu ei icuigi, ao luiiyrua ao iauuasieuir xanasins naii fengið í sinn hlut svo mikið af ört vaxandi þjóðartekjum að þær megi vel við una, sagði Lúðvik Jósepsson á Al- þingi í gær. □ Það yrði ekki sannað með því að taka meðaltöl af há- um tekjum síldveiðisjómanna og yfirborgaðra iðnaðar- manna og verkamanna. Eini rétti mælikvarðinn væri kaup verkamanna fyrjr hverja vinnustund, og vantaði mikið á að það hefði hækkað til samræmis við auknar þjóðar- tekjur. A fundi sameinaðs þings í gær flutti Magnús Jónsson fjármála- ráðherra „skýrslu um fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlun ríkisstjómarinnar fyrir árið 1966“, og mun síðar vikið að að- alatriðum þeirrar skýrslu. Lúðvík talaði fáein orð eftir ræöu ráðherrans og mæltist til þess að þingmönnum yrði gefinn kostur á að ræða skýrslu ráð- herrans síðar, ekki sízt vegna þess að hann teldi að ýmsar full- yrðipgar og ályktanir ráðherrans stæðust ekki. Það væri rétt að heildarfram- leiðsla þjóðarinnar hefði mjög farið vaxandi á undanfömum meira en í nálægum löndum. Enda hefði verið einstákt góðæri, og t.d. hefði meðaltalshækkun útfluttra sjávarafurða obkar á sl. ári orðið hvorki meira né minna én 12%. Viðskiptakjör þjóðarinnar hefðu batnað á einu ári um 10%. Það þýddi ekki minna en 600-700 miljón óvænt- ar tekjur í þjóðarbúið. Þegar svo áraði aetti sannar- lega að vera um að ræða grund- völl fyrir verulegar kauphækk- anir launastéttanna. ★ Hringlandakennd stjórn Lúðvík sagðist hafa þá trú, andstætt hinum gætnislegu fyr- irvörum ráðherrans, að íslend- Framhald á 6. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.