Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — Flmmtudagur 28. aprfl 1866. Breyting á strætisvagna/eið nr. 11 Frá og með 1. maí n.k. verður sú breyting á leið 11 — Fossvogur —, að vagninn ekur af Sóleyjar- götu um Njarðargötu, framhjá umferðarmiðstöð að Loftleiðahóteli. Síðan ekur vagninn um Flugvall- arveg og suður Reykjanesbraut í Fossvog. Brottfarartími er 5 mín. fyrir hvem fiálfan tíma úr Lækjárgötu. Strætisvagnar Reykjavíkur. Frá Strætisvögnum Reykjavíkur Óskum eftir að ráða vagnstjóra til afleysinga í sumar. Um framtíðaratvinnu getur verið að ræða. Umsækjendur hafi samband við eftirlitsmennina Gunnb'jöm Gunnarsson eða Harald Stefánsson í umferðarstöð S.V.R. við Kalkofnsveg. Strætisvagnar Reykjavíkur. Námskeið-blástursaðferð Kennsla fyrir almenning í lífgunartilraunum með blástursaðferð hefst mánudaginn 2. maí n.k. Þátttaka tilkynnist strax í skrifstofu R.K.Í. Öldu- götu 4, sími 14658. Kennsla er ókeypis. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. Vegamót h/f Aðalfundur / verður haldinn í hlutafélagínu Vegamót, föstudag- inn 6. maí 1966 kl. 9 s.d. að Laugavegi 18. RUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillaga um arðsúthlutun ; 3. Önnur mál Reykjavík 26. apríl 1966. Stjórnin. SKRIFSTOFUR vorar verða lokaðar í dag frá hádegi og MJÓLKURBÚÐIR vorar frá kl. 1,30 til kl. 4. Mjólkursamsalan Bifvélavirki Bifvelavirki eða maður vanur bifvélavið- gerðum óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 38690. Réttarrannsókn hafin át af Munsinger-málinu íKanada OTTAWA 26/4 — I gær hóíst í Ottawa réttarrannsókn í hneykslismáli því sem kom í vetur upp í Kanada þegar að- stoðarlandvarnaráðherra í síð- ustu stjóm Ihaldsflokksins, Pierre Sevigny, var sakaður um að hafa átt vingott við þýzku konu, Gerdu Munsinger, sem sögð var hafa stundað njósnir fyrir Austur-Þýzkaland eða Sovétríkin. Vitni bar það fyrir réttinum í gær að sannanir væru fyrir þvi í skjalasafni kanadisku lög- reglunnar, að Gerda Munsinger hefði verið frilla Sevignys og hún hefði einnig átt vingott við fyrrv. viðskiptamálaráð- herra, Geórge Hees, og hátt- settan embættismann í ráðu- neytinu sem ékki var nafn- nafngreindur. Vitnið, lögmaður að nafni O'Brien, sagði að Munsinger hefði verið neitað um dvalar- leyfi í Kanada 1952 af öryggis- ástæðum og vegna ósiðsamlegs lífemis. Hún hefði verið hand- tekin í Vestur-Þýzkalandi 1949 og hefði þá játað á sig njósnir í þágu Sovétríkjanna. Hún hefði verið fangélsuð í báðum hlutum Þýzkalands fyrir vændi og hnupl. Til Kanada komst hún 1955 og hún var þar til 1961. O'Bri- en sagði að ekkert benti til þess að hún hefði stundað njósnir í Kanada, en öll ástæða hefði verið til að óttast það. Styrkur til náms í Finnlandi Finnsk stjómarvöld hafa á- kveðið að veita Islendingi styrk til háskólanáms eða rannsókn- arstarfa í Finnlandi námsárlð 1966—67. Styrkurinn veitist til 8 .mánaða dvalar og nemur 450 eða 550 finnskum mörkum á mánuði, eftir því hvort um er að ræða háskólastúdent eða fræðimann, sem lokið hefur há- skólaprófi. Til greina kemur að sjtipta styrknum milli tveggja umsækjenda ef henta þykir. Þá munu finnsk stjórnarvöld veita þrjá sams konar styrki til framhaldsnáms, er Islend- ingum gefst kostur á að sækja um í samkeppni við umsækj- endur ,frá öðrum l.öndum. Loks er boðinn fram styrkur handa norrænum fræðimanni til að leggja stund á finnska tungu, og nemur hann 800 mörkum á mánuði. Umsóknir um framangreinda styrki skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, stjómarráðs- húsinu við Lækjártorg fyrir 20. maí n.k. Sérstök umsóknareyðu- blöð fást í ráðuneytinu. Um- sókn fylgi staðfest afrit próf- skírteina, meðmæli tveggja kennara, vottorð um mála- kunnáttu og heilbrigðisvottorð. Á kostnað hverra? Spurt hefur verið hér í blaðinu hver greiði kostnað af fundum þeim sem „Geir Hallgrfmsson borgarstjóri" er talinn halda þessa dagana. Forðazt hefur verið að nefna Sjálfstæðisflokkinn í sam- bandi við þá, en látið líta svo út sem æðsti embættism aður borgarinnar sé aðeins að gegna lýðræðislegu sambandi við almenna þegna. Er það ef til vill svo að fundimir séu haldnir á kostnað borgarsjóðs og greiddir af kjósendum allra flokka? Fordæmi er sem kunnugt er fyrir þvílíku ráðs- lagi. Þegar Sjálfstæðisflokk- urinn og Alþýðuflokkurinn rugluðu saman reitum sínum í stjómarráðinu gáfu þeir út bók sem nefndist „Viðreisn" og sendu hana inn á hvert heimili, en kostnaðinum af því óróðursriti var deilt niður á alla þegna landsins. Er | þetta fordæmi? Væntanlega fást svör við þessum spumingum, en jafn- frarnt er vert að benda á ann- að atriði. A fundum „Geirs Hallgrímssonar borgaretjóra“ eru eignir borgarbúa notaðar óspart, ekki sízt uppdrættir og líkön af hinu fyrirhugaða skipulagi borgarinnar til þess að laða að forvitið fólk. I eignum þessum em mikil verðmæti fólgin, skipulags- störfin að undanfömu hafa í heild kostað borgarbúa 25 milj- kr., og sérstaklega lík- önin eru mjög dýr. Auðvitað átti að gefa borgarbúum kost á að kynnast þessum vekum á hlutlausum vettvangi og á- reitnislaust, en ekki að nota þau til framdráttar einum flokki. Eða ber ef til vill að líta svo á að hér sé gefið for- dæmi sem aðrir megi fylgja? Geta andstöðuflokkar Sjálf- stæðisflókksins vaðið inn í stofnanir borgarinnar og haft þaðan með sér tæki og muni sem unnt kynni að vera að nota á áróðursfundum fyrir kosningar? For- vitnilegt Bandaríska stórblaðið New York Times hefur hafið biirt- ingu greinaflokks um banda- rísku leyniþjónustuna CIA. Greinir blaðið svo frá að njósnakerfi þetta sé nú ráð- andi afl í utanríkisþjónust- unni; í sendiráðum Banda- ríkjanna erlendis séu allt að því þrír af hverjum fjórum sendiráðsstarfsmönnum ráðn- ir njósnarar CIA þótt þeir þykist á ytra borði vera venjulegir sendiráðsfulltrúar. Island er eitt þeiirra landa þar sem bandarískt sendiráð er mjög óeðlilega stórt, og stafar það eflaust af því að hér er mikið af njósnurum, eins og raunar hefur komið margsinnis fram á undan- fömum árum. Væri nú ekki ráð að ríkisstjóm Islands tæki rögg á sig og heimtaði sikrá yfir njósnarana. Auðvit- að er ekki til þess ætlazt að hemámsflokkamir fari að torvelda störf svo ágætra manna; en þegar Bjami Benediktsson, Emil Jónsson og Eystein Jónsson ræða við starfsmenn bandaríska sendi- ráðsins hlýtur að vera við- kunnanlegra fyrir þá að vita, hvort þeir eru að gegna vénjulegum milliríkjasam- skiptum eða þjónustustörfum í þágu njósnara, —• Austri AWWWWWVAAA/VWWVWWWVA/VWAAWVAAWWWVWWA'VVVWWAAAWAAA/VWVWVWWWA Utankjörfundar- kosning er hafin Alþýðubandalagið hvetur alla stuðningsmenn sína, sem ekki verða heima á kjördag til að kjósa strax. í Reykjavík fer utankjör- fundarkosnin^ fram. í gamla Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu, opið kl. 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.h. atla virka daga en á/helgidögum kl. 2—6. Utan Reykjavíkur fer kosn- ing fram hjá bæjarfógetum og hreppstjórum um land allt. Brlendis geta menn kosið hjá sendiráðum fslands og hjá ræðismönnum, sem tala ís- lenzku. Utankjörfundarat- kvæð; verða að hafa borizt viðkomandi kjörstjórn í síð- asta lagi á kjördag 22 maí n.k. Þeir listar, sem Alþýðu- bandalagið ber fram eða styð- Ut í binum ýmsu bæjar- og sveitarfélögum eru eftirfar- andi; Reykjavik G Kópavogur H Hafnarfjörður G Akranes H ísafjörður G Sauðárkrókur G Siglufjörður G Ólafsfjörður H Akureyrj G Húsavík G Seyðisfjörður G Neskaupstaður G Vestmannaeyjar G Sandgerði H (Miðneshreppur) Njarðvikur C Garðahreppur G Seltjarnarncs H Borgarnes G Hellissandur H (Neshreppur) Grafarnes G (Eyrarsveit) Stykkishólmur G Þingeyrj H Suðureyri B * Hnífsdalur A (Eyrarhreppur) Skagaströnd G (Höfðahreppur) Dalvík E Egilsstaðir G Eskifjörður G Reyðarfjörður G Homafjörður G (Hafnarhreppur) Stokkseyri I Selfoss H Hveragerði H Utankjörfund'arkosning i sambandi við bæjar- og svejt. arstjómarkosningarnar 1966 getur farið fram á þessum stöðum erlendi®; BANDARÍKI AMERÍKU Washington D.C.: Sendiráð íslands 1906 23rd Street, N.W. Washingiton D C. 20008. Chicago, Illinois; Ræðism.: Dr. Ámi Helgason 100 West Monroe Street Chieago 3, Illinois Grand Forks. North Dakota: Ræðism.: Dr. Richard Beek 525 Oxford Street Apt. 3 Grand Forks North Dakota Minneapolis, Minnesota: Ræðism.: Bjöm Björnsson Room 1203,15 South' Fifth Street Minneapolis, Minnesota New York. New York: Aðalræðismannsskrifstof fslands 420 Lexington Avenue, Room 1644 New York. New York 10017. . San Francisco og Berkeley. California: Ræðismaður; Stéingrímur O. Thorlaksson 1633 Elm Street San Carlos Califomia. BRETLAND London; Sendiráð íslands 1, Eaton Terrace London S.W. 1. Edinburgh-Leith; Aðalræðismaður: Sigur- steinn Magnússon. 46 Constitution Strpet Edinburgh 6 Grimsby; Ræðismaður: Þórarinn Ol- geirsson Rinovia Steam Fishing Co.. Ltd.. Faringdon Road Fish Docks — Grimsby. DANMÖRK Kaupmannahöfn; Sendiráð fslands Dantes Plads 3 Kaupmannahöfn. FRAKKLAND París: Sendiráð íslands 124 Boulevard Haussmann Paris 8e. ÍTALÍA Genova: Aðalræðismaður: Hálfdán Bjamason Via C. Roccataglfata Ceceardi no 4-21 Genova. KANADA ) Toronto, Ontario; Ræðismaður: J Ragnar Johnson Suite 2005, Victory Build- ing 80 Richmond Str. West: Toronto, Ontario. Vancouver, British Columbia; Ræðismaður; John F Sjg- urðsson 6188 Willow Street, No 5 Vancouver, British Col, Winnipeg. Manitoba: (Um- dæmi Manitoba. Saskatchew- an, Alberta) Ræðismaður: Grettir L. Jóhannisson 76 Middle Gate Winnipeg 1. Manitoba. NOREGCR OsIO; Sendiráð fslands Stortingsgate 30 Oslo. SOVÉTRÍKIN Moskva; Sendiráð fslands Khlebnyi Pereulok 28 Moskva SVÍÞJÓD Stokkhólmur: Sendiráð íslands Kommandörsgatan 35 Stockholm SAMBANDSLÝÐVELDIÐ ÞÝZKALAND Bonn: Sendiráð fslands Kronprinzienstrasse 4 Bad Godesberg Liibeck; Ræðism.; Franz Siemsen Körnerstrasse 18 Lúbeck ALÞYÐU BANDAIAGIÐ wwwvwwvwwwvvvwwwwwwwwwvww> wvvwv\vvwwwwwwwwvww\vvwwwvvwwvvawwwwvvvvwww\wwvvwvvwvwwwvvwwvvwvvwwwwwwwwvwwvwvvvwwvwv\ vwvwvywvwvwwv\wvwwwvwwwvwwwwvwvwvvwwwwvvwwvwvvvwvwvwwwwwwvw\\wv\

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.