Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 10
u
Ferðin til skugganna grænu" og
Loftbólurnar" sýnd í Lindarbæ
!
*
\
N.k. sunnudag, 1. maí,
frumsýnir Þjóðleikhúsið tvo
einþáttunga í Lindarbæ og
verður frumsýningin kl. 4
e.h.
Fyrra leikritið á sýningar-
skrá er hinn þekkti einþátt-
I ungur „Ferðin til skugganna
grænu“ eftir danska skáldið
Finn Methlinig. Þetta er ljqð-
rænt og fagurt verk. sem hef-
ur hlotið mjög góða dóma í
heimalandi skáldsins og hef-
ur nú í mörg ár verið á sýn-
ingarskrá Konunglega leik-
hússins í Kaupmannahöfn.
Aðeins eitt hlutverk er í
leiknum og hefur þetta sér-
stæða hlutverk verið túlkað
af úrvalsleikkonum. Danska
leikkonan Ingeborg Brams
hlaut á sínum tíma mikið lof
fyrir túlkun sína á þessu
vandmeðfama hlutverki. Hér
er það leikið af Hardísi Þor-
valdsdóttur. Sýningartími á
þessum einþáttungi er um
það bil 50 mínútur.
Ennfremur verður sýndur í
Lindarbæ einþáttungurinn
Loftbólur, eftir ungan lista-
mann, aðeins 19 ára gamlan,
Birgi Engilberts. Þetta er
fyrsta leikrit, sem sýnt er
eftir Birgi. Sextán ára hóf
Birgir nám í leikmyndagerð
í Þjóðleikhúsinu og lauk
hann námi þar s.l. vor. Hann
starfar nú hjá Þjóðleikhús-
inu við leikmyndagerð.
Loftbólurnar er gamanleik-
ur skrifaður í allnýtízkuleg-
Bessi Bjarnason, Gísli Alfreðsson og Gunnar
— (Ljósm. Þjóðv. A. K.).
Eyjólfsson í Loftbólunum eftir Birgi Engilberts.
um stíl. Leikurinn fjallar um
þrjá málara, sem ræða um
dægurmál og vandanjál lífs-
ins. Ekki er rétt að rekja
efni leiksins nánar að sinnj.
Leikendur eru: Bessi Bjarna-
son, Gunnar Eyjólfsson og
Gísli Alfreðsson. Leikstjóri
við báða þessa einþáttunga
er Benedikt Árnason. Leik-
tjöld eru gerð af Lárusi Ing-
ólfssyni fyrir Ferðina til
skugganna grænu, en höf-
undur gerir sjálfur leik-
myndir fyrir Loftbólurnar.
Selja á Esju eg
Skjaldbreið
Sjávarútvegsmálaráðh. Eggert
G. Þorsteinsson lýsti þvi yfir á
Albjngi í gær, að ákveðið hefði
verið að selja tvö af skipum
Skipaútgerðar ríkisins, Esju og
Skjaldbreið.
Eysteinn Jónsson mótmælti
þvi að heimilt væri ^að selja
ríkisskipin án þess að lei+-a til
bess heimildar Alþingis og lagði
áherzlu á ag ekki mættj minnka
strandferðirnar.
Eggert fullyrti að landsbyggð-
inni yrði séð fyrir eins góðri
þjónustu framvegis á miklu
kostnaðarminni hátt en verið
hefði.
Rýkur hjá Mogganum
f gærkvöld var slökkviliðið
kvatt að Morgunblaðshúsinu við
Aðalstræti Þar hafðj kviknað '
rusli í herbergi á þriðju hæ^ og
af orðið mikið reykjarkóf. —
Skemmdir urðu engar.
Þingmenn þriggja flokka leggja til:
Framleiðsla á sfóSaxi verði
stalsett á Skagaströnd
□ Allmiklar umræður urðu á fundi sameinaðs þings í
gær um þingsályktunartillögu sem fjórir þingmenn Norð-
urlandskjördæmis vestra flytja, þeir Ragnar Arnalds, Jón
Þorsteinsson, Skúli Guðmundsson og Ólafur Jóhannesson.
□ Tillagan er þannig: Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að þeita sér fyrir stofnun og starfrækslu niður-
lagningarverksmiðju á Skagaströnd, er framleiði sjólax,
síldarrétti og aðrar fullunnar sjávarafurðir.
□ Það vakti athygli að tveir þingmanna kjördæm'isins,
Gunnar Gíslason og Björn Pálsson töluðu gegn tillögunni.
Fullyrti Björn að allir hefðu nóg að gera í bæjum og
kauptúnum Norðurlands, þar væri allt í stakasta lagi, á
Skagaströnd veiddu menn sem óðast hrognkelsi og engir
hefðu meira upp!
Feriahandbók íyr-
ir erlenda íerðamenn
■4> Kagnar Arnalds hafði fram-
sögu fyrir tillögunni og svaraði
auk þess þingmönnunum sem
mæltu gegn henni og Bjarna
Benediktssyni for.sætisráðherra,
sem einnig taldi gagnslaust að
gera þær ráðstafanir til at-
vinnuaukningar á Skagaströnd
sem tillagan gerir ráð fyrir, þar
sem ekki væri markaður til fyr-
ir vöruna.
Ferðahandbækur sf. hafa gefið
út handbók fyrir erlenda ferða-
menn á íslandi. Örlygur Hálf-
dánarson og Örn Marinósson
standa að útgáfunni, en tcxtinn
er saminn á ensku af Pétri
Karlssyni, og teikningar gerðar
af Ragnari Lárussyni og Gísla
G. Björnssyni.
Bók þessi kemur í búðirnar
eftir helgi, að sögn örlygs Hálf-
dánarsonar, fylgir henni Shell-
vegakort og er þetta í heppi-
legum umbúðum til þess að
senda til útlanda, ef vill.
Auk Shell-kortsins eru í bók-
inni kort af Kaldádalsleið og
ítarlegt kort eftir Sigurjón Rist
og fylgja því allar hugsanleg-
ar útskýringar um viðkomandi
staði, einnig eru birt kort af
Reykjavík og Akureyri og
benda örvar til mikilsverðra
staða utan við kaupstáðina.
Bókin er samin þannig að
ferðamenn eiga að geta ferðazt
hér á eigin vegum, en eins og
fyrr segir hefur Pétur Karlsson,
fyrrverandi ritari í brezka
sendiráðinu, samið textann.
Flugfélag íslands og Loftleið-
ir hafa keypt hluta af upplag-
inu og hyggjast þessir aðilar
senda bækurnar til umboðs-
manna sinna erlendis.
„Iceland — A travellér’s
guide“ er prentuð í prentsmiðj-
unni Eddu hf. og hefur Ferða-
málaþáð mælt með bókinni, sem
er rúmar tvö hundruð bls. og
kostar 170 kr.
Að sögn Örlygs er þetta fyrsta
ítarlega ferðahandbókin sem
gefin er út hér fyrir erlenda
ferðamenn og hafa útlendingar
hingað til notazt við bæklinga
og jafnvel íslenzkar ferðahand-
bækur.
Fimmtudagur 28. apríl 1966
árgangur — 93. tölublað
!
Skipulagsbreyting
á Ríkisútvarpinu
■ í gær barst Þjóðviljanum fréttatilkynning frá mennta-
málaráðuneytinu þar sem segir að ákveðið hafi verið að
gera breytingu á skipulagi Ríkisútvarpsins í sambandi við
stofnun sjónvarpsins. Er meginbreytingin í því fólgin að
Ríkisútvarpinu verður skipt í þrjár deildir: Hljóðvarps-
deild, sjónvarpsdeild og fjármáladeild og verða ráðnir fram-
kvæmdastjórar fyrir hverja deild til aðstoðar útvarpsstjóra.
Fréttatilkynningin er í heild
svohljóðandi:
„Þegar sjónvarpið tekur til
starfa, verður starfsemi Ríkis-
útvarpsins enn umfangsmeiri en
nú er. Hefur því verið talið
æskilegt að gera nokkra breyt-
ingu á skipulagi stofnunarinnar.
Meginbreytingin er sú, að Rík-
isútvarpinu er skipt í þrjár
deildir: Hljóðvarpsdeild, sjón-
varpsdeild Qg fjármáladeild. Út-
varpsstjóra til aðstoðar verður
framkvæmdastjóri fyrir hverri
ofangreindra deilda. Meðal
verkefna framkvæmdastjóra
hljóðvarpsdeildar og sjónvarps-
deildar er að hafa umsjón með
undirbúningi og framkvæmd
dagskrár hljóðvarpsins og sjón-
varpsins undir yfirumsjón út-
varpsstjóra og útvarpsráðs. í
hvorri deildinni um sig starfa
ennfremur dagskrárstjórar að
tilteknum þáttum dagskrárinn-
ar. Meðal verkefna fram-
kvæmdastjóra fjármáladeildar
er umsjón með fjármálum allra
deilda Ríkisútvarpsins undir yf-
irstjórn útvarpsstjóra. Starf nú-
verandi skrifstofustjóra sjón-
varpsdéildar breytist í fram-
kvæmdastjórastarf. Starf núver-
andi skrifstofustjóra Ríkisút-
varpsins verður lagt niður um
leið og störf framkvæmdastjóra
hljóðvarpsdeildar og fjármála-
áeildar verða stofnuð, en þau
hafa nú verið auglýst laus til
umsóknar.“
18 miljón króna kaupum á ís-
lenzleum niðursuðuvörum árlega,
en þangað hafi ekki verið selt
nema fyrir tæpar tvaer miljónir
króna. Hvorki verksmiðjan á
Siglufirði né Akureyrarverk-
smiðjan hafi tök á að framleiða
sjólax, og eina verksmiðjan hér
í Reykjavík geri lítið að þvi og
muni hún vera til sölu. Bráefnið
í sjólaxinn væri ufsi eða stór-
þorskur svo auðvelt ætti að reyn-
ast að hafa nóg hráefni til
vinnslu.
Auk þeiiTa sem nefndir voru
talaði Jón Kjartansson og hirti
hann flokksbróður sinn Bjöm
Pálssbrt maklega fyrir strákslega
framkomu þegar rætt væri um
úrbætur á atvinnuástandi Skaga-
strandar, sem sízt væri vanþörf
á.
Lýsti Ragnar þvi að tímum
saman væri ónóg atvinna á
Skagaströnd eins og raunar víð-
ar í kauptúnum norðanlands.
Hefði komið í ljós í rannsókn
fyrir tveimur árum að um 80%
verkfærra manna á staðnum hafi
þurft að fara burt í atvinnuleit.
Nokkur áraskipti séu þóaðþessu
og hafi ástandið ekki verið með
vetrsta móti í vetur. Minnti
Ragnar á vonbrigði fólksins á
Skagaströnd með Síldarverk-
smiðju ríkisins og taldi ekki ó-
eðlilegt að það yrði einmitt það
fyrirtæki sem hefði forgöngu um
hina nýju verksmiðju, sem gæti
þá orðið með sömu stjórn og
Siglufjarðarverksmiðjan og not-
fært sér reynsluna þaðan.
Um markaðsmálin benti Ragn-
ar á að í viðskiptasamningi við
Tékkóslóvakíu sé gert ráð fyrir
Umræðum
frestað.
um tillöguna var
X-l listinn
A Athygli þeirra kjósenda
og stuðningsmanna Al-
þýðubandalagsins, sem
ekki verða heima á kjör-
dag, skal vakin á auglýs-
ingu frá kosningastjórn
bandalagsins um utankjör-
fundaratkvæðagreiðslu á 2.
síðu blaðsins í dag. Þar
eru m.a. gefnar upplýsing-
ar um bókstafi þeirra lista,
sem Alþýðubandalagið ber
fram eða styður í hinum
einstöku kjördæmum.
® Lesendur eru vinsam-
lega beðnir að athuga að
slæm villa slæddist inn í
þókstafalistann í gær. Þar
var sagt að Alþýðubanda-
lagið styddi H-listann við
hreppsnefndarkosningarn-
ar á Stolikseyri en áttí að
vera I-listinn, listi frjáls-
lyndra kjósenda. Með öðr-
um orðum: x—I á Stokks-
eyri!
RithöfundasambandiB hættir
við að banna út/án bóka
í gær barst Þjóðviljanum eft-
irfarandi fréttatilkynning frá
Rithöfundasambandi íslands:
Svo sem áður hefur komið
fram í fréttum, samþykkti al-
mennur fundur Rithöfundasam-
bands íslands, haldinn 18. jan-
úar 1966, þau tilmæli til félaga
þess og annarra er við bókritun
og þýðingar fást, að láta frá og
með 1. maí 1966 prenta á bækur
sínar bann við því að þær verði
lánaðar út af almenningsbóka-
söfnum.
Hinn 22. apríl s.l. tilkynnti
menntamálaráðherra stjórn Rit-
höfundasambands íslands þá á-
kvörðun ríkisstjórnarinnar, að
láta þegar undirbúa frumvarp
til laga „um höfundarétt rithöf-
unda vegna útlána og afnota
íslenzkra bóka í almennum
söfnum“, er að meginstefnu
verði byggt á þeirri löggjöf, sem
nú gildir á Norðurlöndum á
þessu sviði. Verði slíkt frum-
varp lagt fyrír Alþingi, er það
kemur saman í haust.
Á fundi sínum sama dag fjall-
aði stjórn Rithöfundasamb’ands-
ins um málið. Samþykkti hún
að falla frá áður boðuðum að-
gerðum um útlánsbann bóka úr
almenningssöfnum og ákvað
jafnframt að tilnefna menn af
sinni hálfu til samningar frum-
varpsins.
^/VVU^LAVVU\\AM\MAV\\AA^Vl\W'|VVVVHVVV\AAAAA\VVV\\VVVViVVVÁV\\AVA\\VV\\'VVV,VV\'V\VV\AV\'V\\\\VVV\VV'VVV\iVVVVVVV\\\VVV\A'
FRÁ KOSNINCASTJÓRN
AIÞ ÝDUBANDALA 6SINS
ALÞÝÐU
BANDAIAGIÐ
.★ Kosningaskrifstofa Alþýðu-
bandalagsins er í Tjarnargötu
20. Opjn aEa vjrka daga kl.
10—12 ‘f.h., 1—7 e.h. og 8—10
e.h. Símar 17512 og 17511.
Fleiri kosningaskrifstofur
verða auglýstar síðar.
★ Allir stuðningsmenn Al-
þýðubandalagsins, sem vita
um einhverja kjósendur okk-
ar, er ekki verða heima á kjör-
dag eru beðnir að gefa kosn-
ingaskrifstofunni slíkar upp-
lýsingar strax.
★ I Reykjavík fer utankjör-
fundarkosning fram í gamla
Búnaðarfélagshúsinu við
Lækjargötu, opið kl. 10—12
f.h., 2—6 og 8—10 e.h. alla
virka daga, en á helgidögum
kl. 2—6. Utan Reykjavíkur fer
kosning fram hjá bæjarfó-
gctum og hreppstjórum um
land allt. Erlendis geta menn
kosið hjá sendiráðum íslands
og hjá ræðismönnum sem tala
íslenzku.
★ Sjálfboðaliðar til starfa á
kjördag og fyrir kjördag eru
einnig beðnir að láta skrá sig ^
nú þegar á kosningaskrifstof- j
unni. i
l\zVVWVVVVV\\/VVV\/VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV\A/VVVVVV\V\A/VVV'VVVVVVVVVVVVVVWV| wvvvvwwvwvwwvwvwwwwvvwwvwwv