Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 3
Fíxnmttidagur 28. spríl 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Leiðtogar Evrépuríkja komi Ein helzta menntastofnunin saman til að tryggja frið í USA segir skilið við CIA Gromiko utanríkisráðherra lagði þetta til eftir að hann hafði rætt við Pál páfa 6. í Páfagarðj í gær MIT slítur öllu samstarfi við njósnaþjónustuna „til að afstýra misskilningi” — Ný grein í „N.Y. Times" RÓM 27/4 — Andrei Grom- iko, utanríkisráðherra Sovét- ríkjanna, geikk í dag fyrstur sovézkra ráðherra á fund páfa. Eftir þann fund ræddi hann við blaðamenn og lagði þá til að leiðtogar allra Evr- ópurikja kæmu saman til að ræða ráðstafanir sem tryggt gætu frið í álfunni. Gromiko ræddi við Pál páfa 6. í um þrjá sfcundarfjórðunga. Ðkki hefur vitnazt um einstök atriði þess sem þeim fór á mjlli. Gromiko sagði blaðamönnum að þeir hefðu rætt um „baráttuna fyrir friði“. f tilkynningu sem út var gefin eftir fundinn í Páfa- garði var aðeins sagt að viðræð- ur þeirra hefðu verið framhald þeirra stuttu samræðna sem þeir áttu með sér þegar þeir hittust í aðalstöðvum Sameinuðu þjóð- anna í fynrahaust þegar páfi kom þangað í heimsókn. Kona Gromikos sem fylgt héf- ur manni sínum í hinni opin- beru heimsókn til ítalíu var ekki með honum í Páfagarði og þyk- ir sumum það þenda til þess að viðræður Gromikos og Páls náfa hafi verið veigameiri en venjan er þegar páfi veitir gest- um áheym. Þetta er eins og áður segir í fynsta sinn sem sovézkur ráð- '-erra heimsækir páfa. Fyrir nokkrum árum var Adsjubei, þá- verandi ritstjóri „Isvestía“, og kona hans, dóttir Krústjofs, hins vegair í Páfagarði og hittu þá Jóhannes heitinn páfa. Pðlsk tillaga ítrekuð Tillaga Gromikos um fund^ leiðtoga Evrópuríkja til að fjalla um ráðstafanir til lausnar deilumálum í álfunni er í raun- inni ítrekun á tillögu pólsku stjómarinnar frá því í desem- ber 1964 um alevrópska ráð- stefnu, nema hvað í þeirri til- lögu var gert ráð fyrir að Banda- rikin ættu aðild að ráðstefnunni. Gromiko gaf - í skyn í dag að Bandaríkin ættu ekki að eiga fulltrúa á fundi evrópskra leið- toga. og er það reyndar í sam- ræmi við hin breyttu viðhorf í stjómmálum Evrópu eftir þá á- kveðnu afstöðu de Gaulle að Bandaríkjamenn eigi ekki að fá að hlutast til um evrópsk (rnál- efni. NEW YORK 27/4 — Jáfnframt því sem „New York Times“ birti í dag þriðju greinina í flokknum sem segir frá rann- sókn blaðsins á starfsemi hinnar alræmdu njósnaþjónustu Bandaríkjanna, CIA, tilkynnti ein helzta menntastofnun Bandaríkjanna að hún hefði slitið öllu samstarfi við CIA. Hin heimskunn.a menntastofn- un Massachu-setts Institute of Technology (MIT) tilkynnti í dag að hún hefði slitið öWu sambandi við CIA, þar sem á- frambaldandi samstarf þeirra ,.gætj valdið misskilningi". MIT hefur ' um árabil unnið að sérstökum rannsóknum fyrir CIA, einkum verkefnum sem varða sósíalistísku rikin. ESigin frekari skýring var gefin á þess- ari ákvörðun MIT, en það nr varla tilvi'ljun að hún er tekin Fjmkiptatungl frá Sovétríkjum MOSKVU 27/4 — Nýja sovézka fjars'kiptatunglið sem skotið var á loft á mánudag vinnur eins og til var ætlazt og hefur þegar endurvarpað tilraunasendingum, bæði hljóðvarps og sjónvarps, milli Moskvu og Austur-Síberíu. Enn einu gervitungli af Kos- mos-gerð var skotið frá Sovét- iríkjunum í gær, • því 116. í röð- inni. Jens Otto Krag: Vikudvöl Gromikos utanríkisráðherra á ftalíu er nú Iokið, en hann er fyrsti sovézki utanríkisráðherrann sem þangað kemur í opinbera heimsókn. Honum hefur hvarvetna verið vel fagnað á ftalíu, eins og t.d. í Flórens þar sem myndin er tekin. Jafntefli varð í MOSKVU 27/4 — Jáfntefli varð í áttundu skák Petrosjans og Spasskís um heimsmeistaratitil- inn eftir 24 leiki. Heimsmeist- arinn hefur þá 4,5 vinninga, en Spasskí 3,5. Ní'unda skákin verður tefld á fö'studag Wilson fellst á viðræður við stjérnina í Ródesíu LONDON 27/4 — Wilson for- sætisráðherra skýrði brezka hinginu í dag frá því að st.iórn sín hefði fallizt á að viðræður hefjist milli hennar og stjórn- arinnar í Ródesíu. Þessi tilkynning kom mjög á óvart. í kosningabaráttunni hafði íhaldsflokkurinn krafizt þess að slíkar viðræður yrðu hafnar, en talsmenn stjórnarinn- ar sögðu þá að ekki kæmi til greina að hún ræddi við upp- reisnarmenn gegn brezku krún- unni nema þeir bæðust afsökun- ar á gerðum sínum og ógiltu þær. Wilson reyndi að vísu að fóðra þetta undanhald með því að vjðræður þessa-r myndu verða óformlegar og aðeins í því skyni að komast að raun um hvort nokkur grundvöllur væri fyrir raunverulegum samn- ingaviðræðum. AFP-fréttastofan sagði að til- kynningu Wjlsons hefði verið fagnað í Suður-Afríku, þar sem menn hefðu óttazt að brezka. stjórnin yrði neydd til róttækra aðgerða gegn stjórninni í Ró- desíu. Affur í sama horf í Tasjkent MOSKVU 27/ 4 — Allt var í dag að færast aftur í samt horf í Tasjkent, höfuðborg Úsbekist- ans, eftir jarðskjálftann sem varð þar í gær. í fréttum sem þaðan hafa borizt til Moskvu segir að tjónið af völdum jarð- skjálftans muni hafa orðið minna en menn óttuðust. Þegar er hafin viðgerð á þeim húsum sem ■ skemmdust í jarð- skjálftanum. Fjórir menn eru sagðir hafa beðið bana og um 150 særzt, og eru þær tölur ó- breyttar frá því í gær. í aliri Evrópu út af' Vöetnam WASHINGTON 27/4 — Jens Otto Krag, forsætisráðherra Danmerkur, ræddi í dag við Johnson forseta og Rusk utan- ríkisráðherra í Washington og síðar við blaðamenn. Hann var spurður hvort danska stjórnin væri samþykk aðgerðum Bandaríkjanna í Viét- nam, einnig loftárásunum á Norður-Vietnam, en hann færð- ist undan að svara þeirri spurn- ingu. Hins vegar sagði hann að í allri Evrópu, ekki aðeins í Danmörku, hefðu menn þungar áhyggjur út af stríðinu í Viet- nam, m.a. vegna þess, að það torveldaði alla viðleitni til að draga úr viðsjám á alþjóðavett- vangi og samkomulag um af- vopnun. einmitt þegar stórblaðið „New York Times“ hefur að undan- genginnj umfahgsm i'killi rann- sókn á’ starfsemi leyniþjónust- unnar komizt að þeirrj njður- stöðu að hún hafi hvarvetna slíkt óorð á sér að hún spiili frem- ur fyrir Bandaríkjunum erlend- is en greiði gö'tu þeirra. MSU oK CIA Ákvörðun MIT mun einnig stafa af þv; að nýlega hefur í bandarísku tímariti „Ram- parts“ verið flett ofan af óhriá- legri samvinnu CIA við aðra menntastofnun. ríkisháskólann i Michigan (MSU)V Tímaritið sagði” að CIA hefði á árunum 1955—1959 unnið myrkraverk sín í S-uður-Vietnam í skjóli Michiganháskóla ..Er- indrekar CIA voru allir skráð- ir sem starfsmenn MSU og voru formlega ráðnir af stiórn bá- skólans“, sagði tímaritið Verkefni þessara erindreka CIA sem komu fram sem full- trúar virðulegrar menntastofnun- ar var það m,a. að þ.iálfa hinar alræmdxi. lögreglusveitir Diems einvalda. Einn af deildarforsetum MSU, prófessor Ralph Smuckler. hef- ur staðfest að þessar ásakanir ,.Ra!mparts“ hafj vjð rök að styðjast. Þrfðja grein „N Y. Ti‘mes“ í þriðja hluta greinaflokksins sem ,.New York Times“ birtir um þessar mundir um CIA er einkum fjallag um allan þann mi'kla og kostnaðarsama útbún- að sern njósnaþjónustan hefur komið sér upp. Sagt er í greininnj að með njó'Snatunglum geti CIA t.d. hlerað samtöl Ko.sygins, forsæt- isráðherra Sovétríkjanna, við bílstjóra hans um bílasímann. Njósna'tungl og önnur rafeinda- tæki gegnj æ mikilvægara hlut- verki í starfsemi CIA, svo að brátt geti enginn maður verið óhultur um sig hvar sem sé á. jarðríki, Meðal þeirra tækia sem blað- ið nefnir er hlerunaráhald sem koma má fyrir , utanhúss og tekur niður allt sem sagt er innan fjögurra veggja með því að greina bann titring sem hljóð- bylgjurnar valda á gluggarúð- um. Með öðru tækj er hægt að gera allar rafleiðslur í húsi að sendjstöð sem útvarpar öllum samtölum í húsinu. Usilur Odinga og Msuyatia harðaa NAIROBI 27/4 — Stjórnmála- átökin í Kenya hörðnuðu í dag þegar báðar deildir þingsinsvoru kvaddar saman á fund í morgun til að fjalla um tillögu stjórnar- flokksins KANU um að þing- menn sem hafa sagt sig úr fl'okknum skuli missa rétt til. þingsetu. 29 þingmenn hafa síð- ustu daga sagt sig úr KANU og gengið í lið með Odinga, fyrrv. varaforseta, sem boðað. .hefur, stofnun nýs flokks. Níu þeirra tóku aftur úrsagnir sínar í dag, þíigar ljóst var að Kenyatta for- seti myndi knýja fram samþykkt tillögunnar um að svipta þá þingsetu. Lenti í ánni Sikömmu eftir hádegið í gær varð það umferðaróhapp við Ytri-Rangá að jeppabifreið kast- aðist út af vegaruppfyllingunni við brúna og lentj ; ánni Öku- maðurinn var einn í bifreiðinni og flutti lögreglan á Selfossi hann til Reykjavíkur til læknis- rannsóknar B-52 þotur ráðast aftur á N-Vietnam SAIGON 27/4 — Langfleygar bandarískar sprengjuþotur af gerðinni B-52 frá flugstöðinni á Guam gerðu í dag í annað sinn loftárás á Norður-Vietnam. Var ráðizt á fjalla- skarð sem einnig varð fyrkr fyrri árásinni. frá Norður- til SuSur-Vietnams. í fréttastofufregn er á það bent að bandarísku árásarflug- vélarnar hafi upp á síðkastið orðið fyrir vaxandi andstöðu frá orustuþotum yfir Norður-Viet- nam og er gefið til kynna með því að sú sé ástæðan fyrir því að Bandaríkin senda nú hinar stóru og langfleygu sprengju- þotur sínar til árása á Norður- Vietnam. Árásin í dag var gerð á Mu Gia-fjallaskarðið á landamærum Norður-Vietnams og Laos, en sagt er að um það skarð' fari flutningar á liði 0g birgðum Fyrir hálfum mánuði réðust B- 52 þotur einnig á þetta skarð og þá var sagt að eftir árásina vaeri það með öllu ófært. í gær höfðu orðið harðari við- ureignir í lofti yfir Norður-Viet- nam, en nokkru sinni áður. Bandaríkjamenn sögðust þá hafa skotið niður eina orustu- þotu af sovézku gerðinni MIG- 21, en enga misst sjálfir. Kín- verska fréttastofan sagði að þrjár bandarískar fíugvélar hefðu verið skotnar niður yfir Norður-Vietnam í gær. TRÉSMIÐAFÉLAG REYKJAVÍKUR 1. MAI HATIÐ í TJARNARBÚD laugardaginn 30. apríl kl. 21 ★ Verðlaunaafhending eftir skák- og bridgekeppnir. ýr Ávarp, lón Snorri Þorleifssoi 'jAr Skemmtiatriði annast: Ann Jones og Jónas Arnason. Hafið samband við skrifstofur': á föstudag. SKEMMTINEFND.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.