Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 4
1 4 SÍÐA — ÞJÖÐVmJINN — aRmmtudagar 28. apríl 1966. Otgefar.di: Sameiningarfloldour alþýdu — Sóslalistaflokk- urirm. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaxitstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorvaldur Jé’iannesson. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust 19. Sími 17-500 (5 línur). Askxiftarverð kr. 95.00 á mánuði. ' A undanhaldi CJjárfs’fæðisflokkurinn miklast einatt af því að ^ hann hafi unnið marga og stóra sigra í kosn- ingum í Heykjavík á undanförnum áratugum. Og víst er um það að sigurganga flokksins er orðin löng, ef sigur er fólginn í því eínu að halda völd- um. Hitt er þó jafnsatt að á vettvangi mále'fnanna sjálfra greinir sagan frá samfelldum ósigrum flokksins. Það var ffá upphafi stefna Sjálfstæöis- flokksins að ráðamenn höfuðstaðarins ættu að hafa , r sem allra minns’ta forustu um málefni borgar- anna; þar ætti að eftirláta hinu frjálsa 'framtaki einstaklingsins sem stærstan hlut. Þessi stefna hefur beðið einn ósigurinn af öðrum á sviði fé- lagsmála, skólamála, heilbrigðismála, atvinnu- mála, skipulagsmála o.s.frv. Sjálfstæðisflokkurinn var í öndverðu í grundvallaratriðum andvígur flestum þeim framkvæmdum sem hann miklast nú af; hinir upphaflegu forustumenn flokksins myndu snúa sér við í gröfum sínum ef þeir vissu hverjar skrautfjaðrir ráðamennirnir telja nú helzt prýða sig. Félagsleg sjónarmið, sem sósíalistar hafa boðað, hafa smáft og smátt verið að vinna á; þótt þau séu aldrei tekin upp fyrr en ráðamenn- irnir telja sig tilneydda. En þá of treglega og of seint. ¥»essi mále’fnalegi ósigur Sjálfstæðis'flokksins er *■ mjög eðlilegur. Reykjavíkurborg er félagsleg eining og henni verður að stjórna á félagslegan hátt ef við eigum að fylgjast með tímanum. En það er of kostnaðarsamt að hafa ráðamenn sem beygja sig tilneyddir og eftir á fyrir óhjákvæmi- legri þróun, í stað þess að viðurkenna staðreynd- ir og taka vitandi vifs upp nútímalega og fram- sýna félaglega stefnu. Því er það Reykvíkingum mikið nauðsynjamál að hjálpa Sjálfstæðis’flokkn- um á braut hinna málefnalegu ósigra. — m. Samstaða vinstrí manna j|/|eð stofnun Alþýðubandalagsins 1 Reykjavík og framboði þess í borgarstjórnarkosningunum hefur skapazt mikilvægur vettvangur til nýrrar og öflugrar starfsemi og sóknar af hálfu launa- stéttanna í borginni og allra fram’farasinnaðra borgarbúa. Nú eiga vinstri menn kost á að sam- einast í einni voldugri og áhrifaríkri fylkingu sem gætf getur hagsmuna þeirra og hrundið áhuga- málum þeirra í framkvæmd. Nú á að vera brotið blað í þá löngu sorgarsögu að íhaldið geti hælzt um yfir sajnstöðuleysi og sundrung vinstrimanna á sama tíma og sundurleitar hagsmunaklíkur þess standi saman um að vernda spillt valdaker’fi í borg og ríki. En þetta gerist þó aðeins með því móti að þær þúsundir Reykvíkinga sem eru í öll- um meginátriðum samfnála um höfuðstefnu og nauðsyn öflugrar andstöðu við íhaldið þjappi sér saman í eina órofa heild, fylki sér einhuga um hin nýju samtök Alþýðubandalagsins og geri þau að voldugu og sigursælu afli í baráttu alþýðu- stéttanna. — g. Fræðsluþáttur Garðyrkjufélags íslands - Fyrri grein Staldrað við steinbeð Hvergi í garðinum get ég eytt jafn mörgum ánægju- stundum og unað mér jafn vel og við steinbeðið. Fjölbreytni þess og fínleiki jurtanna, sí- feUdur breytileiki í útliti, eftir því sem sumarið líður, er stöð- ug uppspretta aðdáunar og nýrra uppgötvana. Eftir ys og önn dagsins, er jafnvægi og ró steinbeðsins eins og svaladrykk- ur þyrstum vegfaranda. Steinbeðið er sá hluti garðs- ins sem mér finnst að við Is- lendingar ættum að leggja sér- staka alúð við. Kemur þar margt til. Ekki hvað sízt það, að land- ið okkar blessað mætti vel kalla eitt allsherjar steinbeð i garði náttúrunnar, og margar okkar íslenzku jurta eru ágæt- lega til þess fallnar að rækta þær í steinbeði. Auk þess eru flestar steinhæðajurtir lágvaxn- sléttu, og raunar alltaf ef jarð- vegur er þungur og leirkennd- ur, er gott að setja frárennsl- islag undir, t.d. 15 cm lag af fíngerðri rauðamöl eða grófum sandi. Þetta er víða mikilvægt, því flestar steinhæðajurtir þola alls ekki vatnsósa jarðveg og þurfa því- gott frárennsli, enda er mikill hluti þeirra fjallajurt- ir, sem vaxa í grýttum skriðum og klettasprungum þar sem vatn stendur ekki lengi við. Ofan á þetta frárennslislag er svo sett sjálft jarðvegslag beðs- ins, minnst 15 — 20 cm þykkt og þannig samsett: 1% hluti venjuleg leirblandin garðmold, 1 hluti mómold, vel möluð, 1% hluti grófur sandur eða fíngerð rauðamöl. í þetta lag, eða jafnvel að nokkru leyti áður en það er Steinarnir hallist ixmeftir Steinbeð byggt af jafnsléttu. ar og þola því vel okkar storma- sömu veðráttu án stuðnings eða annarra tilfæringa. Það væri því kannski ekki úr vegi að , fara nokkrum orðum um gerð steinbeða og gróður í þeim. Lega beðsins við sól ermjög mikilvæg. Flestar steinhæða- jurtir eru fjallajurtir, sem eru vanar sterku sólskinL Halli mót suðri eða suð-austri er beztur, þó ekki sé það nauðsyn, enda ekki alltaf hægt að koma því við. Það mun láta nærri að beð, sem hefur ca 25° halla til norðurs, njóti þriðjungi minnl sólar en lárétt beð, og um helmingi minni en beð með sama halla til suðurs. Þar sem lóðir eru mjög brattar, er afar þægilegt, að koma fyrir steimbeðum, en á flötum lóðum getur það orðið erfiðara að koma þeim þannig fyrir að þau verði ekki eins og einhvers- konar upphlaðin leiði. ' Helzt er að staðsetja þau £ homi lóðar eða meðfram lóðamörk- um og fremri mörk þeirra mega ekki vera of reglulega sett, gjarna með stórum steinum út- úr, til að brjóta Iínumar ogtil að tylla sér á síðarmeir og njóta árangursins. Yfirleitt gild- ir þ’að alltaf, þegar komið er fyrir steinum í steinbeð, að þá verður að setja þannig að sem eðlilegast sé, helzt þannig að ekki sé augljóst að manns- höndin hafi þar nærri komið. Þetta er ;að vísu oft hægara sagt en gjört, en þó er það staðreynd, að þvi minna sem sést af þínum handaverkum á beðinu, því betra. Sé beðið byggt upp afjafn- Viðræður hefjast milli SPD og SED BERLÍN 26/4 — Sameinjingar- flokkuj. sósíalista í Austur- Þýzkalandi (5ED) skipaði í dag tvq menn til að ræða vig full- trúa sósíaldemókrataflokks Vest- ur-Þýzkalands (SPQ) út af fýr- irhuguðum sameiginl funda- höldum þeirra j báðum þýzku ríkjunum. Brandt, borgarstjóri Vestur-Berlínar, sagðj í dag að undirbúningsviðræður flokkanna myndu hefjast nú í vikunnf. sett, er komið fyrir yfirborðs- steinum beðsins, sem eiga að vera að hálfu, eða meira, í kafi í jarðveginum og liggja sem allra eðlilegast. ^ Þá kem-ur sú spuming, hvaða grjót sé heppilegast að nota í steinbeðið. Þvi er fljótsvarað af minni hálfu. Holtagrjótið okkar er tvímælalaust bezta steinhæðagrjót sem völ er á. Það er lifandi, þ.e.a.s. vaxið skófum og mosa. Það er hlut- laust, mjúkir litir þess ogform stinga ekki í stúf við línur og liti gróðursins. Og þar að auki er það víða það grjót semhendi er næst. Brimborið grjót og hraunbrunnið grjót er oft not- að í garða, en er að mínu viti ekki nærri eins gott og holta- grjótið. Hvergi í náttúrunni sést' þetta grjót vafið gróðrL Það er „sterilt“, dautt, og því fram- andlegt innan um gróðurinn. Að vísu geta þessir steinar verið fallegir út af fyrir sig, en þeir mega ekki ofbjóðabeð- inu með steinsvip sínum, þvi þó þetta sé kallað steinbeð, eiga það áð vera jurtimar, sem skipa öndvegið. Nú tíðkast það allmikið að ganga svo frá lóðarjöðrum og stöllum, að síþekja þá með stórum hraunhellum. Þetta er ágæt lausn á gömlu vandamáli, stórum snjallari en grasflákam- ir frægu, sem svo mikið hafa verið notaðir hér, bæði íeinka- görðum og almenningsgörðum, en sem eru erfiðir í hirðingu og sparkast allir sundur þar sem börn em a ferli. Á milli hellnanna koma fram holur þar sem planta má ýmsum plöntum bæði svokölluðum púðaplönt- um og ýmsum lágum eða jarð- lægum runnum. Svona steinbeð, ef beð skyldi kalla, þurfa mjög lítillar hirðingar við, aðeins þarf að gæta þess að illgresi nái ekki að festa rætur milli hellnanna. Það er þó ekki nema fyrst í stað, sem þess þarf vandlega að gæta, síðar loka púðaplönturnar alveg þessum leiðum og fylla hverja smugu sjálfar. Þá vil ég aðeins nefnastein- hleðslur, t.d. í stöllum, þar sem lóðir eru brattar og á lóða- mörkum. Þessar hleðslur má 'hæglega útbúa sem einskonar steinbeð. Æskilegt er þá að Stcinhleðsla með jurtum. reyna að bæta eitthvað jarð- veginn á bak við hleðsluna, en ekki er þó þörf á að blanda hann mikið sandi, því þarna er ekki hætta á að vatn setjjst að. Gæta verður þess að hafa hæfilegan fláa á veggnum og láta steinana hallast innávið svo regnvatn geti náð inn í hleðsluna til jurtanna. Bezt er að geta plantað í vegginn jafnóðum og hann er hlaðinn, en þar sem þess er ekki kostur verður að skilja eftir holur í hleðslunni, sem hægt er að planta í síðar. I næstu grein mun ég svo taka lítillega til athugunar nokkrar þær jurtir sem steinbeðin byggja. Ólafur Björn Guðmundsson. Listi Alþýðu- bandalagsins og óháðra á Skagas. Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins og óháðra við sveitar- stjómarkosningamar á Skaga- strönd er þannig skipaður: 1. Kristinn Jóhannsson, hafn- arstjóri. 2. Pálmi Sigurðsson, verkam. 3. Kristján Hjartarson, verka- rnaður. 4. Skafti Jónasson, verkam. 5. Elínborg Jónsdóttir kennari. 6. Guðlaugur Gíslason smiður. 7. Páll Jóhannesson, bifreiða- stjóri. 8. Sævar Bjamason, sjómaður. 9. Guðmundur Kr. Guðnason, póstur. 10. Hulda Árnadóttir, húsfrú. Listi vinstri manna í Njarð- vikurhreppi Listi vinstrimanna viðhrepps- nefndarkosningamar í Njarð- víkurhreppi 22. mai n.k. er þannig skipaður: 1. Bjami Einarsson, skipasm. 2. Sigmar Ingason, vélvirkL 3. Grétar Haraldsson, húsasm. 4. Kjartan Guðmundsson, bif- reiðarstjóri. 5. Ámi Sigurðsson, verkam. 6. Páll Sigurðsson, verkam. 7. Sigurbjöm Ketilsson, skóla- stjóri. 8. Kristófer Þorvarðsson verka- maður. 9. Jóhann Guðmundss., verka- maður. 10. Óskar Böðvarsson, verkam. 11. Fjóla Bjarnadóttir, húsfrú. 12. Oddbergur Eirílksson, skipa- smiður. 13. Hlíf Tryggvadóttir, húsfrú. Hafnarfjörður Getum b?ett við pökkunarstúlkum og verkamönn- um við Fiskiðjuverið. MIKIL VINNA FRAMUNDAN. Hafið samband við verkstjóra í síma 50107 og á kvöldin í síma 50678. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Danskir sjóliðajakkar Leðurjakkar — buxur og peysur Góðar, ódýrar vönir. 1 Verzlunin Ó.L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinuy. | <§níineníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.