Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.04.1966, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. aprfl 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 5 Þórarinn frá Sfeinfúni: Á EG AÐ LOFA HENNI AÐ LIFA? Fyrst ætla ég að segja ofur- litla byggðasögu. Síðar kem ég svo að aðalefninu og vil því mselast til að lesið sé til enda. Ég veit ekki hvernig öðrum er farið, en í mínum þrjátíu ára búskap voru erfiðar stundir, þegar ég þurfti á haustin að velja úr lífslömbin, ákveða um líf og dauða þessara sakleys- ingja. Þetta er nú sérstæður for- máli en það skýrist síðar. Á norðanverðu Austurlandi er flói, sem Bakkaflói nefnist. Hann takmarkast af Langanes- fonti að norðan og Digranesi, eða nánar tiltekið Selnybbu í Vopnafirði að austan. Inn úr honum liggja 3 firðir: Finna- fjörður, Miðfjörður og Bakka- fjörður, auk Eiðisvíkur. 1 Höfn í Bakkafirði er kauptúnið nú. Af 40 ára veru minni þar sem bóndi og sjómaður man ég ekki eftir aflabresti nema tvö sumur. Þarna sóttu til fanga á sumrum Færeyingar, Norðmenn og bátar af Suðurlandi og víð- ar. Miðin við Skála, Digranes og með allri strandlengjunni voru gullkista sem lítil þurrð virtist í. Löngu eftir að útgcrð á Skál- um lagðist niður vegna erfiðra hafnarskilyrða þar, hafa Aust- fjarða- og Þórshafnarbátarnir mikið lifað á Skálamiðunum. Nú um nokkurra ára bil hcf- ur verið tregur afli og stund- um ördeyða á þessum mikltl þorsk- og ýsumiðum. Ekki treysti ég mér til að rekja or- sakir þess. Ef til vill gætu fiskifræðingarnir okkar þó eitt- hvað ráðið í það. Svo og þeir sem hleypt hafa togurunum á grunnin út af • Bakkaflóanum. Á síðkvöldum er Reykjavík ekki betur upplýst en sjón- hringurinn iðulega er út af Bakkaflóanum. Mér hefur skil- izt að á þessum slóðum, svo og fyrir Austurlandi, séu upp- eldisstöðvar 'fyrir ungfisk. Það er svo annað mál, hve mikið af honum kemst inn fyrir þann vítisvélagarð, sem girðir fyrir þessar uppeldisstöðvar, firðina fyrir innan. Upp úr síðustu aldamótum hóf þarna, nánar , tiltekið í Höfn við Bakkafjörð, ungur athafnamaður, Halldór Runólfsson, verzlun, fiskkaup og útgerð. Hann byggði þarna af miklum myndarbrag og rak umsvifamikil og farsæl fyrir- tæki þama meðan honum ent- ist aldur. Síðan rak Jakob Gunnlaugsson & Co í Kaup- mannahöfn þetta um skeið og nú verzlar Kaupfélag Langnes- inga þar. Ég set hér vísu sem líklega er ekki mörgum kunn eftir þjóðskáldið Matthías Joch- umsson. Hann var staddur á skipi á höfninni á Bakkafirði begar verið var að byggja þar upp: Byrgjast munu Skánarskörð, skemmtir þeim sem Iifir. Halldór brúar Bakkafjörð og byggir himin yfir. ★ En nóg um þetta. Ég vil taka fram að um ártöl og tímasetn- ingu þess sem nú verður vikið að getur skeikað einhverju. Það langt er liðið síðan ég undirritaður átti ásamt öðrum sem þá voru 1 hreppsnefnd Skeggjastaðahrepps frumkvæði að þeim framkvæmdum, sem hér verður getið um. Höfn var engin á Bakkafirði og mikil vandkvæði á út- og uopskipun. Þá hófst raunaleg líklega einstæð hrakfaUa- saga, sem nú skal lítillega drepið á. 1946 var ráðizt í hafnargerð í Höfn við Bakkafjörð. Vegur var lagður niður að haínar- stæðinu. Þannig hagar til, að með landinu. liggur skerjagarð- ur og djúpur áll milli hans og lands. Um þennan ál kemur Atlanzhafsaldan óhindruð í stórbrimum. Þarna átti að setja þröskuld (brimbrjót) strax í upphafi; hefði það verið gert, hefðu síðari framkvænadír ekki verið í sífelldum voða eins og sýnt verður. Jæja; svo var sjóvamargarð- urinn steyptur yfir sundið og út á skerjagarðinn og landmeg- inn viðlegugarður og plan. Efn- ið var tekið úr mel þar skarnmt frá og víst lítið rannsakað, sem síðar kom fram. Undir planið var púkkað 'með grjóti og ofan á það sett þykkt sandlag sem hellan var svo steypt á. Okkur heimamönnum leizt nú ekkert á þetta en verkfræðingamir réðu. Bæði var nú það að hús sem steypt höfðu verið úrþessu jarðefni höfðu reynzt illa og svo hitt að þegar steypt er á nokkru dýpi ofaná klappiríæst það nldrei þétt við botninn og því ekki öraiggt að aflsjórkom- izt ekki undir. Enda fór svo að í fyrsta brimi um haustið fór platan öil í hafið, auk skemmda sem urðu á görðunum. Næsta ár var svo platan steypt aftur og þá var þó ekkí settur sand- ur undir hana og það hefur draslað síðan. Najsti áfangi var svo lenging á sjóvarnargarðinum, steyptir viðlegugarðar í hléi við hann og stórt plan. Eitthvað var vist vandað betur til með efni, en ekki var jám sett í plötuna. Þetta fór svo ekki betur en það að næsta vetur fóm þess- ir viðlegugarðar og platan eins og hún lagði sig, „allt“ í hafið. En merkilegt nokk, sjóvarnar- garðurinn hékk. Var þó orðinn lélegur, t.d. mátti skafa steyp- una úr honum með nögl. Nú er búið að steypa utaná hann, svo honum mun nú borgið. 1950 var svo enn hafizthanda um endurbyggingu á þessu, og nú brá svo við að venjulegt verksvit var haft með í ráðum. Vandað til efnis, steyptir reitir undir plötuna og jám sett í hana. Síðan hefur það dugað. En ekki er sagan öll enn. 1960 eða 1961 var svo sett kar við endann á bryggjunni, meðupp- fyllingu milli þess og hennar, og sjóvarnargarðurinn lengdur sem því nam. Sá garður var þó hafður í hlykk og ekki þykkri en venjulegur fjárhús- veggur (torfveggur). Auðvitað fór hann og uppfyllingin svo við fyrstu hentugleika, þegar brim gerði. En kerið fór þó ekki. Þetta var svo eitthvað lagað 1962. Nú í vetur fór svo þessi sami garður aftur ásamt sömu plötunni, en kerið hangir enn. Ég heyri nú að enn eigi að lagfæra þetta í vor og setja þá alvörugarð i stað hins. Nokkuð öruggt mun vera að landa þarna síld frá því í maí og fram eftir hausti, endaverið síldarsöltun þarna 10—12 ár. Þetta var ekki ólíkt og með brimbrjótinn í Bolungavík, sem var stöðugt afturganga í þing- inu í eina tíð. Það var ein- ungis að þakka þáverandi al- þingismönnum, Páli Zophonías- syni og Halldóri Ásgrímssyni, að vitamálaskrifstofan og rfkið bættu að nokkru fyrir afglöpin. En hvað það hefur kostað riki og sveitarfélagið, það verður ekki tali í tölum. Þó var það svo að á þeim erfiðu árum, þegar algengt var að sveitar- og bœjarfélög stæðu ekki í skil- um greiddum við hvern eyri sem okkur bar. Bakkafjörður er miðsvæðis fyrir Austfjarða-síldamiiðunum, innsigling hrein og ekki til sker í flóann. Svo fyrir tveimur ár- um er ráðizt í að byggja síld- arverksmiðju á Bakkafirði, fyrst litla en með möguleikum til stækkunar. Illutaféð að miklu ieyti lagt l'ram af almenningi í sveitinni, auk ýmissa aðila svo sem Vélsmiðjunnar Bjargs hér í Reykjavfk (Einar Guð- jónsson) o.fl. Til ríkisins var ekki leitað. Ég ætla svo lítillega að koma inná á hvem hátt fyrirgreiðsla þess opinbera og bankanna hefur verið gagnvart þessari sjálfsbjargarviðleitni. Það er þá fyrst, að í fyrrasumar var far- ið að flytja síldina af Aust- fjarðamiðunum til Reykjavílcur. Ég skrifaði þá smágrein í dag- blaðið „Tímann“ sem hét „Enn um síldarflutningana frá Aust- urlandi“. Þar sýndi ég meðal annars fx-am á að á annað hundrað þúsund kostaði að flytja hvem farm suður ogauk þess væri hún þá orðin léleg vara. Og á sama tíma semþess- ir flutningar fóru fram, ogsem bankar og ríki lögðu óspart fé til, væru verksmiðjurnar á Austurlandi með ráðið vinnuafl látnar standa hráefnislausar. Þetta var alltaf feigðarflan, gert til að þóknast burgeisun- um syðra. Miðað við þjóðarhag var aldrei neitt vit í því. Ég tek enn íram að hefði ekki haustsíldin reynzt eins vel og varð hefði orðið neyðarástapd hjá verksmiðjunum fá Austur- landi, eins og búið var aðþeim. Útkoman á Bakkafjarðarverk- smiðjunni varð nú svona, að bankarnir sáu um það, með endalausum drætti á fyrir- greiðslum á því rekstrarfé sem verksmiðjan hafði loforð og rétt á, að hún missti af fyrstu aflahrotunni, og þegar henni lauk tóku við flutningarnir suð- ur. Þegar svo haustaði og dró úr flutningunum suður fékk hún nokkurt hráefni. Þessi dauði tími í íyrrasum- ar var þó notaður til frekari uppbyggingar og stækkunar ó verksmiðjunni, og verðmæti hennar jókst samkvæmt mati um ca. 2 miljónir króna. Og nokkrum miljónum skilaði hún í útflutningsverðmæti, þrátt fyrir þessar aðfarír. Utkoman er þó eðlilega ekki góð. Og nú mun þetta vera í athugun hér syðra, hvað lík- legast verði til úrræða. Ekki mundi þó víst þurfa sem rekstrarfyrirgreiðslu meira en sem nemur andvirði tveggja i- búða hér syðra, en það þykir víst mikið íé ef slíkt gengur til heilla byggðarlaga úti á landi. Það er vonandi að sanngirni og skilningur ráði hér enda mikið í húfi. Áhætta ætti ekki að vera meiri þarna en annars staðar eystra. Staðsetning góð, aðstaða til bræðslu og söltunar og vinnuafl að mestu á staðn- um, að minnsta kosti í verk- smiðjuna. Ég tók fram í upphafi, hver aðstaða bóndans væri þegar hann væri að velja líflömbin á haustin. Nú standa bankarnir og ríkisvaldið í hans sporum. Spurningin er, á að lofa henni að lifa (sveitinni, Skeggjastaða- Framhald á 7. síðu. r. 5. og 6. Spasskss skákisi í einvígi og Petrosjans FIMMTA SKÁK: Spasski — Petrosjan. Caro-Cann vörn. í fimmtu skák valdi Pet- rosjan enn á ný Cara-Cann vöm. Spasskí notaði Panofá- rás eins og í þriðju skák ein- vígisins, en heimsmeistarinn fór- aðrar leiðir. Lauk byrjun- arþætti hvítum í hag. Síðar fékk svartur mögu- leika á gagnleik þar eð hvítur var of lengi að paufast með kóng sinn. Þegar skákin fór í bið hafði Spasskí peð yfir, en Petrosjan átti góða mögu- leika á að bjarga sér vegna þess hve virk staða manna hans var. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd cxd 4. c4 RfG 5. Rc3 g6 6. Db3 Bg7 7. cxd 0-0 8. g3 Ra6 íf. Bg2 Db6 10. Dxbx axb 11. Rge2 Rb4 12. 0-0 Hd8 13. d6 Ilxd6 14. Bf4 Hd7 15. Ilfdl Rbd5 16. Be5 Bh6 17. a3 c6 18. Rxd5 Rxd5 19. IId3 Bg5 20. Bxd5 exd 21. b4 Bd8 22. Ilcl He7 23. Rfi Be6 24. IIdc3 Bd7 25. Rxd5 IIe6 26. Bc7 Kg7 27. Bxd8 Hxd8 28. Rc3 b5 29. d5 IIb6 30. Rc2 h6 31. Rb4 g5 32. hxg hxg 33. Kg2 IlfG 34. Hc3 III18 35. Rd3 Hd6 36. Re5 Bh3f 37. Kf3 IIxd5 38. Hc7 Bc6 39. IIxb7 Hc5 40. Ha7 Bd5t 41. Kg4 —. Þar fór skákin í bið. 41. — Iíc2 (biðleikur Pet- rosjans). 42. Kg5 Hxf2 43. Rd3 HÍ3 44. Ilae7 Hxe3 45. Hxc3 f6t 46. Kf4 KÍ7 47. Rb4 Bc4 48. Hc3 Ilh2 49. b3 Be6 50. Rd3 Ha2 51. Hc7t Kg6 52. Rc5 Bf7 53. Hb7 Hxa3 54. Hxb5 Hal 55. Re4 Hflt 56. Ke3 Ilelt 57. Kf3 Ilflt 58. Ke2 Hbl 59. Rd2 Hgl 60. Kf2 Hcl 61. b4 Hc2 62. Kc3 Hc3t 63. Kf4 IIÚ3 64. Rf3 Bd5 65. Rh4t Kf7 66. Hb8 Hd4t 67. Ke3 Hc4t 68. Kf2 Kc7 69. Rg6t Kd7 70. Rf4 BcG 71. Rd3 Kc7 72. Hf8 Bb5 73. Rf4 Kd7 74. Hf7t Ke8 75. Hb7 Hxb4 76. Rd5 Hb2t 77. Ke3 Hte3t 78. Kf4 IIcl 79. RxfGt Kf8. JAFNTEFLI. Spasskí lagði ekki út í þá atlögu að leika 43. Rg6 og kaus friðsamlegri áætlun. En samt var vel athugandi að leika 50. Rc6 í stað 50. R<}3, þótt slík stefna liefði reyndar varla dugað til sigurs. SJÖTTA SKÁK: Sjötta skák einvígisins varð sú stytzta til þessa. Petrosjan lék hvítum og valdi algengt afbrigði drottningargambíts og mjög hæverska áætlim, sem tengd er virkjun kóngsbiskups. Aljekhín notaði þetta með góðum árangri gegn Euwe 1937, en þessi skákmennska kcmur nú orðið mjög sjaldan fyrir. Spassk; settj fljótt niður frumkvæði hvíts og eftir drottningakaup hlaut aðkoma að jafntefli. Petrosjan — Spasskí: 1. c4 eG 2. 6A Rf6 3. Rf3 d5 4. Uc3 c5 5. cxd Rxd5 6. g3 Rc6 7. Bg2 Rxc3 8. bxc cxd 9. cxd Bb4f 10. Bd2 Bc7 11. 0-0 0-0 12. Hbl Rxd4 13. Rxd4 Dxd4 14. Ðc2 Dc5 15. Dxc5 Bxc5. JAFNTEFLI. Þar með haía keppinautam- ir runnið fjórðung skeiðsins og eru nú með þrjú stig hvor. 1 fyrstu þrem skákunúm hafði Petrosjan fmmkvæðið, en Spasski varðist vel og tókst að halda jafnvœgi með því að notfæra sér smáar yfirsjónir andstæðingsins. 1 fjórðu skák hafði Spasskí í fyrsta sinn herfræðilegt fmmkvæði og' i þeirri 5. tókst honum að ná greinilegum yfirburðum. Það er sem keppinautamir hafi skipzt á hlutverkum og gegna báðum jafn vel. Enn sem koroið er hefur vömin verið > hvað mest áberandi. Það er íorvitnilegt, að þetta er í fyrsta sinn í sögunni að fyrstu sex skákimar í einvígi um heimsmeistaratitilinn verða jafntefli. 1 fyrstu einvígjum var miklu mun minna á jafntefl- um. Þannig geröu þeir Steinitz og Tsjígorín aðeins eitt jafn- tefli í sautján skákum í ein- víginu 1889. En því má ekki gleyma, að síðan hefur vam- artækni stórlega eflzt, ogupp- haf tuttugasta og fimmta ein- vígisins um heimsmeistaratit- ilinn staðfestir það ótvirætt. A Súetín, stórmeistari. I * I SÝNDAR KVm YNDIR FRÁ SKAFTAFELLSSÝSLUM Um næstu helgi verða sýnd- ir í Gamla bíói á vegum Skaft- fellingafélagsins noklcrir kvik- myndaþættir, sem teknir hafa verið íyrir tilstilli stjórnar Kvikmyndasjóðs Skaftfellinga. Flestir haía þessir þættir verið áður almcnningi til sýnis, en síðan em liðin sjö ár, og er þess að vænta, að mörgum muni leika forvitni á að sjá þessar myndir, bæði þeim, sem áttu þess ekki kost þá, og enda ýmsum þeirra, er áður hafa séð þær. Þá þótti sumum á skorta, að lítið var um lands- lagsmyndir úr héraðinu, en nú hefur verið gengið að fullu frá. alllöngum þætti, er sýnir fjölda fagurra og sérkennilegra staða í ýmsuro sveitum þessa viðlenda héraðs. Má þar líta margbreyti- lega náttúru þessa landshluta, sem fremur ílestum öðram er í sífelldri sköpun, fyrir áhrif stórfelldra náttúrahamfara, er þar gætir í rikurn mæli. Skýringartexta með þessum þætti hafa samið Jón Jónsson, jarðfræðingur, sem cr ílestum fremur nákunnugur öllum sveit- um héraðsins og kann að sjá þær mcð augum hins reynda náttúruskoðara, og Jón Aðal- steinn Jónssoii, cand.'mag., er einnig hefur samið texta við aðra þætti myndarinnar og flytur alla skýringatexta henn- ar. Sjálfa kvikmyndina tók Vig- fús Sigurgeirsson ljósmyndari. Auk landslagsþáttarins verða að þessu sinni sýndir nokkrir þættir úr atvinnusögu héraðsins, er sýna lifnaðarhætti fólksins eins og þeir voru til skamms tíma, en eru nú horfnlr. Hefur með myndum þessum tekizt að varðveita skaftfellsk vinnu- brögð, svo sem við kolagerð, fýlaveiðar og meltekju, vinnu- brögð sem era nú ekki lengur tíðkuð, en þeir kunnu full skil er, er að unnu, jiegar myndin var tekin. Má fullyrða, að sumt í þessum þáttum sé einstætt í sinni röð, og þær skýringar, er þeim fylgja, gera mönnum glögga grein á því, hvernig þessi verk voru unnin, og fyrir því orðafari, er þeim fylgdi. Þcgar þessir þættir voru sýndir, ritaði Kristján Eldjám þjóðminjavörður grein um sýn- inguna, og kemst meðal annars svo að orði: ......með töku þessarar myndar hefur verið unnið merkilegt starf, og hún er einnig bráðskemmtileg á að horfa.“ Hann tekur fram, að þótt nokkur atriði myndarinn- ar, sem þá var sýnd, séu ekk; ýkia frábrugðin því, scm gerð- ist annars staðar á landinu, svo sem þátturinn um kvöldvökuna, þá séu þó hin atriðin fleiri, þar sem unnið er úr sérkennilegum skaftfellskum þjóðlifsháttum, svo sem þátturinn um meltekj- una. Um það segir hann: „Eng- inn efi er á þvi, að í meðferð melkornsins lifa fomar kom- verkunaraðferðir frá þeim tíma, er ræktað bygg var algeng nytjajurt hér á Jandi. í fom- öld var akuryrkja mikil at- vinnugrein hér á landi, og era ýmsar heimildir um hana, en ég er þess fullviss, að þessi kvikmynd Skaftfellingafélags- ins mun. þegar stundir líða. Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.