Þjóðviljinn - 05.05.1966, Side 1
■Fimmtudagur 5. maí 1966 — 31.
árgangur — 99. tölublað.
(
UnniB er að lausn læknadeilunnar
Samningaviðræður standa
nú yfir milli fulltrúa frá
Læknafélagi Reykjavíkur og
fulltrúa ■ ríkisvaldsins um
lausn kjaradeilu lækna við
Landspítalann og Rannsókn-
arstofu Háskóians en þær
lágu niðri síðara hluta apríl.
Sl. mánudag ræddi heil-
brigðismálaráðherra við
stjórnir Læknafélags Reykja-
víkur og Læknafélags íslands
um málið og síðan voru tekn-
ar upp að nýju samninga-
viðræður. Sagði Baldur Möll-
pr ráðuneytisstjóri í viðtali
við Þjóðviljann í gær að nú
yrði reynt til þrautar að
finna lausn á deilunni en það
gæti tekið nokkra daga ennþá.
ÞINGFLOKKUR ALÞYÐUBANDALAGSINS FER ÞESS Á LEIT AÐ
Bandaríski fáninn brenndur í Stokkhólmi
Um allan hcim mótuðust hátíðahöldin og kröfugö ngurnar 1. maí af stríðinu.-í Victnam, kröfunni um
að því verði hætt og andúð í garð Bandaríkjann a fyrir útrýmingarhemað þeirra. Hvergi setti Vi-
etnam meiri svip á 1. maí en í Svíþjóð, þar sem fundahöld undir forystu sósíaldcmókrata voru
fyrst og fremst tileinkuð Vietnam og kröfunni um frið. Eftir fundinn í Stokkhólmi, þar sem Tor-
sten Nilsson utanríkisráðherra var aðalræðumaður fór hópur ungs fólks fylktu liði til bandaríska
sendiráðsins í borginni og brenndi þar fána Bandaríkjanna.
Gerbreytt lögum um
kísilgúrverksmiðju
■ Frumvarp ríkisstjórnarinnar um kisilgúrverksmiðju við
Mývatn, gerbreyting á gildandi lögum um það efni, var
samþykkt í gær sem lög frá Alþingi. Rökstudd dagskrá
Framsóknarmanna í fjárhagsnefnd neðri deildar um að
vísa málinu frá, var felld með atkvæðum st'jórnarflokk-
anng og fjögurra Framsóknarþingmanna, en með frávís-
un greiddu atkvæði Alþýðubandalágsmenn allir og af-
gangurinn af Framsókn í neðri deild. Var dagskráin felld
með 25 atkvæðum gegn 15.
□ Framsóknarþingmennimir
sem greiddu atkvæði með stjórn-
arflokkunum og gegn tillögu síns
eigin flokks voru Bjöm Pálsson,
Jón Skaftason, Ingvar Gíslason
og Hjörtur Eldjám.
□ Urðu miklar umræður við
2. umræðu málsins í gær og
töluðu Jónas Rafnar, Lúðvík
Jósepsson, Skúli Guðmundsson,
Magnús Jónsson, Hjörtur Eld-
iám. Einar Olceirsson. Biarni
Benediktsson og Jóhann Haf-
stein. Við 3. umræðu kvaddi
enginn sér hljóðs og var fmm-
varpið samþykkt með 25 atkv.
gegn 15.
Lúðvík Jósepsson hafði fram-
sögu sem 1. minnihluti fjár-
hagsnefndar, og lagði til aðfrum-
varþið yrði fellt.
1 nefndaráliti sínu segir Lúð-
vík:
MeS frv. þessu fer ríkisstjórn-
in fram á mjög víðtækar heim-
ildir sér til handa til samninga
við erlendan auðhring um bygg-
ingu og rekstur kísilgúrverk-
Framhald á 8. síðu.
<S>-
Forsetinn, Ásgeir Ásgeirsson, hefur
neitað að verða við þeirri beiðni
■ Á þriðjudag gengu Lúðvík Jósepsson og Gils
Guðmundsson á fund forseta íslands, herra Ás-
geirs Ásgeirssonar að Bessastöðum.
Fóru þeir þess á leit fyrir hönd þingflokks Al-
þýðubandalagsins að forsetinn b’eitti forsetavaldi
sínu til þess að láta fram fara þjóðaratkvæða-
greiðslu um nýlega samþykkt lög um lagagildi
samnings ríkisstjórnarinnar við Swiss Alumini-
um um alúmínbræðslu í Straumsvík, þannig að
þau verði ekki látin öðlast gildi nema meirihluti
þeirra sem þátt taka í atkvæðagreiðslunni hafi
samþykkt lögin.
Afdrifaríkt stórmál fyrir þjóðina
■ Á það var sérstaklega bent af fulltrúum Al-
þýðubandalagsins í viðtalinu við forsetann að á-
stæður til þess að fram á þettg væri farið væru
þær, að hér er um stórmál að ræða sem hlyti að
verða afdrifaríkt fyrir þjóðina; að fram hefði kom-
ið á alþingi að 27 af 60__alþingismönnum hafi greitt
því atkvæði að efnt yrði 'til slíkrar þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið og að naumur meirihluti hafi
verið fyrir því á Alþingi að samþykkja lögin. Teldi
Alþýðubandalagið mjög miklar líkur til þess ~að
meirihluti þjóðarinnar sé andstæður lagasetning-
unni.
Einnig var bent á að nú sé óvenju auðvelt að
koma við þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem fyrir
dyrum séu almennar kosningar í landinu, eftir
þrjár vikur í kaupstöðum og kauptúnum og mán-
uði síðar í öðrum sveitarfélögum. Þannig þy.rfti
atkvæðagreiðslan á engan hátt að fefja málið,
sé meirihlutavilji með þjóðinni fyrir lagasetning-
unni. i
Af þessum ástæðum og ýmsum fleiri fóru þeir
Lúðvík og Gils eindregið fram á að forseti íslands
notfærði sér ákvæði stjórnarskrárinnar og stað-
festi lögin ekki fyrr en atkvæðagreiðsla hefði far-
ið fram og því aðeins að meirihluti þeirra sem
þátt taka í atkvæðagreiðslunni samþykki lögin.
Forseti ætlar að staðfesta lögin
■ Forseti íslands hefur svarað þessari beiðni og
er svar hans á þá lund _að þar sem Alþingi hafi
samþykkt frumvarp ríkisstjómarinnar, sjái hann
ekki ás'fæðu 'til annars en staðfesta lögin þegar þau
verði lögð fyrir hann.
Framhald á 8. síðu.
fslands-
bankalöonn
fró 1902
eru ejna
fyrirmyndin!
★ I umræðunum um kísil-
gúrmálið í neðri deild
Alþingis j gær vefengdi
Einar Olgeirsson lögmæti
þess að ríkisstjóminni
væri gefin heimild til
að semja við tiltekin fyr-
irtæki um skattgreiðslur
til langs tíma og binda
þannig hendur Alþingis
og þjóðar.
★ Forsætisráðherra, Bjarni
Benediktsson, fullyrti að
þetta væri lögum sam-
kvæmt bindandi og við
þvi mætti ekki hrófla
með nýjum lagaákvæð-
um nema bætur kæmu
fyrir. Hafði hann fund-
ið eitt fordæmi, í lög-
unum um íslandsbanka
frá 1902, þar sem Is-
landsbanka- voru veitt
viss skattfríðindi!
★ Einar kvað það rétt hjá
Bjarna, að lögin um Is-
landsbanka, sett meðan
ísland var undir danskri
stjóm, megi/ heita for-
dæmi þess sem nú er
verið að gera með alú-
mín- og kísilgúrsamn-
ingunum. ■ En hvorki
þjóðin eða Alþingi muni
Játa binda hendur sínar
í 45 ár eins og ætlunin
sé með alúmínsamningn-
um, þar sem hinu er-
lenda auðfélagi er m.a.
ákveðin viss skattpró-
senta, fram til ársins
2014.
★ Benti Einar á hvernig ó-
svífinn þingmeirihluti
gæti misnotað slík á-
kvæði £ þágu vissra at-
vinnurekendahópa og
fyrirtækja, jafnt inn-
lendra sem erlendra. Og
samkvæmt ummælum
Sigurðar Bjamasonar í
■ útvarpsumræðunum virt-
ist ljóst að ætlunin væri
að kalla fleiri auðhringi •
inn í landið, það gætu,
t.d. orðið Standard Oil,
Findus og Unilever,
samkvæmt þeim atvinnu-
greinum sem Sigurður
hefði minnzt á.