Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 10
ff 0 StDA — isJOÐ'VItJXNN — Laugardagar 21. maí 1966 WILLIAM MULVIHILL Hann lét skrá sig í flotann daginn eftir árásina á Pearl Harbor. Hann var sendur austur á bóginn í þjálfunarbúðir á Parris eyju <pg seinna til Quantico, þar sem hann var gerður að liðsfor- ingja. 1 fyrsta skipti á ævinni var hann kominn í umhverfi sem var honum að skapi. vegna þess að allt byggðist á sam- keppni og lfkamlegri þjálfun; hér voru dugleysingjar hirtir úr og sendir heim; hér fengu þeir hörðustu að halda velli. Hann reyndist bera af í sinni deild og var sendur til Salómons-eyjanna. Hann var sérlega hæfur til þess að vera ungur liðsforingi. Hann hafði skapandi hæfileika. Innan sinna takmarka viðhafði , hann sérstaka sjálfstjóm meðal manna sinna; hann hlífði þeim og hélt yfir þeim vemdarhendi. Þeir tóku þessum mannkærleika og endurguldu það með dæma- fárri hollustu. Hann fann á sér þegar skipun um sókn var vafa- söm og dæmd til að mistakast, og þá hélt hann aftur af mönn- um sínum þar til mesta hættan var hjá liðin. 1 annan tíma tók hann ef til vill ákvarðanir á eigin spýtur og einu sinni sótti hann svo langt inn á óvina- svæðið að skipun var gefin um almenna sókn, og það reyndist spara fjölmörg mannslíf og tíma. r Einu sinni særðist hann og ávaldist ömurlega viku á her- spítala bakvið víglínuna. þar sem hann lá og starði upp í sdakkan, grænan segldúkinn fyrir ofan sig. Hann kom til baka, leiddi herflokk að næturlagi al- veg upp að japönskum flugvelli og fékk heiðursmerki. I lokaor- ustunni varð.hann herdeildarfor- ingi og særðist aftur af sprengju- broti. Það voru margar herferðir og margar eyjar, löng ár með mjallhvítum sandi, grönnum rptum mangrovetrjáa og kóralla. Sumt mundi hann betur en ann- að: hann mundi eftir dauðum fiskum sem flutu á sjónum og mávum sem flugu yfir .þeim, japönum í frumskóganóttinni, sem hrópuðu ruddalegar setning- ar um Roosevelt. fyrstu föngun- um sem höfðu sýnzt brjóstum- kennanlegir og aulalegir, jap- anska liðsforingjanum sem hann Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinn og Dódó Laugavegi 18, III. hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16. PERiyiA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. DðMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10, Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárnreiðslnstoía Austurbæjar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13. Simi 14-6'-58. Nuddstofan er á sama stað. hafði ^kotið, og hafði reynzt vera frá Kaliforníu. Heimur birtu og myrkurs, sóknar og undanhalds. Hann af- þakkaði hækkun i tign, stöðu i herstjóminni. Hann var kyrr á sínum stað þar til stríðinu lauk. Herdeildarstjóri. Sá allra bezti. Góðri stundu fyrir sólarupp- rás, meðan enn var kalt og dimmt. fór O'Brien á fætur, tók byssuna og- læddist út úr hellinum. Gamli þjóðverjinn var fífl. Það varð að útrýma bavíönunum. Þeir voru keppinautar. Hann var veiðimaður. og þau hin skildu hann ekki; þau höfðu enga hugmynd um hvað veiði var, biðin. skipulagningin, and- lega vinnan. Þau höfðu enga hugmynd um það.......... Byssan veitti honum aftur i sjálfstnaustið úti í myrkrinu, dá- | samlega jafnvægiskennd. vissu um mátt og megin. Dásamleg byssa sem hann hafði hreinsað vandlega daginn áður; nú var hún hlaðin úrvals skotfærum og beið þess aðeins að verða stillt og fella fórnardýr úr löngum fjarska. Hann ætlaði að drepa bavían Og éta. Viðbjóður Smiths við til- hugsunina náði engri átt. Þegar hægt var að éta eðlur til að halda í sér lífinu, var líklega eins hægt að éta bavíanakjöt. Það var fráleitt af þeim að vera með matvendni. Hann var fullur óskiljanlegri eftirvæntingu, en það hressti hann. Fjallið var ögrun; það gat orðið honum að fjörtjóni. Allt annað hafði verið auðvelt. Fótboltinn. flotinn, allt saman; jafnvel styrjöldin hafði verið auðveld; vegna þess að þú þurft- ir ekki að standa einn, örlög þín voru tengd örlögum ótal margra annarra og líkumar fyrir þvi að vera heppinn höfðu verið of miklar. Hér var allt öðru máli að gegna. Það var fjallið, auðn- in og hann. Það fór að birta. Ef til vill höfðu menn gengið um þennan dal fyrir þúsund árum í dögun með oddhvöss kastspjót. Menn- imir sem höfðu búið til oddana sem þau höfðu fúndið. höfðu verið veiðimenn, og þá hlaut landið að hafa verið öðru vísi, frjósamt og fullt af veiðidýrum. Frummaðurinn. Og þó var sjálf- sagt nangt að kalla hann það. Þessir menn höfðu lifað og stundað veiðar í þessum dal áttu enga sögu — steinaldarmennirn- ir. búskmennimir og bantúnegr- amir. Þeir höfðu allir verið villtir veiðimenn án leturs og án þess að hafa tíma til að fást við tákn til að tjá sig, frumstæð- ir menn, sem vörðu öllum tíma sínum til fæðuöflunar. Alveg eins og þau. Hann hafði látið Sturdevant fá hattinn sinn, en hárið á hon- um var sítt og þykkt; hann þurfti engan hatt. Það var kynd- ugt og kom sér vel, að svart skeggið og hárið rann saman við svartan klettinn. Hann hélt sig í fjallinu fram- anverðu þar til hann kom að fyrstu syllunni, þá hóf hann hina erfiðu uppgöngu. Hann treysti sjálfum sér, treysti eigin mætti; hann var tíu kílóum léttari en þegar hann var um borð í flug- vélinni og þrátt fyrir einhæft fæðið fannst honum hann vera sterkari. kvikari og næmari í skynjun. Sólin kom upp. Hann hvíldi sig andartak á stalli. Hann tók fram kíkinn og beindi honum að klettaheiminum kringum sig. Einstakur baviani sat á steini hátt uppi; það var útvörður. Skoti á hann væri só- að; hann yrði að koma sér nær og gæta þess að hann hefði ekki sólina í augun. Hann lagði frá sér kíkinn og byrjaði að klifra. Hann kom upp á tindinn og stóð lengi og horfði út yfir sandhafið; Sturdevant var þar einhvers staðar; reyndi í örvænt- ingu að ná sambandi við um- heiminn. Ef honum tækist það ekki, yrðu þau kannski að vera þama það sem ’ þau ættu eftir ólifað. Hann gekk fram á brún- ina og leit niður. Það var snar- brattur veggur, óralangt lóðrétt fall. Hann færði sig fjær. tók fram kíkinn til að léita að vörð- um. / Hann sá engan. Hann fþokaði sér niður hall- ann og hann festi sér í minni allt sem hann sá: býflugur sem gætu vísað honum á hunang, feitar eðlur, nýjar jurtir sem hann gfeti farið með til Grimm- elmanns. sem þekkti hinar eitr- uðu frá hinum ætu, hinar góðu frá hinum slæmu. Þverhnípið vinstra megin tók enda. Hann virti klettana vandlega fyrir sér, fann færa leið og fór að klifra niður. Hann fann þef af bavíönum; hann stanzaði og litaðist um en kom ekki auga á neinn; það var eins og< þá grunaði hvað hann hafði í hyggju. Hann hélt áfram leiðin varð gnpiðfærari, og hann settist og hvíldi sig og hallaði bakinu upp að steini. Hann fór úr stígvélunum og sokkunum, sem voru grágötóttir. Hann hélt áfram niður. Eitt- hvað hreyfðist fyrir framan hann. það skrækti. Vörður á egghvassri klettabrún hrópaði aðvörun sína. Hann hafði ber- sýnilega misst sjónar á mannin- um sem snöggvast og nú kom hann honum á óvart. Hann lagði byssuna upp að öxlinni, náði! miði á hundslegan apann; hann 1 hélt niðri í sér andanum og hleypti af. Bavíaninn féll afturábak út í loftið. Hann gekk varlega áfram, þvi að leiðin var nú aftur orðin hættuleg og fimmtíu feta fall til vinstri við hann. Allt í einu kom hópurinn æðandi á móti honum og hélt áfram upp fjallshlíðina unz hann hvarf upp i svimandi hæð. Aldrei á ævinni höfðu þeir heyrt annan eins hávaða; aldrei fyrr hafði útvörður verið drep- inn. Þeir flýðu í ofboði. O'Brien kom að klettinum og gekk varlega kringum hann. Hann fann dauða bavíanann. Hann var stærri og þyngri en hann hafði sýnzt; handleggimir, hálsinn og axlirnar þrekleg og vöðvastælt. Þetta var api með hundshaus; sterklegur kjálkinn með ótal hvössum tönnum. Hann leit í kringum sig og fann til skyndilegs ótta. Grimmelmann hafði rétt fyrir sér. Stór bavíani var hættulegur; þessi hefði getað drepið hann, rifið af honum handleggi og fætur og slitið flyksur úr líkama hans. Nú skildi hann hvemig tveir eða þrír þeirra gátu ráðið niðurlög- um lilébarða. Hann var of stór til þess að hann gæti borið hann með sér niður í hellinn. Hann tók fram hnífinn og fór að skera í volg- an skrokkinn; hann minnti á manneskju og hann velti fyrir sér, hvort hann gæti fengið sig til að éta hann. Hann ætlaði samt að gera það. Þetta var kjöt og hann var á leið með að svelta í hel. Þá heyrði hann eitthvað í klettunum skammt frá sér. Hann stirðnaði af ótta, hann vissi hvaða hljóð þetta var. Hann greip byssuna og snerist á hæli. Tuttugu fet frá honum var bavíani að koma; hann virtist hissa, sýndi sterklegar tennum- ar og rétti út langap. loðinn arm. Hann skaut hann gegn- um hausinn. Annar nálgaðist hann með skræk, hann sendi honum þrjár kúlur áður en hann lyppaðist niður rétt við ‘ fætuma á honum. Tveir aðrir lögðu á flótta, þeir sentust inn í steinakraðakið eins og gúm- boltar. Hann stóð upp. Fætumir skulfu undir honum og hann velti fyrir sér hvort hann kæm- ist aftur uþp fjallshlíðina. Þetta var eins og í stríðinu. 1 Okin- awa hafði brjálaður. dmkkinn japani komið hlaupandi útúr helli og sveiflað sverði yfir höfði sér og hann hafði dáið á sama hátt og bavíaninn. Veiði var styrjöld. Þrír dauðir bavían- ar. Hann dró sig inn í skuggann af stómm steini. Þarna var enginn eldiviður, ekkert sem hægt var að brenna. Hann ætl- aði að skera beztu bitana úr dauðu dýmnum, bera þá upp bratta hlíðina og niður aftur, þangað sem einhvern við var að finna. Þá ætlaði hann að steikja kjötið og éta það; hann var smátt og smátt að svelta í hel og hann var reiðubúinn að borða hvað sem var til að viðhalda þreki sínu, halda sér lifandi. Þegar hægt var að éta slöngur, eðlur og skordýr hlaut baví- anakjöt líka að vera ætt. Hann fór aftur fram í sól- i skinið og fór að skera stykki úr 4757 — Fréttimar sem Stanley fær frá Ethel konu sinni era ekki sérlega uppörvandi. Móðir hennar er bálreið yfir kaupun- um á nýja skipinu. Hún ásakar hann um eyðslusemi og van- xækslu á fyrirtækinu. Bobby er ekki bara samþykkur móður sinni, héldur bvetur hana líka eftir beztu getu. ,,Ég neyðist til að segja þér eins og er‘‘, skrifar Ethel „en láttu það engu breyta um áætlun þína. Núverandi stærð verksmiðjunnar er eingöngu þér að þakka og það vita þau vel, þótt þau vilji ekki viðurkenna það. Og nú þarft þú svo sannarlega á hvíld að halda eftir margra ára þrældóm". ÚTGERÐARMENN! Gúmmíklæðum kraftblakkarhjól Vönduð vinna Fljót afgreiðsla GÚMMÍVINNUSTOFAN H.F. Skipholti 35, Reykjavík - Símar 31055 og 30688 SLYSATRYGGINGAR LATID EKKI SLYS HAFA ÁHRIF Á FJÁRHAGSAFKOMU YDAR TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRS LINDARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • SfMI 22122 — 21260 rre.’-e. LEÐURJAKKAR RÚSKJNNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 JASON VIDGERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678, & BYGGINGA VÖRUR ★ Asbest-plötur ★ Hör-plötur ★ Harðtex ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Trétex Gips þilplötur Wellit-einangrunarplötur Alu-kraft aluminpappír til húsa-einangrunar Þakpappi, tjöru og asfalt Icopal pakpappi Rúðugler MARS TRADING CO. H.F. KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.