Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 12
! I ILLA STJORNAÐ HÉR ERU STAÐREYNDIRNAR Islenzkt nýfiskverð til vinnslu 19S6. 1. floktour A stórþorskur slægður með haus kr.4.67 pr. kg L flokkur B stóhþorskur slægður með haus kr. 4.03 pr. kg 2. flokkur stórþorskur slægður með haus kr. 3.14 pr. kg Til viðbótar ofanskráðu verði er ákveðið að kaupandi greiði 25 aura á kg af línu Og handfærafiski og rikssjóður sömu upphæð. Norskt nýfiskverð til vinnslu gildandi til 29. maí 1966, mið- að við stórþorsk slægðan með haus. Á þremur fyrstu verðlagssvæðum norðan frá. 1 frystingu, niðursuðu og salt 1 sfcreið Á 4. og 5. verðlagssvæði I frystingu kr. 6.39 1 salt kr. 6.45 1 sfcreið kr. 5.71 A sjotta verðlagssvæði 1 frystlngu fcr. 6.39 1 Salt kr. 6.49 í sfcreið kr. 5.56 Á sjöunda verðlagssvæði 1 frystingu kr. 6.45 kr. 6.39 kr. 5.51 kr. 6.54 kr. 5.61 I salt í skreið Á áttunda verðlagssvæði 1 frystingu kr. 6.49 I salt kr. 6.59 1 skreið kr. 5.66 Á níunda verðlagssvæði f frysting. í salt í skreið kr. 6.54 kr. 6.64 kr. 5.71 Þegar íslenzkri sjósókn er gert svo lágt undir höfði að í hennar hlut fellur aðeins nokkur hluti af því verðmæti sem henni ber með réttu, eins og framanskráður verðsamanburður ber glöggt vitni um, þá er illa stjórnað í landinu. Þetta norska nýfiskverð sem ég vitna hér til, það er verð án allra opinberra uppbóta, því að fiskvinnslustöðvar fá enga opinbera styrki í ™ Noregi. Hinsvegar greiðir ríkisvaldið uppbætur á þetta fram- anskráða verð beint til sjómanna og útgerðarmanna sam- kvæmt viktarnótum og nam sá styrkur á sl. ári rúmlega 34 aurum á kíló af vinnslufiski til manneldis, miðað við slægð- an fisk með haus, eins og algengast er hér að miða við. Hér er því um raunhæfan verðsamanburð að ræða. Ann- arsvegar hið lága íslenzka nýfiskverð fyrir vinnslufisk, sem vinnslustöðvarnar eru þó sagðar ekki geta greitt af eigin rammleik, og eiga að fá uppbætt með 80 miljón króna fram- lagi úr ríkissjóði, þar sem teknanna er aflað með því að hækka soðninguna til íslenzkra heimila. Hinsvegar norskt nýfiskverð til vinnslu, borið uppi af fiskvinnslustöðvunum þar í landi gegnum verð á erlendum mörkuðum. Það hljóta allir að sjá, sem ekki eru alveg blindir, að mik- ið hlýtur að vera bogið við rekstrargrundvöll íslenzks fisk- iðnaðar, fyrst hann treystir sér ekki til að keppa við Norð- menn á erlendum fiskmörkuðum, án opinberra styrkja, þrátt fyrir miklu lægra hráefnisverð eins og skýrslan að framan sýnir. Þegar svo þar við bætist að norskt kaup við fisk- vinnslu er hærra heldur en íslenzkt, sé hvorutveggja breytt í sterlingspund og dollEira, en það er sá gjaldeyrir sem fæst fyrir fiskafurðir beggja landanna. Þetta sýnir svo ekki þarf um að deila, að vandinn er heimatilbúinn af þeirri ríkis- stjórn sem með völdin fer í landinu og hana er um að saka hvernig komið er þessum málum. Þetta sjá allir nema ráðherrarnir og það lið sem næst þeim stendur. Hér er þörf á áminningu, refsingu frá borg- urum landsins, sem með atkvæði sínu nú á sunnudaginn í borgar- og bæjarstjómarkosningunum geta látið álit sitt í ljósi svo það verði skilið. Minnkandi atkvæðamagn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins hér í höfuðborginni nú n.k. sunnudag mundi hafa bætandi áhrif á þessa flokka og koma mörgu góðu til leiðar. En vísasta leiðin til að ná þeim nauðsynlega árangri, er að allir óánægðir borgarar fylki sér um lista Alþýðubandalags- ins, G-listann. Jóhann J. E. Kúld I I Laugardagur 21. maí 1966 — 31. árgangur — 112. tölublað. Yfirmaður bandarískra geimrannsókna Sovétmenn hafa nú tveggja ára forskot Malasíumenn og Indónesar semja um deilur sínar KUAIuA LUMPUR 20/5 — A mánudag hefjast í Bangok, höf- uðborg Thailands,' viðræður milli utanríkisráðherra Indónesíu og Malasíu um það hvemig end- ir verði bundinn á hernaðará- stand það sem rífct hefur milli ríkjanna. Utanríkisráðherra Thai- lands hefur tekið þátt í undir- búningi fundarins, og hefur lagt fram áætlun sem gerir ráð fyrir að báðir aðilar dragi herlið sitt til baka um tíu km. frá landa- mærum ríkjanna á Kalimantan. (Bomeó). Reykjavíkurbörnin læra sveitastörf Búvinnunámskeið fyrir börn, er ætla í sveit í sumar, verður haldið vikuna 23.—28. maí n.k. á vegum Búnaðarfélags Islands og Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Námskeiðið hefst mánudaginn 23. maí kl. 2 e.h. að Fríkirkju- vegi 11. Rá'ðunautur frá Búnaðarfélagi og Reykjavíkurborg o.fl. ræða við börnin um sveitastörf, búfé, garðrækt og búvélar, og sýna kvikmyndir og litskuggamyndir. FLUGVÉL HLEKKTIST Á f GÆR Á RANGÁRVÖLLUM Sáningarilugvél á vögum Landgræðslunnar hlekktist á í gærkvöld, en hún var að bera á hið stóra tún Ketlu, — búgarð Vilhjálms Þórs austur á Hvols- völlum. Þetta mun hafa gerzt um sex leytið og hafði flugvél- Pétur Friðrik í Listamannaskála Listmálarinn Pétur Friðrik opnar í dag sölusýningu á 56 málverkum í Listamannaskálan- um. Em það einkum landslags- myndir í hefðbundnum stíl. Sýningin er opnuð fyrir boðs- gesti kL 3 1 dag en kl. 6 fyrir almenning og stendur yfir til 30. maí. Pétur Friðrik lærði á sínum tima í Handiðaskólanum og í Listakademíunni í Kaupmanna- höfn. Hann hélt sína fyrstu sýn- ingu árið 1945 og hefur haldið hér sex sýningar alls, þá síðustu í Bogasalnum 1964. Málverkin á sýningunni í Listamannaskálanum eru öll mál- uð á undanfömum tveimur ár- um og eru þau til sölu. Sýning Péturs Friðriks verður opin frá kl. 10 f.h. til kl. 11 e.h. á sunnu- dögum en kl. 1 e.h. til 10 aðra daga. in lokið við skammtinn og flaug inn til þess að setjast á túnið. Missti þá flugmaðurinn niður vinstri væng og rakst hann í jörðu í aðfluginu og steyptist þannig flugvélin á nefið niður í túnið og gereyðilagðist. Flugmaður á vélinni var Sig- urjón Sverrisson og hlaut hann slæma skurði í andliti, en við læknisrannsókn á Hellu virtist hann þó óbrotinn. Sjúkraflugvél flaug þegar héð- an úr bænum til þess að ná í flugmanninn og var hann kom- inn hingað til borgarinnar klukkutíma síðar,, — var flug- maðurinn fyrst fíuttur á Slysa- varðstofu og þaðan á sjúkrahús. Sjang Kæ-sjék er mjög kokhraustu: TAIPEH 20/5 — Sjang Kæ-sjék tók í dag við embætti forseta Formósustjórnar fyrir nýtt tíma- bil. Sagði hann í ræðu við það tækifæri, að þjóðernissinna- stjórn sín myndi „frelsa" kín- verska meginlandið undan stjórn komniúnista. Væri 600 þús. manna her sinn svo samhentur, að hann gæti auðveldlega ráðið við 3 milj. manna her Peking- stjórnar. Börnin læra björgun úr dauða- dái með blástursaðferðinni, og hjálp í viðlögum. Kvikmynd til skýringar. Farið verður í heim- sókn til Sláturfélags Suðurlands, í Mjólkurstöðina og Skógræktar- stöðina í Fossvogi. Þá verður börnum kennd með- ferð hesta á vegum Fáks í Reið- skólanum á Skeiðvellinum. Farið verður að Bessastöðum, en þar fer fram verkleg kennsla í garðrækt, búfjárhirðingu og meðferð búvéla. Námskeiðinu lýkur laugard. 28. maí með ferðalagi í búfjár- stöð Búnaðarsambands suður- lands að Laugardælum með við- komu í gróðurhús í Hveragerði. Þátttökugjald er kr. 50.00. Ferðir í reiðskóla Fáks, Skóg- ræktarstöðina og að Bessastöðum eru innifaldar í þátttökugjald- inu. Laugardagsferðin austur yfir fjall kostar kr. 50.00. Umsjón- armenn með námskeiðinu eru: Jón Pálsson og Agnar Guð- mundsson. Námskeið þessi hófust 1962 og voru þátttakendur þá 60, en um 100 árið eftir. Innritun fer fram daglega kl. 2—8 að Fríkirkjuvegi 11 og í síma 15937 og 21769. Stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins þuria að kynna sér efni auglýsingarinnar á 5. síðu blaðsins í dag. Þar er að finna margvíslegar upp- lýsingar um kosningastarfið á kjördag. — Veitum Alþýðu- bandalaginu öflugan Iiðs- styrk — x-G. WASHINGTON 19/5 — Dr. Ja- mes Webb, yfirmaður geimrann- sóknastofnunar Bandaríkjanna, lét svo um mælt í dag, áð Bandaríkin væru enn tveim ár- um á eftir Sovétríkjunum í geimrannsóknakapphlaupinu. Webb staðhæfði þetta í ræðu er hann hélt fyrir fjárlaganefnd öldungadeildar þingsins. Sagði hann, að Sovétmenn væru tveim árum á undan og það bil yrði- ekki jafnað með þeirri fimm miljarða dollara fjárveitingu til geimrannsókna, sem lagt er til að þingið samþykki. Webb sagði að Sovétmenn hefðu notað eldflaugar sem lyft geta 1000—1500 smál. er þeir settu á loft proton-gerfihnött sinn. Sjálfur vó gerfihnötturinn 12,1 tonn. Öflugasta eldflaug Bandaríkjamanna, Saturn IB lyftir rúmlega 800 lestum, og er búizt við' því að hún geti áður en árið er liðið komið þrem rannsóknastöðvum sem vegi allt að 18 smál. út í geiminn. Webb sagði ennfremur að geimferðaáætlun Sovétríkjanna væri að komast á það stig, að menn gætu búizt við því að þeim tækist að senda mann til tunglsins heilan á húfi. Fór hann fram á það, að auknar verði fjárveitingar *til geim- rannsókna á árunum 1967—1968 og að öllum kröftum verði ein- þeitt að því að koma í veg fyr- ir ótvíræða forystu Sovétmanna á þessu sviði. Fólksvagnar til Bandaríkjanna NEW YORK 20/5 — Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs óx sala innfluttra bíla í Bandaríkjunum um 30% miðað við sama tímabil í fyrra. Seldir hafa verið 145 þús. bílar, mest af „eim Fólks- vagnar. Tveir prestar sækja um Laufás Umsóknarfrestur um Laufás- prestakall í Suðurþingeyjarsýslu prófastsdæmi rann út 15. þ.m. Tveir sóttu um kallið: Séra Bolli Gústafsson sóknarprestur í Hrís- ey og séra Sigurpáll Óskarsson sóknarprestur á Bíldudal. Tungumálastyrj- öldin í Belgíu LEUWEN 20/5 — Kaþólski há- skólinn í Leuwen í Flandern í Belgíu hefur ákveðið að leggja niður kennslu það sem eftir er skólaárs fyrir sakir óeirða í skólanum. Fyrir þeim standa einkum flæmskir stúdentar sem mótmæla því, að kennt sé bæði á flæmsku og frönsku í háskól- anum. Vilja þeir að flæmska ríki ein, en frönskumælandi stúdentar (frá Vallóníu) séu fluttir yfir „tungulandamærin" í háskóla þar. 0PNUÐ TILBOD / •4T* ««• HR <pil W !•' *l - 41 fefc GATNASERÐ 0.FL 1 gær voru hjá Innkaupstofnun Reykjavíkurbörgar opnuð tilboð £ gatnagerð og lagnir í einbýl- ishúsahverfi í Breiðholti. Hið útbðftna verk er tvíþætt. Verk A nær til gatnagerðar í Brúnastekk, Geitastekk, Gilsár- stekk, Grænastekk, Fornastekk og Fremristekk að hluta ásamt skolp-, vatns- og rafmagnslögn- um í þær götur. Verk B nær til gatnagerðar í Lambastekk, Skriðustekk, Hamrastekk, Hóla- stekk, Urðarstekk og hluta af Fremristekk og Stekkjarbakka á- samt tilheyrandi lögnum. Tilboð bárust frá 5 aðilum þannig: 1. Hlaðbær h.f. verk A kr. 9.251.138.00. 2. Miðfell h.f. verk B kr. 14.164.158.00. 3. Loftorka s.f. verk A kr. 11.124.745.00. Verk B 14.979.935.00. 4. Almenna Bygg- ingafél. verk A kr. 11.559.120.00, verk B kr. 15.330.945.00. 5. Vél- tæfcni' h.f. verk A 12.926.355.00, verk B kr. 23.171.480.00. Kostnaðaráætlun gatnamála- stjóra var Verk A kr. 10.400.000.00, verk B kr. 15.200.000.00. Eftir er að yfirreikna boðin. Bosch býður sig fram til forseta SANTO DOMINGO 20/5 — Juan Bosch, frambjóðandi hinna frjálslyndari afla í forsetakosn- ingum í . Dóminíkulýðveldinu, hefur látið af hótun sinni um að draga framboð sitt til baka. Óttazt hafði verið að til nýrra pólitískra óeirða myndi koma í landinu ef Bosch yrði ekki með, en hótun sína setti hann fram vegna þess, að hann áleit ekki nægilega tryggt að kosningai'Tl- ar yrðu frjálsar. ^\AA/\AAAAAAAAA/\/V\AAAAAAAAAAAAAA/V\AAAAAAAAAAAAA/V\AAAAAAAAAAA\AAA/V\AAA\AAAAAAAAAAAA/\AAAAAAAAAAAAAAAAAAA/V\AAAAAAAAAAAAA/\AAAA/\A\AAAAAAAAAA\AAAAAAAAAAAAAAAA/\AA\AAAA/VV Hversvegna ræðir Morgunblaðið ekki við húsnæðismálafulltrúa? Nú í lok kosningabaráttunn- ar hefur Morgunblaðið gripið til þess ráðs að eiga löng viðtöl við nokkra velmetna starfsmenn borgarinnar, svo sem Pál Líndal borgarlög- mann og Gunnlaug Péturs- son borgarritara, um starfsemi þá á vegum borgarinnar er undir þeirra embætti heyrir og þjóna þessi viðtöl að sjálf- sögðu þeim tilgangi að koma því inn hjá kjósendum, hve vel sé unnið að hagsmuna- málum borgaranna undir for- ustu borgarstjórnarmeirihluta íhaldsins. En hvers vegna hefur Morgunblaðið ekki haft mynd- skreytt viðtal við húsnæðis- málafulltrúa Reykjavíkurborg- ar, Helga Helgason? Húsnæð- ismálin eru þó ekki óveru- legur þáttur í málefnum borg- arinnar og varðar ótrúlegan fjölda Reykvíkinga að vel sé að þeim málum unnið. Væri einkar fróðlegt að heyra hús- næðismálafulltrúann lýsa því hvemig honum'gengi að út- vega því fólki húsnæði á veg- um borgarinnar sem til hans hefur orðið að leita í nauð- um sínum, hve fyrirgreiðsla borgaryfirvaldanna við þetta fólk hefur - verið mikil og ljúflega af hendi • leyst og hve vel borgaryfirvöldin búa að því fólki sem undir þeirra verndarvæng leita í þessum efnum? ’ rtVVVVVVWVVVV\/VWWVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVWVVVVVVVVVV\AVVVV\/VVVVWVVVVVVVVVVVVV\/VVVVVVVVVVVWV\\VVVWVVVVWVWVVVVVWVVVVVVVWVVVVVVVVVVVVVV,VVVVVVVVVVVWWVVVV'VV\

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.