Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVTLJINN'— Laugardagur 21. maí 1966 TJtgefar.di: Sameinlngarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guömundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J^annesson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Nú er iag J^osningahátíð. Alþýðubandalagsins í Háskólabíói í fyrradag var eftirminnilegur atburður, fjöl- mennasta innisamkoma sem haldin hefur verið hér á landi; stærsta samkomuhus landsins rumaði eng- an^ veginn allan þann fjölda sem Jcom til fundarins, og kom fólk sér þó fyrir hvar sem fæti varð drep- ið niður, í göngum og stigum. ‘Þfessi mikli áhugi er í senn til marks um sóknarhug Alþýðubanda- lagsmanna og stórfellda möguleika í kosningunum á morgun, ef fast er fylgt eftir. En því aðeins verð- ur fundurinn fyrirboði um úrslit kosninganna að menn taki hann sem hvatningu tiL starfa, að hver einasti Alþýðubandalagsmaður starfi ötullega að kosningunum í dag og á morgun. Nú er lag, ef menn kunna að nota það. — m. Ckki nema ein leið það er ekki nema ein leið í kosningunum á morg- un til þess að hnekkja valdi auðmannastétt- arinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það er heldur ekki nema ein leið til þess að veita ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins verðskuldaða hirtingu fyrir óðaverðbólgu, ogv dýrtjð og skipulagsleysi og óstjórn á málefnum þjóðar- innar. Það er ekki nema ein leið til að hindra nýtt og stórfellt rán af launastéttunum við álagningu út- svaranna í sumar. Það er. heldur ekki nema ein leið til að efla svo áhrif alþýðunnar og framfara- aflanna í borgarstjórn að mikilvægustu hagsmuna- málum og brýnustu velferðarmálum borgarbúa verði sinnt af framsýni og myndarskap. Þessi leið er efling Alþýðubandalagsins, kosningasigur stjórn- málasamtaka hinnar róttæku verkalýðshreyfingar og fjölmennu launastétta, sem eru yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga. . ]\ú dugir ekkert kák, engin hálfvelgja, ekki eitt spor áfram og annað aftur á bak, ekki vinstri — hægri — hægri — vinstri — sitt á hvað. Hér þarf á allt öðru að halda en hentistefnu og hringl- anda. Einungis samstaða fjöldans í verkalýðssam- tökunum og launþegasamtökunum um Alþýðu- bandalagið, studd traustu atfvlgi millistéttar og menntamanna, veitir íhaldsöflum borgarstjórnar og ríkisstjórnar verðugt og ótvírætt svar, sem ekki verður misskilið. Fleiri og fleiri gera sér ljóst að glamur og hávaði þeirra sem stefnulausir eru og klofnir standa í hverju stórmáli, hrekkur skammt til árangurs og fylgi við slíka veldur engum straumhvorfum í borgarmálum eða þjóðmálum. Það eru verkin sjálf, trúnaðurinn við hagsmuni alþýð- unnar og heiður þjóðarinnar, sem sker úr um heil- indi stjórnmálamanna og flokka og hvort þeir eru trausts verðir. Stuðingur við G-listann, stórefling Alþýðubandalagsins í kosningunum á morgun, er ekkert happdrætti sem getur brugðizt að loknum kosningum, heldur trygging fyrir öruggri varð- stöðn um hag oa rétt launastéttanna og öflugri sókn ? ^enningar- og sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar — g, . i ■ HöfUndur kvæöisins, til hægri, rifjar upp gamlar minningar með Hróifi Þorsteinssyni fyrir nokkrum árum. AfmæliskveBja til Hrólfs Þorsteinssonar á Stekkjarflötum í Skaga- firði 80 ára 21. maí 1966 Vetur beið, en sóttiir síðar sauðabreiðu í fjalla ranni. Fórstu heiðar fanna víðar, færar leiðir vöskum manni. Meðan dróttir bæi byggja, blunda rótt. Að jökulsvelli mjög var sótt, og máttir liggja marga nótt í Laugafelli. Öræfin ef til vill þekkja aldur þinn, Hrólfur, í dag. En að þú ætlir að hætta við allt þitt göngulag Svona ófáar svaðilfarir sóttir þá án hiks og biðar, þar sem á við urð og skarir ísablá í gili niðar. það telja þau naumast trúlegt og taka ekki heldur í mál. Þau eiga þig eins og við þekkjum frá æsku, líkam og sál. Gljúfurflug og læki lauga, leynismugur, þaktar snjónum, Austurbug og Orrahauga einatt hugall leiddir sjónum. Sjötíu hefirðu sumur ^ svbimaö um þeirra beð og ótal sinhum oftar, ef allt er talið með. . . , - En nú skal ég koftia með kvíðling og kveðja mér betur hljóðs, víkja í veg norður til þín á vængjum þessa ljóðs. Mjallarþiljur hnjúkum hlóðu j hríðarbyljir, lægð og slakka. Vetrarkyljur elginn óðu eftir giljum skýjaMakka. ! -Wí j Drífur falla. — Dagur skemmstur. j Dregur í stalla hvítra fanna, Samt í snjallra flokki fremstur fórstu — allra gagnamanna. * Fylltur þori, fögnuð, trausti fjalls um skor og heiðarsalinn; eins á vori, vetri, hausti valdir sporin þín um dalinn. Vötnm sungu, hlíðar hlógu, hnjúkar, tungur, brúnir skriður. Fossárklungur falli nógu fleytti þungum straumi niður. Væri ei skylt á vori nýju j veður stillt á þínum leiðurn, j og þú fylltir áttatíu : — auðnu hylltur — frammi á heiðum. ■ Þá skal óði þessum linna. Þiýtur glóð 1 bragarlínum. Óskir góðar áttu að finna inni í Ijóðastrengjum mínum. ■ Hallgrímur Jónasson. Sumarkvöld eitt fyrir nokkr- um árum tjölduðum við Hall- grímur Jónasson við túnfótinn á Stekkjarflötum í Skagafirði. Þegar húsbóndinn, Hrólfur Þor- steinsson, kom heim sótti hann okkur og leiddi í bæ sinn — í dimmri, kaldri norðanboku. í bae hans þetta kvöld átti ég eina af þeim skemmtilegu stundum sem ég gleymi ekki. — og því eru þessar línur ritaðar. Þarna kynntist ég gest- risni og heimili eins og þau gerðust bezt á liðnum tímum. Ég var þarna áheyrandinn, og flaug mörg skemmtileg og skörp setning milli þeirra forn- vinanna þetta kvöld. Hrólfur á Stekkjarflötum er sá maður sem bezt þekkir há- lendið norðan Hofsjökuls, kann þar ótal nöfn er aldrei munu hafa verið fest á landabréf. 1 fyrstu vorgöngu sína fór hann 10 ára gamall, og hafi hann að vanda farið í göng- urnar í haust hefur það verið 70. gangan hans. Hann .er máð- ur sem ekki gefst upp iyrr en í fulla hnefana. Hrólfur á Stekkjarflötum er áttræður í dag. Ég þakÉa hon- um stutt en eftirminnilega skemmtileg kynni og óska hon- um hreysti og lífsnautnar lengi enn. JJ8. Aigert samkomulag á fundi þeirra Kosygins og Nassers KAÍRÓ 17/5 — Algert sam- komulag virðist hafa orðið með þeim Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, og Nassers Eg- yptalandsforseta á fundum þeirra í Kaíró undanfarna daga, en opinberri heimsókn Kosyglns til Egyptalands lýkur á morgun. Kosygin flutti í dag ræðu á egypzka þinginu og sagði í henni að hann væri algerlega sam- mála Nasser um mat hans á á- standinu í Jemen, þar sem lýð- veldissinnar berjast með stuðn- ingi Egypta gegn konungssinn- um sem studdir eru af Saudi- Arabíu. Það stríð hefur nú stað- ið í fjögur ár. Þessi yfirlýsing Kosygins vakti athygli þar sem haft hefur ver- ið fyrir satt að hann hafi reynt að halda aftur af Nasser sem ekki hefur farið dult með þá skoðun sína að nauðsynlegt kunni að reynast að ráðast á þær stöðvar í Saudi-Arabíu sem konungssinnum berst stuðning- ur frá. Þykir yfirlýsing Kosy- gins gefa til kynna að Sovét- ríkin myndu veita Egyptum fullan stuðning; ef í hart færi með þeim og Saudi-Aröbum. ★ í ræðu sem Kosygin flutti i háskólanum í Kaíró í gærkvöld fór hann hörðum orðum um hernað Bandaríkjamanna í Viet- nam og sagði fréttaritari brezka útvarpsins að engin ræða hans í Egyptalandsferðinni hefði feng- ið betri undirtektir. Kosýgin sagði að í Suður-Vjetnam værí engin stjórn, heídur aðeins nokkrir svikulir hgrforingjar er lytu í einu og öllu’ldíja Banda- ríkjanna. Allt friðarhjal Banda- ríkjastjórnar væri blekking og aðeins notað sem skálkaskjól fyrir vfirgang hennar. — Eftir hverja friðaryfirlýs- ingu Bandaríkjanna er stríðið magnað, sagði Kosygin. Sprengj- ur og benzínhlaur eru ekki til þess fallin að koma á gagn- kvæmum skilningi þjóða á milli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.