Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.05.1966, Blaðsíða 6
0 SlBA — ÞJÖÐVTXjJINN — Laugardagur 2L mai 1366 yUÐMUNDUR VIGFÚSSON Sigurmöguleikar G-LISTANS eru fyrir hendi en framlag hvers einstaklings ræður úrslitum Alþýðubandalagið varð síð- búnara til kosingabaráttunnar að þessu sinni en aðrir aðilar, er að framboðum standa. Til þess liggja ástæður sem allir þekkja. Ég hygg að þrátt fyr- ir þetta hafi Aiþýðubandalag- inu tekizt að gera Reykvíking- um þá grein fyrir stefnu sinni, málefnum og markmiðum að við megi una. Alþýðubandalag- ið birti fyrst allra framboðs- aðila stefnuyfirlýsingu sfna í borgarmálum, og fyrir henni hefur verið gerð allítarleg grein í blaðagreinum, blaðaviðtölum og á fundum Alþýðubandalags- ins og í umrseðum í útvarpi. Einnig hefúr verið gerð grein fyrir því. sem að áliti okkar Alþýðubandalagsmanna er brýnast að breytt verði í stjórn bg rekstri Reykjavíkurborgar. Við höfum haldið uppi mál- efnalegri gagnrýni á störf og stefnu meirihluta borgarstjórn- ar og sýnt fram á, að hagsmun- ir og réttur yfirgnæfandi meiri- hluta bæjarbúa er fyrir borð borinn undir stjóm Sjálfstæð- isflokksins. Við höfum sýnt fram á að Sjálfstæðisflokkur- inn stendur á verði um eifika- hagsmuni fámennra sérrétt- indastétta og gróðahópa, og að það eru þessir aðilar sem móta stefnu og störf flokksins þegar á reynir, þrátt fyrir gagnstæð- ar yfirlýsingar við „allar stétt- ir.“ Við Alþýðubandalagsmenn höfum í þessari kosningabar- áttu reynt að sýna fram á og rökstyðja nauðsyn bess að vinnustéttir borgarinnar. hvort sem þær tilheyra verkalýðs- samtökunum eða samtökum op- inberra starfsmanna, eigi og þurfi að standa saman um sín eigin stjórnmálasamtök Al- þýðubandalagið, og varast að skipta liði í marga flokka. Við höfum sýnt fram á að Alþýðu- flokkurinn er samvaxinn Sjálf- stæðisflokknum og að Fram- sókn er klofin og óheil í flest- um málum og nánast stefnulaus í borgarmálum. öll rök hníga að því að alþýðustéttir borg- arinnar studdar atfylgi milli- stéttar og framsækinna og þjóðlegra rpenntamanna veiti Alþýðubandalaginu stuðning á sunnudaginn og geri það að enn áhrifaríkari aðila í borg- armálum en það hefur áður verið. Ég tel að Aliþýðubandalagið geti verið ánægt með undir- tektir borgarbúa í kosningabar- áttunni og þá athygli sem starf þess hefur vakið. Alþýðubanda- lagið hefur haldið stærstu kosningafundina í þessari kosn- ingabaráttu. Það var húsfyllir á fundinum i Austurbæjarbíói 12. maí, um 900 manns, er hlýddu með athygli á ræður frambjóðenda og vottuðu þeim ágætar undirtektir. Þá hafði enginn annar fundur verið haldinn í Reykjavík með slíku fjölmenni. Menningarsamkoma G-list- ans í Háskólabíói s.l. fimmtu- dag 19. maí skipar sérstakan sess í kosningaundirbúningi á íslandi. Þar komu fram auk þeirra er ávörp fluttu. fjöldi beztu listamanna borgarinnar, Reykvíkingar svöruðu þessu , framtaki Glistans og ágætu framlagi listamannanna með því að gera meir en troðfylla þetta stærsta samkomuhús á Is- landi. Fjöldi manna varð frá að hverfa vegna skorts á hús- rými. Fundinn sóttú um 2000 manns. Er það tvímælalaust langsamlega fjölmennasta sam- koma, sem nokkur stjómmála-4> samtök hafa haldið innanhúss á Islandi. bæði fyrr og síðar. Við Alþýðubandalagsmenn erum þakklátir bæði listafólk- inu, sem þama kom fram á frábænan og pgleymanlegan hátt, og einnig þeim óvenju- lega mannfjölda. er samkom- una sótti. Slíkt er mikil upp- örvun og hlýtur að hvetja til framtaks og atorku í þágu þess málstaðar sem Alþýðubanda- lagið berst fyrir. Enginn efi er á því að grund- völlur G-listans í Reykjavík er góður og miklir möguleikar til að ná árangrí sem um munar og straumhvörfum getur valdið í borgarmálum og landsmálum. Hér veltur þá allt á tvennu: Áfram — ruslið á sorphaugana! 1 fýrsta lagi nægri glöggri íhugun, dómgreind og skörpum skilningi borarbúa almennt. Og þá fyrst og fremst skiln- ingur hinna fjölmennu laun- þegastétta í borginni, á ríkri nauðsyn þess að hnekkja ofur- valdi afturhalds og fésýsluafla Sjálfstæðisflokksins, með því að fylkja sér af einhug og festu um Alþýðubandalagið, um G-listann. Launþegarnir í Reykjavík eru þrír fjórðu af öllum íbú- um bórgarinnar. Samstaða þeirra er afl sem um munar og ekkert fær staðizt. Og þeir þurfa nú sjálfir á þessari sam- stöðu að halda fremur en nokkru sinni fyrr. Hitt atriðið er starf og fram- Iag allra Alþýðubandalags- manna og allra stuðningsmanna G-listans fram að kjördegi og á kjördaginn sjálfan. Geri hver einstakur allt sem I hans valdi stendur fyrir G-Iistann, noti hver einasti stuðningsmaður listans hverja stund og hvert tækifæri til að afla honum nýrra stuðningsmanna, nýrra kjósenda, þá efast ég ekki um að undan lætur og þeim ár- angri verður náð sem eftir verður tekið. Ég vil hvetja alla stuðnings- menn G-listans til dugmikils og drengilegs starfs í þágu sameiginlegs málstaðar. Látum ekkert atkvæði fara forgörðum sem unnt. er að tryggja G-list- anum. Störfúm öll ötullega fram að kjördegi pg allan kjör- daginn á enda. Aðeins með slíku persónulegu framlagi. og um leið sameiginlegu átaki allra, tryggjum við G-Iistanum þann sigur, sem hagsmunir alþýðunnar og málstaður Al- þýðubandalagsins þarf nú á að halda. Guðmundur Vigfússon. Kosningaskrif- stofur Alþýðu- bandalagsins utan Rvíkur AKRANES í Félagsheimilinu ,,Rein“ Suðurgötu 69 opið 2—7. Símar 1630 og 2150. VESTMANNAEVJAR að Bárugötu 9 — Opið 4 til 7— Simi 1570. AKCREYRl að Brekkugötu 5 — Opið 9—22 — Sími 11516. HAFNARFÍÖRÐUR 1 Góðtemplarahúsinu — Op- ið 5—7 og 8—10. sími 52370. NESKAUFSTAÐUR i ,,Tónabæ“ — Opið 5—7 (utan skrifstofutíma hafi menn samband við Sigfinn Karlsson i síma 1091. SIGLUFJÖRÐUR í Suðurgötu 10 — Opið. kl. 4—7, símj 71294 HÚSAVÍK að Garðarsbraut 52 B (Hús ,,Varða“ h.f.) — sirni 41250 opið alla virka d.aga frá 8 til 10 og laugardaga frá 6—7. Haraldur Ó. Leonhardsson F. 11. nóv. 1914 —- D. 13. maí 1966 Haraldur Ó. Leonhardsson er látinn. Hann lézt eftir stutta legu á Borgarspítalanum hér í bænum 13. þ. m. Fráfall hans bar að með svo sviplegum hætti, að við vinir hans, ekki sízt skólasystkini úr Verzlunarskólg íslands, áttum erfitt með að trúa þessari fregn, því að við höfðum að- eins fyrir fáum dögum komið saman til að minnast þess, að 30 ár eru liðin síðan við út- skrifuðumst úr skólanum. Halli, — en svo kölluðum við hann jafnan — var þar á meðal okkar glaður og reifur og tók sinn venjulega þátt í félagslífinu, hélt þar meira að segja ræðu sem dúx bekkjar- ins. Haraldur Óskar Leonhards- son var fæddur að Nýja-Kast- ala á Stokkseyri 11. nóv. 1914. Foreldrar hans voru hjónin Leonharður Sæmundsson söðla- smiður og kona hans Krist- björg Gísladóttir. Þau hjón voru af vel þekktum bænda- ættúm þar eystra. Leonharður var fæddur 15. sept. 1866 að Grákletti í Villingaholtshreppi. Gráklettur var hjáleiga frá Hróarsholti. Foreldrar hans voru hjónin Sæmundur Guð- mundsson, sem var sonur Sig- ríðar Sæmundsdóttur á Vatns- enda og fyrri manns hennar, en kona Sæmundar var Guð- rún Lénharðsdóttir, Þorsteins- sonar, bónda aö Syðra-Velli i Gaulverjabæ, Jónssonar, bónda í Meðalholtshjáleigu í sömu sveit. Leonharður lézt hér í bænum 3. marz 1950. Kristbjörg var fædd 31. ágúst 1874 að Syðri-Nýjabæ í 'Þykkvabæ. Hún var dóttir hjóna þar, Gísla bónda Ólafs- sonar, Ormssonar, og seinni konu hans Ástu Einarsdóttur, frá Hrauk 1 Vestur-Landeyj- um, Þorleifssonar. Kristbjörg lézt hér í bænum 23. desem- ber 1953. Haraldur ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum á Stokkseyri til ársins 1930, að fjölskyldan fluttist til Reykja- víkur. Systkini Haralds voru þessi: 1. Sæmundur Leonhardsson, sjómaður. Bjó á Barónsstíg 31. Lézt 30. marz 1951. Hann var kvæntur Hansínu Scheving, sem lifir mann sinn. 2. Ásta Sigurðardóttir, sem er gift Friðfinni Finnssyni, kaupmanni Oddgeirshólum í Vestmannaeyjum. / 3. Valdimar Leonhardsson, bifvélavirki, býr að Klepps- vegi 56 hér í bæ og er kvænt- ur Guðrúnu Björnsdóttur. Haustið 1933 innritaðist Har- aldur í Verzlunarskóla íslands. Hann reyndist frábær náms- maður, enda óvenjulega skarp- ur maður. Hann var alltaf hæstur allra sinna skólasyst- kina á öllum prófum. Jafn- framt náminu tók hann einnig mikinn þátt í félagslífi í skól- anum, m.a. í söng og ferða- lögum. Hann hafði þó alltaf q, tíma til að lesa með félögum sínum og hjálpa þeim við nám- ið, ef þess var þörf, þar á meðal og ekki sízt þeim er þetta ritar. Við, félagar hans þá, munum lengi minnast þeirra stunda, er við áttum með honum heima hjá honum, á Barónsstíg 31. Árið 1942, þann 5. desember, kvæntist Haraldur æskuvin- stúlku sinni, Guðbjörgu Ingi- mundardóttur frá Strönd á Stokkseyri. Þau stofnuðu þá strax fallegt heimili að Bar- ónsstíg 31 hér í bænum. Fjöl- skylda Haralds bjó'lengi í því húsi, öll nema Ásta systir hans, §em bjó í Vestmannaeyjum. Ungu hjónin voru prýðilega lagin bæði og samhent í því að byggja upp og fegra heim- ili sitt, ok okkur kunningjun- um þótti alltaf gott að heim- sækja þau, enda gerðum við það oft. v- 1 au Haraldur og Guðbjörg eignuðust tvo syni. sem nú eru báðir uppkomnir. Eldri sonur- inn er Leonhard Ingi, sem er orðinn stúdent og stundar nám í tannlæknisfræði hér við há- skólann. Yngri sonurinn er Haukur, sem lokið hefir prófi frá Samvinnuskólanum og nú starfar sem verzlunarmaður hér í bænum, hjá Gefjun. Atvinna Haralds var alla tíð skrifstofuvinna, og var hann m.a. framkvæmdastjóri Inn- kaupasambands rafvirkja á meðan það starfaði. Nú síðast vann hann hjá Pappírsvörum h.f. við Skúlagötu. Haraldur var félagslyndur maður og vel liðinn af öllum er kynntust honum. Hann hafði mikinn áhuga á söng og tónlist, var t.d. ásamt Valdi- - mar bróður sínum meðal stofn- enda Samkórs Reykjavíkur og vann þar mikið starf. Þá var Haraldur mjög virkur meðlim- ur í Stokkseyringafélaginu hér í bæ, og mun, eins og fleiri, oft hafa hugsað hlýtt til æski*- stöðva sinna. Við, vinir og kunningjar Haralds og fjölskyldu hans vottum frú Guðbjörgu, konu hans, og sonum þeirra okkar dýpstu samúð og hluttekningu, og rhinnumst Haralds jafnan . sem góðs drengs og félaga. Kristján Elíasson Alþjéðaþing i bléðstreymis- fræði haldið í Reykjavík Fyrsta alþjóðaþing um blóð- streymisfræði (hemorheology) verður haldið í Háskóla Islands dagana 10. — 16. júlí í sumar. Þing þetta munu sitja milli 60 og 70 erlendir vísindamenn frá mörgum þjóðlöndum ásamt nokkrum íslenzkum vísinda- mönnum. Á þinginu verðurflutt- ur mikill fjöldi fræðilegra fyrir- léstra á sviði læknisfræði, líf- eðlisfræði, lífefnafræði og eðlis- fræði. Forseti þingsins mun verða dr. A. L. Copley, prófessor við læknaháskóla New York borgar. — (Frá Háskóla íslands). 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.