Þjóðviljinn - 05.06.1966, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.06.1966, Blaðsíða 5
f Sunnudagur 5. júní 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SlÐA J Þjóðleikhúsið: þetta er indælt stríð eftir Charles Chilton, Jo an Littlewood og aðra Leikstjóri: Kevin Palmer Þeir sem sáu frumsýningu Þjóðleikhússins á fimmtudags- kVöld urðu áreiðanlega ekki fýrir vonbrigðum, haldur þvert á móti, hin nýstárlega og snjalla söngvaskemmtun . um heimsstríðið fjrrra vakti athygli og hrifningu bg mjög að verð- leikum. Það er von mín að hún hljóti góða aðsókn og almanna- hylli — „Ó, þetta er indælt stríð“, hið skilgetna afkvæmi leikhússmiðjunnar frægu, The- atre Workshop í London svík- ur sannarlega engan. Uppistaða leiksins eru söngv- ar og lög úr hinu alræmda stríði sem að ýmsra dómi er mestur pg óskiljanlegastur glæpur mannkynsins gegn sjálfu sér allt frá upphafi vega; og höfundárnir hafa sýnilega viðað að sér miklu efni. kann- að margháttuð söguleg gögn af ýtrustu nákvæmni og glögg- sýni. Formið minriir helzt á revíur ''ög skyldar listgrein- ar, leikurinn þrunginn mergj- uðu skopi og ósviknum gáska, tvísæju háði, einlægum íriðar- vilja og viðbjóði á styrjöld- um. róttækri félagsádeilu. Allt er fært í stílinn, atburðir og fólk, ein n\vndin tekur við af annarri í skyndi, leikurinn glitrar í ótal ljósbrotum; við h’rífumst með áður en varir, so^umst út í hina glitrandi hringiðu. „Allt sem talað verður á þessu kvöldi gerðist eða var sagt, sungið og ritað á árun- um 1914—1918“, segjá höfund- arnir um verk sitt, og verður ekki- á móti mælt af minni hálfu. Ég minnist þess er ég Sviðsmynd úr leiknum. sá ágæta en óhugnanlega kvik- mynd í æsku um heimsstríðið fyrra og aðdraganda þess, setta saman af mikilli list úr gömlum fréttamyndum ein- göngu; og útkoman varð þrátt fyric allt hin sama — friðar- viljinn. ádeilan, sjálfur vera- leikinn. Betri kennslu í sögu mun torvelt að finna, það sem ber fyrir au,gu og eyru gleymist ekki að sinni. Hins má geta að „Ó, þetta er indælt stríð“ tek- ur aðeins yfir fyrri hluta styrj- aldarinnar og hefur í raun og veru engan röklegan endi eða niðurstöðu, það eru verkin sjálf sem tala. Leiknum lýkur á svipaðan hátt og hann byrjar: á fögnuði og háværum gáska þrátt fyrir múgmorð og hörm- ungar, á dansi og fjöldasöng; en hann lifir áfram í huga manns eftir að tjaldið fellur, við erum reynslunni ríkari. Frá efnisþræði hins einstæða söngvagamans er ógerningur að skýra og lestur verksins gefur í rauninni fátt í aðra hönd, rrienn verða að fara í leikhúsið, sjá og heyra. Á einstaka átriði má þó aðeins minna, þótt tor- velt sé að taka eitt yfir ann- að fram. Stefna höfundanna og markmið birtist hvað eftir annað, þeir lýsa ekki aðeins glópsku hershöfðingja og stjórn- arherra, þeir sýna engu síður hvernig alþýðan lét blekkjast af lýðskrumi jreirra í upphafi hins vitfirrta hildarleiks og skildi • ekki sinn vitjunartíma. Og sjálfu auðvaldinu sem bar á- byrgð á glæpnum gleyma þeir ekki, stórgróðamönnunum sem rökuðu saman mrirði fjár; eitt neyðarlegasta atriðið eru rjúpnaveiðarnar, vinsamlegur fundur hermangara úr röðum Bandamannaog Miðvelda jafnt; þar fær margur vænar sneið- ar og verðsku'ldaðar. á meðal annarra hlutlausu ríkin, að Norðurlöndum ekki undan- skildum. Og þegar fyrstu særðu hermennirnir koma til Water- loo er engin sjúkrahjálp fáan- leg nema fyrir foringja; hið gífurlega djúp milli yfirstéttar og alþýðu er alstaðar deginum ljósara. Þá er messan ftegar for- ingjar og klerkar Englendinga biðja. guð sinn um skjótan sig- ur á meðal hinna hnitmiðuðustu og raunsæjustu atriða; en öllu framar er augunum beint að sjálfum skritgrafahernaðinum í Norðurfrakklandi, gífurlegu mannfalli, sífelldu þrátefli, skít, I örvæntingu og eymd. Þar er skopi og bcizkri alvöru bland- að saman á nærri vísindaleg- Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum. an hátt — það er gott dæmi þegar frönsku hermennimir eru leiddir nauðugir sem lömb til slátrunar; þeir jarma af öll- um kröftum og eru síðan brytj- aðir niður á svipstundu. „Þetta er slátrun en ekkj stríð“. er sagt í leiknum. „Ó. þetta er indælt stríð“ er verk margra höfunda og leik- húsmanna, en af þeim ber Jo- an Littlewood hæst. enda hefur hún verið einn merkastur leik- húsfrömuður í Englandi á síð- ari árum, djarfhuga, hugkvæm og róttæk í öllu, og unnið al- þjóðafrægð. Kevin Palmer hef- ur verið aðstoðarleikstjóri hennar í þrjú ár Pg sett hinn vinsæla söngvaleik á svið bæði austan hafs og vestan við mik- ínn orðstír, enda fljótséð að þar er enginn meðalmaður á ferð. íslendingar hafa verið vopn- laus þjóð um aldaraðir, en ein- hvernveginn tekst Palmer að gera leikarana okkar að sönn- um hermönnum; það afrek hafa fáir eða engir leikstjór- ar áður unnið svo ég viti. Ein- kenni sýningarinnar eru á meðal annars óvenjulegt ör- yggi, svifléttar hreyfingar og dansspor, rík og margslungjn kímni, ósvikinn hraði, með öðrum orðum iðandi og litríkt líf. Og eins mikil leikgleði og náið samstarf mun harla fá- séð á fjölum Þjóðleikhússins, hinum snjalia leikstjóra tekst að laða það bezta fram í hverj- um manni. Fjöldi skuggamynda úr stríðinu er sýndur á bak- tjaldi, og á mcöal þeirra marg- ar auglýsingar; sumum þeirra hefði að ósekju mátt sleppa á hinu íslenzka sviði, öðrum ekki. Fréttir birtast tíðum á ljós- bandi bg greina oftast frá ó- stjórnlegu og árangurslausu mannfalli Englendinga; allt er þetta nýstárlegt fyrir okkar sjónum. Búningar Unu Collins sem lengi hefur starfað í Theatre Workshop eru hreinar ger.semar, gerðar af sérstæðri hugkvæmni og auðugri smekk- vísi. Flestir eru leikendurijir klæddir pérrótsbúningi eða heimskupéturs að gömlum sið, en villa aldrei á sér heimildir, þeim er nóg að skipta um höf- uðföt i flýti eða vefja sjali um herðar sér, við könnumst óðár við stétt þeirra, þjóðemi og stöðu. Hin einfalda og hrein- lega sviðsmynd er einnig verk Unu Cöllins og búin sömu kost- um. Þýðinguna gerði Indriði G. Þorsteinsson skáld. Að óbundna málinu ætla ég ekki að finna, það er kjamgbtt og fer vel í munni. Um söngtextana gegnir því miður öðm máli. Sumir eru raunar allvel ortir, en allt of margir þúnir miklum annmörk- um að mínu viti, stuðlasetning víða mjög á reiki eða alls eng- in og áherzlur sumstaðar rang- ar; vera má að ónógum tíma sé um að kenna, enda um rúma þrjátíu söngva að ræða. Það skal tekið fram að ég hef ekki lesið ensku textana, en hitt auðsætt að söngvar þessir þurfa að vera liprir. smellnir og fyndnir ef þeir eiga að ná tilgangi sínum. Flutningur þeirra stendur- yfirleitt að baki Framhald á 9. síðu. Júgóslavnesk söngsveit 8. júnj næstkomandi er væntanleg hingað til lands á vegum Péturs Péturssonar átta manna söngsveit frá Júgóslavíu: Slóvensiku att- menningamir. •Söngsveit þessi var stofnuð árið 1951 í Lubljana, höfuð- borg Slóveníu, sem br eitt af júgóslavnesku sambands- lýðveldunum. Slóvenía er landfræðilega o» menningar- léga tengiliður milli Vestur- Evrópu og BaJkanskaga. í því landi á kórsöngur, bæði stærri sem minn; söngsveita, og albýðusöngur glæsilega hefð að baki sér os stendur hvorttveggja með miklum blóma í dag. Slóvensku áttmenningamir eru meðal beztu söng'manna í heimalandi sinu, og bafa fengið þjálfun hjá færustu kennurum. Hafa þeir allir sungið með beztu kórum þar syðra og tveir þéirra, tenor- amir Garper Dermota Qg Janez Lipuscek, starfa að staðaldri við óperuna í Lub- ljana. Slóvenskti áftmenningarnir hafa haldið tónleika um gjörvalla Júgóslavíu og víða erlendis, þ.á.m. * i Bandaríkj- unum, Englaridi. Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi, Kína, Hol- landi, Belgíu, Tékkóslóvakíu, Noregi og alls staðar vakið mikla hrifningu. Auk þess hafa áttmenningarnir sungið í útvarp víða um heim, m.a. í London, París, Róm, Berl- ín, Peking, Genf, Tríest, Kaupmannahöfn og mörgum fleiri stöðum. Ennfremur hefur söngsveit- in surigið inn á hljómplötur, m.a. hjá hinu heimsþekkta fyrirtæki Philips i Hoilandi, Radiag í Sviss, RTB i Belg- rad Og Gewald & Greyke Recording í Bandaríkjunum. S'lóvensku áttmenningarnjr hafa víða komiA fram á tón- *ÆVa Júgóslavncsku á ttmenningamir. lis'tarhátiðuni, alþjóðlegu tón- listahátíðinni í Langollen i Wales, Evrópuvikunni í Pas- sau, Vestur-Þýzkalandi og Dbrovnik-tónlistarhátíðinni í Júgóslavíu. Árið 1957 hlutu Slóvensku áttmenningarnir Úreseren- verðlaunin í viðurkenningar- skyni fyrir frábær menningar- afrek, en þau verðlaun veitir alþýðulýðveldið helztu lista- og visindamönnutn sínum. Efnisskrá slóvensku átt- menninganna eru mótettur og ^ madrigalar frá endurreisnar- b Og barokktímanum, |)jóðlög ® frá ýmsum löndum. nsgr^- fe sálmar, júgóslavnesk þjóðlög j og verk júgóslávneskra höf- 0 unda.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.