Þjóðviljinn - 05.06.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.06.1966, Blaðsíða 8
g SfÐA — ÞJ ÓÐVILJINN — Sunnudagur 5. júní 1966. Balaguer kjörinn forseti Dominíku SANTO DOMINGO 3/6 — Joaquin Balaguer hinn haegri- sinnaði frambjóðandi Endurbóta- flokksins varð í dag forseti í dómíníska lýðveldinu. Útvarpið í Santo Domingo skýrði frá úrslitum forsetakosn- inganna í dag og kom þá í Ijós að Balaguer hafði fengið rúm- lega tvö hundruð þúsund at- kvæðum meira en mótstöðumað- ur hans Juan Bosch. Mörg hundruð ungmenni tóku í dag þátt í kröfugöngum í Santo Domingo til að mótmæla úrslitum kosninganna. Balaguer var áður fórseti £ landinu um skamma hrið eftir. að einræðisherrann Trjuillo hafði verið drepinn 1961. Hann hafði síðan verið útlægur. en kom aftur til landsins er Banda- ríkjamenn höfðu sent herlið til að verja herforingjaklíkuna sem hafði hrifsað völdin af Juan Bosch. 42 fulltrúar frá löndum í sam- bandi Ameríkuríkja (OAS) héldu heim í dag eftir að hafa fylgzt með kosningunum. 22 þeirra gáfu út yfírlýsingu, þar sem segir að kosningamar hafi farið fram í „heiðarleik, hreinleik og tillitssenii“. Fyrir nokkrum dögum bárust þær fregnir að Bosch væri að hugsa um að draga framboð sitt til baka, þar sem hann teldi að ekki væri tryggt að kosningamar færu fram á lýðræðislegan hátt. Climukeppni aS Hálogalandi í kvöld kL 8 meS nýju sniSi Sveitaglíma KR fer fram að Hálogalandi í dag. sunnudag, klukkan 20.00. Keppt verður í fimm manna sveitum, er keppa við alla í hópi andstæðinganna, en þreyta eigi keppni innbyrðis í sinni sveit. Allir beztu glímumenn í R- víkurfélögunum eru meðal ——---------------------------—<$> Sími 19443 •keppenda m. a. Sigtryggur Sig- urðssön KR. er varð annar í Islandsglímunni 1966, einnig hefur Sigtryggur orðið tvisvar skjaldartoafi, 1965 og ’66. Ingvi Guðmundsson. Víkverja, varð þriðji í íslandsglímunni 1966, einnig varð hann annar í skjaldarglímunni, Hilmar — Bjamason KR er var^ skjald- arhafi 1963, Guðm. Jónsson KR er varð annar í skjaldarglím- unni 1962 og 1964, Gunnar Pétursson er tvívegis hefur orðið drengjameistari. Sveitaforingjar verða þessir: Sigtryggur Sigurðsson fyrir KR a. Óskar Baldursson KR b, Ingvi Guðmundss.. Víkverja ng Þörvaldur Þorsteinsson, Ár- Gúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Sfmar 31055 og 30688 • Fær sig aldrei fullsaddan af hreina loftinu á íslandi • Þessa daigana cr staddur hér á landi einn þekktasti dansari og danskennari í Englandi, John Delroy, sem reyndar cr fæddur Nýsjálendingur, en hef- ur starfað í Englandi í rúm 20 ár. John Delroy varð fyrst þekktur sem alhliða darasari og varð 2. í heimsmeistarakeppn- inni 1950, en hefur síðan gert suðurameríska dansa að sér- grein sinni og unnið mikla sigra á þeim vetlvangi. Er einkum hælt tilfinningaríkum stíl hans og rythma. John Delroy hefur ferðazt víða um heim og sýnt og kennt dans og pr nú hér i boði Heiðars Ástvaldssonar danskennara og kennir kennur- um við skóla hans allra nýj- Trúlofun ★ Opinberað hafa trúlofun sína stud. phil.' Guðrún Lar- sen, Lönguhlíð 3V, Akureyri og stud. theol. Aðalsteinn Ei- ríksson, Þingvöllum, Ámes- sýslu. ustu sporin og tilbrigðin við s-amerísku dansana. Þá hefur hann haldið fyrirlestur fyrir danskennara í Reykjavík. John Delroy verður hér á fslandi í hálfan mánuð og áttu fréttamenn þess kost að.spjalla lítillega við hann i dansskóla Heiðars á föstudag. Aðspurður sagði hann íslendinga dansa f bara nokkuð vel og líkt og Englendinga. en hann hefur þegar komið hér á nokkra skemmtistaði. Þá rómaði hann ákaflega íslenzka matargerð hreina loftið hér, sem hann sagðist alls ekkj geta fengíð nóg af og stæðj hann úti á svölum hálftíma hvern morg- un, bara tíl að anda því að sér. Ekki mun Delroy sýna dans hér opinberlega að þessu sinni, þar sem fastur dansfélagi hans. fyrrverandi eiginkona, er ekki með í förinni. Á myndinni hér að ofan sjást þau John Delroy og einn af kennurum Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar, Guðrún 'jóns- dóttir, í dansi. 8.30 Létt morgunlög: Ambrose og Caroll stjórna hljóm- sveitum sínum. 9.10 Morguntónleikar. a) Hákon jarl, forleikur eftir Hart- mann. Sinfóníusveit danska útvarpsins leikur; Frandsén. stjómar. b) Sönglög eftir Weise Schiöth syngur. c) Strengjakvartett nr. 3 op. 48 eftir Holmboe. Koppel-kvart- ettinn leikur. d) Lítil svíta op. 1 fyrir strengjasveit eftir Nielsen. Winograd strengja- sveitin í New York leikur. e) Malcolm Frager leikur Mynd- á sýningu eftir Mússorgský. 11.0.0 Messa í safnaðarheimili & Langholtssóknar. (Séra Áre- líus Níelsson). 14.00 Miðdegistónleikar. a) Impromtu op. 90 eftir Schu- bert. Haebler leikur á píanó. b) Þýzk þjóðlög eftir Brahms. Schwarzkopf og Fischer- Dieskau syngja. Við píanóið: Moore. c) Fiðlukonsert nr. 22 eftir Viotti. Stem og Fila- delfíuhljómsveitin leika; Or- mandy sfjórnar. 15.30 Sunnudagslögin. 17.30 Bamatími: Frá barnatón- leikum Sinfóníuhljómsv. Isl. í Háskólabíói 17. maí sl. — Stjórnandi: Buketoff. Kynnir: Rúrik Harnldsson. Einleikari á fiðlu Hlíf Sigurjón.sdóttir. S.iö nemendur úr Tónlist.ar- skólanum leika á barnahljóð- færi. Vevk eftir Gliere, Haydn. Tjaíkovský og E. Strauss. 18.30 Galina Vishnevskaja syngur. 20.00 Dénes Zigmondy og Anne- lise Nissen leika saman á fiðlu og píanó. a) Sónata i g-moll eftir Debussy. b) Þrjú lög op. 35 eftir Prokofjeff. c) Skerzó úr Eldfuglinum eftir Stravin.ský d) Zapateado eft- ir Sarasate. 20.20 Kennslusjónvarp. Guð- bjartur Gunnarsson flytur erindi. 20.50 Adele Addison sópran- söngkona frá Bandaríkjunum smgur Söngva einsetumanns efúr Barber. Við píanóið: B. Smith. 21.10 Hvítasunnunótt smásaga eftir Bjartmar Guðmundssön. Andrés Bjömsson les. 21.35 Spartakus, ballettmúsik eftir Khatsiatúrjan. Fílharm- oníusveit Vínar leíkur; höf. . stjórnar. 22.10 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. ÚtvaTpið á mnrgun: 13.00 Við vinnuna. 15.00 Miðdegisútvarp. María Markan syngur. Amadeus- kvintettinn leikur Strengja- kvintett í C-dúr eftir Schu- bert. Flagstad syngur lög eftir Grieg. F. Schröder leik- ur á píanó Schlummerlied eftir Schumann. 16.30 Síðdegisútvarp. The Lett- ermen, hljómsveit Petes og KRR FRAM KSÍ Dundee Utd. — Úrval KSf Á Laugardalsvellinum annað kvöld, mánu- dag kl. 20.30. Dómari: Guðmundur Guðmundsson. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA VIÐ ÚTVEGSBANKANN Á MORGUN Contes Condolis The Davé Clarke Five, fiech og Ander- sen, Robeson. Barretto og hljómsveit hans skemmta. 18.00 Lög úr Ævintýrum Hoff- manns eftir Offenbach. 20.00 Um daginn og veginn. — Sigvaldi Hjálmarsson ritstjóri talar. ' 20.20 Gömlu lögin sungin og leikin. 20.35 Kallað til bæna í Bakú. Fyrsta frásögn Gunnars Bergmanns úr blaðámannaför til Sovétríkjanna — og við- eigandi tónlist. 21.15 Sænsk tónlist: Kammer- konsert fyrir píanó, tréblás- ara og slagverk eftir Karl- Birger Blomdahl. Hans Léy- graf og flokkur úr Sinfóníu- sveit Lundúna leika; Ehring stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: Hvað sagði tröllið? (10). 22.15 Hljómplötusafnið í um- sjá Gunnars GuðmundSsonar. 23.40 Dagskrárlok. Tveir nýir smá- barnagæzluvellir opnaðir í gær Tveír smábamagæzluvéllir voru teknir í notkun hér í Reykjavík í gær. Eru þéir á skólalóðum Vesturbæjarskólahs vjð Öldugötu og Höfðaskólans við Sigtún (félagsheimili Ár- manns). Þama er gæzila á tvéggja til fimm ára bömum alla virka daga kl. 9—12 érdegis og 2—5 síðdegis, nema á laugardögum aðeins árdegjs. Báðir þessir srr-i- barnagæzluvellir verða opnir næstu þrjá mánuði,. þ.e. júhí, júlí og ágúst. Með tilkomu þessara nýju valla verða -gæzluvellir í Reykjavik yfir sumarmánuðina alls 22. Norrænír veður- fræðingar á þingi Fjmmta ráðstefna norrænna veðurfræðinga verður haldin í Reykjavík dagana 7.—11. júrii n.k. Að ráðstefnunni standá sam- tök norrænna veðurfræðinga, og er þetta í fyrsta skipti. sem slík ráðstefna er haldin hér á landi. Um 35 veðurfræðingar frá Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð taka þátt í fundinum. en íslenzkir þátttakendur verða 18. Tuttugu og sex erindi verða flutt á ráðstefnunnj og skiptast þann- ig, að 3 eru frá Danmörku. 4 frá Finnlandi, 5 frá íslandi. 7 frá Noregi og 7 frá Svíþjóð. Fjalla erindin um mjög marg- vísieg veðurfræðileg efni. svo sem úrkomu, þoku. veðurspár flugveðurfræði. Fundarstaður verður Hagaskólinn í Réykjavík. 10 þúsund kjúkl- ingar flugleiðis til Indlands Á liðnum vetri voru 10.000 kjúklingar fluttir loftléiðig í áfön'gum fr.á Ástralíu tjl Ind- lands. Kiúklin'yamir eiýa að bæta stofnjnn í stóm haénsna- bú; nálægt Nýju Delhi o? eru hluti af framlagi Ástralíu til „Herferðar gegn hungri“, sem skipjílögð er af Matváela- og landbúnaðarstofnun S.Þ. (FAO) Flutningarnir fóru fram eftir náfcvæmlega gerðri éætlun. Kjúklingamir voru fluttjr ný- komnir úr eggjunum, en þá geta þeir lifað patarlausir í 48 til 60 tíma. Ætlunin e„ að flytja 5000 i viðbót á næst- unni. — (S.Þ.). STEINDlMEíi 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.