Þjóðviljinn - 05.06.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.06.1966, Blaðsíða 10
rJ() SÍDá — Þ5ÖÐVXLJINN — Sunnudagur 5. Júní 1066. WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL | HVÉRFUR| taka með sér til heimsins úti fyrir og senda það á safn. Hann itafði drepið hererómenn og búskmenn, og nú gæti haQp gert eitt góðverk til að bæta fyrir öll iilvirkin. Hann var altekinn sektarkennd. Hann hafði horit á en ekki hafizt handa; hann hafði vitað en ekkert sagt. Hann var grunnurinn sem allt byggð- ist á, fflt og gott. der kleine mann. Hann hafði komið til Afríku til að fela sig, til að komast burt frá Evrópu og smáninni. Hann var kominn til að líta aft- ur augum land assku sinnar, landið sem hann hafði laert að meta sem ungur maður fullur af glassilegum draumum fyrir ónalöngu........ Hann sýndi hinum spjótsodd- inn og þau voru sammála um að hann væri sjaldgæfur og fagur. á hellum og eyðimerkurleiðangr- ar hafa verið unnin í hugum fólks frá okkar eigin tíma (Ný tækpi, framfarir í vísindum). Furðulegt að það skyldi • taka okkur langan tíma að sigra þessa staði. Við fengum sjónvarp og atómsprengju áður en nokkrum tókst að klífa Mount Everest. Steinaldarfólk r Brasilíu stendur á rústum horfinna borga og gón- ir á spútnika. Þessir ' hlutar heimsins virðast jafnfjarri og hin hliðin. á tunglinu. O'Brien er furðúlegur. Ég get ekki gert mér hann í hugariund neins staðar annars staðar. Hann væri annarlegur í jakka og með hálsbindi; ég held hann sé for- ríkur. Hann hefur mikið sjálfs- traust, hæfileika til að laga sig eftir aðstæðum. foringjahæfi- leika. Hann hefði átt að fæðast á öðru tímaskeiði. Á dögum Jefferson Smith skrifár 'í dag- bókina. Það er ekki hægt að lýsa eyði- mörkinni. Hinni raunverulegu eyðimörk, þar sem ekkert er ennað en óendaniegur, þurr jarð- vegurinn. himinninn og hin ógnvekjandi sól. Þetta er mér svo framandi. Og flestu fólki. Við höfum alltaf forðazt slíka staði, eins og við höfum forðazt brött fjöll, hella, hafdjúpið og fenin. Áður vorum við hrædd við nóttina og byggðum alla þessa staði draugum. og dverg- um og forynjum. Það * var ótt- inn við hið óþekkta. Flest afrek, svo sem fjallgöngur, rannsóknir Hártrreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinn otr ÐócSó Laugavegi 18, III. hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu-, og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjarnargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárgreiðslustofa Sustwrbæiar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. 27 Elísabetar drottningar. Eða með- an Alexander mikli var uppi. Erfitt að hugsa sér hann á hlut- hafafundi. Hann heidur okkur öllum uppi, fær okkur til að berjast. Við hefðum áreiðanlega verið búin að vera án hans. Ferðin virtist svo löng. Náð- um í gemsu, átum yfir okkur. Við vorum of langt burtu til að geta tekið hana með til baka. O'Brien segir að við höfum létt á matarþörfunum í gilinu (eðlur. hunang, melónur). Ég varð feg- inn því að komast aftur til fjallsins. Svaf betur í hellinum. Fólk getur aðlagazt hinum und- arlegustu skilyrðum. Hef lesið um fanga sem sakna klefanna sinna. Skil þ’að vel. Hefðum við aðeins nóg að borða, væri þetta ekki svo afleitt um tíma. Vandamál okkar er ævagamalt. Of,mikið þéttbýli. Erfitt að segja hversu langt við fórum íþessaveiði- og könn- unarferð. Gengum á nætumar. Berfaettir. Þungt að bera vatnið á bakinu. 0‘Brien óþolinmóður við mig. Sex nætur á hægri göngu. Hversu langt fórum við? Áttatíu kílómetra? Tilgangslaust fyrir mig að fara ef ég get ekki komið til baka með kjöt. Ég gæti gengið einn, leitað að mel- ónum og slfku, en ég væri hræddur við að villast, brjóta strútsegg. deyja úr þorsta. Bain virðist hressari en þegar við lögðum af stað. Hann er bú- inn að gera net úr snæri og stálvír. Getur veitt í það fugla hjá tjöminni. Ekki sem verst. Vinnur að eðlugildru. Felligildru, flatan stein með æti undir. Erf- itt vegna þess hve fljót eðlan er í förum. Grimmelmann og Grace Monckton eru mögur; það erum við iþinir líka. Þraukum. Held við séum að svelta í hel smám saman. O'Brien og Smith fóru aftur út í eyðimörkina. Þeir höfðu með sér sína melónuna hvt>r og vonuðu að þeir fyndu fleiri í landinu bak við aióndeildar- hringinn. Þeir höfðu vatn til sex daga. — Ekki tefla í tvísýnu, sagði Gráce. — Ef ég skýt einhverja skepnu komum við strax til baka með kjötið sagði O'Brien. Melónum- ar héldu í þeim lífinu, en þau þurftu á kjöti að halda. Þau hefðu étið bavían núna, ef þau hefðu getað náð til þeirra. en aparnir voru of klókir; það var ómögulegt að komast i skotfæri við þá. — Feitt sebradýr, sagði Grimmelmann. — Svipizt eftir þeim. Ef þið finnið spor, þá rekið þau og þau liggja að vatni. — Eitthvað skulum við koma með til baka, sagði O'Brien. Hann vildi ekki koma tómhentur aftur. Þeir gengu af stað og brátt settist sólin og næturkuiið fylgdi á eftir. Þeir gengu í suðurátt og eftir sex stundir tók hvt>r upp sitt egg fullt af vatni úr byrð- inni. 0‘Brien gróf holu í sandinn og Smith leitaði að steinum til að gera vörðu. Þeir grófu dýr- mætu skumin niður og hvíldu sig hálfa klukkustund. Svo flýttu þeir sér af stað aftur áður en sólin kæmi upp og hindraði för þeirra. Þriðju nóttina komu þeir í annars konar umhverfi. Sléttur með steppugróðri. Skrælþurr moid, fíngerð eins og duft og biljón af hálfdauðum runnum. Þegar morgunninn kom voru þeir svp eftirvæntingarfullir að þeir héldu áfram að ganga í stað þess að hvíla sig. Fábreytni eyði- merkurinnar lamaði þá; steppan virtist gefa meiri fyrirheit. Stundu síðar skaut O'Brien hræ- fugl og þeir stönzuðu og lögðu það sem eftir var af eggjunum í skuggann til að kæla vatnið. Þeir kveiktu stórt bál og steiktu fuglinn; á eftir iögðust þeir í skuggann og sváfu meðan hitinn var mestur, endurnærðir og hressir eftir kjötið sem minnti mest á kalkún. Sólin lækkaði á lofti. Smith stóð upp. — Við skulum leggja strax af stað. Við getiim haft leifarnar af fuglinum með okkur. O'Brien reis upp og neri syfj- una„úr augunum. Þeir átu dá- lítið af fuglinum og drukku á- fergjulega úr einni skurninni. Smith tók upp egginn sín; þau voru í eins konar neti. — Viltu gera mér greiða. sagði O'Brien, — Viltu bera vatnið mitt dálitla stund? — Ailt í lagi, sagði Smith. — Ef þú tekur fuglinn. O'Brien tók varlega upp skurnin fimm sem eftir voru og lagði þau niður hjá eggjum Smiths. Hann reyrði pakkann saman með gömlu belti, svt> að þau yltu ekki til og brytu hvert annað. — Hvernig er þetta? spurði hann Smith. — Ágætt. 0‘Brien tók fram byssuna. Hann gekk nokkur skref til baka og hlóð hana. — Stattu nú kyrr andartak, sagði hann. — Ég þarf að segja þér dálítið. Smith hnyklaði brýmar en gerði það. — Þú tekur allt vatnið og heldur áfram. Ég fer einn til baka. Ég drekk úr vatnsgeymslu- stöðunum og kannski verð ég svo heppinn að skjóta eitthvert dýr sem ég get tekið með til hinna. Þáu svelta í hel. Þau verða að fá kjöt. — Ég geri það ekki, sagði Smith. — Þú verður. — Nei, sagði Smith. — Þegar vatnið er búið. er úti ,um mig. Við greiddum atkvæði gegn þessu í fyrsta skiþti sem við ræddum um það. — Ef þú ferð ekki, þá drep ég þig á stundinni, sagði 0‘- Brien. — Því trúi ég ekki. sagði : Smith. ' — Reyndu þá. Reyndu að ná af mér byssunni. Smith leit á hann og honum varð ijóst að hann var ekki að gera að gamni sínu. — Þetta er tilgangslaust, sagði hann. — Við höfum nóg vatn til að halda áfram saman og koma til baka saman. — Þú misskilur þetta, sagði ,0‘Brien. — Við erum of mörg heima í hellinum. Þegar þú ert farinn verður einum munni færra að melta. Og ég er viss um að þér tekst að brjótast á- fram að brautarspori eða bænda- býli. Beittu nú skynseminni. Kveiktu stórt bál í hvert skipti sem þú stánzar. — Ég gæti náð þér. orðið á undan þér að vatninu og skilið þig eftir vatnslausan, sagði Smith. 0‘Brien hló. Tilhugsunin um það að Smith léki á hann og kæmist framúr honum, var hlægileg. — Við skulum ekki vera með neinn kjánaskap, prófessor. — Vertu ekki of öruggur, sagði Smith. — Gakktu í beina línu, sagði 0‘Brien. — Þú hefur mikia möguieika. Sviktu okkur ekki. Hugsaðu. um þau sem eftir eru í gilinu. — Gerðu mér ekki þetta. O'- Brien, sárbændi Smith. — Það var ég sem fann þessi strútsegg. Ég get ekki bjargað mér lengi án þín. Þú mátt ekki skilja við mig. Fuglinn sem við borðuðum áðan, — það varst þú sem fekauzt hann. Hvað get ég drepið með berum höndunum? — Leitaðu að melónu, sagði O'Brien. — Þú mátt ekki gera þetta, sagði Smith. — Við erum of mörg um mat- inn, sagði O'Brien. — Þetta er bezta lausnin. Við myndum öll deyja og þetta eykur lífsvonim- ar. — En hvað gefur þér rétt til að ákveða? spurði Smith. — Er það byssan? O'Brien kinkaði kolli rólega. — Byssan. Byssan og hæfileikar mínir til að drepa með henni. Ef ég sé, að þú eltir mig til baka. þá skýt ég þig. Ég vil ekki fá þig aftur heim í gilið. —--------------------------------- 4768 — Á meðan situr frú Hardy í skrifstofu Bordons undir- forstjóra. — Ég skil ekki hvers vegna tengdasonur minn er ekki enn kominn hingað. — Hann kemur ekki héðan af i dag, frú Hardy. Fríinu hans er heldur ekki nærri því lokið. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem hann unnir sér hvílday og tekur sumarfrí! — Hann virðist ekki hafa miklar áhyggjur af verk- smiðjunni, segir frú Hardy gröm. — Áhyggjur? spyr Bordon brosandi. — Hvénsvegna ætti hann að hafa áhyggjur af henni? Hann hefur skipulagt allt hér svo fullkomlega að hann getur svo sannarlega verið áhyggjulaus um tíma. — Frú Hardy herpir saman munninn. — Ég hef nú hingað til haft aðrar hugmyndir um skyldur. SKOTTA Þér er óhætt að koma niður aftur, Halli. Ég skal ekki biðja þín oftar. LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur fyrir telpur Verð frá kr. 1690,00 VmtRÐIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATIASONAR Bröttugötu 3 B Sími24678. Ný sending af PILSUM — JÖKKUM, HÖTTUM og TÖSKUM. BERNHARÐ Kjörgarði. LAXDAL SUMÁRKÁPUR, DRAGTIR OG AJLLS- KONAR REGNKÁFUR í FJÖLBREYTTU ÚRVALI. • \ • 7 BERNHARÐ LAXDAL Kjörgarði. Orðsending frá öl- og gosdrykkjaverksmiðjum. Athygli verzlana og annarra sölustaða er vakin á því, að söluskattur greiðist EKKI af flöskugjaldi, sem 1. júní hækkaði skv. lögum frá Alþingi um 100% og er nú 60 aurar af hverri flösku af öli og gosdrykkjum og er innifalið í verksmiðjuverði. Ölgerðin Egill Skallagrímsson h.f., Sanitas h.f., Verksmiðjan Vífilfell h.f. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.