Þjóðviljinn - 11.06.1966, Síða 1
Alþýðubandalagið í Reykjavík:
Framhaldsstofnlundur haid-
inn í Lidó á mánudagskvðld
S
★ Framhaldsstofnfundur Alþýðu-
bandalagsins í Reykjavík verð-
ur haldinn í veitingahúsinu
Lidó n.k. mánudagskvöld kl.
8.30. Á fundinum verður kjör-
ið fulltrúaráð og lokið öðr-
um störfum stofnfundar.
★ Tiilaga stjórnar um fulltrúa-
ráðið Iiggur frammi í skrif-
stofu Alþýðubandalagsins í
morgun, sunnudag, kl. 14—18.
Þar verður á sama tíma tekið
við öðrum tillögum frá fé-
lagsmönnum.
Á fundinum á mánudagskvöld
mun Lúðvík Jósepsson alþing-
ismaður ræða um stjórnmála-
viðhorfið nú að afstöðnum
kosningum til bæjar og
sveitarstjórna.
Alþýðubandalagsfólk er hvatt
til að fjölmenna á framhalds-
stofnfundinn og taka með sér
nýja félaga, en innritun nýrra
stofnfélaga fer fram á fund-
inum.
Unairnefndir Verkamannasambands íslands og Vinnuveitendasambandsins á fundinum í gær. — Frá vinstri: Eðvarð Sigurðsson,
Björn Jónsison, Björgvin Sigurðsson og Gunnar Guðjónsson. — (Ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, tók myndina).
Árangurslaus fundur Verkamannasambandsins og vinnuveitenda
% »
Slitnað upp úr samninqum
Umræðufundur og skemmt-
un I Sigtúni á sunnuduginn
□ Fundur undirnefnda frá framkvæmdanefnd
Verkamannasambands íslands og frá vinnu-
veitendasamtökunum, sem haldimn var í gær,
varð algerlega ár^ngurslaus. □
Q Slitnaði þar með upp úr samningaumleitun-
um sem fram hafa farið undanfarið milli þess-
ara aðila, að minnsta kosti í bráð. Q
Q Framkværhdanefnd Verkamannasambands ís-
lands hélt fund í gær síðdegis í Lindarbæ, að
lokmum hinum sameiginlega fundi undir-
nefndanna, f
Var þar ákveðið að boða alla stjórn Verka-
mannasambandsins til fundar í Reykjavík í
næstu viku vegna samningamálanna.
í stjórn Verkamanmasambands íslands eru
álls ellefu menn, víðsvegar að af landinu.
★ Samtök hernámsandstæðinga
efna til umræðufundar í Sig-
túni á morgun, sunnudag kl.
2 e.h. Þorlcifur Hauksson
stúd. mag. hefur framsögu
um menningarviku sem hald-
in verður í haust á vcgum
samtakanna. Þá verða rædd
sjónvarps- og 'menningarmál.
★ A sunnudagskvöld efna sam-
tökin til skcmmtunar í Sig-
túni og hefst hún kl. 9. Þar
flytur Sverrir Hólmarsson
stúd. mag. ræðu og frumflutt-
ur verður leikþátturinn „Leit-
in“, eftir Bjarna Benediktsson
frá Hofteigi. Leikstjóri vcrð-
ur Bjarni Steingrímsson og
leikendur Bryndís Schram,
Jón Júlíusson og Karl Guð-
mundsson.
★ Aðgöngumiðasala verður við
innganginn og eru hernáms-
andstæðingar hvattir til að
mæta á skemmtunina.
★ Aliar nánari upþlýsingar eru
gefnar á skrifstofu samták-
anna í Mjóstræti 3, sími
24701.
Hvernig lizf s]ómönnum á?
NORWICH
VANN Í.A.
MEÐ 6:1 -
SJÁ 3. SÍÐU
Hefur síldurverðið lækkuð
um krónur 4,15 hvert mál?
□ Síðdegis í gærdag höfð-
um við samband við fjóra
síldarskipstjóra úti á miðun-
um og voru þrír þeirra stadd-
ir á bátum sínum norður
undir Jan Mayen.
□ Allir-vöktu þessir skip-
stjórar á sér alþjóðarathygli
í fyrrasumar fyrir rösklega
forystu við uppVeisn síldar-
flotans gegn' þáverandi síld-
a’rverði og stefndi þá allur
flotinn fyrir norðan og aust-
an til hafnar."
□ Þjóðviljanum þótti rétt
að forvitnast um hug þeirra
til nýkomins síldarverðs og
spurðum við um álit þeirra
og fara svör þeirra hér á
eftir:
Verður uppreisn aftur?
Við náðum tali af Haraldi Ág-
ústssyni, skipstj. á Reykjaborg-
inni norður undir Jan Mayen
síðdegis í gær. Var allt gott að
frétta af skipshöfninni um borð
og leið öllum vel.
— Hvemig lízt þér á si'ldar-
verðið í sumar?
Ég tíi ákaflega óánægður
með þetta síldarverð og held
því fram, að það hafj lækkað
um ríflega fjórar krónur á máli
síðan í fyrrasumar.
Ég hef átt tal við marga síld-
arsjómenn hérna í kringum mig
og allsstaðar heyrist mér vera
Framhald á 7. síðu
Sýning í
Ásmundarsal
Þessi mosaikmynd er eitt af
þeim verkum sem sýnd eru i
Ásmundarsa] í dag og á morg-
un. Verkin eru öll eftir börn
sem hafa verið á námskeiðum
Myndlistarskólans í Reykjavik
í vetur og eru þau á aldrinum
7—12 ára. Nánar er sagt
frá sýningunni á bak-
siðu. — (Ljósm. Þjóð-
viljinn A.K.).
AAikil óánægja meðal strætisvagnastj óra:
26 vagnstjórar hafahætthjá SVR frá áramótum
Mikil óánægja hcfur ríkt
að undanfömu meðal vagn-
stjóra Strætisvagna Reykja- i
víkur með kaup og kjör og
hafa þeir átt bæði 5 málaferl-
um og Iöngu samningaþófi við
borgina um þessi mál og litla
leiðréttingu fengið. Hafa 26
vagnstjórar hætt hjá fyrir-
tækinu frá áramótum og nú
vantar a.m.k. 8-9 menn til
þess að hægt sé að gefa vagn-
stjórunum umsamin fri.
Nýlega er fallinn dómur
hjá borgardómaraembættinu í
Reykjavík í máli sem strætis-
vagnastjórar hafa átt í við
borgina. Upphaf þess máls er
það, að þegar Gunnar Thbr-
oddsen var enn borgarstjóri
gaf hann strætisvagnastjórum
skrifleg loforð fyrir hönd
borgarinnar um það að þeir
skyldu í launum fylgja eftir
lögreglumönnum borgarinnar
og ekki sæta lakari kjörum
en þeir.
Síðan kjaradómur ' kom tii
sögunnar hafa strætisvagna-
stjórar hins vegar verið tveim
flokkum lægri í launum en
lögreglumenn hjá borginni
yfirleitt eru og hefur það ver-
ið byggt á því að lögreglu-
menn sem lokið hafa viðbót-
arnámskeiði hafa verið sett-
ir f hærri launaflokk. Þessu
vildu strætisvagnastjórar ekki
una Pg höfðuðu mál á hendur
Reykjavfkurborg á grundvelli
loforðs fyrrverandi borgar-
stjóra.
Fyrir nokkrum dögum féll
dómur í þessu máli og þykir
strætisvagnastjórum hann all-
undarlegur. 1 forsendum
dómsins er viðurkennt að þeir
eigi rétt á sömu kjörum og
lögreglumenn á grundvelli
fyrrgreinds samnings en hins-
vegar var borginni ekki talið
skylt ag greiða vagnstjórun-
um sömu laun og lögreglu-
mönnum sem lokið hefðu við-
bótamámskeiði.
Við þetta þykir strætis-
vagnastjórum hart að búa og
skírskota til þess að þeir þurfi
eins og lögreglumennirnir að
leggja á sig meira nám í sam-
bandi við starf sitt en al-
mennir bifreiðastjórar sem
með réttu megi leggja að
jöfnu við viðbótamámskeið
lögregluþjónanna. Var sam-
þykkt á fjöimennum fundi
vagnstjóra í fyrrinótt að á-
frýja málinu til hæstaréttar.
Þá hafa strætisvagnastjór-
ar átt að undanfömu í léngu
samningaþófi við borgina út
af frídögum. Gerðu þeir kröfu
til fjögurra frídaga í mánuði
og fór það mái fyrir sátta'-
semjara og náðust þeir samn-
ingar, að þar sem ekki væri
unnt vegna manneklu að
gefa strætisvagnastjórunum
svo marga frídaga skyldu
þeir fá greiddar 1420 krónur
á mánuði fyrir tvo frídaga
sem þeir yrðu að vinna. Við
þetta samkomulag var þó
ekki Iengi staðið og er nú
búið að lækka þessa auka-
greiðslu niður í 1103 krónur
á mánuði með því að beita
allskonar útreikningum.
Þetta frídagamál var einn-
ig til umræðu á fundinum í
fyrrinótt og var þar safrr
þykkt .að veita Strætisvögnum
Reykjavíkur frest fram yfir
sumarfrí. eða þar til í haust,
til þess að ráða þá níu menn
sem fyrirtækið vantar til
þess að * unnt sé að standa
við það að gefa vagnstjómn-
úm þessa umsömdu fjóra frí-
daga í mánuði.