Þjóðviljinn - 11.06.1966, Side 4

Þjóðviljinn - 11.06.1966, Side 4
4 SÍ0A — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 11. jiiní 1966. Otgefandi: Samelnlngarflokkux alþýöu — Sósialistaflokk- urtnn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, E’réttaritstjóri: Sigurður V. Fxlöþjófsson. Auglýsingastj.: Þorva’dur J<,,'annesson. Sími 17-500 (5 Ifnur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Stórbreytinga þörf IT'yrir nokkrum dögum birti Þjóðviljinn frásögn af herná-msframkvæmdunum miklu í Hvalfirði, þar sem íslemzkum atvinnufyrirtækjum og ís- lenzku vinnuafli er einbeitt að því að leggja nýj- an hluta af íslandi undir erlent vald. Auk íslend- / inga vinna þarna nokkrir Bandaríkjamenn. Frétta- maður Þjóðviljans átti m.a. viðtal við íslending sem stjórnar lyftukrana á móti verkamanni frá New York, og kom fram í því að íslendingurinn fær 56 krónur á klukkustund fyrir. vinnu sína, en Bandaríkjamaðurinn sem gegnir nákvæmlega sama starfi fær 6 dollara á klukkustund eða rúm- ar 250 krónur — næstum því fimmfalt meira en Islendingurinn. í þeim mismun birtist viðhórfið til herraþjóðar annarsvegar og innfæddra hinsveg-! ar. Gegnir vægast sagt furðu að íslenzkir verka- menn og íslenzk verklýðssamtök skuli sætta sig við þvílíka mismunun jafnt í Hvalfirði sem á Keflavíkurflugvelli; má ef til vill vænta hins sama við' alúmínframkvæmdifnar í Straumi? li/|ismunun af þessu tagi er auðveldari í fram- ■*•"-■• kvæmd vegna þess að kaupgjald á íslandi er yfirleitt lægra en gerist 1 nálægum löndum. Stjórn- arvöldin miklast af því að þjóðartekjur á mann séu hérlendis að verða einhverjar hinar hæstu í heimi; samt er kaup verkafólks hér mun lægra en tíðkast meðal þjóða sem standa á svipuðu efnahagsstigi, vinnutíminn miklu lengri, auk þess sem við erum að dragast aftur úr í ýmsum félags- málum, t.d. hvað orlof snertir. Þessu veldur ekki aðeins gróðasöfnun auðmanna, heldur og ekki síð- ur sívaxandi sóun og stjórnleysi; það var mjög at- hyglisverð staðreynd sem viðskiptamálaráðherr- ann greindi frá fyrir skömmu, að síðustu árin hefði langmest nýtt vinnuafl leitað til hvers kyns þjónustustarfa á vettyangi kaupsýslu, athafna sem ekki skapa nein verðmæti, eru margar hverjar þarflitlar og mjög kostnaðarsamar. Óstjórn af þessu tagi á mikinn þátt í því að þótt þjóðartekj- urnar hafi vaxið um 40—50% á fimm árum sér þess ekki staði í traustari afkomu framleiðsluat- vinnuveganna eða bættum kjörum verkafólks. ¥»essi grundvallaratriði þurfa einnig að móta um- ræður um kjaramál. Vandamálin verða hvorki leyst í bráð né lengd með einhverjum smávægi- legum tilfærsíum á prósentuútreikningi, heldur þurfa verklýðssamtökin að setja. sér stór markmið, tryggja framleiðslustörfunum þann þjóðfélagslega sess sem þeim ber, það er í senn réttlætismál og samfélagsleg nauðsyn. Sú lausn mun ekki fást inrian ramma viðreisnarinnar, enda hriktir nú í því fúna hrófatildri hvarvetna, jafnt á sviði land- búnaðar, sjávarútvegs og iðnaðar. Hin voldugu al- þýðusam'tök þurfa að bera fram kröfur sínar af fullri djörfung og.festu; geti stjórnarstefnan ékki uppfyllt þær, ber að tryggja nýja stefnu. — m. Ármann Halldórsson: Sögufélag Austurlands og JsAúlaþing Hér fer á eftir. grein úr blaði aust- firzkra sósíalista Austurlandi, og er hún kynning á „Sögufélagi Aust- urlands” og fyrir- huguðu riti þess, ,Múlaþingi‘. í þeim „þjóðflutningum" sem verið hafa undanfarna áratugi hefur fjöldi manna af Austurlandi flutt til þéttbýlisins suð- vestanlands, og á- reiðanlega »hefðu margir þeirra hug á að fylgjast með störfum Sögufélags Austurlands og rit- um þess. Ekki sízt í því skyni prentar Þjóðviljinn hér upp grein Árm. Hall- dórssonar. Sl. haust var stofnað til fé- lagsskapar hér á Austurlandi. Heitir hann Sögufélag Austur- lands, og mig langar til, nú í hléinu milli bæjarstjómarkosn- inga og mestu síldaranna að biðja austfirzku blöðin fyrir of- urlitla kynningu á félaginu, ef þag mætti verða því að liði. Félag' þetta á eins og nafn þéss bendir til, -að, sinna aðal- lega og halda til haga ýmsum þáttum .austfirzkrar . sögu, byggða-, atvinnu-, persónusögu o.s.frv. Félagsstofnunin var undirbúin með þeim hætti, að forgöngumenn skrifuðu einum manni í hverjum hreppi og kaupstað í Múlasýslum tii að slægjast eftir þátttöku sem víð- ast af því svæði, sem félaginu er ætlað að ná yfir. f bréfinu vcru viðtakendur beðnir að koma á fund í Egilsstaðakaup- túni eða hafa samband við und- irbúningsnefnd með öðrum hætti og, ef þeir hefðu sjálfir ekki áhuga^ á málefninu, að reyn'a að fa einhvern annan í sinn stað. Árangur þessa bréfs varð sá, að þó nokkrir svöruðu jákvætt, og komu sumir á fundinn. þar sem formað var fyrir félaginu, en aðrir sendu orð um þátttöku. Þá komu ýmsir,. sem ekki hafði verið skrifað, en hafa áhuga á þessum málum. Upp úr þessu stússi' spratt sú ákvörðun, að fara af stað nú á þessu ári með ársrit á vegum félagsins, og var því valið nafn — Múlaþing. í vetur hefur verið unnið að efnissöfnun, og að öllu forfalla- lausu kemur fyrsta hefti út í sumar. Það er sýnt, að í Múla- sýslum er margt manna, er íær- ir eru um að láta frá sér fara frásagnarverð efni og fram- bærileg, betur sögð en gfeymd, meðan fólk hefur þau tengsl hugar og . tilfinninga til geng- innar tíðar og forvera á ýmsum tímum sem nú virðist vera. f hinum sö'gufróða hópi eru bæði sögumenn sjálfmenntaðir og háskólamenn lærðir í sögu og á öðrum sviðum. Alli| þeir, er leitað var til um- efni í hið tilvonandi Múla- þing, brugðust vel við erindi, höfðu góð orð um efni og aðstoð við öflun þess, en ýmsir töldust undan í bráð vegna annríkis og sumir vegna óþjálfaðs hugar til skrifta. En svo virðist sem ritið muni eigi þurfa efni að skorta, og ég held ég megi segja, að það sem þegarerkbm- ið í handritum, sé hið fram- bærilegasta og sumt gagnmerkt. Æskilegt væri, að í hverju hefti væri a.m.k. ein ritgerð löng og ýtarleg fræðilega unnin og mætti hún íeljast eins konar burðarás hvers heftis. Síðan aðrar styttri sem víðast að af félagssvæðinu og fjölbreytileg- ar eftir föngum, kvæði og fleira af sljáldskapar toga, þjóðsögur jafnvel, handrit af söfnum, rit- dómar og sitthvað til fyllingar, svo sem gamanmál, lausavísur o.fl. í fyrsta hefti verður löng rit- gerð eftir Benedikt frá Hof- teigi um sögu Krossavíkur í Vopnafirði frá' upphafi fram undir þennan dag. Af öðru efni, sem borizt hefur eða von er á, má nefna: Sögu Seyðisfjarðar fram að siðaskiptum; þátt um fríkirkjúhreyfingu í Seyðisfirði í tíð séra Björns, ýfingar við hann og greftrun utangarðs; stuttar greinar um Dísarstaði í Breiðdal og Fransmenn á Fá- skrúðsfirði'; grein um síldveiðar við Austurland á eldra síld- veiðiskeiðinu; 3 írásagnarþætt- ir af Jökuldal og lltiðinni; þátt um séra Jakob Benediktsson á Hjaltastað, og lærisvein hans og hjú, Bjöm frá Snotrunesi; sögu Lagarfljótsbrúarinnar gömlu; þátt um Hermann í Firði; þjóðsögu frá Borgarfirði; frásögn um fyrstu ökuferð um Hraundal til Loðmundarfjarðar og áfram um Háls og Heiði til Borgarfjarðar; smásögu og nokkur kvæði; umsagnir um bækur austfirzkra höfunda eða austfirzk efni o.fl. Ókomið er, en von á ritgerð um jarðeignir Skriðuklausturs og handrit af Landsbókasafni. Eitthvað af þessu efn; verð- ur sjálfsagt að biða næsta heftis, en þegar nefnt er næsta hefti, er talað af bjartsýni og þó ekki einskærri og lofað upp í ermi. það fer að sjálfsögðu eftir viðtökum Múlsýslunga, því að álíka fer um rit hvers konar og ástina, hvorugt blómgast nema gagnkvæm séu samskipti. En með þessari útgáfustarfsemi er, þótt í litlu sé, leitazt við að halda á loft svólitlu menningar- kerti með týru á hér í þessari blessaðri veiðistöð, og það er von okkar, sem að því stönd- um að fá að njóta þess og menn kaupi Múlaþing sem flestir, jafnvel þótt þeim falli það ekki alls kostar í geð, svo að Það geti haldið áfram að lifa- Það þarf þó nokkuð háa krónutölu til að koma þessu á prent, og er það þó í sjálf.u sér ódýrt, ef miðað er við þær fjárhæðir, sem nú streyma um þjóðlífið úr einum stað í annan. Ákaf- lega. þætti okkur vænt um, ef t.d. verzlanir eða önnur fyrir- tæki vildu veita ritinu nokkurt fjárhagslegt brautargengi, t.d. með auglýsingu fyrir svona 15(W til 2000 krónur. Þá væri æskilegt að fá strax í upphafi nokkurn stofn fastra áskrifenda. Varðandi það mætti láta hvem sem er í félagsstjórn vita, en þeir eru: Ármann Halldórsson Eiðum form., Björn Sveinsson Eg. gjaldkeri, Sig- urður Ó. Pálsson Borgarf. rit-. Tölvísi vi/fímannsms Bándaríska blaðið „U. S. News and World Report‘‘, sem ritstýrt er af heittrúuðum and- kommúnista, David Lawrence að nafni, hafði fyrr á þessu ári inni að halda grein er nefndist „í kjarnorkuárás á Bandaríkin . .“ I greininni er vitnað til eftirfarandi um- mæla Roberts McNamara, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna: ,,Ef Rússland réðist með kjarnorkuárás á Bandaríkin ár- ið 1970, gætu allt að 135 milj- ónir Bandaríkjamanna látið líf sitt . . .“ Og McNamara bætti því við, að jafnvel þótt Bandaríkin eyddu 50.000 miljónum dollara til viðbótar í almannavarnir, myndi dauðatollurinn samt verða einhversstaðar á milli 50 og 80 miljónir manns. „En“, segir nú hið bandaríska blað frá eigin brjósti, ,,ef Bandaríkin gerðu fyrstu árás- Framhald á 7. síðu. Armann Halldórsson ari og auk þeirra Jóp Björhs- son Skeggjast. Jökuldal og Benedikt Björnsson Búðum Fáskrúðsfirði, en varamenn Helgi Gi?lason Helgafelli og Skjöldur Eiríksson Skjöldólfs- stöðum. Þess er að lokum að geta, að félagið er opið öllum Múlsýsl- ungum, hvort þeir heldur vilja taka þátt í störfum þess með skrifum eða öðrum hætti eða styrkja það með 200 króna ið- gjaldi á ári. Tilkynningar um inngöngu er bezt að senda Birhí Sveinssyni. Með þökk fyrif birtingu'. Fundin kvikmynd af Leo Tolstoj Lco Tolstoj 1902. MOSKVU — Tveir trésmiðir unnu við húsaviðgerð í þúb- ýséf í Sovétríkjunum _ og í innbyggðum skáp rákust þeir á snoturt skrín. í skríninu voru kvikmyndafilmur. Þær voru afhentar ríkisskjala- ' safninu, en áður var gengið úr skugga um það, að húsið, þar sem filmurnar fundust. hafði áður verið í eigu kvik- myndahússeiganda eins í Samara. Innap um filmurnar, sem voru meir en hálfrar aldar gamlar, fannst ein 140 m, sem tekin var á áttræðisafmæli Leo Tolstojs. Filman sýnir ýmislegt úr daglegu lífi. skáldsins og frá JasnajaPol- jana, aðsetri Tolstoj-fjölskyld- unnar. Það er einn fyrsti kvikmyndatökumaður Rússa, Drankovyj að nafni, sem tók þessa filmu, en til sanninda- merkis er einnig grein í tíma- ritinu ,,Cinefoto“ frá árinu 1908, en þar er lýsing á vinn- unni við töku þessarar heim- ildarkvikmyndar. Sérfræðing- ar hafa nú slegið því föstu, að^þetta sé fyrsta kvikmynd- in, sem sýnir hinn rússneska rithöfund.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.