Þjóðviljinn - 12.06.1966, Síða 12

Þjóðviljinn - 12.06.1966, Síða 12
NÝJAR SENDINGAR AF KARLMANNASKOM frá Frakklandi og Þýzkalandi, mjög faliegt úrval. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR. Laugavegi 100 Klaki í jörð og snjðr á túnnm ÞÚFUM, fsafjarðarsýslu, 10/6 — Hér er nú kaldasta vor' sem komið hefur í tuttugu ár. Allur gróður og öll vorvinna er því seint á ferðinni og t.d. á Langa- dalsströnd er mikið af túnum enn undir snjó og fé enn í hús- um. Mikill klaki er í jörðu og fjallvegir ófærir. Verið er að byrja að moka Þorskafjarðar- heiði en ekki búizt við að hún verði fær fyrr en í fyrsta lagi eftir hálfan mánuð. Sauðburður er langt kominn hérna megin Djúpsins en er í miðjum klíðum norðan þess. Þetta er yfirleitt Kraustur burð-: ur og hefur gengið vel, en vor- ið er búið að vera bændum ó- skaplega kostnaðarsamt, þar sem allt fé hefur verið á gjöf fram til þessa og kjarnfóður er dýr vara. Víðast hvar í sveitinni er eng- in jarðvinnsla hafin, þó er rétt byrjað að láta niður kartöflur á stöku stað þar sem aðstæður eru til þess. Kýr eru víðast inni ennþá. — Á.S. Eins og fram hefur komið í fréttum fannst lík í höfninni sb miðvikudag. Rannsóknarlögregl- án hefur nú gefið upp nafnið á þeim látna, en hann hét Reynir Haraldsson. til heimilis að Hólm- garði 20. Reynir var tæplega þrítugur og var hann einhleypur. Sxðast var vitað um Reyni í byrjun maímánaðar. Myndin hér að ofan er tekin á æfingu á Sögu hermannsins í Hljómskálanum. Lengst til hægri er fiðluleikarinn Paul Zukowsky,. þá sést standandi stjórnandinn Páll P. Pálsson og fyrir miðju sitja leikararnir Þorsteinn ö. Stephensen, Róbert Arnfinnsson og Gísli Alfreðsson. (Ljósm. A.K.) ,Saga hermannsins' flutt á tónleikum hjá Musica Nova ■ Tvennir tónleikar verða haldnir á vegum Musica Nova í vikunni, þriðjudaginn 14. og miðvikudaginn 15. júní í Austurbæjarbíói. Flutt verður nútímatónlist og eru fyrri tónleikarnir algerlega helgaðir tónskáldinu Igor Stravinsky. M.a. verður flutt eftir hann „Saga hermannsins", sem flutt var í útvarpiuu fyrir þremur árum.og vakti mikla athygli. Einleikari á báðum tónleikun- «m er bandariski fiðlusnillingur- inn Paul Zukowsky, sem ertón- listarunnendum hér að góðu kunnur síðan hann lék á sam- eiginlegum tónleikum Musica Nova og Tónlistarfélagsins í haust. Zukowsky mun einnig leika verk fyrir fiðlu og píanó með Þorkatli Sigurbjörnssyni og á fiðluna í þeim verkum sem eru fyrir fleiri hljóðfæri. Flytjendur Sögu hermannsirs enx auk hljóðfæraleikaranna leikararnir Þorsteinn ö. Step-, hensen: sögumaður, Gísli Al- Framhald á 2. 'síðu. ' i VVVWVVVWVVA/VVWVAA'WVVVVVVVVVVVVVVVAA/WVXA/VVVAA/VVAAA/VVVVWVVAAAA/VVVVVVVVVVVV/VWA/WAAAA/VWWVAAAAAAAAAAAAAA'WWWWWWWVWVAAA/VWV/WVWWWWWWVA'VWWAA/WV Ný sending af kvenskóm Stórglæsilegt úrval SKÓVAL AUSTURSTRÆTI 18 (Eymundssonarkjallara) V vvVAAA/VVVVV1AAA/VAVVVIAV\AAVV\AAVVAV\\AAA/VVVVVVAVVAAVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV\í /VAVVVWVAVVVWVVVVAVW\AAA/VVVVVVVWVVVWV\/VVVVVVVVVVVVVVVV\VV/V\\ WðWW \ WWVWW DIOffiflUINN Sunnudagur 12. júní 1966 — 31. árgangur — 129. tölublað. 15. ÞINGISÍBS SLITIÐ ÍDAG 15. ársþing SÍBS var sett að Reykjalundi í fyrradag af Þórði Bcnediktssyni, formanni samtak- anna, og lýkur því í dag. Þingið sitja 78 fulltrúar frá 12 deild- um SlBS, en meðlimir SlBS eru nú 1700 auk styrktarmeðlima og er starfað í 13 deildum. Viðstaddir þingsetninguna voru m.a.' forseti íslands, herra Ás- geir Ásgeirsson og heilbrigðis- málaráðherra, Jóhann Hafstein. Fyrir þinginu liggur m.a. að fá samþykkt í reglugerð að aðrir en sjúklingar með sjúkdóma £ brjóstholi fái vist á hælum sam- bandsins; þannig hefur þaðver- ið í framkvæmd, en er ekki komið inn í reglugerð. Einnig liggur fyrir þinginuað samþykkja að skora á hið opin- bera að reisa vinnustofur við Kristneshælið. 1 fyrradag voru fluttar skýrsl- ur og reikningar samtakanna. 1 skýrslu formanns kom fram að vistmenn á Reykjalundi eru nú rúmlega 100 en þar af eru að- eins 20 berklasjúklingar. Um þriðjungur vistmanna vinnur við framleiðslu plastleikfanga, plast- búsáhalda og vatnsslanga nokkr- ar klukkustundir á dag. Um 50 manns_ vinna nú á Múlalundi, sem SÍBS rekur í Reykjavík. I reikningum kom fram að vömsala Reykjalundar s.l. tvö ár nam liðlega 52 miljónum kr. og hefur rekstrarafkoma stór- batnað. En í skýrslu sambands- stjórnar segir að þetta góðæri hafi sannarlega verið þrungið hrellingum, þessi tekjuaukning hafi komið sér vel fyrir sam- bandið, því að fjárþröng sé alltaf rík, jafnvel þótt stöðvuð yrði fjárfesting um sinn. Ennfremur segir í skýrslunni „Frómt frá sagt nægðu tekjurn- ar ekki fyrir brýnustu þörfum. Verðþensla sem ekkert lát er á Innbrotí fyrrinóff 1 fyrrinótt var framið innbrot að Grænuhlíð 7 og stolið silfur- munum og fleiru úr kjallaraíbúð. Innbrotsþjófurinn mun hafa veriö á ferð milli kl. 2 og 3 um nóttina og hefur hann kom- izt inn um þvottahúsglugga. Stal hann silfurhúðuðum hnífapörum fyrir átta, silfurkaffisetti, silfur- slegnum tóbáksbauk úr rostungs- tönn, sem var 200 ára gamall og ennfremur japönsku transistor,- tæki, 3 karlmannafötum, ryk- frakka og fleira smádóti. Rannsóknarlögreglan biður þá sem gætu gefið einhverjar upp- lýsingar í málinu, að hafasam- b„nd við sig hié fyrsta. Góður afli hjá handfærabátum ÞINGEYRI 9/6 — Undanfarinn hálfan mánuð hefur verið hér góður afli hjá handfærabátum, en þær veiðar stunda 7 þilfars- bátar og tvær trillur. Vertíðin í vetur var sæmileg þrátt fyrir fremur slæmar gæft- ir. Hæsti báturinn var Framnes sem fékk 1141 lest frá áramótum til vertíðarloka og var aflabæst- ur Vestfjarðabáta og næst hæstur á vertíðinni yfir allt landið, næstur á eftir Skarðsvík fráRifi. Framnesið er nú farið á síld- veiðar og ef það eini báturinn héðan sem stundar þær í sumar. — G.M. enn sem kolnið er, hefur í för með sér síauknar kröfur um aukið rekstrarfé, en af þeim gæðum er SlBS fátækt“. Rekstrarhagnaður Vöruhapp- drættis SÍBS var rúmar 11 milj- ónir króna s.l. tvö ár. Eva með eplið Þessa dagana stcndur yfir í Tjarnarbúð á vegum Sam- bands íslenzkra fegrunar- sérfræðinga kynning og sýning á snyrtivörum frá átta þekktum fyrirtækjum úti í heimi. Þessi merki hafa vcrið flutt hingað inn um árabil og eru íslenzkum konum kunn, en nú er sýnt það allra nýjasta í því er sncrtir förðun, hrcinsun og næringu húðarinnar, og eru vörurnar frá Orlane, Picrre Robert, Innoxa, Lancaster, jTokalon, Yardley, Germaine Montiel og Max Factor. I sambandi við sýn- inguna sem verður í dag og á morgun kl. 3 og 9 koma fram fulltrúar kvcuþjóðar- innar frá ýmsum tímum heimssögunnar og sýna hvernig dömurnar klæddu sig og snyrtu hér áður fyrr. Að sjálfsögðu er byrjað á Evu, og hér sjáum við hana — eftir að hún smakkaði á eplinu. V

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.