Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 1
ÞjóBviljinn 20 síður / dag — blað I. ■ í tilefni Þjóðhátíðardagsins, 17. júní, er Þjóðviljinn 20 síður í dag. í 8 síðma ’ aukahlaði er m.a. sagt frá húsi því sem Jón Sigurðsson for- setá bjó lengst ai í á Kaupmannahafnarárum sínum og tíndir hafa verið saman ýmsir fróðleiksmolar um líf og starf íslenzkrar alþýðu fyrr og síðar. Hafnarverkamenn íReykja- vík aðvara atvinnurekendur Hœttu vinnu allir sem einn kl. 5 í gœr □ Um fjögur hundruð hafnarverkamenn í flutningaskipum og vörugeymsluhúsum skipafélaganna við Reykjavíkurhöfn hættu vinnu kl. 5 í gær allir sem einn, og tilkynntu að þeir muni koma aftur til vinnu á laugar- daginn. Ssmwingaviðræður hefjast að nýju ■ í gær ræddi Eðvarð Sigurðsson, formaður Verkamanna- sambands íslands, við Barða Friðriksson, skrifstofustjóra Vinnuveitendasambandsins, um áframhald samningsvið- ræðna á grundvelli samþykktar stjómarfundar Verka- mannasambandsins. . ; _ / ■ Verður fundur í framkvæmdanefnd Vinnuveitendasam- bandsins á mánudaginn kemur og þar fjallað um samn- ingamálin. Gert er ráð fyrir að samningaviðræður milli aðila verði teknar upp að nýju strax eftir helgina. □ I höfnínni voru sex eða sjö flutningaskip, þar á meðal Gullfoss, og átti að vinna í öll- um þeirra ýmist til kl- 7 eða kl. 8 í gærkvöld. □ Þjóðviljinn spurði Guðmund J. Guð- mundsson, varaformann Verkamannafélags- ins Dagsbrúnar, um álit hans á þessari ráða- breytni hafnarverkamanna við Reykjavíkur- höfn, og taldi hann að þetta væri af verka- manna hálfu fyrsta aðvörun til atvinnurek- enda, sem búast megi við að geti endurtekið sig hvenær sem er. □ Sagði Guðmundur að orðið væri þungt í verkamönnum vegna þess hve samningar hafa dregizt og tregðu atvinnurekenda að ganga til samninga um hógværar kröfur verkalýðssamtakanna. Þetta sem gerzt hefði í gær væri einungis aðvörun af hálfu verka- mannanna sjálfra sett fram á þessu stigi vegna undirtekta atvinnurekenda við kröfum verkalýðssamtakanna. Allir sem einn lögðu hafnarverkamenn S Reykjavík niður vinnu I gærdag. So vézkir biaðamenn hér í i/ikuhoði B.Í. ■ í gærkvöld komu þrír sovézkir blaðamerm hingað til lands og munu dveljast í viku hér á landi í boði Blaða- mannafélags Islands. Er þetta í fyrsta skipti sem erlendir IhaSdið þrjóskast enn við að hindra lóðabraskið - en er nú loksins byrjað að gefa sig! Á fundi borgarstj. í gær bar Guðmundur yigiús- son, fulltrúi Alþýðubandalagsins, í þriðja sinn fram þá tillögu, að borgarstjóm hindri brask með leigulóðir og áskilji borgarsjóði forkaupsrétt sam- kvæmt mati að mannvirkjum og íbúðum, reist- um á lóðum, sem boðnar eru til kaups, áður en þær eru fullgerðar. íhaldið fékkst nú loks til að sýna lit í þessu máli og var tillaga Guðmundar samþykkt méð þeirri breytingu að í henni felist það helzt, að borgarráði sé heimilt að afturkalia lóða- úthlutun á hvaða bvggingarstigi sem er. X ræðu sinni kvað Guðmund- ur þá staðreynd vera að baki þessarar tillögu, að mikð af leigulóðum Reykjavíkurborgar lenti í almennu braski. Ekki væri vitað hve stór hluti þetta væri, skýrsla sem gerð skyldi þar um, væri enn ókomin. I stað þess að byggja á lóðunum gætu lóðarhafar selt og haft upp úr mikið fé, algengt myndi vera 150—200 þúsund kr. á íbúð. 900 þús. kr. í skatt Guðmundur nefndi dæmi frá Kleppsvegi: Þar hefði íbúð ver- ið seld á 1500 þús. en kostnaðar- verð aðeins verið 600 þús. með öðrum orðum 900 þús. kr. skatt- ur lagður á íþúðarkaupanda. Þetta væri að vísu með grófari dæmum, en þau gerðust annað veifið slík. Til þess að hindra það, að byggingarframkvæmdir lentu á svo biksvörtum markaði, og hér umTæddi, væri fyrsta skrefið að borgin hindraði beint lóðabrask, býggingarkostnaður væri nógu hár samt. „Hin Ieiðin “ Önnur leið til þess að hindra slíkt lóðabrask og nú tíðkaðist, væri að sjálfsögðu sú, að sjá svo um, að nógu margir bygg- ingarhæfar lóðir væru tilbúnar árlega tii þess að fullnægja eft- irspurninni. Sú leið hefði ekki verið talin hæf, og því væri tæp- ast völ á annarri leið' en þeirri, sem lýst væri í sinni tillögu. Við þetta væri svo þess að gæta, að nú væri framundan ný lóða- úthlutun, og fyrirsjáanlegt, að byggingarframkvæmdir í borg- inni næstu 3—4 ár myndu að langmestu leyti byggjast á henni. Nú væri því nauðsynlegt að spyrna við fótum og væri þessi tillaga samþykkt, myndi það hafa í för með sér, að menn ,hættu að sækja um leigulóðir til þess eins að braska með bær. „Mjög hikandi“ Birgir ísleifur Gunnarsson varð fyrir svörum af íhaldsins hálfu. Hann kvaðst vera nú sem fyrr mjög hikandi við þá leið er G.V. benti á, hún væri ann- mörkum háð og auðvelt að fara kringum þau ákvæði, er tillaga Guðmundar gerði ráð fyrir. Hins vegar viðurkenndi Birgir, að hér væri um mikið vandamál að ræða og sjálfsagt væri að reyna að. koma í veg fyrir brask og óeðlilegan gróða í sambandi við þessi réttindi. Birgir vildi þó leggja á það áherzlu, að lóða- skortinum væri ekki einum iim að kenna lóðabraskið. Þá upp- lýsti Birgir það, að skýrsla sú um þessi mál, sem Guðmundur hafði saknað, væri nú að mestu tilbúin og hefði verið það 'strax í maí. Hinsvegar hefði hún „fyr- ir mistök“ ekki enn komið borg- arráðsmönnum í hendur. íhaldslausn • Birgir bar síðan sem fyrr seg- ir fram breytingartillögu, og er hún á þá leið, að sú viðvörun og það skilyrði sé sett í úthlut- unarskilmála, að Borgarráði sé Framhald á 3. síðu. blaðamenn þiggja heimboð samtaka íslenzkra starfsbræðra. Sovézku blaðamennirnir heita Saaremiagi, Mredlisjvili og Osi- pof og voru þeir valdir til ís- landsfararinnar af Blaðamanna- sambandi Sovétríkjanna. Blaða- mannafélagið hefur á undan- förnum árum átt góð samskipti við sovézka sambandið, sem tví- vegis hefur boðið íslenzkum blaðamönnum til nokkurra vikna dvalar í Sovétríkjunum. Nú síð- ast í vor fóru þrír blaðamenn héðan til mánaðardvalar í Sov- étríkjimum í boði blaðamanna- sambandsins þar, þeir Gunnar Bergmann (Tímanum), Margrét Bjarnason og Sigurður A. Magn- ússon (bæði á Morgunblaðinu). Blaðamahnafélag íslands er nú að endurgjalda heimboðin. Þá daga sem sovézku blaða- mennirnir dveljast hér á veg- um B. í. munu þeir m.a. hitta forseta íslands og ráðherra að LONDON 14/6 — Wilson forsæt- isráðherra skoraði enn í dag á sjómannasambandið brezka að hætta verkfallinu sem nú hefur staðið í fjórar vikur. Aðalritari sjómannasambands ins Hogarth lét í fyrsta sinn’ í kvöld liggja að því, að mála- miðlun gæti komið til greina deilunni. máli, kynnast starfsemi nokk- urra iðnfyrirtækja, sækja leik- sýningu, fara í ferðalög m.a. til Akureyrar o.s.frv. í dag munu þeir að sjálfsögðu fylgjast með þjóðhátíðarhöldunum í Reykja- vík um miðjan daginn, en fara árdegis í skoðunarferð um borg- ina og sitja boð Loftleiða í kvöld. Á morgun, laugardag, verður ríkisútvarpið heimsóttog litið inn til Morgunblaðsins, en kvöldinu eytt í Þjóðleikhúsinu. Yfirlýsðng vegna skrifa FrjáSsr- ar jtjéðar „Þjóðviljanum‘‘ barst í gær yfirlýsing frá Magnúsi Torfa Ölafssyni, formanni Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna skrifa Frjálsrar þjóðar um fram- haldsstofnfund Alþýðu- bandalagsins í ReykjavSk síðastliðið mánudagskvöld. Yfirlýsingin er birt á 4. síðu í blaðinu í dag. Síldarsöltun leyfð á morgun j Síldarútvegsnefnd ákvað fundi sínum S gær að leyfa söltun fyrir norðan og austan og má hún hefjast á morgun, laugardag. Leyfið er þó bundið við takmarkað magn af sykur- sallaðri síld fyrir Finnlands- markað. Jafnframt ákvað nefndin að hcimila söltun frá sama tíma fyrir sænska síld- arkaupendur og aðra síldar- kaupendur. sem þess kunna að óska enda samþykki þeir söltun síldarinnar jafnóðum og hún fer fram og geri það skriflega. Síðustu daga hefur sSldin fitnað ört fyrir norðan og austan og eitt sýnishorn mældist í gærdag 19.5% á Norðausturlandi. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.