Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 10
Iffl Stea' — ÞJKteVIIiJXNN — Föstudagur VL }öní 1966. WILLIAM MULVIHILL "• • f IFLUGVÉL I HVERFUR| og umhverfið og gladdist yfir því að hann skyldi hafa munað eftir hverju smáatriði. Bergið var ekki slétt; stórar veðraðar steinhellur héngu fastar á lóð- réttum veggjunum. Kúpuopið var hjá einni slíkri hellu, rétt við bergvegginn, varið að ofan og til hliðar af útskagandi steini. Það var eins og opið lægi að holrúmi bakvið stóru helluna. holrúmi sem fullt var af vaxi, hunangi, blómadufti og býflug- um. Hellan var átta feta löng og fimm feta breið; hún hékk við bergið eins og risastórt þak- skegg. Grimmelmann. kom til hans og skyggði fyrir augu meðan hann virti fyrir sér bergvegginn. — Ég held þú getir ekki náð f hunangið, sagði gamli maðurinn. — Ég hef hugsað mér að slá helluna frá, sagði Bain. Hann gekk uppundir helluna og rann- sakaði bergvegginn. Það var hægt að klifra upp. Hann gat komizt upp á helluna og athugað hana. O'Brien tók sér stöðu við hliðina á honum. Bain fór úr slitnu skónum. — Hjálpaðu mér, sagði hann. Stóri maðurinn spennti greipar og Bain tyllti fætinum á greip- arnar. greip um steinnöf og klifr- aði upp. Þrem mínútum síðar var hann kominn tuttugu fet upp á við og var að grandskoða hell- una. 1 innri endanum, yfir kúpu- opinu, var hún fet á breidd og honum skildist að hún væri alls staðar jafnbreið. Hann bokaði sér ofar og þuklaði meðfram bak- hliðinni. Hann vonaðist eftir að finna breiða, djúpa rifu, en bar var ekkert slíkt. Hellan var Fáj'CfrejíSslan Hárgreiðslu- og snvrtistofa Steimi on Tlátió Laugavegi 18 XTT. hæð (lyftal SÍMT 24-6-16 PERMft Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 STMT 33-968 D Ö IVI U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tiarnargötu 10 Vonarstrætis- megln — Sími 14-6-62. Hámreiðslustofa flusturbæiar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. samgróin berginu, mjóa sillan hafði orðið til við það að steinn hafði losnað hærra uppi, og leifamar höfðu fyrir löngu breytzt í steinflögur og sand fyr- ir tilstilli tímans og höfuðskepn- anna og voru nú orðnar hluti af gilbötninum. En á einum stað rétt vjð berg- .vegginn var steinninn gljúpur. Bain potaði í hann með fingrin- um og losaði mola af svörtum steini. Hann stakk vísifingri inn í gatið og ýtti á nýtt stykki. Það hreyfðist, en lét ekki und- an. Hann losaði skrúflykilinn varlega úr beltinu og lagði hann 37 á steinsillu, meðan fann fann betri fótfestu fyrir vinstri fót- inn. Hitt fólkið fylgdist með honum að neðan, þögult ,og kvíð- andi. Hann tók langa skrúflykilinn og sló á litla gatið; lausa stykkið datt burt. Hann hreinsaði hol- una, stakk endanum á skrúf- iyklinum inn og ýtti honum upp og niður. Steinninn veitti mót- stöðu. en' hann var bó aðeins steinn og mýkri en kalt stálið. Hann dró skrúflykilinn út og sló aftur á gatið. Svitinn bogaði af honum, hánn verkjaði í hand- leggina. Eftir fimm mínútur var komin hola á stærð við sígar- ettupakka; gatið hafði verið fullt af veðruðum steinum og það var erfitt að stækka það, því að bergið í kring var hart og höggin frá skrúflyklinum unnu sáralítið á þvf. Hann klifraðí niður til að hvíla sig í skugg- ánum. — Við getum það, stundi hann. — Nú veit ég að við getum það. — Að slá helluna af? spurði 0‘Brien. Grimmelmann hafði talað við hann og hann var van- trúaður. — Já, sagði Bain. — Það tek- ur bara sinn tíma. Hlustið nú á: O'Brien, farðu og finndu dautt tré og gerðu stiga sem nær upp, þá verður auðveldara að komast upp og niður. Þegar bú kemur upp, þá kveiktu lítið bál í holunni og haltu því við. Grace getur fundið einhvern eldivið, helzt góðan harðvið. Hlustið þið á: Við látum eldinn loga í holunni og steinninn í kring hitnar meira og meir. Þá hellum við á hann köldu vatni. Hvað gerist? — Steinninn springur! sagði O'Brien. — Hann springur, sagði Bain. — Hann springur og molnar. Ég fer upp og gref útúr honum með skrúflyklinum og slæ laust það sem hægt er. Holan verður dýpri og breiðari. Við endurtök- um þetta, þannig unnu forn- aldarmennirnir á steininum. Við þurfum ekki annað en eldivið, hita og tíma. — Þetta er prýðilegt, sagði Grimmelmann. Hann kinkaði kolli. — Ágætt, alveg ágætt. Bain sneri sér að gamla mann- inum. — Meðan þau eru að vinna að þessu, langar mig til að biðja þig að hjálpa mér að losna við býflugurnar. Hann reis á fætur og gekk yfirum. Grimmel- mann fylgdi á eftir. — Við skulum gera þær hræddar, sagði Bain. — Er þáð ekki rétt hjá mér, að ef þær verða reglulega hræddar hópast þær saman? — Jú. sagði Grimmelmann. — Við gætum neytt þær til að hópa sig, til að yfirgefa býkúpuna. Við verðum að gera þeim dvöl- ina þar óþolandi. Það er gagns- laust að nota reyk. Þær vgrða bara rólegri af honum. — Ég var ekki að hugsa um reyk, sagði Bain. — Hvemig lízt þér á þetta? Ég klifra eftir bergveggnum, þangað til ég finn stað þar sem ég get fest sterkan trjábút eða kannski skrúflykil; aðgengilegan stað í svo sem fimmtíu eða hundrað feta hæð. Við finnum þungan stein og bindum hann við end- ann á snærinu. Ég fer upp með hinn endann og geri lykkju um trjábútinn. Við drögum steininn upp þangað til hann er í hæð við kúpuopið. Svo notum við hann til að slá í heimilið þeirra. Gamli maðurinn kinkaði kolli. Hann sá fyrir sér áætlun Bains: pendul gerðan úr steini og snæri. Steinninn yrði í tutt- Ugu feta hæð, en þau gætu stjómað sveiflunni með öðru snæri. Steinninn myndi slást í klettinn. Inni í falinni kúpunni myndu stórar hunangskökur hrynja niður, egg myndu losna úr átthyrndum hólfunum, vinnu- dýr myndu deyja, púpur drep- ast af fæðuskorti. Jarðskjálfti í skordýraheiminum. Og það myndi ekki þar við sitja. Vinnuflugurnar myndu ráðast á eyðilagðar vaxkökurnar, þessa auðlegð af hunangi og blómadufti. Drottningin myndi hætta að verpa. Allt eðlilegt líf myndi hætta í k.úpunni. Barsmíðin myndi halda áfram tímunum saman, þar til kúpan var ekki lengur sérstök veröld reglu og > ná- kvæmni. heldur stjómlaus benda á mörkum sturlunar. Flugumar myndu hópa sig. Drottningin myndi setja sig í samband við vinnuflugurnar og þær myndu leggja af stað til heimsins kynlega fyrir utan, sem drottningin hafði aðeins einu sinni séð. Aragrúi af býflugum myndi streyma útum opið Og þjóta yf- ir gilið. Þær myndu finna áning- arstað og safnast saman hátt uppi; hundruð njósnara myndu leita að tómum sprungum. Einn þeirra fyndi nýja heimilið og drottningin myndi fara þangað inn, vel varin af þjónustum og vörðum. Hún myndi lifa þetta af og þegar nýja, hvíta vaxkak- an var tilbúin, myndi hún verpa eggi. Lífið myndi halda áfram. — Já, ég held þetta sé góð á- ætlun. sagði Grimmelmann og kinkaði kolli. — Við skulum flýta okkur. Sturdevant hélt áfram að ganga. Hann var í Namib-eyðimörk- inni. Það var enginn vafi á því: hlýr vindurinn í bakið á leið að svölu hafinu; skelfileg sandauðn- in, landið sem hallaði undan fæti, áin sem rann spölkorn og hvarf síðan í þungan sandinn. Stundum var rokið svo mikið að það feykti upp sundinum, þyrlaði honum í hringi og mynd- aði sandstróka. Það var hugsanlegt, að hann kæmist niður að hafimu, að Beinagrindaströndinni. Byssan var horfin. Hann hafði verið bú- in með skotfærin og skilið vopn- ið eftir. Hann drakk aftur og reikaði áfram þar til hann fann stað sem hlífði honum fyrir sólinni. Það var ekkert vatn eftir; hann gat ekki lagt í þá áhættu að ganga á daginn. Brúsamir vóru tómir. Namib. Þúsund mílur af sandi meðfram ströndinni og mörg hundruð mílur inn í landið. Þar var hann einhvers staðar; sér- hvert spor fram á við var spor nær hafinu. Hve langt var þang- að? Væri skynsamlegra að fylgja árfarveginum? Það höfðu verið pollar uppi í þröngu gljúfrinu. Framundan var eyðimörkin og hafið..... Hafið væri salt. kalt. lskaldur Benguela-straumurinn rann fram- hjá á leið frá Suðurskautsland- inu. Ef hann kæmist áð hafinu, LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur \%J fyrir telpur Verð frá kr. 1690,00 J| VIDGERDIR ^ É: l LEÐURVERKSTÆÐI |jA8Qn| ÚLFARS ATLAS0NAR Bröttugötu 3 B Sími 24678. SKOTTA — Þakka þér fyrir skemmtunina, Donni. Hvenær geburðu borgað mér hundraðkallinn? Cgníineníal Úfvegum eftir beiðni flestar stærðir hjólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærðum Gúmmmnnustofan h.f. Skipholti 35 — Sími 30688 og 31055 4778 _ Auðvitað verða skemmdarverkin að vera þannig unnin að ekkert sjáist hið ytra. Ekki má heldur verða vart við neinar truflanir fyrr en eítir svosem tveggja stunda siglingu. Og vél- virki verður ekki svo fljótur að finna bilunina .... — Hann fer upp á þiljur. Þar verður líka að gera smávegis. Hann vinnur verkið með járnsög ....... Þetta er mjög hentugt verkfæri, hægt að gera ýmsa hluti ótrausta með henni ...... — Að lokum setur hann verkfærin niður í tösku aftur, ánægður á svip. Hann hefur sannarlega unnið fyrir 50 dollurunum sínum. En hann vill græða meira á þessu! * BILLINN Rent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Ledurjakkar - Sjóliðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ ‘ Verzlunin Ó L. Traðarkotssundi 3 tmóti Þjóðleikhúsinu)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.