Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 6
g SÍ»A — ÞJÖ-PVILJINN — Pöetudagur VL júní 1966. Erik Palmén og kona hans. Ekki hægt að spá um ve&rið langt fram í tímann segir finnski veðurfræðingurinn pröfessor Erik Palmén » ■ Dagana 7.—10. júní var haldin í Reykjavík norræn veðurfræðiráðstefna og komu til hennar 32 gestir frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Meðal finnsku þátttakendanna var prófessor Erik Palmén, einn þekkt- asti veðurfræðingur á Norðurlöndum 'og reyndar heims- kunnur, nýtur hann t.d. mikils álits í Bandaríkjunum þar sem hann var prófessor við háskólann í Chicago og Los Angeles í mörg ár. — Prófessor Palmén hefur auk veðurfræðinnar fengizt við haffræði og var lengi forstöðu- maður haffræðistofnunar Finnlands. Síðustu 15 árin hef- ur hann einkum fengizt við hitabeltisveðurfræði. Þetta er í fyrsta sinn sem Erik Palmén kemur til íslands og var kona hans með í ferðinni. 75 nemendur í Sam vinnuskólanum í stultu viðtali við Þjóðvilj- ann kvaðst prófessor Palmén ánaegður með árangur ráðstefn- unnar — Annast finnst mér ég vera hálfgerður öldungur, þegar ég kem innan um alla þessa ungu vísindamenn, segir Palmén brosandi. En andrúmsloftið var mjög vingjamlegt, — enda ekki annað hægt í svona vinalegu landi — og flest erindin sem flutt voru fróðleg, t.d. erindi Páls Bergþþrssonar um lofts- lagsbrejrtingar og afkomu ■bænda, óg eins fannst mér merkilegt að heyra frá hon- um um teikniaðferðir sem hér eru notaðar við veðúrspána í stað útreikninga með rafeinda- heila. Sænskur veðurfræðingur, Bengtson, lýsti þvj svo hvern- ig n.ýjasta vélin hjá þeim vinn- ur, þar er hráefnið sett í raf- eindaheilann, sem síðan bæði reiknar og teiknar og veðspár- kortin koma tilbúin og geng- ur jafnvel svo langt afi skrifa spána i orðum fyrir einstaka staði á landinu. Bragi Árnason flutti mjög merkilegt erindi um mælíngar á deuteriummagni i jarðvatni og úrkomu og hvernig nota má þær til að finna út hvar vatni hefur upphaflega rignt. Það býðingarmesta við svona ráðstefnur er að starfsbræður frá öllum Norðurlöndunum hit+ast os fá tækifæri til að ræða samah ýmis saméiginleg vandamál. í þetta skiptj var aðaláherzlan lögð á veður- spána. — Nú, það er einmitt sú grein veðurfræðinnar sem allur al- menningur hefur áhuga á. Þið hafið kannski komizt að niður- stöðu um það hvernig veðrið verður hér á Norðurhvelinu i sumar, svo maður geti tfarið á réttan stað í sumarfríinu? — O, nei, segir Palmén og hlær, og ég hef satt að segja enga trú á því að hægt sé að spá um veðrið langt fram í tímann, a.m.k. ekki nákvæm- lega. Það er engin viðhlítandi aðferð til fyrir lengri spár en 24—48 tíma. — Stórveldin þykjast þó geta spáð um veðráttuna langt fram í tímann með aðstoð gervitungla. — Ég er svartsýnn á slíkt og held að þetta sé áróður meira og minna. Þetta hefur sínar takmarkanif oig slíkar spár verða alltaf ónákvæmar. Hitt er svo aftur annað mál. að gervitunglin geta veitt ‘ mikil- vægar upplýsingar fyrir hina daglegu veðurspá með Þeim má t.d. fá. mynd af skýjamynd- unum yfir svo til allri jörð- inni og mikið gagn er að því að geta fengið upplýsingar frá stöðum þar sem engar veður- athuganastöðvar eru. Frá gervitunglunum er líka hægt að mæla útgeislun frá jörðu og það er mikilvæg fram- för. áður var aðeins hægt að ætlast á um hana. Vitneskjan um útgeislunina hefur að sjálf- sögðu fremur fræðilegt en hagnýtt gildi. en annars er þróunin svo hröð nú á tímum, að það er erfitt að ákvarða hvað verður hagnýtt í fram- tíðinni. — Haldið þér ekki að til- koma gervitunglanna muni hafa mikil áhrif á þróun veðurfræð- innar i framtíðinni? — >ar sem veðurfræðin er svo víðtæký verkefni, held ég, að þróunin muni verða þann- ig, að upp komi stórar veður- stöðvar. sem spá fyrir mjög stór svæði, t.d. jafnvel fyrir allt Norðurhvelið. Verður þá auðvitað ekki þörf á að endur- taka þessar spár á mörgum smærri stöðum, en þrátt fyrir það er engin ástæða til að af- nema veðurstofumar í smærri löndunum, því að þær myndu þá fá ýmis vandamál við að glima sem þeim tilheyra sér- staklega og ekki væri hægt að ætlazt tii, að stóru stöðvamar 'sæju um. — Er mikil samvinna milli norrænna veðurfræðinga? — Veðurfræðin er í eðli sinu þannig starf að hún hlýtur alltaf að krefjast meiri og minni alþjóðlegrar samvinnu og norrænir veðurfræðingar hafa ekki meiri samvinnu innbyrðis en þeir hafa við aðrar þjóð- ir. — En það sem háir litlu löndunum oft er að þar er ekkj aðstaða til að hafa stórar vísindastöðvar þar sem margir veðurfræðingar starfa saman. Ég er t.d. undrandi á þvi hve vel tekst til hér á ís- landi, miðað við mannfjölda er bað hreint afrek hve mörg vandámál hér tekst að leysa. Það er einkennilegt að hér skuli ekki vera kennd néin veður- fræði við háskólann og verður þvi erfitt að vinna vísindalega. Ég velti því fyrir mér, hvort ekki mætti hafa a.m.k. eitt- hvert byrjendastig í þessu fagi. t.d. þegar raunvísindadeildin verður stofnuð. Þau lönd sem lengst eru komin í veðurfræðivísindum, og þá sérstaklega i háloftarann- sóknum, eru Bandaríkin og Sovétrikin, enda hafa þau beztar aðsta nar. En í byrj- un voru Norúurlöndin langt á undan og stafar það líkléga af því að þar var veðrið- allt- af svo mikið vandamái og mik- ilvægt að reyna að sjá fyrir hvemi.g það yrði. — Hvað segið þér um hinar frægu fslandslægðir sem allir skammast út af í Evrópu? — Það eru margir sem álita fsland uppsprettu vonda veð- ursins vegna lægðanna, en þetta er rangt, flestar þeirra verða ekki til á íslandi, marg- | ar eyðast meira að segja hér. — Það væri synd að segja að þið hafði verið heppnir með veður hér. — Það mætti kannski vera svolítið hlýrra, oig vissulega hefuj- mér fundizt mikið til um hversu vindasamt hefur verið hér þessa óagana. eft þið hafið hins vegar þetta dásamlega hreina loft. Okkur hjónin hefur lengi langað til að koma hingað til Islands, sem við höfðum heyrt svo mikið um, og við höfum ekki orðið' fyrir vonbrigðum. Við höfum ferðazt dálítið um nærsveitir Reykjavíkur, m.a. að Skálholti og Þingvöllum og er- um ákaflega hrifin. Meðan ég sat ráðstefnuna sinnti konan mín meningarmálum, skoðaði söfn og þessháttar. Við höfum notið mikillar gestrisni og mig langar, ef ég má. að nota þetta tækifæri og þakka móttökurn- ar óg ég veit að þar tala ég einnig fyrir munn hinna finnsku bátttakendanna í ráðstefnunni. vh Skólaslit Samvinnuskólans að Bifröst fóru fram 1. maí s.l. Ntemendur skólans voru 75 í vetur, 40 í 1. bekk og 35 í 2. bckk. Hæstu einkunn hlaut að þessu sinni Þorsteinn Þor- steinsson frá Hofsósi, i 2. bekk og fékk hann 9.32. Skólastjóri, Guðmundur Sveinsson, flutti ávarp og bauð heimafólk og gesti velkomna, en viðstaddir voru margir úr nágrenninu, foreldrar og að- standendur nemenda, fyrrver- andi nemendur og aðrir. Mættir voru nemendur sem brautskráðust fyrir 25 árum og 30 árum. Baldur Guðmundsson afhenti skólanum málverk eft- ir Svein Þórarinsson frá 30 ára nemendum og Hermann Þor- steinsson mælti fyrir 25 ára nemendur, en þeir gáfu ríflega fjárupphæð í menningarsjóð, sem ber nafn Jónasar Jónsson- ar fyrrverandi skólastjóra. Guðm. Sveinsson þakkaði gjafirnar og síðar sagði hann m.a.: Á starfsliði stofnunarinn- ar urðu þær breytingar s.l. haust að tveir nýir fastakenn- arar hófu störf, þeir Húnbogi Þorsteinsson, sem kom í stað Páls Guðbjartssonar og Hösk- uldur Goði Karlsson, sem tók við störfum Vilhjálms Einars- sonar. Inntökupróf var að venju haldið í Reykjavík í húsakynn- um Menntaskólans og fór fram síðari hluta septembermánað- ar. Af 120 stóðust 82 prófið en 53 náðu einkuninni 6,00 og yf- ir. Voru 40 teknir í 1. bekk að afloknu prófi, en 20 bíða skóla- vistar næsta vetur. Á kennslutilhögun skólans voru þær breytingar m.a. gerð- ar að tímum var fjölgað í hag- nýtum verzlunarstörfum, svo sem bókfærslu og vélritun. Félagslíf var með líku sniði og áður og sízt minna í skól- anum. Að venju var haldin árshátíð 1. desember og boðið á hana fólki úr Norðurárdals- hreppi og nemendum sem brautskráðust sl. vor. Við það tækifæri gáfu sveitun'"ir skól- anum vandað rafmagnsorgel í tilefni af því að skólinn hafði starfað í 10 ár í sveitinni. Yið skólaslit var 10 ára af- mælisins einnig minnzt með því að afhent var „LífsorkaV eftir Ásmund Sveinsson. Lista- verkið e/keypt fyrir sjóð sem myndaður var af Bifrastar- fólki. Þá afhenti Skólastjóri eink- unnir, en í 2. bekk hlutu 12 nemendur ágætiseinkunn, það er 9 og þar yfir: Þorsteinn Þorsteinsson, 9,32 og Karl Stefánsson, Selfossi, 9.00. í fyrsta bekk náðu þessir nem- endur beztum árangri: Björk Kristjánsdóttir, Bildudal, 8,92 og Guðmundur Jóelsson, Sand- gerði, 8.86. Samvinnuverzlu n leitast jafnan við að tryggja yður vörur á sannvirði. Það er því yðar hagur að verzla í eigim búðum. Samvinnuverzlun borgar sig bezt Kaupfélag Tálknofjarðar Sveinseyri \ IIRAÐFRYSTiHÚS FÁSKRÚÐSFJARÐAR Annasf hraðfrystingar á hverskonar sjávarafurðum og kjöti - fsframleiðsla - \ Kappkostum að veita ávallt sem bezta þjónustu HRADFRYSTIHÚS FÁSKRÚÐSFJARDAR t p /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.