Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 12
Víða var unnið að skreytingum í borginni í gærdag fyrir þjóðhátíðina og síðari hluta dagsins í gær fór borgin að skipta um svip. — Hér getur að líta afgreiðslustúlku 5 Bókabúð KRON í Banka- stræti stilia út brúðum í ísienzkiun þjóðbúningum — og þannig mætti lengi telja. (Ljósm. A.K.) Dómur í smyglmáli Langjökulsmanna Níu skipverjar hlutu sam tals 1,5 milj. króna sekt ■ í gærdag kvað Þórður Björnsson, yfirsakadómari, upp dóm yfir níu skipverjum á Langjökli fyrir smygl á áfengi og tóbaki til landsins á síðastliðnu ári. ■ Samanlagt sektarfé nímenninganna er kr. 1.520.000,00 og er þeim gert • að greiða þetta sektarfé til Menningarsjóðs innan 4 vikna frá uppkvaðningu dómsins. Föstudagur 17. júní 1966 — 31. árgangur — 133. tölublað. Mót norrænna lögreglukóra í Reykjavík: Útisöngur og skrúð- ganga lögreglukóra Hátíðahöld / Kópavogi Hátíðarhöldin í Kópavogskaup- stað hefjast við Félagsheimilið kL 1-30. Þaðan verður gengið í Hlíðargarð, þar sem formaður þjóðhátíðarnefndar Sigurjón Ingi Hilaríusson setur hátíðina. Hjálmar Ólafsson bæjarstjóri flytur ræðu, Helga Harðardóttir flytur ávarp fjallkonunnar, leik- aramir Árni, Klemenz og Bessi skemmta og fleira verður til skemmtunar. KL 4.30 verður dans yngri bæjarbúa í Æskulýðsheimilinu að Álfhólsvegi 32 og kL 8.30 um kvöldið hefst hátíðin aftur við Kópavogsskóla. Verður þar flutt- ttr gamanþáttur, Ríó tríóið skemmtir og tvöfaldur kvartett syngur imdir stjórn Kjartans Sígurjónssonar. Að lokum leika j „5 pens“ og Stuðlatríóið fyrir dansi úti við Kópavogsskóla og í Félagsheimilinu til kl. 1 e.m. HaínarfirBi 17, júní hátíðarhöldin í Hafn- arfirði hefjast kl. 1.30 e.h. við Hafnarfjarðarkirkju þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Siðan er helgistund í kirkjunni, séra Garðar Þorsteinsson prédik- ar. KL 2.25 fer skrúðganga frá kirkju að Hörðuvöllum þar sem formaður 17. júní nefndar, Þor- geir Ibsen, setur útihátíðina. Lúðrasveitin leikur, Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður flytur ræðu og Elsa Jóhanns- dóttir flytur ávarp fjallkonunn- ar. Ingibjörg Þorbergs og Guð- rún Guðmundsdóttir syngja bamalög og Árni Tryggvason, Bessi Bjamason, Klemenz Jóns- son og Ómar Ragnarsson munu skemmta. Karlakórinn Þrestir syngur og keppni verður háð í handknattleik. Kl. 5 verða barnasýningar í kvikmyndahús- um bæjarins. Á kvöldvöku við Lækjarskóla kL 8 skemmta lúðrasveitin og • Þrestir, Hafsteinn Baldvinsson bæjarstjóri flytur ávarp, Magn- ús Jónsson syngur og fimleika- flokkur KR sýnir. Árni og Klem- enz flytja skemmtiþátt s,vo og Gimnar Eyjólfsson og Bessi. Leikhúskvartett syngur lög úr Járnhausnum og frá kl. 10 leika „Ponic og Einar“ fyrir dansi. Mosfellssveit Hátíðarhöldin í Mosfellssveit 17. júní hefjast kl. 13.30 með skrúðgöngu frá vegamótum Reykjalundar hjá Meltúni að Varmárskóla, þar sem Matthías Sveinsson sveitarstjóri setur há- tíðina. Síðan hefst guðsþjónusta, séra Bjarni Sigurðsson prédik- ar. Karlakór Kjósarsýslu syng- ur, Ólöf S. Gísladóttir kemur fram sem fjallkonan og stúlkur sýna leikfimi. Eftir kaffihlé leikur Lúðra- sveit drengja, Jón M. Guðmunds- son oddviti flytur ávarp, keppt verður í ýmsum greinum íþrótta, og fluttur verður skemmtiþátt- uf, ætlaður yngstu kynslóðinni. \ Um kvöldið kl. 9 hefst dans- leikur í Hlégarði og leikur Stereótríóið fyrir dansi. Á Iaugardaginn kl. 3 e.h. sýn- ii Haraldur Ómar Vilhelmsson, kennari, kvikmynd í Háskólabí- ói og fjallar hún um Assún- stífluna í Egyptalandi. Kvik- myndin er í litum, með enskum skýringartexta og flytur Harald- ur erindi um Egyptaland eftir sýningu myndarinnar, en hann er nýkominn úr ferðalagi þaðan. Haraldur Vilhelmsson hélt í febrúar s.l. í sex vikna ferðalag til Egyptalands og flutti þar í landi fyrirlestra um Island og sýndi kvikmynd og litskugga- mjmdir af landi og þjóð m.a. •við háskólann í Kairó og við ýmsa gagnfræðaskóla. Einnig var hluti kvikmyndar- innar „This is Iceland“ sýndur í sjónvarpi Arába í Kairó, og Smyglgóss þeirra félaga er gert upptækt og rennur íil Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins. Það eru 2998 flöskur af genever, 808 flöskur af gini, 15 flöskur af viskí og 113200 vindlingar Qg 200 smávindlar. Þá er þeim gert að greiða 144 þúsund krónur í málsvamarlaun til sex lögfræðinga og 40 þúsund krónur sem saksóknaralaun til rikisins og eru hér einnig talin málsvamarlaun lögfræðings skip- stjórans, en skipstjóranum var eigi gerð refsing í þessu smygl- máli. Þá var nímenningunum gert að greiða skipafélaginu Jöklum h.f. skaðabætur fyrir röskun við geymslu smyglsins um borð í Langjökli og nemur sú upphæð samanlögð kr. 17.395,45. Stórféllt smygl Samkvæmt forsendum dóms- ins er litig á þetta sem stór- fellt smygl og hafi það svipt rík- rs^tt við Harald um Islands. Á þessu ferðalagi um Egyþta- land vpru Haraldi gefnar kvik- mjmdir um landið og bauð hann blaðamönnum í gær að horfa á eina þeirra, sem fjallar um smíði Assúan-stíflunnar frægu. í myndinni eru sýndar miklar framkvæmdir v'ð stífluna fram til ársins 1965 en þá hafði fjórð- ungur áætlunarinnar nm stíflu- gerðina verið framkvæmdur. Myndin er gerð af Egyptum og er efnið rakið í gegnum dagbók verkfræðings sem vann við stíflugerðina. Eins og fyrr segir verður kvik- myndin sýnd í Háákólabíói kl. 3, laugardaginn 18. júní og renn- ur ágóðinn af sýningunni í sjóð „Herferðar gígn hungri'“. issjóð verulegum . tekjum en skapað þeim jafnframt mikinn fjárhagsvinning, ef tekizt hefði. Þá er talið, að átta þeirra hafi sýnt verulega einbeittan vilja til brotsins með útbúnaði þeirra á . geymslustöðum fyrir smyglið. Þá þótti sýnt, að sex þeirra höfðu stofnað með sér sterk sam- tök um smygl og höfðu þeir ver- ig í gæzluvarðhaldi á þriðju viku, þegar samstaða þeirra rofn- aði, en tveir af þeim voru meðal æðstu yfirmanna á skipinu og trúnaðarmenn eigenda þess. Nímenningamir hafa misst starf sitt hjá Jöklum h.f. og auk þess urðu sex þeirra að þola stranga rannsókn á fjárreiðum sínum og fjármálaviðskiptum við aðra menn seinustu árin svo og á mörgum öðrum sérmálum sín- um og sviðum. Tveir af skipverjunum eru ungir menn og játuðu brot sitt þegar í stað. Samkvæmt ákvæðum áfengis- og tqllalaga var skipstjóri gerður ábyrgur fyrir 81 flösku af geni- ver og 5 þúsund vindlingum, sem enginn einstakur skipverji hefur kannazt við að hafa átt eða flutt til landsins. Rannsókn hefur leitt í ljós, að skiþstjórinn hafi ekki átt þátt í þessu smygli og það hafi verið framig án vitundar hans og var honum því eigi dæmd refsivist til vara sektargreiðslu. Skipstjóri hefur hinsvegar set- ið í gæzluvarðhaldi í 18 daga og orðið að þola farbann í 30 daga í ágúst og september á fyrra ári. Þá hefur hann misst skipstjóra- stöðu sína hjá Jöklum vegna málsins og þótti þessvegna ekki rétt að ákveða honum sérstaka j-efsingu í dómi þessum. Nímenningarnir sæta allir fangelsisrefsingu. Þeir hafa flest- ur inni en fangelsisrefsingu nem- ur. Slík innivist kemur bá til frá- dráttar sektinni til Menningar- sjóðs og nemu.r það 10 þúsund til 16 þúsund krónum sem inn- eign á fangelsisdögum. Síldveiðisvæðin tvö fyrir austan Síldveiðisvæðin fyrir norðan og austan em nú tvö, annað 200 mílur ANA frá Langanesi og hitt 130 mílur ANA frá Brimnesi. Samtals fengu 22 skip 4.032 tonn í fyrrinótt og gærmorgun: Dalatangi: Gullfaxi NK 120 tonn Skírn- ir AK 110 Vonin KE 60 Jón Kjartansson SU 230 Helga Guð- mundsdóttir BA 290 Þrymir BA 110 Reykjanes GK 90 Grótta RE 210 Gunnar SU 90 Guðrún GK 140 Bára SU 170 Sigurvon RE Framhald á 3. síðu. Verzlunarskóla íslands var slitið í fyrradag af skólastjóran- um dr. Jóni Gíslasyni. Að þessu sinni brautskráðust frá skólan- um 28 stúdentar, — þar af tveir utanskóla. í skólaslitaræðu sinni minnt- ist dr. Jón Gíslason fyrrverandi rektors Mmntaskólans í Reykja- vík, — Kristins Ármannssonar, en hann lézt í Lundúnum fyrir nokkrum dögum á heimleið frá Grikklandi. Dr, Jón kvað Kristin hafa kennt ensku v'ð skólann á árun- ’um 1931 til 1940, jafnframt var Kristinn prófdómari við lær- dómsdeild skólans í latínu í tvo Aðfaranótt sunnudagsins koma til landsins þáttakendur í Móti Norrænna lögreglukóra. Hingað koma kórar frá Danmörku, Nor- egi, Svíþjóð og Finnlandi og verða þáttakendur 144 að Islend ingum meðtöldum. Mótið verður sett í Sjómanna- skólanum á mánudaginn — en þar munu gestirnir búa — og ! er þetta þriðja mót Norrænna lögreglukóra, hin fyrri voru haldin í Stokkhólmi 1950 og í Osló 1961 og er ætlunin að halda þau á fimm ára fresti hér eftir. Formaður Lögreglukórs Rvík- ur, Ingólfur Þorsteinsson sagði fréttamönnum í gær á fundi með stjóm kórsins og framkvæmda- nefnd mótsins, að efnt hefði verið til samkeppni um móts- merki og hefði merki teiknað af Ölafi Guðmundssyni, verið valið. Eins og fyrr segir koma þátt- takendur til landsins aðfaranótt sunnudags og á mánudag. Á þriðjudagskvöldið kl. 20.00 fara kórarnir fimm í skrúðgöngu og verður gengið í 5 fylkingum með Nefndarkosning- um frestað í gær í Kópavogi Fyrsti fundur nýkjörinnar bæj- arstjómar í Kópavogi hófst í gærdag kl. 17 t>g lauk honum kl. 18.30 um kvöldið. Þessum fundi stýrði aldursforseti, Kjart- an J Jóhannesson, varafulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fyrir fundinum lá dagskrártil- laga um frestun á kosningum í nefndir og kjör bæjarstjóra þangað til á bæjarstjórnarfundi, sem haldinn verður 23. þm. Þessi tillaga var samþykkt með 8 samhljóða atkvæðum, en full- trúi Alþýðuflokksins sat hjá. Þá var tekið fyrir nefndarálit um lagningu HafnarJiarðarvegar í gegnum kaupstaðinn og hafði Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri framsögu í því máli. Umræður urðu nokkrar á fundinum um það mál. dómsdeildin var stofnuð fyrir riflega 20 árum. Þannig sátu 60 nemendur í lærdómsdeild skól- ans í vetur. Hæstu einkunn á ársprófi 5. bekkjar hlaut Erla Sveinbjörns- dóttir og næsthæstu einkunn hlaut Hafþór I. Jónsson. Dr. Jón Gíslason afhenti síð- an nýstúdcnt"m nrófskírteini sín og afhenti þeim verðlaun fyrir góðan námsárangur. Hæstu eink- unn á stúdentsprófi hlaut að þessu sinni Elín Jónsdóttir, 7.52, fyrstu ágætiseinkunn eftir Ör- stedskerfi. Annar varð Garðar Valdimars- son með 7,32 og 3. og 4. þau Bjarni Lúðvíksson og Margrét O. Hannesdóttir með 7,17. Er skólastjóri hafði lokið ræðu sinni tók til máls Ólafur I. Hann- esson og flutti kveðjúr frá 20 lúðrasveit i broddi fylkingar frá Snorrabraut, niður Laugaveg, Lækjargötu og upp að Mennta- skólaunm. Fnamhald' á 3. síðu. "arsis Tarsis kemur ásunnudag Rússneski rithöfundurinn Val- erí Tarsis kemur hingað til lands sunnudaginn 19. júní í boði Almenna bókafélagsins og Stúdentafélags Reykjavíkur, og dvelur hér þar til á fimmtudag. Tarsis flytur fyrirlestur og s.varar spumingum á vegum Stúdentafélagsins á þriðjudags- kvöld kl, 9 í Sigtúni. Tarsis kom til Englands í vet- ur leið í boði Collins-forlagsins. Var hann þá þekktur orðin fyrir bækur sem höfðu verið gefnar út á Vesturlöndum, einkum bók- ina „Deild nr. 7“ sem iýsir lífi á geðveikrahæli. Sjálfur var Tarsis um tíma á slíku hæli í heimalandi sínu og telur að þar hafi hann dvalið fyrir sakir hættulegra skoðana. ára stúdentum og færði skólan- um að gjöf 25 þúsund krónur til styrktar þeim kennurum skól- ans, sem vildu endurskoða skóla- bækur og samhæfa þær nýjustu uppgötvunum og bekkingu í hverri fræðigrein eða til þess að endursemja nýjar kennslubæk- ur. Þá flutti Þórður Jónsson kveðjur frá fimmtán ára stúd- entum og fluttu þeir skólanum að gjöf nýjan fjölritara af vand- aðri gerð og ioks flutti Helgi Gunnar Þorkelsson kveðjur frá tíu ára stúdentum og gáfu þeir skólanum smásjá til notkunar við náttúrufræðikennslu í lær- dómsdeild. Dr. Jón Gislaso., þakkaði hlý- hug og ræktarsemi fyrrverandi nemenda með þessum gjöfum til skólans. ir tekið þennan dóm út í gæzlu- 1 áratugi. varðhaldi yfir fimmtíu daga og Síðastliðinn vetur sátu 34 Svo rösklega var gengið til verks nemendur í fimmta bekk skól- af hálfu hins opinbera ákæru- ans og varð að tvískipta þeim valds, að sumir þeirra sátu leng- bekk í fyrsta skipti síðan lær- Kvikmynd frá Egyptaiandi verður sýnd í Háskólabíói Verzlunarskóli Islandi brautskráði 28 stúdenta \ 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.