Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐÁ — ÞSKte'VIÉJSSFN—' Föetudagor VL ýátá 1966,
Eru
þeir sammála?
Það hefur komið fram í
blöðum að á viðræðufundum
Verkamannasambandsins og
atvinnurekenda hafi verið
rætt um að fresta raunveru-
legri samningsgerð til hausts-
ins en gera á meðan bráða-
birgðasamkomulag, m.a. um
5% grunnkaupshækkun. Sú .
tala vekur einkum athygli
fyrir það hvað hún er ein-
staklega smávaxin; aldrei læt-
ur ríkisstjómin sér nægja að
hækka nokkum skapaðan hlut
um 5%; þegar hún hækkaðd
soðninguna á dögunum til
þess að gleðja . tekjulágar
barnafjölskyldur var hækkun-
in um 70%.
Samt bannaði ríkisstjórnin
atvinnurekendum að Ijá máls
á samkomulagi af þessu tagi,
og í gær kveður við gam-
alkunn tónlist í Morg-
unblaðinu. Þar eegir að
forustumenn Verkamanna-
sambandsins „æski eins^is
fremur en áframhaldandi
verðbólguþróunar. Þeir vita
sem er. að verðbólgan skapar
margháttuð vandamál og tor-
veldar uppbyggingu og fram-
farir. Slíkir erfiðleikar eru
þeim kærkomnir“. Þessir för-
ustumenn Verkamannasam-
bandsins hafi „löngum látið
hagsmuni launþega víkja fyr-
ir pólitískum hagsmunum sín-
um ... slík vinnubrögð eru til
þess eins fallin að auka á
verðbólguna og koma í veg
fyrir að öryggi geti skapazt
á vinnumarkaði ..... Slík
bráðabirgðahækkun mundi ó-
hjákvæmilega hleypa af stað
nýjum og miklum víxlhækk-
unum kaupgjalds og vérðlags
og vfsitöluskrúfarl komast í
fullan gang. Að því er raun-
ar stefnt“. Og svo framvegis,
endalaust
1 sama eintaki Morgun-
blaðsins er birt einróma á-
lyktun frá stjóm Verka-
mannasambandsins. Þar er
lýst ,-,fyllsta samþykki“ við
tilraunir framkvæmdastjórnar
sambandsins í viðræðum við
stjómarvöldin og sagt: .,Fund-
urinn lýsir vonbrigðum sín-
um og vanþóknun á viðbrögð-
um atvinnurekendasamtak-
anraa við óhjákvæmilegum en
hóflegum kröfum sambands-
ins um kjarabætur lægst laun-
uðu stétta þjóðfélagsins, sem
stuðla myndu að friði á
vinnumarkaðinum“. Að lok-
um er framkvæmdastjórninni
falið „að ná fram bráða-
birgðasamningum > án tafar og
að hafa forustu um aðgerðir
af hálfu verkalýðsfélaganna,
er nauðsynlegar kunna að
reynast til þess að samníngar
takist. Skorar íundurinn á
verkalýðsfélögin að vera við-
búin þeim átökum sem fram-
undan kunna að vera“, Undir
þessa ályktun skrifa ekki að-
eins þeir illu kommúnistar
sem Morgunblaðinu verður
tíðrætt um, heldur og for-
ustumenn Alþýðuflokksins í
almennu verklýðsfélögunum.
Jóna Guðjónsdóttir, Ragnar
Guðleifsson, Sigurrós Sveins-
dóttir. Einnig þeim eru ætl-
aðar sneiðar Morgunblaðsins.
Og nú er spurt: Eru ráð-
herrar Alþýðuflokksins sam-
mála 'fúkyrðasmið Morgun-
blaðsins eða flokksbræðrum
sínum í verkalýðsfélögunum?
Hver er til að mynda afstaða
Eggerts Þorsteinssonar sem
kallaður hefur verið „fulltrúi
verklýðssamtakanna í ríkis-
stjóm“? Það ætti að koma í
Ijós næstu daga. — Austri,
f&fyW V •'/■•v/'............................•>••■/>••/• vv ywr •/ Kjjv ví pj
Verzlanir
I
athugið:
] HELANCA crepe
I sundbolir og
_ sundskýlur.
* ' $■' // J. >// 'VXÖ . J...Z/JJJ jjíj.'
Heildv. Andrésar Guðnasonar
Hverfisgötu 72 — Símar 20540 - 16230.
Kaupfélagið er bundið við héraðið, svo að
aldrei verður skilið þar á milli.
Kjörorðið er: — Að hafa ekki af öðrum,
en hjálpa hver öðrum. ,
Kaupfélag
Önfirðinga
Flateyri
ÞJÓDHÁTÍÐIN I REYKJAVÍK
17. júní 1966
D A G S K R A :
L DAGSKRÁIN HEFSX;
Kl. 10.00 Samhljómur kirkjuklukkna í Reykjavik.
Kl. 10.15 Frú Auður Auðuns, forseti borgarstjórnar, legg-
ur blómsveig frá Reykvíkingum á leiði Jóns
Sigurðssonar. Karlakórinn Fóstbræður syngur:
„Sjá roðann á hnjúkunum háu“. Stjómandi:
Jón Þórarinsson.
Kl. 10.30 Lúðrasveitir bama og unglinga leika vig Blli-
heimilið Grund og Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna. — Stjómendur: Karl O. Runólfsson og
Páll Pampichler Pálsson.
H. SKRÚÐGÖNGUR:
Kl. 13.15 Safnazt saman við Melaskóla, Skólavörðutorg
og Hlemm. Frá Melaskólanum verður gengið um
Furumel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjamargötu
og Kirkjustræti. Lúðrasveit Reykjavíkur og
lúðrasveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur
leika. Stjómandi: Páll Pampiehler Pálsson. Frá
Skólavörðutorgi verður gengiö um Njarðargötu,
Laufásveg, Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækjar-
götu og Skólabrú. Lúðrasveitin Svanur og lúðra-
sveit barna- og unglingaskóla Reykjavíkur leika.
Stjómendur: Karl O. Runólfsson og Jón Sig-
urðsson, trompetleikari.
Frá Hlemmi verður gengið um Laugaveg,
Bankastræti, Austurstræti og PósthússtrœtL
Lúðrasveit verkalýðsins leikur . Stjómandi:
Ólafur L. Kristjánsson. — Fánaborgir skáta
ganga fyrir skrúðgöngunum.
HI. HÁTÍÐAHÖLDIN VBÐ AUSTURVÖLL:
Kl. 13.40 Hátíðin sett af formanni Þjóðhátíðamefndar,
Valgarð Briem. — Gengið í kirkju.
Kl. 13.45 Guðsþjónusta í Ðómkirkjunni. Prédikun; Síra
Þorsteinn L. Jónsson. Einsöngur: Magnús Jóns-
son, óperusöngvari. Organleikari: Máni Sigur-
jónsson. Dómkórinn syngur. Þessir sálmar verða
sungnir: Nr. 672 Göngum vér fram, 1.—4. vers
... Nr. 52 Ó hvað þú Guð ert góður .. Nr.
678 Himneski faðir hvar sem lifað or.
Kl. 14.15 Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, legg-
ur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnis-
varða Jóns Sigurðssonar. Lúðrasveitirnar leika
þjóðsönginn. — Stjómandi; Jón Sigurðssoon,
trompetleikari.
Kl. 14.25 Forsætisráðherra, dr. Bjami Benediktsson, flyt-
ur ræðu af svölum Alþingishússins. Lúðrasveit-
irnar leika „fsland ögrum skorið“. Stjómandi:
Páll Pampichler Pálsson.
Kl. 14.40 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishúss-
ins. Lúðrasveitimar leika „Yfir voru ættar-
landi“. Stjómandi Ölafur L. Kristjánsson.
IV. BARNASKEMMTUN Á ARNARHÓLI:
Kl. 15.00 Kynnir og stjórnandi: Gísli Alfreðsson.
Lúðrasveit drengja leikur. Stjómandi; Karl
O. Runólfsson.
Leikhúskvartettinn syngur lög úr Jámhausnum
eftir Jónas og Jón Múla Ámasyni. Söngvarar:
Hjálmtýr Hjálmtýsson, Einar ÞorsteinssOn, ívar
Helgason og Jón Kjartansson. Undirleik ann-
ast Magnús Pétursson.
Leikþáttur: Einkunnabókin. Leikendur: Rorgar
Garðarsson og Róbert Amfinnsson.
Bamakór: Böm úr Melaskólanum syngja undir
stjóm Magnúsar Péturssonar.
Gög og Gokke, skemmtiþáttur. Flytjendur: Alli
Rúts og Karl Einarsson.
Skátar syngja og leika.
Gamanvísur: Alli Rúts.
Gamanþáttur; Rúrik Haraldsson.
Heimir og Jónas leika og syngja. (Heimir
Sindrason og Jónas Tómasson).
Gísli Alfreðsson og Klemenz Jónsson völdu efn-
ið og önnuðust undirbúning dagskrárinnar.
V. DANS BARNA OG UNGLINGA í
LÆK JARGÖTU:
Kl. 16.00 Stjómandi: Hermann Ragnar Stefánsspn.
Hljómsveit: Toxic.
VI. HLJÓMLEIKAR í HALLARGARÐINUM:
Kl. 17.00i Lúðrasvéit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi: Páll
Pampichler Pálsson.
VH. Á LAUGARDALSVELLINUM:
Kl. 16.30 Lúðrasveitin - Svanur leikur: Stjómandi; Jón
Sigurðsson, trompetleikari.
Kl. 17.00 Ávarp: Baldur Möller, form. fþróttabandalags
Reykjavíkur.
Glímusýning undir stjóm Rögnvaldar Gunn-
laugssonar. Glímumenn úr KR og Ungmenna-
félaginu Víkverja sýna.
Piltar úr KR og Ármanni sýna áhaldaleikfimi
undir stjóm Jónasar Jónssonar.
Drengjaflokkur Ármanns sýnir' glímu undir
stjórn Harðar Gunnarssonar.
Vítaspymukeppni milli Reykjavíkurmeistaranna
Þróttar og Knattspymufélagsins Vals.
Boðhlaup drengja og stúlkna frá íþróttanám-
' skeiðum Reykjavíkurborgar.
Keppni í frjálsum íþróttum; 100 m, 400 m Qg
1500 m hlaupi, kúluvarpi, langstökki og stangar-
stökki, 110 m grindahlaupi, 4x100 m boðhlaupi,
100 m hlaupi kvenna og 100 m hlaupi sveina.
Keppt er um bikar, sem forseti fslands gaf
17. júní 1954.
Leikstjóri: Sveinn Björnsson.
Aðstoðarleikstjóri; Reynir Sigurðsson.
VIH. KVÖLDVAKA Á ARNARHÓLI:
Kl. 20.30 Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi; Jóh
Sigurðsson, trompetleikari.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, flylur ræðu.
Lúðrasveitin Syanur leikur Reykjavíkurmars
eftlr Karl O. Rúnölfsson. Höfundur stjómar.
Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjómandi:
Jón Þórarinsson.
Þorsteinn Ö. Stephensen, leikari, flytur Gunn-
arshólma eftir Jónas Hallgrímsson.
Gamanþáttur eftir Bjarna Guðmundsson og
Guðmund Sigurðsson; Karl Guðmundsson leik-
ari flytur.
Óperusöngvaramir Svala Nielsen og Guðmund-
ur Jónsson syngja. Undirleik annast Ólafur
Vignir Albertsson.
IX. DANS TIL KL. EITT EFTIR MIÐNÆTTI;
Að kvöldvökunni lokinni verður dansað á eftir-
töldum stöðum: Á Lækjartorgi: Hljómsveit
Ragnars Bjamasonar. Söngvari; Ragnar Bjama-
son. — f Aðalstræti: Dátar. — Á Lækjargötu:
Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar. Söngvari; Sig-
ríður Magnúsdóttir.
Kynnir á Lækjartorgi Svavar Gests.
Kl. 01.00 Dagskrárlok. — Hátíðahöldunum slitið frá
Lækjartorgi.
KAUPFÉLAG ÁRNESINGA
SAMVINNUVERZLUN
TRYGGIR
SANNVIRÐI
býSur yður nú sem endra
nœr fjölbreyttar
vorur
—---------------_■ á hagstœðu verði
Rekum útibú á Eyrarbakka, Stokkseyri, Hveragerði, Þorlákshöfn og Laugarvatni.
Kaupfélag Árnesinga
i
%
Selfossi