Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓEmEJlNFN — Fðstödagur W. Jdni M6A Otgetandi: Sameinlngarflokkiur alþýðu — Sósíalistaflokk- urirm. , • Ritstjórar: Ivar H. -Tónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður GuOmundsson. Préttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófseon. Auglýsingastj.: Þorva’dur J'c’’annesson. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 105.00 á mánuði. Lausa- söluverð kr. 5.00. Sjálfstæðismál Ceytjándi júní er íslendingum gleðidagur, minn- ^ ingaríkur og bjartur, dagur náttleysu og vor- aldar, dagur ungra vona og framtíðardrauma, dag- ur nýrra heitstrenginga. Bjarta vorið 1944 vitjar á ný hvers íslendings sem lifði það. % jT’n sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóðarinnar var ^ ekki lokið með stofnun lýðveldis 1944. Erlend ásælni eins voldugasta herveldis heims og krafa þess í stríðslok um herstöðvar á íslandi í heila öld gaf ískyggilega bendingu um að lýðveldið ís- land yrði ekki látið í friði, og svo reyndist líka. í það skipti tókst að afstýra því að látið væri und- an kröfum Bandaríkjamanna, vegna þess að Sósíal- is'faflokkurinn var þátttakandi í ríkisstjóm. En þegar hið erlenda stórveldi tók að vinna að hinu sama í áföngum, tókst því að fá á sitt band þrjá íslenzka stjómmálaflokka, sem létu undan hinni erlendu ásælni stig af stigi; og þeir bera ábyrgð á því að hér eru enn erlendar herstöðvar; þeir bera á því ábyrgð að ísland er í hernaðarbandalagi við stórveldi, sem nú beitir hernaðarmætti sínum í vitfirringslegu blóðbaði á smáþjóð í Asíu, Víetnam. T engst af frá lýðveldisstofnunimni hefur hin rót- tæka verkalýðshreyfing landsins orðið að standa ein í stöðugri landvarnarbará'ttu gegn hinni er- lendu ásælni. En síðustu árin er tekið að rofa í moldviðrið sem herstöðvaflokkamir á íslandi hafa þyrlað upp. Það gerist nú stöku sinnum að mönn- um tekst að þrýsta inn í blöð herstöðvaflokkanna greinum um þjóðræknismál, þar sem litið er ís- lenzkum augum á ásælni Bandaríkjanna og hætt- una sem íslenzku þjóðemi og menníngu er búin. Nýir menn úr hópi menntamanna, stúdenta og rit- höfunda rísa til vamar þjóðerni og þjóðmenningu. Sjálf kommúnistagrýlan er að verða magnlítil í hers'töðvablöðunum íslenzku. Allar tylliástæður foringja herstöðvaflokkanna fyrir herstöðvum hér á landi og hermannasjónvarpi eru löngu orðnar þlægilegar, erjda ekki byggðar á traustari grunni en bandarískum áróðri. í Víetnam heldux Banda- ríkjastjórn uppi sýnikennslu á því hvernig hún skilur og virðir rétt smáþjóða, hvemig hugmyndir bandarískra stjórnarvalda um vestrænt frels'i og lýðræði, mannhelgi og manngöfgi, eru í reynd. Er að undra þó mörgum íslendingi hafi blöskrað sú kennsla? ) TTm heim allan magnast nú bará'tta gegn erlend- ^ um herstöðvum. Nýfrjálsar þjóðir vinna ótrauð- ar að því að ýta frá sér herstöðvum annarra ríkja. Meira að segja eitt helzta land A'tlanzhafsbanda- lagsins, Frakkland, skipar Bandaríkjamönnum burt með herstöðvar af franskri grund. Hvarvetna er það skilið sem örlagáríkt sjálfstæðismál þjóðar að losna við herstöðvarnar, Svo er eimnig hér. Al- þjóðamálum er svo háttað að Bandaríkjastjórn myrídi ekki treysta sér til að þverskallast éf meiri hluti íslenzku þjóðarinnar og Alþingis skipaði henni að afmá bandarísku herstöðvarnar hér é landi og flytja herinn burt. Sú krafa hlý'tur að verða borin fram af sívaxandi þunga, og hún á djúpan hljómgrunn þennan þjóðhátíðardag. — s. f Ári Kárason verðlaunaður Eins og skýrt var frá í ÞjóSfviljanum í gær fékk ljós- myndari blaffsins Ari Kára- son þrenn verfflaun í ljós- myndasamkeppni sem Agfa umboffiff á íslandi og viku- blaðiff Fálkinn stóffu fyrir. Fékk Ari 1. og 3. verfflaun í samkeppni um svarthvítar myndir og 1. verfflaun í keppni um litfilmur. Þ-ví miff- ur getum viff ekki birt verff- launamyndimar, þar sem Fálkinn áskildi sér fyrirfram birtingar- og sýningarrétt á öllum myndum sem til keppninnar bærust, en mótív myndanna voru fólk viff hver í Reykjadölum á litfilmunni, maffur viff billiardspil á svarthvítu myndinni sem hlaut 3. verfflaun og uppstill- ing unnin í High-Key á þeirri mynd sem fékk 1. verfflaun. Auk þessara tveggja flokka áttu fimm útnefndir kepp- endur aff keppa um visst verkefni í þriffja flokkinum, en þar sem aðeins tveir skil- uffu verkefninu, var sá flokk- ur látinn falla niffur. Önnur verfflaun í flokki litfilma fékk Heiffar Marteinsson, 3. verff- laun Ólafur Jónsson siglinga- fræffingur og viffurkenning var veitt Einari Vestmann. í flokki svarthvítra mynda fékk Jakob L. Kristinsson 2. yerfflaun. Fjöldi mynda barst til keppninnar i báðum flokk- um. Verðllaun í báðum flokkum voru 1.: kr. 3000 í peningum, 2.: kr. 2000 og 3.: kr. 1000 í vöruúttekt hjá Týli auk veg- legra verfflaunabikara úr silfri, sem Ijósmyndari Þjóff- viljans Ari Kárason sést hér veita móttöku á myndinni hér aff ofan. í dómnefnd áttu sæti Björn Th. Bjömsson listfræffingur, Hjálmar R. Bárffarson skipa- skoffunarstjóri og Jón Kaldal Ijósmyndari. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! Landsfundur Alþýðubandalagsins Á íram'haldsstof ní u nd i Al- þýöubandalagsins á mánudags- kvöldið var eftirfarandi tillaga frá Guðmundi Vigfússyni sam- þykkt með 156 átkvæðum gegn 25: „Framhaldsstofnfundur Al- þýðubandalagsins S Reykjavík, haldinn mánudaginn 13. júní 1966, ályktar að fcla stjóm^ samtakanna að beita sér fyrir því, í samráði við samtök AI- þýðubandalagsmanna í öðrum kjördæmum landsins, að hald- inn vcrði Iandsfundur Alþýðu- bandalagsins næsta haust, er m.a. gangi frá stefnuyfirlýsingu Alþýðubandalagsins fyrir al- þingiskosningarnar sumarið 1967. Fundur leggur áhcrzlu á, að allur undirbúningur landsfund- arins vcrði sem vandaðastur, og m.a. tckið til athugunar, hvort ekki er fært að hafa drög að stefnuyfirlýsingunni það snemma tilbúin að unnt sé að ræða þau í samtökunum fyrir Iandsfund.‘‘ 1 Frjálsri þjóð í gær er þessi samþykkt lögð út á þann veg að hún feli í sér „ákvörðun um flokksstofnun" og þau tíðindi boðuð í stórfyrirsögn á forsíðu. Eins og menn sjá felur. sam- þykkt stofnfundarins ekkert slíkt í sér. 1 lögum Alþýðu- bandalagsins í Reykjavik er gert ráð fyrir lanðsráðstefnu Alþýðubandalagsmanna, og var það ákvæði samþykkt ágrein- ingslaust á fyrri stofnfundin- um. Ályktun framhaldsstofn- fundarins fjallar einungis um framkvæmd þessa ákvæðis. Fullyrðingar um niðurstöður landsfu.ndar í hverju atriði sem vera skal, skipulagsmálum jafnt og stefnumálum. eru út í hött meðan undirbúningsstarfið er ekki einu sinni hafið. Reykjavík 16. júní Magnús Torfi ólafsson. formaður Alþýðubanda- lagsins. í Reykjavík. , SKIPAUTfieRO RIKISINS M.S. SKJALDBREIÐ fer vestur um land til Akureyr- ar 22. þm. Vörumóttaka á þriðju- dag til Patreksfjarðar Tálkna- fjarðar Bíldudals Þingeyrar Flat- eyrar Suðureyrar Bolungarvíkur Isafjarðar og áætlunarhafna við Húnaflóa og Skagafjörð Siglu- fjarðar Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Farseðlar seldir á þriðjudag. Stáleldlníshúspoern Borð Bakstólar Kollar kr. 950.00 450.00 145.00 For n ver 7,1 u r r. Grettisgötu 31 Klapparstíg 26. Happdrætti styrktarfélags vangefinna Happdræt'tismiðar verða seldir í tyeim af þrem happdrættisbíl- um vorum 17. júní. — Yerður annar bíllinn staðsettur í Austur- stræti 1, hinn á gamla B.S.Í.-planinu við Kalkofnsveg. Allmargir miðar eru þegar í frjálsri sölu, en bifreiðaeigendur sem eiga forkaupsrét'f á bílnúmerum sínum geta fengið kvittun fyrir að hafa keypt númer sín, og verða þeim sendir happdrættis- miðarnir síðar. — Verð hvers miða er kr. 100,00. Happdrætti Styrktarfélags vangefmna. Hraðfrystum allar sjávarafurðir. Kaupum síld til bræðslu og frystingar. Hraifrystihús Eskifjarðar h.f. Eskifirði i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.